Fjölgum ánægðum læknum

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Umræður hafa staðið yfir um launa­kjör í heil­brigð­is­geir­an­um. Læknar vilja hærri laun og eft­ir­spurn er eftir þeirra kröftum erlend­is. En það er kostn­að­ar­samt fyrir þjóð­fé­lagið að mennta lækna og reka heil­brigð­is­kerf­ið. Hvað er til ráða til að leysa hnút­inn? Það þarf að auka árang­urstengd laun og fjölga erlendum lækn­um. Tengja mætti nið­ur­fell­ingu skóla­gjalda við störf á Íslandi eftir nám.

Hærri laun tengd við starfs­aldur og árangurBjörn Hauksson. Björn Hauks­son.

Þegar kjör lækna eru end­ur­skoðuð þyrfti ekki bara að hækka grunn­launin heldur mætti líka tengja laun við starfs­ald­ur, við rekstr­ar­ár­angur og jafn­vel við afkomu hins opin­bera. Teng­ing við starfs­aldur í fyr­ir­tækjum virkar þannig að stars­fólk fær vil­yrði um kaupauka í lok árs, en getur ein­ungis inn­leyst kaupauk­ann að þremur árum liðnum í starfi. Þetta hvetur til lengri starfs­ald­urs. Kaup­auki gæti einnig verið tengdur við árangur í starfi. Árangur væri mældur með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með könnun meðal sjúk­linga og sam­starfs­fólks. Í öðru lagi hækkar kaup­auk­inn eftir því sem rekstur stofn­un­ar­innar er nærri áætl­un. Í þriðja lagi mætti greiða út hærri kaupauka þegar rekstur hins opin­bera skilar afgangi, sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveðnum við­mið­um.

Fjölgun erlendra læknaSam­kvæmt for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar hefur oft á tíðum reynst erfitt fyrir inn­flytj­endur að fá menntun sína frá heima­land­inu við­ur­kennda á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Einnig þarf að aug­lýsa erlendis eftir lækn­um. Sækj­ast eftir læknum í löndum þar sem laun lækna eru lægri eða svipuð og á Íslandi. Ekki hika við að sækja fólk frá öðrum heims­álfum líkt og til dæmis Bret­land hefur gert með góðum árangri. Ensku­mæl­andi læknar geta séð um sjúk­linga sem tala ensku, og stuðst við túlk í öðrum til­fell­um. Í núver­andi stöðu þarf að nálg­ast mál­efnið með opnu hug­ar­fari.

Niðu­fell­ing skóla­gjalda tengd við störf á ÍslandiÍs­land býður uppá nið­ur­greitt nám í lækn­is­fræði. Eftir námið er læknum svo frjálst að fara til vinnu erlendis án þess að þjóð­fé­lagið fái nokkuð til baka. Um þriðj­ungur lækna með íslenskt leyfi starfar erlend­is. Meðal yngri lækna er rúm­lega helm­ingur starf­andi erlend­is. Miðað við einka­skóla erlendis má ætla að skóla­gjöld fyrir fjög­urra ára grunn­nám lækna ættu að vera um 25 mkr. Í stað þess að allir læknar fái ókeypis nám mætti bjóða uppá styrk fyrir þá sem vilja. En honum fylgi þá það skil­yrði að unnið sé á Íslandi í ákveð­inn ára­fjölda eftir útskrift. Þetta er þekkt fyr­ir­komu­lag með styrki erlend­is. Ef brott­fluttir læknar ákveða að þiggja ekki styrk­inn og greiða frekar náms­gjöld­in, þá hefði Háskól­inn hærri tekjur og gæti menntað fleiri lækna.

Jafn­vægi næst í fjölda lækna á ÍslandiEftir nokkur ár gætum við þá verið með mun hærra fram­boð af lækn­um, íslenskum sem erlend­um. Læknar væru ánægð­ari í starfi því þeir sem starfa lengi á Íslandi fengju það greitt til baka með nið­ur­greiddri skóla­göngu, og ríf­legum kaupauka þegar vel geng­ur.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None