Flugaska eða gjóska?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar um námugröft við Þrengslaveg og á Mýrdalssandi.

Auglýsing

Íslensk, nýt­an­leg jarð­efni eru fábreytt. Mest er um bygg­ing­ar­efni úr jarð­lög­um. Grjót, mal­ar- sand- og gjósku­nám var og er yfir­gnæf­andi. Af öðru mætti nefna kís­il­gúr, leir og mó. Kann­anir á málm­um, perlu­steini og fleiru hafa ekki leitt til námu­rekst­urs. Þar koma við sögu t.d. lágar magn­töl­ur, dýrar vinnslu­að­ferðir og breytt eft­ir­spurn. Lang­flestar stórar bergefn­is­námur eru á suð­vest­ur­hluta lands­ins. Þar stór sér á nokkrum fjöllum og ásum, allt frá Stapa­felli austan Kefla­vík­ur­flug­vallar til Ing­ólfs­fjalls, eftir rekstur leyf­is­skyldra náma sem er mis­mikil sátt um. Almennt er þó við­ur­kennt að ein­hvers staðar verður að taka öll tonn­in.

Litla-Sand­fell við Þrengsla­veg er þegar illa farið af fyrra mál­ar­námi, árum sam­an.

Náma­rekstur er að öllu sam­an­lagður ósjálf­bær. Það eyð­ist sem af er tekið og ekki er unnt að end­ur­nýja. Líkt og skerð­ing á nátt­úru­legu umhverfi vegna raf­orku­vinnslu og hita­veitu er hóf­legur námu­gröftur óhjá­kvæmi­legur og unnin að kröfu alls þorra fólks. Ávallt og sam­tímis eru leið­andi spurn­ingar jafn óhjá­kvæmi­legar um nauð­syn, stað­setn­ingu, umfang, hag­sýni og til­gang, auk mót­væg­is­að­gerða slíkra nátt­úr­u­nytja. Spurn­ing­anna vegna var lög­fest mat á umhverf­is­á­hrifum og sjálf­bærni fram­kvæmda, áætl­ana eða rekst­urs. Spurn­ing­anna vegna er einnig frá­leitt að sam­sama verk­legar fram­kvæmd­ir, almennt eða oftast, við eyði­legg­ingu umhverf­is­ins. Sér­hvert sam­fé­lag verður að leita jafn­vægis milli nátt­úr­u­nytja og vernd­ar. Sem betur fer hefur verndin eflst en ekki nægi­lega hratt og vel.

Auglýsing
Fyrirætlanir Eden Mining (norðan Þor­láks­hafn­ar) og EP Power Miner­als (á Mýr­dals­sandi) snú­ast um hrá­efn­is­öflun til sem­ents­fram­leiðslu. Eitt tonn af hefð­bund­inni steypu (öll skref­in), komin á sinn stað, losar um eitt tonn af gróð­ur­húsa­gös­um. Umrædd jarð­efni til íblönd­unar við sem­ents­gerð geta t.d. verið aska eða vikur (hluti gjósku úr eld­stöðvum með minnsta korna­stærð). Líka er notuð svokölluð flugaska sem verður til við háhita kola­brennslu vegna raf­orku­fram­leiðslu. 

Efnin breyta eig­in­leikum sem­ents og steypu og minnka óæski­lega losun loft­teg­unda. Magn flug­ösku dregst nú saman vegna lok­unar kola­orku­vera. Þau eru þó enn afar algeng. Innan Evr­ópu­sam­bands­ins á að fasa þau út á ára­bil­inu 2023 til 2038. Miklu af flug­ösku hefur lengi verið fargað með því að koma henni fyrr á sér­stakan hátt í gömlum kola­námum og all­víða í vega­lögn­um. Þetta ger­ist enn þrátt fyrir meiri eft­ir­spurn eftir flug­ösku í sem­ents­fram­leiðslu.

Fróð­leg, og sum umdeil­an­leg, svör fyr­ir­tækj­anna við umsögnum all­marga aðila hafa und­an­farið birst í Kjarn­an­um. Að þeim verður ekki vikið enda sér­fróðir menn til svara beggja megin borðs. Aðeins bent á að bæði fyr­ir­tækin leggja ofurá­herslu á hve mik­ill ávinn­ingur bygg­ing aðstöð­unn­ar, rekstur námanna og útflutn­ing­ur­inn verður í and­ófi gegn hlýnun jarð­ar. Svo er bent á við flytjum inn sem­ent (sem áður var fram­leitt inn­an­lands) og berum þar með ekki ábyrgð á efna­losun vegna fram­leiðsl­unn­ar. Ein­föld eru þau rök. 

Móberg er mis­gróf eld­gosaaska og getur inni­haldið smáa vik­ur­mola og berg­mylsnu. Hún er sam­an­límd með „stein­gerð­um“ útfell­ingum og efna­fræði­lega breytt vegna áhrifa vatns og varma. Móberg er all­víða til í heim­inum þar sem gosið hefur í jöklum eða upp úr sjó og vötnum Gíf­ur­lega mikið er af móbergi innan eld­virka belt­is­ins á Íslandi og í nágrenni þess; tindarað­ir, stök fjöll (t.d. stapar og keil­ur), fell og ásar, mjög víða með sam­blandi af ösku og hraun­brotum (þursa­bergi) og bólstra­bergi (ávölum hraun­bólstrum). Vinn­an­legur vik­ur, sbr. Heklu­vik­ur, sem enn er fluttur út, finnst víða um heim. Á meg­in­landi Evr­ópu er hann t.d. til á Ítal­íu, í Tyrk­landi, Grikk­landi, Ung­verja­landi, Þýska­landi og Frakk­landi. Millj­ónir tonna eru unnar úr námum, einkum í þremur fyrst­nefndu lönd­un­um.

Flugaska hefur orðið til í miklum mæli. Sam­kvæmt bók­arkafla eftir ind­verska sér­fræð­inga (DOI: 10.5772/in­techopen 82078) átti Ind­land heims­metið 2018, heil 112 milljón tonn (Mt). Kína fram­leiddi þá 100 Mt, Banda­ríkin 90 Mt og sex valin Evr­ópu­ríki 60 Mt, þar af Þýska­land 40 Mt og Dan­mörk 2 Mt. Tveimur árum fyrr voru um 9 Mt af flug­ösku í fimmtán ES-löndum nýtt til bygg­ing­ar­iðn­aðar en rúm 3 Mt til vega­gerð­ar. Allar þessar tölur hafa auð­vitað breyst en eru til marks um stærð­argráðuna. Flugaskan gæti smám saman horfið úr sem­ents­iðn­aði á næstu ára­tug­um.

Vist­vænn bygg­ing­ar­iðn­aður er afar mik­il­væg­ur. Sem vist­væn­ust steypa, tré og önnur efni, unnin úr líf­heimi, gler, end­ur­unnið járn, stál og ál og fleiri efni koma þar í stað margra eldri steypu­gerða. Hér á land hefur verið þróuð afar vist­væn steypa á borð vð ECOcrete (á meðan Nýsköp­un­ar­mið­stöðin starfað­i). Gaslosun úr sem­ents­iðn­aði fellur undir ETS-­kerf­ið, þ.e. verk­smiðjur kaupa los­un­ar­heim­ildir á alþjóð­legum mark­aði. Íslenskt móberg og Kötlu­sandur getur vissu­lega gert gagn og lækkað kolefn­is­spor sem­ents en beina ábyrgðin er þá fram­leið­and­ans en ekki lands­ins sem leyfir náma­rekst­ur­inn. Óbein ábyrgð varðar Ísland, rétt eins og notkun jarð­olíu eða inn­flutn­ingur trjáv­ara. Í lofts­lags­málum er eng­inn eyland.

Hvað sem ábyrgð­inni líður stendur upp á okkur að hafna eða leyfa námu­rekstur og útflutn­ing óunn­ins eða unn­ins íblönd­un­ar­efnis í sem­ent. Það fæst ann­ars staðar en á Íslandi, ýmist flugaska (t.d. innan og utan Evr­ópu í nokkra ára­tugi) eða heppi­legur vik­ur. Í þeim efnum horfir hagn­að­ar­drif­inn fram­leið­andi sem­ents lík­lega stíft til kostn­aðar af hrá­efn­is­öfl­un­inni. Af okkar hálfu er margt að kanna áður en ákvörðun er tek­in.

Hér á landi ber fyrst af öllu og taka til­lit til orku­stefnu lands­ins, raf­orku­stöð­unnar og orku­skipta, ásamt orku eft­ir­sprun í grænum iðn­aði er skilar sem mestum umhverf­isá­vinn­ingi, einkum í fram­leiðslu mat­væla, fæðu­bót­ar­efna og lyfja. Sjálf­bærni atvinnu­vega og hringrás­ar­hag­kerfi eru aðal keppi­kefl­in. Krefj­ast mætti LCA-­grein­ingar á ferli íslenska efn­is­ins, þ.e. lífs­fer­ils­grein­ingar frá töku þess og flutn­ingi, allt til áhrifa af notk­unin á erlendri grund.

Námu­rekstur vegna efn­is­út­flutn­ings er ekki fyr­ir­fram sjálf­sagður í ramma gjör­breyttrar fram­tíð­ar. Hann verður enn fremur að henta nær­sam­fé­lögum sem hýsa hann. Áraun vegna hans á sam­göngur (á landi og sjó) og annan atvinnu­rekstur verður að vera í sam­ræmi við stöð­una þar, allt öryggi og enn fremur fram­kvæm­an­legar áætl­an­ir, t.d. sam­göngu­á­ætl­un, lofts­lags­að­gerð­ar­á­ætl­un, land­bún­að­ar- og mat­væla­stefnu og sjálf­bærni. Skoða mætti íslenska full­fram­leiðslu á vist­vænu sem­enti til sam­an­burðar við fyr­ir­hug­aðan rekstur erlendu aðil­ana í sam­vinnu við þá inn­lendu, vilji menn ganga lengra. Nóg er til af reynslu af ólíkum verk­efnum sem hafa farið á ýmsa lund: Kís­il­gúr­vinnsla, kís­il­málm­iðja á Suð­ur­nesjum, ófull­burða álver, vik­ur- og gjall­út­flutn­ing­ur, sem­ents- og áburð­ar­fram­leiðsla. 

Höf­undur er jarð­vís­inda­maður og fyrrum þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar