Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur

Komum sóttvörnum með skipulagsbreytingum í hendur fleiri, skrifar Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG og stingur upp á samvinnu heilbrigðisráðuneytis, sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, Tilraunastöðvarinnar að Keldum, Landlæknisembættis og Decode.

Auglýsing

Veirur eru sér­kenni­leg fyr­ir­bæri í nátt­úr­unni. Eru lítið annað en sér­stök efna­sam­bönd en sam­tímis ólík­inda­tól sem fjölga sér og geta stökk­breyst. Sjúk­dómsveirur í mönnum hafa fylgt okkur frá ómuna­tíð. Nýjar koma fram á tíma­skala einnar kyn­slóð­ar. Flókin ferli hafa valdið því að veirur úr öðrum líf­verum en mönnum hafa náð að fær­ast þaðan í menn um fleiri en einn hýsil. Sumar eru lífs­hættu­legar og þær geta breyst hratt við síend­ur­tekna með­göngu í alls konar líf­ver­um. Aðlag­ast ónæm­is­kerfum þeirra og jafn­vel orðið skæð­ari en áður. Með hraðri fjölgun í mann­heim­um, miklum sam­skiptum milli manna og vegna sífellt meiri ásóknar í fæðu úr dýra­rík­inu minnkar hættan af veirum alls ekki. Þvert á móti.

Þessar upp­lýs­ingar eru vel þekktar og ættu að vera flestum kunn­ar. Líka sá vandi að veiru­far­aldur lýtur ekki stjórn manna, nema að litlu leyti. Ekki fremur en til­tölu­lega sak­lausa eld­gosið í Geld­inga­döl­um. Við­brögð við þessum nátt­úru­ferlum helg­ast af breyti­leg­um, ófyr­ir­séðum aðstæðum og þeim gögnum sem safn­ast við fram­vind­una. Fyr­ir­sjá­an­leiki eld­virkni er ef til vill dálítið meiri en frammi fyrir covid-19 en jafn aug­ljós­lega hverf­andi lít­ill, horfi menn lengra en til einnar viku - eða tveggja við bestu skil­yrði.

Auglýsing

Það gefur auga leið að veiru­far­aldur er ákveðin teg­und af nátt­úru­vá. Vegna eðli veira, og þekk­ingar t.d. á veirum sem valda ein­kennum covid-19, og vegna ólíkra aðstæðna í sam­fé­lögum heims, eru kröfur um fyr­ir­sjá­an­leika í sótt­vörn­um, efna­hags­málum og hegð­un­ar­reglum vegna sótt­varna meira en langsóttar nú um stund­ir. Jöfn og þétt end­ur­skoðun aðgerða er und­ir­stöðu­at­riði í vástjórn­un. Kröfur um „skýrar lang­tíma­á­ætl­an­ir“ eru því miður óábyrg­ar, póli­tískar loft­skylm­ingar sem ekki eiga heima í glímunni við veiruna. Þær veikja bar­átt­una og grafa undan þekk­ingu og vís­indum sem eru und­ir­staða sótt­varna ásamt sam­stöðu þeirra sem fram­kvæma sótt­varn­irnar – þ.e. sér­fræð­inga, stjórn­valda og almenn­ings. Þær eru póli­tísk henti­stefna eða óraun­hæfar kröfur hags­muna­að­ila.

Öllu tali um frelsi og lýð­rétt­indi verða að fylgja orð um ábyrgð og sam­stöðu í því augna­miði að öryggi og heilsa ein­stak­linga gangi fyr­ir. Gagn­rýni er sjálf­sögð en hlýtur að inni­halda hlut­lægt mat á jafn­vægi milli vís­inda­legrar þekk­ing­ar, stjórn­mála og hags­muna og rétt­inda almenn­ings, ef hún á að heita mál­efna­leg. Ég tel sótt­varn­arteymi og stjórn­völd hafa staðið sig vel og náð því marki að fara bil þess sem máli skipt­ir.

