Fjárfesting í viðjum hafta

brickwall.jpg
Auglýsing

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa fjár­fest­ing­ar­þörf í kringum 150 millj­arða á ári eða sem sam­svarar 8,6% af VLF, sem nú er að lang­mestu leyti fjár­fest innan land­stein­anna. Þessi mikla fjár­fest­ing­ar­þörf leiðir til þess að líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga sífellt stærri og stærri hlut af þeim fjár­fest­ing­ar­kostum sem í boði eru og þeir hafa leyfi, sam­kvæmt lögum nr. 129/1997 um líf­eyr­is­sjóði, til þess að fjár­festa í.

Núver­andi staða er sú að líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga um 33% allra skráðra hluta­bréfa, 30% rík­is­skulda­bréfa og 65% skulda­bréfa Íbúða­lána­sjóðs, en til að mynda áttu sjóð­irnir 10% rík­is­skulda­bréfa í árs­lok 2009. Þessar tölur eru þó lík­lega enn hærri, þar sem sjóð­irnir fjár­festa einnig í gegnum fjár­fest­ing­ar­sjóði og fast­eigna­fé­lög. Það gefur auga­leið að eftir því sem gjald­eyr­is­höft vara lengur munu þessi hlut­föll yfir hlut­deild líf­eyr­is­sjóða í ákveðnum eigna­flokkum fara hækk­andi, hvort sem það verður með beinum hætti eða í formi flókn­ari fjár­mála­­gjörn­inga eins og fjallað er um í nýlegu vefriti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Raunar taka 9 af 15 stærstu líf­eyr­is­sjóð­unum það fram með beinum hætti í árs­skýrslum sínum fyrir árið 2013 að fjár­fest­ing­ar­tæki­færi séu af skornum skammti sökum gjald­eyr­is­hafta. Þeir sjóðir sem ekki taka fram skort á fjár­fest­ing­ar­tæki­færum birta litla sem enga efna­hags­grein­ingu í árs­skýrslum sín­um.

Auglýsing

Standa sig verr en sjóðir á Norð­ur­lönd­unum



Ís­lensku líf­eyr­is­sjóð­irnir skil­uðu rúmum fjórum pró­sentu­stigum minni raun­á­vöxtun en tíu stærstu líf­eyr­is­sjóðir á Norð­ur­­lönd­unum á tíma­bil­inu 2010–2012 en fram til árs­ins 2007 hafði ávöxt­unin verið svip­uð. Ef íslenskir líf­eyr­is­sjóðir ná við­var­andi lægri ávöxtun en sam­bæri­legir sjóðir á Norð­ur­­lönd­unum mun það leiða til lægri líf­eyr­is­greiðslna til íslenskra líf­eyr­is­þega þrátt fyrir að þeir hafi unnið jafn mikið yfir starfsæv­ina og því er mik­il­vægt að kom­ast að því hvað veldur þess­ari lægri raun­á­vöxtun íslensku sjóð­anna.

Hér verður þó ein­ungis horft til þess hvaða þátt gjald­eyr­is­­höft gætu átt í þessum mun á raun­á­vöxt­un. Höft á flutn­ing fjár­magns til útlanda hafa tvær meg­in­af­leið­ingar fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Í fyrsta lagi geta sjóð­irnir ekki í frek­ari mæli en þeir nú þegar hafa gert fjár­fest á erlendum eigna­­mörk­uðum og með því nýtt sér arð­bær fjár­fest­inga­tæki­færi. Í öðru lagi geta þeir ekki frekar dreift áhættu á önnur hag­kerfi en það íslenska þrátt fyrir að geta þó end­ur­fjár­fest sölu­and­virði seldra eigna erlend­is.

Árangur innan hafta



En hvernig vegnar sjóð­unum innan hafta? Þar sem sjóð­irnir búa allir við sömu ytri skil­yrði, svo sem verð­bólgu, stýri­vexti og gengi krónu, hljóta ein­hverjir innri þættir í ákvarð­ana­töku sjóð­anna að skýra af hverju einn sjóður nær hærri ávöxtun en ann­ar. Í lík­ani sem sett var fram sem hluti af meist­ara­verk­efni við Við­skipa­há­skól­anum (Hand­els­hög­skolan) í Stokk­hólmi er leit­ast við að svara þeirri spurn­ingu hvort líf­eyr­is­sjóðir sem hafa hærra hlut­fall erlendra eigna af heild­ar­eignum hafi hærri raun­á­vöxtun og hvort raun­á­vöxtun sveiflist minna yfir tíma­bilin 2001–2007 og 2009–2012. Þar var tekið til­lit til þátta sem eru í höndum sjóð­anna sjálfra, svo sem hlut­falls erlendra eigna og hlut­falls inn­lendra hluta­bréfa og skulda­bréfa.

Nið­ur­staðan er sú að raunar nái þeir sjóðir sem hafi lægra hlut­fall erlendra eigna hærri raun­á­vöxtun og ávöxtun þeirra sveiflist minna á tíma­bil­inu 2009–2012 en þeir sjóðir sem hafa lægra hlut­fall. Á tíma­bil­inu 2001–2007 skila sjóðir með hærra hlut­fall erlendra eigna þó hærri raun­á­vöxtun og hafa minni sveiflur í ávöxt­un.

En hvað getur skýrt þessar nið­ur­stöð­ur? Hærri ávöxtun af inn­lendum eignum en þeim erlendu gæti skýrst af því að íslenska hag­kerfið er nýlega stigið upp úr efna­hagslægð og hefur verið í örum vexti (e. catch up effect). Önnur mögu­leg skýr­ing gæti verið of hátt verð­lag eigna – ef fram­boð á fjár­magni er meira en þeir fjár­fest­ing­ar­kostir sem í boði eru ætti hver eign ein­fald­lega að vera keypt hærra verði í lok­uðu hag­kerfi.

Meiri sveiflur í ávöxtun erlendra eigna gætu skýrst af því að verð­mat inn­lendra eigna sveifl­ast vegna breyt­inga á mark­aðs­virði, en verð­mat erlendra eigna sveifl­ast bæði vegna flökts á mark­aðs­verði og gengi, þar sem líf­eyr­is­­­sjóð­irnir geta nú ekki fjár­fest í geng­is­vörn­um.

Þar sem ábati af erlendum eignum á tíma­bil­inu 2009 – 2012 er ekki aug­ljós í formi hærri raun­á­vöxt­unar eða auk­innar sveiflu­jöfn­unar má leiða líkur að því að fast­heldni íslenskra líf­eyr­is­sjóða í erlendar eignir sé fyrst og fremst í formi áhættu­dreif­ing­ar, sem og vörn sem fylgir þeirri óvissu er varðar þróun geng­is, vaxta, eigna­verðs og fleiri þátta við afnám gjald­eyr­is­hafta.

Masters­verk­efni Mar­grét­ar, sem greinin byggir á, er hægt að nálg­ast í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None