Enginn sér, á bak við orðin tóm

10000krsedillMarogBjarni.jpg
Auglýsing

Fjár­magns­höftin og mögu­legt afnám þeirra er helsta hags­muna­mál íslensks almenn­ings. Hvernig tekið verður á þeim gjald­eyr­is­vanda sem þjóð­ar­búið stendur frammi fyr­ir, svo­nefndum greiðslu­jafn­að­ar­vanda, mun nefni­lega hafa áhrif á allt – rík­is­fjár­mál­in, mennta- og heil­brigð­is­kerf­ið, líf­eyr­is­kerfið og lífs­kjör til skamms og langs tíma. Með því að lög­leiða fjár­magns­höft heml­uðu stjórn­völd afleið­ingar gjald­eyr­is- og banka­krepp­unnar sem náði hámarki haustið 2008. Áhrif hruns­ins eru því ekki enn komin fram að fullu.

Til­vist fjár­magns­haft­anna, og mögu­leg rýmkun eða afnám þeirra, er stærsti óvissu­þátt­ur­inn í öllum hag­spám sem gefnar hafa verið út frá hruni. Í raun er erfitt að tala um efna­hags­legar stærðir án þess að hafa það bak við eyrað að við búum í hálf­gerðri sápu­kúlu. Það er hlýrra á bak við höft­in.

Á næst­unni mun umræða um þá kosti sem eru í boði við lausn vand­ans eflaust verða hávær­ari. Mik­il­vægt er að hún fari fram á breiðum grunni og snúi einnig að því hvað taki við eftir höft. Sátt þarf að skap­ast um þá leið sem farin verð­ur.

Auglýsing

En hvaða mögu­leikar eru í stöð­unni? Í mjög ein­fald­aðri mynd má segja að stjórn­völd standi frammi fyrir fimm val­mögu­leik­um. 1. Að gera ekk­ert 2. Að afnema höftin (eftir að búið er að skera niður krónu­eignir erlendra kröfu­hafa), leyfa krón­unni að falla og vona að stöð­ug­leiki náist aftur fyrr en síðar 3. Að fara svo­kall­aða skiptigeng­is­leið sam­hliða fullu afnámi. 4. Að við­ur­kenna ógjald­færni í erlendri mynt og end­ur­semja um erlendar skuldir þjóð­ar­bús­ins 5. Að taka upp aðra mynt, t.d. evru með inn­göngu í Evr­ópu­sam­band­ið.

Hver leið hefur sína kosti og galla. Að gera ekk­ert er þægi­leg­ast fyrir stjórn­mála­menn og hefur í för með sér minnstu póli­tísku áhætt­una fyrir þá. En vand­inn er sá, að hér stang­ast á póli­tískur ávinn­ingur til skamms tíma og nei­kvæðar afleið­ingar þess að halda í höftin til lengri tíma.

Verði sú leið farin að leyfa krón­unni að falla tíma­bundið mun það verða gert í þeirri von að nýtt jafn­vægi náist fljótt. Svo­kall­aðar var­úð­ar­reglur Seðla­bank­ans tækju þá við en þær eiga að tryggja efna­hags­legan stöð­ug­leika. Miðað við sögu hag­stjórnar á Íslandi verður þó að telj­ast ólík­legt að þær dugi til. Skiptigeng­is­leið­in, sam­bæri­leg þeirri sem Þjóð­verjar hafa far­ið, er sú leið sem vænt­an­lega kæmi best út fyrir með­al­mann­inn, vísi­tölu­fjöl­skyld­una. Þar sem hún fæli í sér skerð­ingu á eignum hinna auð­ugustu, sem ein­hverjir myndu kalla eigna­upp­töku, má þó segja að hún sé póli­tískt ómögu­leg. Hún er eflaust ekki einu sinni á teikni­borð­inu. Leið fjögur leysir ekki allan vanda, og erfitt er að sjá fyrir sér afleið­ingar á orð­spor og fjár­fest­ingu. Fimmta leiðin myndi ekki leysa skulda­vanda þjóð­ar­bús­ins, sem að vísu er ekki ein­hugur um að sé til stað­ar. Hún hefur einnig í för með sér meira en sem við­kemur mynt­inni og pen­inga­legu umhverfi – og sitt sýn­ist hverj­um. Núver­andi rík­is­stjórn er heldur ekki á leið í Evr­ópu­sam­band­ið.

Vanda­málið er þetta: Allar leiðir sem fela í sér afnám eru póli­tískt erf­iðar - það krefst mik­ils póli­tísks kjarks á annað borð að afnema höft­in.  Óvissan er mikil og getur ekk­ert líkan spáð fyrir um áhrifin af afnámi og hvað tekur við – sama hversu góður und­ir­bún­ing­ur­inn væri. Bæði for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra hafa sagt að finna þurfi heild­stæða lausn á vand­an­um.  Tók for­sæt­is­ráð­herra það jafn­framt fram á Alþingi nýlega að afnám hafta yrði ekki á kostnað heim­il­anna í land­inu.

Hér liggur einmitt kjarni máls­ins. Sú aðferð­ar­fræði sem verður fyrir val­inu við afnám hafta má ekki ráð­ast af hags­munum ein­stakra hópa á kostnað almanna­hags­muna. Ef Ísland ætlar ekki að drag­ast frekar aftur úr öðrum löndum í lífs­kjörum og vel­ferð verður að huga að áhrifum afnáms á almenn launa­kjör, rík­is­fjár­málin og verð­bólgu. Þröngir sér­hags­munir mega ekki ráða för.

Þar sem þeir raun­hæfu mögu­leikar sem standa í boði hafa að öllum lík­indum í för með sér almenna skerð­ingu á lífs­kjörum og enn frekara högg fyrir vel­ferð­ar­kerfið til skamms tíma – og þar með senni­legt hrun í vin­sældum stjórn­mála­manna -  er því miður lík­leg­asta nið­ur­staðan sú að höftin verði áfram.

Þetta er póli­tísk ákvörð­un. Kosn­ingar eru á fjög­urra ára fresti. Óvíst er hversu langan tíma það tæki fyrir þjóð­ar­búið að ná sér á strik aftur komi til nei­kvæðra afleið­inga af afnámi. Næstu kosn­ingar verða árið 2017. Stóra spurn­ingin er sú hvort ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar hafi þann kjark sem þarf til að afnema höft­in, sér­stak­lega í ljósi þess að hag­vísar benda allir til þess að framundan séu góðir tímar í efna­hags­líf­inu – í skjóli hafta. Á end­anum snýst þetta um að taka ákvörðun – og hún er ekki auð­veld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None