Fjölgum ánægðum læknum

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Umræður hafa staðið yfir um launa­kjör í heil­brigð­is­geir­an­um. Læknar vilja hærri laun og eft­ir­spurn er eftir þeirra kröftum erlend­is. En það er kostn­að­ar­samt fyrir þjóð­fé­lagið að mennta lækna og reka heil­brigð­is­kerf­ið. Hvað er til ráða til að leysa hnút­inn? Það þarf að auka árang­urstengd laun og fjölga erlendum lækn­um. Tengja mætti nið­ur­fell­ingu skóla­gjalda við störf á Íslandi eftir nám.

Hærri laun tengd við starfs­aldur og árangurBjörn Hauksson. Björn Hauks­son.

Þegar kjör lækna eru end­ur­skoðuð þyrfti ekki bara að hækka grunn­launin heldur mætti líka tengja laun við starfs­ald­ur, við rekstr­ar­ár­angur og jafn­vel við afkomu hins opin­bera. Teng­ing við starfs­aldur í fyr­ir­tækjum virkar þannig að stars­fólk fær vil­yrði um kaupauka í lok árs, en getur ein­ungis inn­leyst kaupauk­ann að þremur árum liðnum í starfi. Þetta hvetur til lengri starfs­ald­urs. Kaup­auki gæti einnig verið tengdur við árangur í starfi. Árangur væri mældur með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með könnun meðal sjúk­linga og sam­starfs­fólks. Í öðru lagi hækkar kaup­auk­inn eftir því sem rekstur stofn­un­ar­innar er nærri áætl­un. Í þriðja lagi mætti greiða út hærri kaupauka þegar rekstur hins opin­bera skilar afgangi, sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveðnum við­mið­um.

Fjölgun erlendra læknaSam­kvæmt for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar hefur oft á tíðum reynst erfitt fyrir inn­flytj­endur að fá menntun sína frá heima­land­inu við­ur­kennda á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Einnig þarf að aug­lýsa erlendis eftir lækn­um. Sækj­ast eftir læknum í löndum þar sem laun lækna eru lægri eða svipuð og á Íslandi. Ekki hika við að sækja fólk frá öðrum heims­álfum líkt og til dæmis Bret­land hefur gert með góðum árangri. Ensku­mæl­andi læknar geta séð um sjúk­linga sem tala ensku, og stuðst við túlk í öðrum til­fell­um. Í núver­andi stöðu þarf að nálg­ast mál­efnið með opnu hug­ar­fari.

Niðu­fell­ing skóla­gjalda tengd við störf á ÍslandiÍs­land býður uppá nið­ur­greitt nám í lækn­is­fræði. Eftir námið er læknum svo frjálst að fara til vinnu erlendis án þess að þjóð­fé­lagið fái nokkuð til baka. Um þriðj­ungur lækna með íslenskt leyfi starfar erlend­is. Meðal yngri lækna er rúm­lega helm­ingur starf­andi erlend­is. Miðað við einka­skóla erlendis má ætla að skóla­gjöld fyrir fjög­urra ára grunn­nám lækna ættu að vera um 25 mkr. Í stað þess að allir læknar fái ókeypis nám mætti bjóða uppá styrk fyrir þá sem vilja. En honum fylgi þá það skil­yrði að unnið sé á Íslandi í ákveð­inn ára­fjölda eftir útskrift. Þetta er þekkt fyr­ir­komu­lag með styrki erlend­is. Ef brott­fluttir læknar ákveða að þiggja ekki styrk­inn og greiða frekar náms­gjöld­in, þá hefði Háskól­inn hærri tekjur og gæti menntað fleiri lækna.

Jafn­vægi næst í fjölda lækna á ÍslandiEftir nokkur ár gætum við þá verið með mun hærra fram­boð af lækn­um, íslenskum sem erlend­um. Læknar væru ánægð­ari í starfi því þeir sem starfa lengi á Íslandi fengju það greitt til baka með nið­ur­greiddri skóla­göngu, og ríf­legum kaupauka þegar vel geng­ur.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Auglýsing

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None