Eru kennarar mjólk?

Ragnar Þór Pétursson
Baked_milk.jpg
Auglýsing

Árið 2004 voru sett lög á verk­fall kenn­ara sem þá hafði staðið í nokkrar vik­ur. Tíma­setn­ing laga­setn­ing­ar­innar hefði ekki átt að koma á óvart. Jafn­vel þótt hver ein­asti kenn­ari hefði sagt upp á þeim tíma­punkti hefði verið hægt að nota heim­ild í lögum til að tryggja að þeir væru við vinnu út skóla­ár­ið. Upp­sagnir hefðu því tekið gildi í upp­hafi sum­ar­frís. Enda fór það svo að kenn­arar kyngdu stolt­inu og mættu inn í skól­ana drullu­fúlir og svekkt­ir.

Gremjan var tekin út á kenn­ara­for­yst­unni. For­ystu­menn­irnir höfðu m.a. lesið stöð­una vit­laust. For­maður grunn­skóla­kenn­ara hafði full­yrt að ríkið myndi aldrei drifast að setja lög á verk­fall­ið. Þegar kom að næstu kosn­ingum innan félags­ins lagði hann verk sín í dóm kenn­ara og var skipt út fyrir núver­andi for­mann.

Núver­andi for­maður lét það vera sitt fyrsta verk að segja að ef kenn­arar ætl­uðu að ná kjar­bótum yrði að bæta ímynd þeirra. Hámarki þeirrar ímynd­ar­vinnu var náð árið 2007 þegar aug­lýs­ingar voru settar í umferð þar sem þjóð­þekktir Íslend­ingar töl­uðu fal­lega um gamla kennar­ann sinn. Svo kom hrun.

Auglýsing

­Kenn­arar á Íslandi voru orðnir þeir einu í vest­rænum löndum sem voru ekki aðeins undir með­al­launum í sínu landi, heldur tölu­vert undir þeim.

Hrunið reynd­ist skól­unum gott að því leyti að margir misstu vinn­una og vildu þá verða kenn­ar­ar. Án hruns hefði stefnt í óefni. Það gekk ekki lengur að manna stöð­ur. Það fór að gliðna úr sam­stöðu sveit­ar­fé­laga því skyndi­lega þurftu þau að fara að berj­ast um kenn­ar­ana. Reykja­vík­ur­borg byrj­aði til dæmis að gefa sínu fólki ókeypis í sund og Hús­dýra­garð­inn í von um að verða val­in.

Ímynd­ar­átakið góða skil­aði auð­vitað engum árangri. Ekki nokkrum. Það er ekk­ert spurt af því við samn­inga­borðið hvernig almenn­ingur sé að fíla ein­staka við­semj­end­ur. Það næsta sem var að frétta af samn­inga­málum var að allt var komið aftur í rugl. Kenn­arar á Íslandi voru orðnir þeir einu í vest­rænum löndum sem voru ekki aðeins undir með­al­launum í sínu landi, heldur tölu­vert undir þeim.

Þá hófust aftur átök og loks var gerður umdeildur samn­ingur sem mjög margir álíta (með réttu) að sé að miklu leyti hag­ræð­ing­ar­samn­ing­ur. Slíkir samn­ingar hafa í gegnum tíð­ina reynst afar hættu­legir því það var einmitt einn slíkur sem var und­an­fari verk­falls­ins langa árið 2004. Strax eftir þann samn­ing hélt for­ysta kenn­ara því hróðug fram að nú hefði tek­ist að bæta bæði kjör og ímynd kenn­ara með mik­il­vægum kerf­is­breyt­ingum við gerð kjara­samn­ings. Eftir á að hyggja fólust kerf­is­breyt­ing­arnar að mestu í afsali ákveð­inna kostn­að­ar­samra rétt­inda sem sveit­ar­fé­lögin vildu losna við. Enda voru kenn­arar komnir í hörð­ustu deilur í langan tíma aðeins tveim árum eftir hinn „frá­bæra“ samn­ing.

