Er forseti Íslands einræðisherra?

radhusid_vef.jpg
Auglýsing

S Björn Blön­dal, odd­viti Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík, rit­aði grein í Kjarn­ann hinn 15. maí síð­ast­lið­inn þar sem hann tók til umfjöll­unar stefnu Pírata í Reykja­vík um að borg­ar­stjóri skuli kos­inn beinni kosn­ingu af borg­ar­bú­um. Það er mjög gott að fá slík við­brögð, þar sem stefnan er ekki síst sett fram til að vekja umræðu sem við teljum tíma­bæra.

Bein kosn­ing borg­ar­stjóra var nokkuð í deigl­unni fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar árið 2006. Þannig rit­aði Guð­mundur Magn­ús­son pistil í Frétta­blað­inu hinn 5. júní 2005 þar sem hann taldi þetta fyr­ir­komu­lag heppi­legt fyrir lýð­ræðið í borg­inni og kall­aði eftir umræðu. Hann vís­aði í þegar borg­ar­stjór­inn Knud Zim­sen var kos­inn beint, árið 1920. Þar end­ur­nýj­aði Knud umboð sitt sem borg­ar­stjóri í beinni kosn­ingu. Gegn vilja Reyk­vík­inga afnam Alþingi þetta fyr­ir­komu­lag með laga­setn­ingu árið 1929 og hefur það aldrei verið notað síð­an. Meiri­hluti Alþingis vildi að stjórn­mála­flokk­arnir einir hefðu völd í Reykja­vík.

almennt_22_05_2014

Auglýsing

Um beina kosn­ingu borg­ar­stjór­ans sagði Guð­mundur Magn­ús­son m.a.:

„Bein kosn­ing borg­ar­stjóra er áhuga­verð hug­mynd en hún er að sönnu óraunsæ án breyt­inga á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. En lögum er auð­velt að breyta ef vilji er fyrir hendi. Borg­ar­stjóri yrði að hafa umtals­verð völd til að rétt­læta að hann væri kos­inn í almennri atkvæða­greiðslu. Vel má hugsa sér skýra verka­skipt­ingu milli hans og kjör­inna borg­ar­full­trúa. Borg­ar­stjóri gæti til dæmis haft synj­un­ar- og stöðv­un­ar­vald á ákveðnum svið­um, verið nokk­urs konar örygg­is­ventill, og sjálf­stætt umboð til að afgreiða og ákveða ýmis mál er snúa að 10291296_10152829946115031_3643227555339735224_nein­stak­lingum í borg­inn­i.“

Sam­kvæmt þessu yrði hlut­verk borg­ar­stjór­ans hlið­stætt stöðu for­set­ans í stjórn­skipun lands­ins: að vera umboðs­maður almenn­ings sem veitir veldi stjórn­mála­­flokk­anna aðhald.

Síðan þá eru liðin mörg ár.

2006 tók við kjör­tíma­bil þar sem borg­ar­stjóra­­skipti voru tíð og erfitt er að full­yrða að allir borg­ar­stjór­arnir hafi verið fólk sem borg­ar­búar hefðu kosið sér sjálfir, hefðu þeir haft eitt­hvað um það að segja. Þetta greiddi götu Besta flokks­ins og Jóns Gnarr. Í sam­ein­ingu tókst borg­ar­stjóra, borg­ar­full­trúum og borg­ar­búum að skapa ákveðna sátt um hver borg­ar­stjór­inn ætti að vera, hvert hlut­verk hans væri og hvar valda­mörkin lægju. Þarna hefur núver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti vissu­lega unnið mjög gott starf. Engin trygg­ing er hins vegar fyrir því að þessi sátt hald­ist á kom­andi tím­um.

Kallið á beina kosn­ingu borg­ar­stjóra er sett fram til að end­ur­nýja var­an­lega lýð­ræðið í borg­inni. Í því skyni er nauð­syn­legt að breyta sveit­ar­stjórn­ar­lögum til að heim­ila beina kosn­ingu borg­ar­stjóra og skil­greina hlut­verk hans og valda­mörk, enda er slík vinna inni­fal­inn í stefnu­mál­inu. Þetta yrði ekki gert í flýti heldur í góðu sam­ráði allra sem hafa áhuga á að leggja orð í belg. Ef ekki er stemn­ing fyrir þessu meðal borg­ar­búa munum við Píratar ein­fald­lega falla frá þessu stefnu­máli, þar sem við höfum lít­inn áhuga á að keyra eitt­hvað í gegn sem ekki ríkir góð sátt um. Aðal­málið er var­an­leg sátt um reglur lýð­ræð­is­ins, í kjöl­far nauð­syn­­legrar umræðu um þær.

Við sem viljum breyta hinu póli­tíska lands­lagi, þvert á flokkslín­ur, erum alveg sam­mála um að lýð­ræðið felur alltaf í sér sam­ræðu og sam­ræm­ingu ólíkra sjón­ar­miða. Megnið af grein Björns og sýn hans á lýð­ræð­is­málin má taka undir heils­hug­ar.

Ég hafna hins vegar fyr­ir­fram­gefnum hug­myndum um að borg­ar­stjóra sé með þessu ætlað að verða ein­hver lýð­skrum­s­ein­valdur sem að eigin geð­þótta keyrir í gegn mál í ein­hvers konar brussu­gangs­­um­boði kjós­enda. Slíkt er engan veg­inn í anda þess lýð­ræðis sem við Píratar viljum sjá. Hug­myndir Besta flokks­ins um sam­vinnu allra stjórn­mála­flokka voru vissu­lega í þágu lýð­ræðis í borg­inni. Við ættum öll að standa saman um að þróa borg­ar­lýð­ræðið enn frekar og ræða hvernig við viljum hafa það.

Ég skil þó hrein­lega ekki alveg hvaðan þessi nei­kvæða sýn á beint kjör borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík er kom­in. Eru þeir borg­ar­stjórar sem kosnir eru beinni kosn­ingu í borgum víða erlendis svona? Er New York eða London t.d. stjórnað af ein­ræð­is­herrum? For­set­inn, sem er þjóð­kjör­inn og gegnir ákveðnu aðhalds­hlut­verki gagn­vart lög­gjaf­anum – er hann ein­ræð­is­herra?

Sér­staða okkar Pírata í Reykja­vík felst í að auk áherslu á mál­efna­lega umræðu um lýð­ræð­is­mál leggjum við ríka áherslu á umbætur á valda­kerfi borg­ar­innar sem festa lýð­ræð­is­breyt­ingar í sessi. Er til dæmis ein­hver trygg­ing fyrir því að Dagur B. Egg­erts­son verði borg­ar­stjóri – jafn­vel þó að meiri­hluti þeirra sem afstöðu taka í skoð­ana­könn­unum vilji að svo verði? Sjálfur er Björn Blön­dal yfir­lýst borg­ar­stjóra­efni Bjartrar fram­tíð­ar. Ef borg­ar­stjóri væri kos­inn beint gætu þeir tveir boðið sig fram sem borg­ar­stjóra­efni sinna flokka og slíkt fyr­ir­komu­lag væri lík­legt til að end­ur­spegla betur almanna­vilj­ann en samn­inga­við­ræður milli stjórn­mála­flokk­anna um hvaða flokkur ætti að hreppa stól­inn. Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík væri – rétt eins og for­seti Íslands – val­inn beint af öllum kjós­endum og yrði óháður umboðs­maður fólks­ins í borg­inni.

Hvor­ugur þeirra væri ein­ræð­is­herra, nema við ákvæðum að end­ur­skil­greina það hug­tak á rót­tækan hátt.

Greinin birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None