Hörmuleg útfærsla sumarnámskeiða í boði stjórnvalda

Ingrid Kuhlman segir að erfitt sé að glöggva sig á því hvers vegna einkareknum fræðslufyrirtækjum hefur ekki verið boðið að vera hluti af námsúrræðum stjórnvalda sem hafa nú verið kynnt að nýju fyrir sumarið 2021.

Auglýsing

Seinasta sumar voru niðurgreidd námskeið á vegum endurmenntunardeilda háskólanna sem eru í beinni samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki. Þessi svonefndu sumarúrræði voru hluti af viðbrögðum stjórnvalda við heimsfaraldrinum. Útfærsla úrræðanna hafði þau áhrif að eftirspurn eftir þjónustu einkarekinna fræðslufyrirtækja eins og okkar hvarf. Við vorum sett í vonlausa samkeppnisstöðu enda gátum við ekki keppt við verð endurmenntunardeilda háskólanna sem undirbuðu öll önnur námskeið á fræðslumarkaðnum. Sem dæmi voru námskeið sem kosta alla jafna tugi þúsunda auglýst á 3.000 krónur.

Á meðal þessara námskeiða voru mörg í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja, t.d. námskeið í tölvunotkun og forritun, viðskiptum og stjórnun, markaðsmálum, samskiptum, verkefnastjórnun, fundarstjórnun og lífsleikni, svo dæmi séu tekin. Fræðslufyrirtækin urðu því fyrir tvöföldu höggi vegna heimsfaraldursins, annars vegar urðu þau af miklum tekjum vegna samkomutakmarkana og hins vegar vegna niðurgreiðslu ríkisins á námskeiðum á vegum endurmenntunardeilda háskólanna í beinni samkeppni við þau.

Félag atvinnurekenda, sem hefur rekið málið fyrir hönd einkarekinna fræðslufyrirtækja, óskaði eftir því að fræðslufyrirtækin yrðu hluti af sumarúrræðum stjórnvalda í ár en nú hefur sama fyrirkomulag verið kynnt fyrir sumarið 2021 og því ljóst að við munum verða fyrir enn frekara fjárhagslegu tjóni. Þrátt fyrir að yfirvöldum hafi verið bent á hið hróplega ranglæti og mismunun í samkeppni eru stjórnvöld að bæta í þar sem vefurinn naestaskref/sumarnam er notaður til að auglýsa umrædda ríkisstyrkta fræðsluaðila. Ekki verður annað séð en að flest námskeiðin séu öllum opin en ekki bundin við nemendur háskólanna eða atvinnuleitendur og er það raunar tekið sérstaklega fram á sumarnam.is, vef Háskólans á Bifröst og vef Endurmenntunar Háskóla Íslands. Námskeiðin eru auglýst sem sérstakur sumarskóli Símenntunar og Háskólans á Akureyri.

Til að gæta jafnræðis hefði verið upplagt að hafa ávísanakerfi, sambærilegt ferðagjöfinni, sem hefði tryggt að hægt væri að velja á milli námskeiða hjá háskólum sem njóta ríkisframlaga og námskeiða einkarekinna fræðslufyrirtækja.

Auglýsing

Mótsögn í svörum ráðherra

Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson um ríkisstyrki til sumarnáms kemur fram að ríkisstyrkirnir hafi ekki verið bornir undir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) líkt og gert er með aðra ríkisstyrki, t.d. ferðagjöf stjórnvalda. Ástæðan fyrir því er sögð að starfsemi háskóla teljist ekki starfsemi af efnahagslegum toga í skilningi ríkisstyrkja- og samkeppnisreglna, sbr. 2. mgr. 92. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016. Með þessu sé lagt til grundvallar að starfsemi háskóla, þar á meðal sértækt sumarnám í háskólum, falli undir almannaþjónustu sem er ekki af efnahagslegum toga og að fjárveitingar til þeirra geti þannig ekki falið í sér atvinnustarfsemi á samkeppnissviði.

Ákveðinnar mótsagnar gætir hjá ráðherra því annars staðar í svarinu segir að Samkeppniseftirlitið hafi mælst til þess að ráðuneytið beini því til umræddra skóla að þeir geri opinberlega grein fyrir því hvernig þeir haga fjárhagslegum aðskilnaði milli annars vegar þess rekstrar sem kostaður er að hluta eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila.

Það er af og frá að halda því fram að umrædd námsúrræði í heild sinni falli undir almannaþjónustu sem ekki er af efnahagslegum toga án þess að gerður sé greinarmunur á sumarnámi hjá framhaldsskólunum og háskólunum annars vegar og námskeiðum á vegum endurmenntunardeilda háskólanna sem eru í samkeppni við einkaaðila hins vegar. Í fyrsta lagi er ekki skilgreint í 2. mgr. 92. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 að þjónusta endurmenntunardeilda opinberra háskóla sé almannaþjónusta sem ekki er af efnahagslegum toga líkt og svar ráðherra gefur til kynna. Í öðru lagi segir í 3. mgr. 8. gr. reglna nr. 844/2001 um Endurmenntunarstofnun HÍ: „Sé um að ræða útselda þjónustu, sem veitt er í samkeppni við einkaaðila, skal sú starfsemi fjárhagslega afmörkuð frá rekstri stofnunarinnar og þess gætt að sá rekstur sé ekki niðurgreiddur með öðrum tekjum, í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“

Ótæk ákvörðun stjórnvalda

Það er óumdeilt að endurmenntunardeildir háskólanna veita þjónustu sem er í samkeppni við einkarekin fræðslufyrirtæki og erfitt að glöggva sig á því hvers vegna einkareknum fræðslufyrirtækjum hefur ekki verið boðið að vera hluti af námsúrræðum stjórnvalda sem hafa nú verið kynnt að nýju fyrir sumarið 2021. Ákvörðun stjórnvalda um að gera okkur ósamkeppnishæf annað sumarið í röð er einfaldlega ótæk.

Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar