Fjölmiðlun á Íslandi undir okkar stuðningi komin

Lára Hanna Einarsdóttir
fjölmiðlaflóra-e1376585407146.png
Auglýsing

Ég hef ætlað að skrifa þennan pistil nokkuð lengi en það er eins og ég hafi verið að bíða eftir ein­hverju - og til­finn­ing mín er sú að nú sé stundin upp runn­in.

Mig langar að biðja alla sem taka undir það sem ég hef að segja að deila inn­legg­inu og dreifa því um víðan völl. Því nú ríður á að standa saman og mátt fjöld­ans fær eng­inn stað­ist, ekki satt?

Það eru blikur á lofti í fjöl­miðla­brans­an­um, alvar­legar blik­ur. Við þörfn­umst heið­ar­legra miðla sem láta ekki stjórn­ast af sér­hags­munum og valda­kerf­inu. Fjöl­miðlar eru oft kall­aðir 'fjórða vald­ið', hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Í 8. bindi skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis segir meðal ann­ars í fjöl­miðlakafl­an­um:

Auglýsing

"Þótt fjöl­miðlar búi ekki yfir form­lega skil­greindu valdi í þjóð­fé­lag­inu er eigi að síður rök­rétt að álykta að þeir búi yfir raun­veru­legu valdi í klass­ískum félags­fræði­legum skiln­ingi og að í ljósi þess beri að meta stöðu þeirra.

Þeir, sem nú tala um fjórðu grein valds­ins, líta á fjöl­mið­ana sem við­bót­ar­þátt í valda­vef sam­fé­lags­ins; hlut­verk þeirra sam­kvæmt þessum skiln­ingi er að hafa gætur á hinum greinum valds­ins og vara almenn­ing við hugs­an­legu ráða­bruggi þeirra. Stundum er gripið til lík­inga­máls og fjöl­miðl­arnir kall­aðir varð­hundar almenn­ings. Rann­sak­endur hafa bent á að áhrif fjöl­miðla séu einatt háð félags­legu umhverfi þeirra og not­end­anna og því sé ekki síður mik­il­vægt að huga að óbeinum áhrifum en bein­um. M.a. er lögð áhersla á hug­tök sem nefnd eru 'inn­römm­un­ar­á­hrif' og 'dag­skrárá­hrif'. Hið fyrra vísar til þess að jafn­vel þótt fjöl­miðl­arnir stjórni ekki skoð­unum okkar á til­ver­unni þá leiði þeir okkur til að skoða hana á til­teknum for­sendum - innan ákveð­ins ramma. Síð­ara hug­takið táknar í allra stystu máli að fjöl­miðl­arnir segi okkur að vísu ekki hvað við eigum að hugsa, en hins vegar segi þeir okkur hvað við eigum að hugsa um." [8. bindi bls. 248]

Það er engin til­viljun að auð­menn á ýmsum sviðum hafi lagt áherslu á að eign­ast fjöl­miðla. Í gegnum þá geta þeir stjórnað umræðu um hags­muni sína, ímynd og haft áhrif á almenn­ings­á­litið - sem er gríð­ar­lega mikið og mik­il­vægt valda­tæki sem stjórn­mála­flokkar vita mæta­vel. Almenn­ingur á Íslandi var­aði sig ekki á þessu fyrir hrun og því fór sem fór. Gerum ekki aftur sömu mis­tök­in, gott fólk.

Eins og ég nefndi í inn­legg­inu hér á undan er orðið fátt um fína drætti í fjöl­miðlaflór­unni og vafa­samir menn með enn vafa­sam­ara auð­magn á bak við sig að leggja undir sig æ fleiri miðla. Eftir eru einkum tveir frjálsir og óháð­ir: Kjarn­inn og Stund­in. Þá þurfum við að styrkja af öllum mætti og til þess þarf pen­inga.

Báðir þessir miðlar bjóða upp á að við styrkjum þá með áskrift. Hjá Kjarn­anum er boðið upp á frjálst val um þrjár upp­hæð­ir, en Stundin er með fast áskrift­ar­verð. Ég lagð­ist í svolitla útreikn­inga.

Kjarn­inn býður okkur að styrkja sig með 490 kr., 990 kr. eða 1.990 kr. á mán­uði. Ég skráði mig fyrir 990 krónum fyrir nokkrum mán­uð­um. Ef við segjum að bara þeir sem hafa lækað Face­book-­síðu Kjarn­ans, 23.000 manns - sem eru örugg­lega langt í frá allir sem lesa mið­il­inn - borgi milli­upp­hæð­ina, 990 krónur á mán­uði, þá fengi Kjarn­inn 22.770.000 krónur frá okkur á mán­uði fyrir utan aug­lýs­inga­tekj­ur. Það er slatti sem hægt væri að nota vel í þá rann­sókn­ar­blaða­mennsku sem svo sár­lega vantar í íslenska fjöl­miðla. Lítil upp­hæð fyrir hvert okk­ar, stór upp­hæð fyrir rekstur þessa stór­fína mið­ils. Eruð þið með? Skoðið þetta og hugsið mál­ið:

htt­p://kjarn­inn.is/vert­u-­med/

Þá er það Stundin. Hún býður upp á tvenns konar áskrift: Ann­ars vegar netá­skrift með mán­að­ar­legu prent­blaði og .pdf útgáfu á net­inu fyrir 950 krónur á mán­uði - hins vegar áskrift ein­göngu á vefnum plús .pdf útgáfu fyrir 750 krónur á mán­uði. Ef við tökum hærri upp­hæð­ina, 950 krón­ur, og marg­földum með þeim sem hafa lækað Face­book-­síðu Stund­ar­innar sem eru 14.000 manns - þá fengi Stundin mán­að­ar­lega 13.300.000 krónur frá okkur í kass­ann. Eins og með Kjarn­ann má gera ýmis­legt fyrir þá fjár­hæð. Skoðið áskrift­ar­síðu Stund­ar­innar og hugsið mál­ið:

htt­p://­stund­in.is/a­skrift/

Við þurfum nauð­syn­lega á þessum miðlum að halda. Við erum komin með reynslu af þeim. Mjög góða reynslu. Það er von­laust að halda úti fjöl­miðlum nema með góðum tekjum og fólkið sem fór af stað með þessa miðla hefur tekið mikla áhættu - í okkar þágu. Það er þakk­ar­vert.

Í Skýrsl­unni segir jafn­framt þetta: "Í nýlegu riti Paschals Preston er að finna skarp­lega ábend­ingu þess efnis að ekki sé lengur rétt­læt­an­legt að líta á fjöl­miðl­ana sem and­ófs­afl í þjóð­fé­lag­inu líkt og gert var á fyrri stigum iðn­væð­ing­ar, heldur beri einmitt að umgang­ast þá sem vald­hafa. [...] James Carey bendir einnig á að sam­þjöppun eign­ar­halds á fjöl­miðlum geti leitt til rit­skoð­unar í nýrri mynd. Í áður­nefndri 'Skýrslu nefndar mennta­mála­ráð­herra um íslenska fjöl­miðla' er einnig vakin athygli á hásk­anum af sam­þjöppun eign­ar­halds. Nýlegar rann­sóknir benda til þess að íslenskir fjöl­miðla­menn séu vel með­vit­aðir um þennan vanda. Þeir finna einnig sárt fyrir þeim hömlum sem tak­mörkuð fjár­ráð og mann­afli leggja á fag­legan metnað íslenskra blaða- og frétta­manna.

Eins og ráða má af ofan­greindu eru fjöl­miðla­fræð­ingar margir hverjir þeirrar skoð­unar að frétta­mennska sem bygg­ist á sann­girni og sjálf­stæði sé í útrým­ing­ar­hættu um þessar mund­ir."

Ég vona inni­lega að sem allra flest­ir, vinir þeirra, ætt­ingjar, vinnu­fé­lagar og aðrir sjálf­stætt hugs­andi og gagn­rýnir Íslend­ingar sjái þörf­ina á því að við styðjum og styrkjum frjálsa fjöl­miðlun á Íslandi og skilji nauð­syn þess að sjálf­stæð og gagn­rýnin frétta­mennska fái notið sín - okkur öllum til góðs.

Svo ítreka ég beiðni mína um að þið deilið öll þessu inn­leggi og biðjið aðra að deila því líka. Fjöld­inn skiptir öllu máli og gott fólk: Nú er fjöl­miðlun á Íslandi undir okkar stuðn­ingi kom­in. Svo ein­falt er það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None