Er skilvirkni virkilega fallegasta orðið?

Þingmaður Viðreisnar skrifar um fyrirliggjandi útlendingafrumvarp.

Auglýsing

Reglu­lega eru fréttum sögur fólks sem hefur leitað hingað til lands hefur leitað eftir að hafa verið á flótta. Því miður heyrum við þessar sögur oft í sam­hengi við að vísa á þessu fólki, kon­um, körlum og börnum úr landi. Við munum til dæmis mörg eftir fal­legri sam­kennd­inni sem nem­endur Haga­skóla sýndu skóla­systur sinni Zainab Zaf­ari sem íslensk stjórn­völd höfðu ákveðið að senda til Grikk­lands. Sam­staða barn­anna vakti aðdáun þjóð­ar­innar en afstaða stjórn­valda vakti um leið undrun og reiði. Þessi sam­staða og sam­kennd varð til þess að Zainab og bróður hennar Amir og móður þeirra bauðst að vera hér áfram. Sú nið­ur­staða að vísa 15 ára stelpu, bróður hennar og mömmu í ömur­legar aðstæð­urnar sem biðu þeirra í Grikk­landi gekk ein­fald­lega gegn því sem við viljum segja um okkur sem þjóð. Sú nið­ur­staða fór gegn rétt­læt­is­kennd fólks. Við­brögð almenn­ings og mót­mæli skil­uðu árangri í það sinn.

Nú er aftur til með­ferðar á Alþingi frum­varp dóms­mála­ráð­herra um útlend­inga­mál sem felur í sér marg­vís­legar breyt­ing­ar, flestar því miður þannig að þær skerða vernd og rétt­ar­stöðu fólks eins og fjöl­skyldu Zainab. Í stuttu máli má segja að mögu­leikar stjórn­valda á að neita fólki um vernd verða miklir með þessu frum­varpi en mögu­leikar fólks á vernd á Íslandi verða litl­ir.

Í heim­inum öllum eru tugir millj­ónir manna  á flótta í heim­inum en engu að síður eru það sög­urnar af ein­stak­lingum sem snerta okkur mest. Frétta­flutn­ingur hefur verið af sorg­legum sögum fólks, full­orð­inna og barna, sem hefur sótt skjól á Íslandi og svo af ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­un­ar. Ábyrgðin er hins vegar stjórn­valda, því það eru stjórn­völd sem hafa samið reglu­verkið í þessum mála­flokki.

Viljum við senda fólk til Grikk­lands?

Fólk sem hefur fengið alþjóð­lega vernd ann­ars staðar mun lítið skjól eiga hér verði frum­varp dóms­mála­ráð­herra að lög­um. Ekki skiptir máli í hvaða löndum sú vernd hefur boð­ist, sem er þó það atriði sem öllu máli skiptir því við vitum að það er eng­inn sem til dæmis óskar sér þess að fara til Grikk­lands þar sem aðstæður fólks á flótta hafa vakið heims­at­hygli. Rök­stuðn­ing­ur­inn er sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raun­veru­legri þörf“ fyrir vernd hér­lend­is. Í umsögn Rauða kross­ins  benda sam­tökin á að það sé óal­gengt að fólk sem veitt hefur verið alþjóð­lega vernd í ríkjum norður Evr­ópu sæki um vernd á Íslandi. „Stærsti hóp­ur­inn kemur frá Grikk­landi, Ítalíu og Ung­verja­landi, þar sem aðstæður flótta­fólks eru óvið­un­and­i.“

Auglýsing
Frumvarp dóms­mála­ráð­herra boðar skil­virkni og ein­fald­ari máls­með­ferð. Það er sann­ar­lega mik­il­vægt að stytta máls­með­ferð­ar­tíma en það er hins vegar ekki skil­virknin sem hefur sem hefur truflað almenn­ing þegar fólki hefur verið vísað burt. Styttri máls­með­ferð­ar­tími er nefni­lega ekki stóri sann­leik­ur­inn hér þegar nið­ur­staðan verður vond. Nem­endum Haga­skóla sárn­aði ekki skortur á skil­virkni, heldur skort­ur­inn á sam­kennd. Fólk átti erfitt með þá til­hugsun að senda börn út í ömur­legar aðstæð­ur. Í því sam­bandi er þögn barna­mála­ráð­herra í þessum mála­flokki áber­andi.

Sam­kennd er svarið

Auð­vitað er ekki hægt að gera allt fyrir alla og mat þarf að fara fram á aðstæðum fólks sem hingað leitar eftir vernd og það á að for­gangs­raða í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda. Það er verk­efn­ið, og alls ekki ein­falt, að draga lín­una í þeim efn­um. Þar gætu stjórn­völd létt mjög á þessu kerfi ef aðrar leiðir væru tækar fyrir fólk að setj­ast hér að. Það myndi fækka umsækj­endum ef auð­veld­ara væri fyrir útlend­inga utan Evr­ópu að koma hingað og búa vegna vinnu.

Grein­ar­gerð með frum­varpi er oft eins og speg­ill á laga­setn­ing­una. Þessi grein­ar­gerð birtir skýrt hvað átt er við með ein­fald­ari máls­með­ferð og skil­virk­ari. Þar er boðað að við megum eiga von sé fleiri sögum eins og sögu Zainab Zaf­ari, af fólki sem senda á til Grikk­lands. Veik­ari staða fólks á flótta heitir í grein­ar­gerð­inni: ein­föld og skil­virk máls­með­ferð. Máls­með­ferðin er sögð eiga að vera skýr­ari en áður og gagn­sæ. Það er póli­tíkin að baki mál­inu því miður líka: Skýr og gegn­sæ. Við höfum sem þjóð glaðst yfir sam­stöðu og sam­kennd á erf­iðum tímum og í því ljósi er sorg­legt að á Alþingi liggur fyrir stjórn­ar­frum­varp sem stendur fyrir hið gagn­stæða.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar