Fjölgum ánægðum læknum

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Umræður hafa staðið yfir um launa­kjör í heil­brigð­is­geir­an­um. Læknar vilja hærri laun og eft­ir­spurn er eftir þeirra kröftum erlend­is. En það er kostn­að­ar­samt fyrir þjóð­fé­lagið að mennta lækna og reka heil­brigð­is­kerf­ið. Hvað er til ráða til að leysa hnút­inn? Það þarf að auka árang­urstengd laun og fjölga erlendum lækn­um. Tengja mætti nið­ur­fell­ingu skóla­gjalda við störf á Íslandi eftir nám.

Hærri laun tengd við starfs­aldur og árangurBjörn Hauksson. Björn Hauks­son.

Þegar kjör lækna eru end­ur­skoðuð þyrfti ekki bara að hækka grunn­launin heldur mætti líka tengja laun við starfs­ald­ur, við rekstr­ar­ár­angur og jafn­vel við afkomu hins opin­bera. Teng­ing við starfs­aldur í fyr­ir­tækjum virkar þannig að stars­fólk fær vil­yrði um kaupauka í lok árs, en getur ein­ungis inn­leyst kaupauk­ann að þremur árum liðnum í starfi. Þetta hvetur til lengri starfs­ald­urs. Kaup­auki gæti einnig verið tengdur við árangur í starfi. Árangur væri mældur með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með könnun meðal sjúk­linga og sam­starfs­fólks. Í öðru lagi hækkar kaup­auk­inn eftir því sem rekstur stofn­un­ar­innar er nærri áætl­un. Í þriðja lagi mætti greiða út hærri kaupauka þegar rekstur hins opin­bera skilar afgangi, sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveðnum við­mið­um.

Fjölgun erlendra læknaSam­kvæmt for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar hefur oft á tíðum reynst erfitt fyrir inn­flytj­endur að fá menntun sína frá heima­land­inu við­ur­kennda á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Einnig þarf að aug­lýsa erlendis eftir lækn­um. Sækj­ast eftir læknum í löndum þar sem laun lækna eru lægri eða svipuð og á Íslandi. Ekki hika við að sækja fólk frá öðrum heims­álfum líkt og til dæmis Bret­land hefur gert með góðum árangri. Ensku­mæl­andi læknar geta séð um sjúk­linga sem tala ensku, og stuðst við túlk í öðrum til­fell­um. Í núver­andi stöðu þarf að nálg­ast mál­efnið með opnu hug­ar­fari.

Niðu­fell­ing skóla­gjalda tengd við störf á ÍslandiÍs­land býður uppá nið­ur­greitt nám í lækn­is­fræði. Eftir námið er læknum svo frjálst að fara til vinnu erlendis án þess að þjóð­fé­lagið fái nokkuð til baka. Um þriðj­ungur lækna með íslenskt leyfi starfar erlend­is. Meðal yngri lækna er rúm­lega helm­ingur starf­andi erlend­is. Miðað við einka­skóla erlendis má ætla að skóla­gjöld fyrir fjög­urra ára grunn­nám lækna ættu að vera um 25 mkr. Í stað þess að allir læknar fái ókeypis nám mætti bjóða uppá styrk fyrir þá sem vilja. En honum fylgi þá það skil­yrði að unnið sé á Íslandi í ákveð­inn ára­fjölda eftir útskrift. Þetta er þekkt fyr­ir­komu­lag með styrki erlend­is. Ef brott­fluttir læknar ákveða að þiggja ekki styrk­inn og greiða frekar náms­gjöld­in, þá hefði Háskól­inn hærri tekjur og gæti menntað fleiri lækna.

Jafn­vægi næst í fjölda lækna á ÍslandiEftir nokkur ár gætum við þá verið með mun hærra fram­boð af lækn­um, íslenskum sem erlend­um. Læknar væru ánægð­ari í starfi því þeir sem starfa lengi á Íslandi fengju það greitt til baka með nið­ur­greiddri skóla­göngu, og ríf­legum kaupauka þegar vel geng­ur.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit
None