Hörmuleg útfærsla sumarnámskeiða í boði stjórnvalda

Ingrid Kuhlman segir að erfitt sé að glöggva sig á því hvers vegna einkareknum fræðslufyrirtækjum hefur ekki verið boðið að vera hluti af námsúrræðum stjórnvalda sem hafa nú verið kynnt að nýju fyrir sumarið 2021.

Auglýsing

Sein­asta sumar voru nið­ur­greidd nám­skeið á vegum end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna sem eru í beinni sam­keppni við einka­rekin fræðslu­fyr­ir­tæki. Þessi svo­nefndu sum­ar­úr­ræði voru hluti af við­brögðum stjórn­valda við heims­far­aldr­in­um. Útfærsla úrræð­anna hafði þau áhrif að eft­ir­spurn eftir þjón­ustu einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja eins og okkar hvarf. Við vorum sett í von­lausa sam­keppn­is­stöðu enda gátum við ekki keppt við verð end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna sem und­ir­buðu öll önnur nám­skeið á fræðslu­mark­aðn­um. Sem dæmi voru nám­skeið sem kosta alla jafna tugi þús­unda aug­lýst á 3.000 krón­ur.

Á meðal þess­ara nám­skeiða voru mörg í beinni sam­keppni við náms­fram­boð einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja, t.d. nám­skeið í tölvu­notkun og for­rit­un, við­skiptum og stjórn­un, mark­aðs­mál­um, sam­skipt­um, verk­efna­stjórn­un, fund­ar­stjórnun og lífs­leikni, svo dæmi séu tek­in. Fræðslu­fyr­ir­tækin urðu því fyrir tvö­földu höggi vegna heims­far­ald­urs­ins, ann­ars vegar urðu þau af miklum tekjum vegna sam­komu­tak­mark­ana og hins vegar vegna nið­ur­greiðslu rík­is­ins á nám­skeiðum á vegum end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna í beinni sam­keppni við þau.

Félag atvinnu­rek­enda, sem hefur rekið málið fyrir hönd einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja, óskaði eftir því að fræðslu­fyr­ir­tækin yrðu hluti af sum­ar­úr­ræðum stjórn­valda í ár en nú hefur sama fyr­ir­komu­lag verið kynnt fyrir sum­arið 2021 og því ljóst að við munum verða fyrir enn frekara fjár­hags­legu tjóni. Þrátt fyrir að yfir­völdum hafi verið bent á hið hróp­lega rang­læti og mis­munun í sam­keppni eru stjórn­völd að bæta í þar sem vef­ur­inn naesta­skref/­sum­arnam er not­aður til að aug­lýsa umrædda rík­is­styrkta fræðslu­að­ila. Ekki verður annað séð en að flest nám­skeiðin séu öllum opin en ekki bundin við nem­endur háskól­anna eða atvinnu­leit­endur og er það raunar tekið sér­stak­lega fram á sum­arna­m.is, vef Háskól­ans á Bif­röst og vef End­ur­mennt­unar Háskóla Íslands. Nám­skeiðin eru aug­lýst sem sér­stakur sum­ar­skóli Símennt­unar og Háskól­ans á Akur­eyri.

Til að gæta jafn­ræðis hefði verið upp­lagt að hafa ávís­ana­kerfi, sam­bæri­legt ferða­gjöf­inni, sem hefði tryggt að hægt væri að velja á milli nám­skeiða hjá háskólum sem njóta rík­is­fram­laga og nám­skeiða einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja.

Auglýsing

Mót­sögn í svörum ráð­herra

Í svari mennta­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Hönnu Katrínar Frið­riks­son um rík­is­styrki til sum­ar­náms kemur fram að rík­is­styrkirnir hafi ekki verið bornir undir Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) líkt og gert er með aðra rík­is­styrki, t.d. ferða­gjöf stjórn­valda. Ástæðan fyrir því er sögð að starf­semi háskóla telj­ist ekki starf­semi af efna­hags­legum toga í skiln­ingi rík­is­styrkja- og sam­keppn­is­reglna, sbr. 2. mgr. 92. gr. laga um opin­ber inn­kaup, nr. 120/2016. Með þessu sé lagt til grund­vallar að starf­semi háskóla, þar á meðal sér­tækt sum­ar­nám í háskól­um, falli undir almanna­þjón­ustu sem er ekki af efna­hags­legum toga og að fjár­veit­ingar til þeirra geti þannig ekki falið í sér atvinnu­starf­semi á sam­keppn­is­sviði.

Ákveð­innar mót­sagnar gætir hjá ráð­herra því ann­ars staðar í svar­inu segir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi mælst til þess að ráðu­neytið beini því til umræddra skóla að þeir geri opin­ber­lega grein fyrir því hvernig þeir haga fjár­hags­legum aðskiln­aði milli ann­ars vegar þess rekstrar sem kost­aður er að hluta eða öllu leyti af opin­beru fé og hins vegar þeirrar starf­semi sem er í frjálsri sam­keppni við aðra aðila.

Það er af og frá að halda því fram að umrædd námsúr­ræði í heild sinni falli undir almanna­þjón­ustu sem ekki er af efna­hags­legum toga án þess að gerður sé grein­ar­munur á sum­ar­námi hjá fram­halds­skól­unum og háskól­unum ann­ars vegar og nám­skeiðum á vegum end­ur­mennt­un­ar­deilda háskól­anna sem eru í sam­keppni við einka­að­ila hins veg­ar. Í fyrsta lagi er ekki skil­greint í 2. mgr. 92. gr. laga um opin­ber inn­kaup nr. 120/2016 að þjón­usta end­ur­mennt­un­ar­deilda opin­berra háskóla sé almanna­þjón­usta sem ekki er af efna­hags­legum toga líkt og svar ráð­herra gefur til kynna. Í öðru lagi segir í 3. mgr. 8. gr. reglna nr. 844/2001 um End­ur­mennt­un­ar­stofnun HÍ: „Sé um að ræða útselda þjón­ustu, sem veitt er í sam­keppni við einka­að­ila, skal sú starf­semi fjár­hags­lega afmörkuð frá rekstri stofn­un­ar­innar og þess gætt að sá rekstur sé ekki nið­ur­greiddur með öðrum tekj­um, í sam­ræmi við ákvæði sam­keppn­islaga.“

Ótæk ákvörðun stjórn­valda

Það er óum­deilt að end­ur­mennt­un­ar­deildir háskól­anna veita þjón­ustu sem er í sam­keppni við einka­rekin fræðslu­fyr­ir­tæki og erfitt að glöggva sig á því hvers vegna einka­reknum fræðslu­fyr­ir­tækjum hefur ekki verið boðið að vera hluti af námsúr­ræðum stjórn­valda sem hafa nú verið kynnt að nýju fyrir sum­arið 2021. Ákvörðun stjórn­valda um að gera okkur ósam­keppn­is­hæf annað sum­arið í röð er ein­fald­lega ótæk.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar