Flugvöllurinn úr Vatnsmýri, ein útfærsla

13958698740_8d204197d7_o.jpg
Auglýsing

Greiðar samgöngur til Reykjavíkur eru mikilvægar samfélaginu á Akureyrarsvæðinu. Sama má segja um aðrar landsbyggðir. Flugið er hluti af þessum samgöngum. Ef flugvöllurinn verður tekinn úr Vatnsmýrinni þarf fyrst að finna honum annan stað sem tryggir að þessi þáttur samgangna til og frá höfuðborginni versni ekki að ráði. Aðstæður á Hólmsheiði virðast ekki nægjanlega góðar og Keflavík er of langt í burtu frá Reykjavík. Ef innanlandsflug yrði rekið frá Keflavík yrði umtalsverð sóun í akstri og viðbótarfluglengd.

Hvaða kostir eru þá eftir? Vandamálið við flugvallarumræðuna er að ekki hefur verið gerð fullnægjandi skoðun á þeim. Umræðan hefur nær eingöngu snúist um hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða fari, bara eitthvert. Ýmsar útfærslur eru til sem losa Vatnsmýrina við flugvöll en tryggja samt sem áður jafn góðar samgöngur og nú. Flugvöllur á Bessastaðanesi eða á Lönguskerjum eru dæmi um þetta.

almennt_22_05_2014

Auglýsing

Hér verður sett fram ein leið sem byggir á því að færa flugvöllinn í áföngum úr Vatnsmýrinni út í sjó. Þessa útfærslu má sjá á fimm eftirfylgjandi myndum.

Á mynd 1 má sjá flugvöllinn eins og hann er nú. Flugbrautirnar eru 1,5 og 1,7 km langar frá enda til enda malbiks (flugtæknilega eru þær styttri).

mynd1

Mynd 1. Reykjavíkurflugvöllur eins og hann er um þessar mundir.

Í fyrsta áfanga (mynd 2) yrði norður-suðurbrautin (N-S) stytt niður í 1,3 km en austur-vesturbrautin (A-V) lengd í 1,8 km út í sjó og yrði þar með „langa braut“ flugvallarins. Þetta þýddi að oftast yrði notast við hana en sjaldnar við N-S brautina. Við þessa breytingu þyrfti að tengja Skildinganeshverfið með vegi til austurs að HR sem færi fyrir sunnan endann á N-S brautinni eða jafnvel með undirgöngum undir löngu brautina, sem þó er líklega dýrari lausn.

mynd2

Mynd 2. Áfangi 1, N-S brautin stytt í 1,3 km og A-V brautin lengd í 1,8 km.

 

Í öðrum áfanga (mynd 3) yrði N-S brautin tekin og færð út í sjó fyrir vestan Skildinganes en yrði áfram um 1,3 km (gæti þó verið lengri). Brautin yrði heldur þverstæðari en áður á A-V brautina. Við þetta losnaði stærsti hluti Vatnsmýrarinnar. Þessi áfangi er stærstur af öllum í ferlinu. Sjófyllingar sem þessar er hægt að gera á löngum tíma með efni sem fellur til víða um borgina. Að megninu til yrði þó þessi landfylling væntanlega gerð með sanddæluskipum.

mynd3

Mynd 3. Áfangi 2. N-S brautin færð vestur fyrir Skildinganes.

 

Í þriðja áfanga (mynd 4) yrði A-V brautin framlengd til vesturs eins langt og hægt er án þess að tenging rofnaði við núverandi flughlöð. Þessa framlengingu er í sjálfu sér hægt að gera í fleiri en einum áfanga. Eftir þetta er flugvöllurinn að mestu farinn úr Vatnsmýrinni.

mynd4

Mynd 4. Áfangi 3. A-V brautin framlengd til vesturs en flughlöð og flugstöð ekki færð.

 

Í fjórða áfanga yrði flugstöð og flughlöð flutt frá nú­verandi stað til vesturs. Á mynd 5 er miðað við svæðið suðvestan við skurðpunkt flugbrautanna en hér er spurning hvað er heppilegast, meðal annars út frá seltu. Ef útfærslan yrði þessi þyrfti undirgöng undir aðra flugbrautina til að komast að svæðinu.

mynd5

Mynd 5. Áfangi 4. A-V brautin framlengd enn frekar til vesturs og allt flug komið úr Vatnsmýrinni.

 

Einn helsti kostur þessarar leiðar er að hægt er að færa flugvöllinn í áföngum á mörgum árum. Margir aðrir ótvíræðir kostir eru við þessa framkvæmd. En það eru einnig ókostir. Umfjöllun um þá verður að bíða betri tíma.

Höfundur er lektor og situr í 6. sæti hjá Bjartri framtíð á Akureyri

Greinin birtist fyrst í nýjustu útgáfu Kjarnans. Lestu hana í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None