Fjölgum ánægðum læknum

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Umræður hafa staðið yfir um launa­kjör í heil­brigð­is­geir­an­um. Læknar vilja hærri laun og eft­ir­spurn er eftir þeirra kröftum erlend­is. En það er kostn­að­ar­samt fyrir þjóð­fé­lagið að mennta lækna og reka heil­brigð­is­kerf­ið. Hvað er til ráða til að leysa hnút­inn? Það þarf að auka árang­urstengd laun og fjölga erlendum lækn­um. Tengja mætti nið­ur­fell­ingu skóla­gjalda við störf á Íslandi eftir nám.

Hærri laun tengd við starfs­aldur og árangurBjörn Hauksson. Björn Hauks­son.

Þegar kjör lækna eru end­ur­skoðuð þyrfti ekki bara að hækka grunn­launin heldur mætti líka tengja laun við starfs­ald­ur, við rekstr­ar­ár­angur og jafn­vel við afkomu hins opin­bera. Teng­ing við starfs­aldur í fyr­ir­tækjum virkar þannig að stars­fólk fær vil­yrði um kaupauka í lok árs, en getur ein­ungis inn­leyst kaupauk­ann að þremur árum liðnum í starfi. Þetta hvetur til lengri starfs­ald­urs. Kaup­auki gæti einnig verið tengdur við árangur í starfi. Árangur væri mældur með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með könnun meðal sjúk­linga og sam­starfs­fólks. Í öðru lagi hækkar kaup­auk­inn eftir því sem rekstur stofn­un­ar­innar er nærri áætl­un. Í þriðja lagi mætti greiða út hærri kaupauka þegar rekstur hins opin­bera skilar afgangi, sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveðnum við­mið­um.

Fjölgun erlendra læknaSam­kvæmt for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar hefur oft á tíðum reynst erfitt fyrir inn­flytj­endur að fá menntun sína frá heima­land­inu við­ur­kennda á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Einnig þarf að aug­lýsa erlendis eftir lækn­um. Sækj­ast eftir læknum í löndum þar sem laun lækna eru lægri eða svipuð og á Íslandi. Ekki hika við að sækja fólk frá öðrum heims­álfum líkt og til dæmis Bret­land hefur gert með góðum árangri. Ensku­mæl­andi læknar geta séð um sjúk­linga sem tala ensku, og stuðst við túlk í öðrum til­fell­um. Í núver­andi stöðu þarf að nálg­ast mál­efnið með opnu hug­ar­fari.

Niðu­fell­ing skóla­gjalda tengd við störf á ÍslandiÍs­land býður uppá nið­ur­greitt nám í lækn­is­fræði. Eftir námið er læknum svo frjálst að fara til vinnu erlendis án þess að þjóð­fé­lagið fái nokkuð til baka. Um þriðj­ungur lækna með íslenskt leyfi starfar erlend­is. Meðal yngri lækna er rúm­lega helm­ingur starf­andi erlend­is. Miðað við einka­skóla erlendis má ætla að skóla­gjöld fyrir fjög­urra ára grunn­nám lækna ættu að vera um 25 mkr. Í stað þess að allir læknar fái ókeypis nám mætti bjóða uppá styrk fyrir þá sem vilja. En honum fylgi þá það skil­yrði að unnið sé á Íslandi í ákveð­inn ára­fjölda eftir útskrift. Þetta er þekkt fyr­ir­komu­lag með styrki erlend­is. Ef brott­fluttir læknar ákveða að þiggja ekki styrk­inn og greiða frekar náms­gjöld­in, þá hefði Háskól­inn hærri tekjur og gæti menntað fleiri lækna.

Jafn­vægi næst í fjölda lækna á ÍslandiEftir nokkur ár gætum við þá verið með mun hærra fram­boð af lækn­um, íslenskum sem erlend­um. Læknar væru ánægð­ari í starfi því þeir sem starfa lengi á Íslandi fengju það greitt til baka með nið­ur­greiddri skóla­göngu, og ríf­legum kaupauka þegar vel geng­ur.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit
None