Og viti menn, það var eins og gleðipillum hefði verið blandað við kaffið á síð­asta kenn­ara­þingi. Allt í einu fóru kenn­arar að skrifa á sam­fé­lags­miðl­ana um sam­stöðu, stolt, virð­ingu og gleði.

Við­brögð kenn­ara við áföllum virð­ast alltaf vera þau að huga að ímynd sinni. Þetta hefur verið svona lengi. Kenn­arar eru til skiptis að gera hag­ræð­ing­ar­samn­inga, fá skelli og reyna að laga ímynd­ina. Þetta rúllar hring eftir hring þar sem einn hringur virð­ist taka um það bil ára­tug.

Ef að líkum lætur verða kenn­arar komnir í hörð átök eftir sirka­bát tvö ár og ef allt fer eftir hefð­inni verður tím­inn þangað til not­aður í að reyna að láta almenn­ingi þykja aðeins vænna um kenn­ara.

Og viti menn, það var eins og gleðipillum hefði verið blandað við kaffið á síð­asta kenn­ara­þingi. Allt í einu fóru kenn­arar að skrifa á sam­fé­lags­miðl­ana um sam­stöðu, stolt, virð­ingu og gleði.

Hvernig stóð á því?

Jú, kenn­ara­þingið var ímynd­ar-pepp-ráð­stefna.

Þar var meira að segja búið að draga upp á svið Gunnar Stein Páls­son almanna­tengil til að leggja kenn­urum til sjó­kort fyrir næstu miss­er­in.

­Fyrir þá sem ekki þekkja til þá var Gunnar Steinn innsti koppur í búri við að reyna að tryggja að almenn­ingur á Íslandi fíl­aði hina svoköll­uðu útrásarvíkinga.

Það er ekki víst að allir kenn­arar kann­ist við Gunnar Stein.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá var Gunnar Steinn innsti koppur í búri við að reyna að tryggja að almenn­ingur á Íslandi fíl­aði hina svoköll­uðu útrás­ar­vík­inga. Hans glæstasti umbjóð­andi situr nú við Breiða­fjörð­inn og nýtur lífs­ins á Kvía­bryggju. Við hús­leit í einu eft­ir­hruns­mál­anna kom í ljós hern­að­ar­á­ætlun þar sem Gunnar Steinn vildi búa til blogg­her til að sjá til þess að rétta fólkið hefði nú nægan með­byr í umræð­unni. Rétta fólkið hans Gunn­ars var auð­vitað kol­ranga fólkið í raun.

Þessi maður er nú ráð­gjafi kenn­ara.

Og hvað ráð­leggur Gunnar Steinn?

Hann byrj­aði á að segja kenn­urum að þeir væru mik­il­væg­astir allra. Kenn­urum finnst gott að heyra svo­leið­is. Síðan sagði hann þeim að þeir stæðu frammi fyrir ógn­unum og ættu á hættu að vera gerðir að blóra­böggl­um.

Ég hygg að blóra­böggla­tal sé eitt­hvað sem Gunnar Steinn er vanur að sjá renna niður kverkar skjól­stæð­inga hans sem bráðið smjör.

Hann bætti við að kenn­arar skyldu þó ekki æðr­ast. Auð­vitað væru líka tæki­færi.

Áður en hann sagði hið aug­ljósa: að það yrði dýrt að grípa tæki­færin kom lít­ill útúr­dúr. Svona til að stilla af til­finn­ingu kennar­anna fyrir sam­spili pen­inga og snilld­ar.

Gunnar Steinn grobb­aði sig af því að hafa fundið upp slag­orðið „mjólk er góð“ sem væri svo frá­bær­lega gott í ein­fald­leika sínum að MS hefði eig­in­lega fund­ist að hann hefði verið að féfletta fyr­ir­tækið þegar hann fann upp á því. Nú vildi hann færa kenn­urum sitt eigið slag­orð. Slag­orð sem í ein­fald­leika sínum gæti orðið sígilt eins og mjólk­in: „Kenn­ar­inn þinn“.

Á þessum tíma­punkti barst talið loks að pen­ing­um. Kenn­arar skyldu gera sér grein fyrir því að þetta myndi kosta. Það kostar að verða ekki blóra­bögg­ull. Kenn­arar þyrftu ekki átak, þeir þyrftu nýj­an, kostn­að­ar­saman lífs­stíl. Undir gunn­fána „kenn­ar­ans þíns“ ættu þeir að fela ein­hverjum vin­sælum og óum­deildum leið­toga að fjár­festa hálfum millj­arði á næsta ára­tug í að skapa nýja ímynd. Sá ein­stak­lingur þyrfti að vera haf­inn yfir skoð­anir ann­arra því lífið er eins og lógó – ef allir litir eru með er útkoman brúnn.

Undir þess­ari ræðu sátu kenn­arar þakk­látir og hlógu og klöpp­uðu á réttum stöðum ef marka má umfjöllun Skóla­vörð­unn­ar.

Síðan sneru þeir sér að því að tísta gleði og sam­stöðu út í eter­inn.

Ég ætla að leyfa mér að ger­ast lið­hlaupi í blogg­her Gunn­ars Steins og benda á hið aug­ljósa.

Það er algjör­lega frá­leit hug­mynd að kenn­arar eyði tugum millj­óna á ári í það að bæta ímynd sína. Raunar ætla ég að ganga lengra og segja að það sé algjör­lega ömur­legt að kenn­arar séu að klappa upp mann­inn sem fór fremstur í flokki við að draga fjöður yfir klæki mann­anna sem settu landið á hausinn.

Það er algjör­lega frá­leit hug­mynd að kenn­arar eyði tugum millj­óna á ári í það að bæta ímynd sína. Raunar ætla ég að ganga lengra og segja að það sé algjör­lega ömur­legt að kenn­arar séu að klappa upp mann­inn sem fór fremstur í flokki við að draga fjöður yfir klæki mann­anna sem settu landið á haus­inn.

Það er stundum sagt að þjóðin sé and­lega komin aftur til árs­ins 2007. En það var einmitt árið þegar kenn­arar birtu síð­ast glans­myndir þar sem fólk tal­aði af hlýju um „kennar­ann sinn“ (átakið sem Gunnar Steinn vill nú selja þeim aftur sem eitt­hvað nýtt). Mig grunar að 2007 sé í alvöru mætt aftur og að kenn­arar séu kanarífugl­inn í námunni.

Kenn­arar standa frammi fyrir ýmsum áskor­un­um. Þeir munu verða algjör­lega van­búnir ef þeir reyna ekki að læra af sög­unni. Sagan segir okkur að ímynd­ar­vinna sé dúsa sem kenn­arar grípa til svona á milli þess sem þeir semja frá sér rétt­indi og eru barðir í duft­ið. Verstu kjör kenn­ara í sam­an­burð­ar­hæfum löndum stafa ekki af því að við­semj­and­inn beri ekki næga virð­ingu fyrir kenn­ur­um. Þau stafa af því að við­semj­and­inn ber ekki næga virð­ingu fyrir sjálfum sér.

Það má vel vera að slag­orðið um að mjólk sé góð sé gríp­andi, ein­falt og skemmti­legt og þyngdar sinnar virði í gulli. Það er líka bara huggu­legt að Gunnar Steinn monti sig svo­lítið af því. Varla fer hann að stæra sig af stör­f­unum fyrir tugt­hús­limi. En það gæti verið kenn­urum hollt, áður en tékk­heftið er dregið fram, að hafa í huga að þrátt fyrir hið stór­kost­lega slag­orð almanna­teng­ils­ins hefur mjólk­ur­neysla dreg­ist jafnt og þétt saman á land­inu – og börn vilja nú helst ekki sjá mjólk lengur nema sem fylli­efni í dísætum mat og drykk.

Það væri heldur hörmu­legt ef það færi eins fyrir kenn­urum eins og mjólk­inni.

Höf­undur er kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None