Flestar aðgerðir vegna covid-19 far­ald­urs­ins hafa rétti­lega verið end­ur­skoð­aðar jafnt og þétt. Þeim er ekki ætlað að gilda til lang­frama hverju sinni, enda óvissu­þættir margir og breyti­leg­ir. Nefna má þróun og betrumbætur bólu­efn­is, lengd far­ald­urs­ins á heims­vísu (eng­inn er eyland!), áhrif hans á sam­skipti ríkja og efna­hag þeirra á næst­unni, og þróun veirunnar sjálfrar á meðan far­ald­ur­inn geis­ar. Vissu­lega er þungur róður að höndla ágjöf­ina og verða sífellt að gæta að því að meta kosti og galla ákvarð­ana sem taka til fyrr­greindra þátta. Umræður og rök­studd gagn­rýni á að miða að því að lág­marka mis­tök en líka tjónið af veirunni. Áskor­unin er sam­bæri­leg við alvar­lega en ann­ars konar nátt­úruvá sem öll heims­byggðin getur orðið fyr­ir, t.d. ham­fara­gosi og afleið­ingar þess í nokkur ár. Eng­inn þegn og ekk­ert fyr­ir­tæki er stikk­frí. Öryggi borg­ar­anna telst í for­gangi.

Auglýsing

Í umræð­unni um covid-19 er iðu­lega gert lítið úr sjúk­dómnum og áhrifum hans. Honum líkt við inflú­ensu eða kvef. Enn eru þá póli­tískar loft­skylm­ingar í for­gangi, ekki raun­veru­leik­inn. Í sumum til­vikum hót­fyndni eða hálf­kær­ing­ur, jafn­vel þekk­ing­ar­skort­ur. Per­sónu­leg eft­ir­köst smit­aðra, sum mjög alvar­leg og langæ, eru marg­vís­leg og þekkt. Lang­vinn lega hund­raða manna á sjúkra­húsum er þekkt. Álag á sam­fé­lagið vegna fjar­vista sýktra í ein­angrun og fjar­vista ann­arra í sótt­kví er þekkt. Álag á heil­brigð­is­kerfið sem tor­veldar aðra og afar mik­il­væga heil­brigð­is­þjón­ustu er þekkt. Per­sónu­legt álag á heil­brigð­is­starfs­fólk, og fólk í upp­eld­is- og umönn­un­ar­störf­um, er þekkt og um margt ómann­legt. Umgengnis­tak­mark­anir í dag­legu lífi okkar eru þekkt­ar. Aukin smit­hæfni veirunnar er þekkt. Fæl­inga­máttur veirunnar í ferða­þjón­ustu er þekkt. Allt bæt­ist þetta við almennan vanda sem stafar af hættu­minni veiru­stofnum flens­unnar - vænt­an­lega til langs tíma. Bólu­setn­ingar og for­varnir eru með­alið við veirunni sem er komin til að vera og geta vænt­an­leg gert að verkum að mann­lífið nær mjög líkum skorðum og fyrir voru - með tíð og tíma.

Látum okkur fagna því sem hefur áunn­ist í sótt­vörnum og end­ur­reisn atvinnu­lífs og aflétt­ingu þyngstu umgengn­is­reglna þegar horft er til covid-19 skeiðs­ins í heild. Komum sótt­vörnum með skipu­lags­breyt­ingum í hendur fleiri, sem best til þekkja, svo vinnan og ábyrgðin á stjórnun og utan­um­haldi, rann­sóknum og for­vörnum dreif­ist. Það er þakk­læt­is­vottur til þeirra sem staðið hafa fremst um hríð en að auki nauð­syn svo efla megi þennan þátt almanna­varna. Auk ráðu­neytis heil­brigð­is­mála gætu Sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans, Til­rauna­stöð HÍ í meina­fræði að Keld­um, Land­lækn­is­emb­ættið með sitt sótt­varn­ar­svið og sótt­varn­ar­lækni inn­an­borðs, Decode og eflaust fleiri aðilar eða stofn­anir fundið lausn á auk­inni sam­hæf­ingu sótt­varna og almanna­varna.

Höf­undur er þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar