Hörmuleg útfærsla sumarnámskeiða í boði stjórnvalda

Ingrid Kuhlman segir að erfitt sé að glöggva sig á því hvers vegna einkareknum fræðslufyrirtækjum hefur ekki verið boðið að vera hluti af námsúrræðum stjórnvalda sem hafa nú verið kynnt að nýju fyrir sumarið 2021.

Auglýsing

Sein­asta sumar voru nið­ur­greidd nám­skeið á vegum end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna sem eru í beinni sam­keppni við einka­rekin fræðslu­fyr­ir­tæki. Þessi svo­nefndu sum­ar­úr­ræði voru hluti af við­brögðum stjórn­valda við heims­far­aldr­in­um. Útfærsla úrræð­anna hafði þau áhrif að eft­ir­spurn eftir þjón­ustu einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja eins og okkar hvarf. Við vorum sett í von­lausa sam­keppn­is­stöðu enda gátum við ekki keppt við verð end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna sem und­ir­buðu öll önnur nám­skeið á fræðslu­mark­aðn­um. Sem dæmi voru nám­skeið sem kosta alla jafna tugi þús­unda aug­lýst á 3.000 krón­ur.

Á meðal þess­ara nám­skeiða voru mörg í beinni sam­keppni við náms­fram­boð einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja, t.d. nám­skeið í tölvu­notkun og for­rit­un, við­skiptum og stjórn­un, mark­aðs­mál­um, sam­skipt­um, verk­efna­stjórn­un, fund­ar­stjórnun og lífs­leikni, svo dæmi séu tek­in. Fræðslu­fyr­ir­tækin urðu því fyrir tvö­földu höggi vegna heims­far­ald­urs­ins, ann­ars vegar urðu þau af miklum tekjum vegna sam­komu­tak­mark­ana og hins vegar vegna nið­ur­greiðslu rík­is­ins á nám­skeiðum á vegum end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna í beinni sam­keppni við þau.

Félag atvinnu­rek­enda, sem hefur rekið málið fyrir hönd einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja, óskaði eftir því að fræðslu­fyr­ir­tækin yrðu hluti af sum­ar­úr­ræðum stjórn­valda í ár en nú hefur sama fyr­ir­komu­lag verið kynnt fyrir sum­arið 2021 og því ljóst að við munum verða fyrir enn frekara fjár­hags­legu tjóni. Þrátt fyrir að yfir­völdum hafi verið bent á hið hróp­lega rang­læti og mis­munun í sam­keppni eru stjórn­völd að bæta í þar sem vef­ur­inn naesta­skref/­sum­arnam er not­aður til að aug­lýsa umrædda rík­is­styrkta fræðslu­að­ila. Ekki verður annað séð en að flest nám­skeiðin séu öllum opin en ekki bundin við nem­endur háskól­anna eða atvinnu­leit­endur og er það raunar tekið sér­stak­lega fram á sum­arna­m.is, vef Háskól­ans á Bif­röst og vef End­ur­mennt­unar Háskóla Íslands. Nám­skeiðin eru aug­lýst sem sér­stakur sum­ar­skóli Símennt­unar og Háskól­ans á Akur­eyri.

Til að gæta jafn­ræðis hefði verið upp­lagt að hafa ávís­ana­kerfi, sam­bæri­legt ferða­gjöf­inni, sem hefði tryggt að hægt væri að velja á milli nám­skeiða hjá háskólum sem njóta rík­is­fram­laga og nám­skeiða einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja.

Auglýsing

Mót­sögn í svörum ráð­herra

Í svari mennta­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Hönnu Katrínar Frið­riks­son um rík­is­styrki til sum­ar­náms kemur fram að rík­is­styrkirnir hafi ekki verið bornir undir Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) líkt og gert er með aðra rík­is­styrki, t.d. ferða­gjöf stjórn­valda. Ástæðan fyrir því er sögð að starf­semi háskóla telj­ist ekki starf­semi af efna­hags­legum toga í skiln­ingi rík­is­styrkja- og sam­keppn­is­reglna, sbr. 2. mgr. 92. gr. laga um opin­ber inn­kaup, nr. 120/2016. Með þessu sé lagt til grund­vallar að starf­semi háskóla, þar á meðal sér­tækt sum­ar­nám í háskól­um, falli undir almanna­þjón­ustu sem er ekki af efna­hags­legum toga og að fjár­veit­ingar til þeirra geti þannig ekki falið í sér atvinnu­starf­semi á sam­keppn­is­sviði.

Ákveð­innar mót­sagnar gætir hjá ráð­herra því ann­ars staðar í svar­inu segir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi mælst til þess að ráðu­neytið beini því til umræddra skóla að þeir geri opin­ber­lega grein fyrir því hvernig þeir haga fjár­hags­legum aðskiln­aði milli ann­ars vegar þess rekstrar sem kost­aður er að hluta eða öllu leyti af opin­beru fé og hins vegar þeirrar starf­semi sem er í frjálsri sam­keppni við aðra aðila.

Það er af og frá að halda því fram að umrædd námsúr­ræði í heild sinni falli undir almanna­þjón­ustu sem ekki er af efna­hags­legum toga án þess að gerður sé grein­ar­munur á sum­ar­námi hjá fram­halds­skól­unum og háskól­unum ann­ars vegar og nám­skeiðum á vegum end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna sem eru í sam­keppni við einka­að­ila hins veg­ar. Í fyrsta lagi er ekki skil­greint í 2. mgr. 92. gr. laga um opin­ber inn­kaup nr. 120/2016 að þjón­usta end­ur­mennt­un­ar­deilda opin­berra háskóla sé almanna­þjón­usta sem ekki er af efna­hags­legum toga líkt og svar ráð­herra gefur til kynna. Í öðru lagi segir í 3. mgr. 8. gr. reglna nr. 844/2001 um End­ur­mennt­un­ar­stofnun HÍ: „Sé um að ræða útselda þjón­ustu, sem veitt er í sam­keppni við einka­að­ila, skal sú starf­semi fjár­hags­lega afmörkuð frá rekstri stofn­un­ar­innar og þess gætt að sá rekstur sé ekki nið­ur­greiddur með öðrum tekj­um, í sam­ræmi við ákvæði sam­keppn­islaga.“

Ótæk ákvörðun stjórn­valda

Það er óum­deilt að end­ur­mennt­un­ar­deildir háskól­anna veita þjón­ustu sem er í sam­keppni við einka­rekin fræðslu­fyr­ir­tæki og erfitt að glöggva sig á því hvers vegna einka­reknum fræðslu­fyr­ir­tækjum hefur ekki verið boðið að vera hluti af námsúr­ræðum stjórn­valda sem hafa nú verið kynnt að nýju fyrir sum­arið 2021. Ákvörðun stjórn­valda um að gera okkur ósam­keppn­is­hæf annað sum­arið í röð er ein­fald­lega ótæk.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar