Flokkaflakkarinn

Birgitta Jónsdóttir viðurkennir að hún hafi aldrei kosið Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, en styðji einna helst nýja flokka sem enn eru óskrifað blað.

Auglýsing

Ég var ekki alin upp við að gift­ast flokk­um, heldur kjósa þann sem mér þykir bestur hverju sinni. Ég við­ur­kenni að ég hef aldrei kosið Fram­sókn eða Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en ég hef kosið alls­konar flokka og aðeins einu sinni skilað auðu. Ég hef einna helst kosið nýja flokka vegna þess að þeir eru enn óskrifað blað og hafa ekki fallið inn í viðjar hefða og boða og banna. Þar ríkir oft­ast orka nýsköp­unar og fram­kvæmda­gleði, þar ríkir von um breyt­ingar og óbilandi trú á að nú sé komið að þeim breyt­ingum sem fólkið þráir hverju sinni og hefur tekið sig saman um að bjóða upp á. Það er skemmti­leg og dríf­andi orka sem auð­velt er að hríf­ast að og hríf­ast með. Eftir að hafa tekið þátt í að stofna tvo flokka úr engu nema þess­ari sömu orku og óbilandi trú á mik­il­vægi þess að gefa fólki sem aldrei hefur gengið með drauma um þing­mennsku tæki­færi til að finna röddu sinni og bar­áttu­vilja far­veg, hef ég komist að þeirri nið­ur­stöðu að sú svart­hvíta mynd sem dregin er upp að mönnum og mál­efn­um, stefn­um, lof­orðum og auð­vitað svikum er bara dæg­ur­fluga og skiptir ekki meg­in­máli til lang­tíma.  

Fyrir mér eru ráð­herra­sæti eða þing­mennska ekki loka­mark­mið stjórn­mála­afla, heldur miklu frekar það sem er að ger­ast í gras­rót­inni óháð kosn­ingum og öllu því róti  og spennu sem því fylg­ir.  Ef að rótin er van­rækt og ekk­ert súr­efni að finna í jarð­veg­inum þá er bara tíma­spurs­mál hvenær nýja­brumið fellur án þess að bera nokk­urt fræ inn í fram­tíð­ina og rot kemst í rót og allt fellur um sjálft sig og stöðn­un­ar­kór­inn fyllist þórð­ar­gleði án þess að átta sig á að þeirra mik­il­feng­legu tré eru löngu hætt að bera fræ, gras­rótin löngu horfin og eng­inn eftir nema þeir sem eiga ein­hverja hags­muni að gæta við að við­halda tál­sýn um stöð­ug­leika og halda dauð­ans helj­ar­taki utan um leik­tjöld­in. En öll leik­tjöld falla á end­an­um. 

Ástæða þess að flokka­flakk­ar­inn ég, sem þó hef aðeins skráð mig í einn flokk utan sós­í­alista, en stofnað tvo að auki, hef ákveðið að taka þátt í gras­rót­ar­starfi sós­í­alista er ein­föld. Gras­rótin er full af lífi á milli kosn­inga. Sós­í­alistar hafa átt stóran þátt í end­ur­reisn verka­lýðs­hreyf­inga þeirra sem mest eiga undir þegar barist er um rétt­indi verka­fólks. Sós­í­alistar hafa átt stóran þátt í að hvetja áfram fólk til þátt­töku í stjórnum alls­konar hags­muna­sam­taka sem berj­ast fyrir rétt­inum fólks á t.d. leigu­mark­aði. Sós­í­alistar hafa gert til­raunir með þátt­töku­lýð­ræði eins og t.d. að nýta slembival til að velja full­trúa í alls­konar stefnu­mótum sem og val á lista flokks­ins. Það er nýja­brum byggt á alda­gömlum hefðum og vilji til að prófa alls­konar leiðir til vald­efl­ingar þeirra sem flestir horfa fram hjá nema í kringum kosn­ing­ar. 

Auglýsing
Þeir sem þekkja mig vel, vita að ég hef barist gegn ofbeldi yfir­valda, óháð hverskyns stefnu þau segj­ast aðhyllast, ég hef barist gegn yfir­völdum í Kína, Banda­ríkj­un­um, Rúss­landi, Ísr­ael og svo mætti lengi telja og get ekki ferð­ast til þess­ara ríkja vegna þess. Þannig að seint væri hægt að spyrða mig við ein­hverja blindni um hvað ger­ist ef yfir­völd verða ger­ræð­is­leg. Hvar ég er nákvæm­lega á hinum póli­tíska ási er ekki endi­lega auð­velt að segja, ég er alþjóðasinni, ég styð mann­helgi til handa öll­um, hef barist fyrir alvöru valda­til­færslu til handa lýðnum í lýð­ræð­inu. Ég hef barist fyrir rétt­indum fátækra, hef verið fátæk sjálf­stæð móðir nær allt mitt líf að und­an­teknum árunum sem ég var á Alþingi og veit hvernig það er að eiga ekki fyrir mat. Ég hef barist og barist og ég held að ég muni aldrei geta almenni­lega hætt því, það er mér ein­fald­lega í blóð bor­ið.  Ég þrái að búa í heimi, landi, borg, þar sem við erum öll jafn­rétthá og þar sem við öll getum gengið að sömu tæki­færum til lífs­gæða. Græðg­i­svæð­ingin sem drífur áfram sér­hags­muna­hag­vöxt­inn er það sem hefur komið mann­kyn­inu út á ystu nöf og ekki aftur snú­ið. Þessi græðg­i­svæð­ing varð til úr hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar og brauð­mola­hag­fræð­ina þar sem þeir alls­lausu geta lifað af brauð­molum sem falla af gnægt­ar­borði þeirra sem kunna hve best að spila með kerfið sér til handa á meðan þeir þræla út ósýni­lega einnota fólk­in­u. 

Ég gekk til liðs við sós­í­alista vegna þess að þar eru svo margir vinir mínir úr bús­á­halda­bylt­ing­unni og svo mikið af fólki þar inn­an­borðs sem skilur hvar þarf að kerf­is­breyta fyrst og að það er ekki tjaldað til einna kosn­inga, heldur hugsað til lang­tíma, með yfir­sýn þeirra sem hafa þroska og þor til að láta verkin tala, þar sem fólk nærir mold­ina áður en fræin falla og veigrar sér ekki við að rífa brenni­netlur sjálfs­hyggj­unnar með berum hönd­um. Ég hrífst af bar­áttu­fólki sem hefur á eigin skinni fengið að upp­lifa tím­ana tvenna og veit hvar kreppir að. Ég skora á alla þá sem vilja breyta órétt­læti í rétt­læti að koma og taka þátt í að móta fram­tíð­ina saman og vera með nú en ekki síður eftir kosn­ing­ar. Allar bylt­ingar byrja innra með okkur og næsta skref þar á eftir er að átta sig á því að það verða engar breyt­ingar nema að maður sjálfur sé til­bú­inn að taka þátt í að gera þær að veru­leika. Ef þér finnst mik­il­vægt að búa við jafn­ræði og félags­hyggju þá ertu kannski bara sós­í­alisti eins og ég án þess endi­lega að hafa komið því áður í orð.

Höf­undur er skáld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar