Fólkið á gólfinu afskiptalaust

esb_kjarninn_vef.jpg
Auglýsing

Ég man sterkt eftir Guð­mundi Jaka. Alltaf þegar hann kom fram og tjáði sig um mál sem snéru að fólk­inu á gólf­inu þá var hlust­að. Hann var for­maður Verka­manna­sam­bands Íslands á þessum tíma (1975 til 1991) og þing­maður Alþýðu­banda­lags­ins sömu­leiðis með­fram þeim störfum þó ég muni frekar eftir honum sem verka­lýðs­leið­toga en þing­manni.

Hann hafði sér­staka fram­komu með dimmri röddu og hægum talanda. En það sem var mest ein­kenn­andi við hann var sann­fær­andi fram­koma fyrir hönd fólks­ins á gólf­inu. Með fram­komu sinni tókst honum líka að setja stjórn­mála­menn og stjórn­völd undir pressu og þannig hafa áhrif á það hvernig mál komust á dag­skrá, hina póli­tísku for­gangs­röð­un.

Bar­áttan ekki jafn aug­ljós



Ég sakna þess, ekki síst sem fjöl­miðla­mað­ur, að verða ekki jafn aug­ljós­lega var við stétta­bar­áttu núna eins og var í tíð Guð­mundar Jaka og kollegga hans. Stétta­bar­áttan núna er á margan hátt mátt­laus miðað við það sem áður var.

Ég held að ástæðan sé ekki veikir for­ystu­menn í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Í henni eru mörg dæmi um öfl­uga tals­menn.

Auglýsing

Tal­sam­bandið milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og stjórn­mála­manna, ekki síst á vinstri vængn­um, virð­ist vera veik­ara nú. Áður fyrr var sam­bandið oftar bein­tengt í gegnum fólk sem var á báðum víg­stöð­um, eins og reyndin var með Guð­mund Jaka. Færri dæmi eru um þetta núna. En það sem vegur þyngst er að stjórn­mála­menn hafa ekki eins mik­inn áhuga á stétta­bar­átt­unni, að því er virð­ist.

Veikróma rödd frá vinstri



Á und­an­förnu ári hafa verk­föll verið tíð. Fólkið á gólf­inu hefur verið að berj­ast fyrir betri kjörum og opin­berir starfs­menn sömu­leið­is, kenn­ar­ar, flug­menn og flug­virkjar svo dæmi séu tek­in. Þrátt fyrir þetta hafa vinstri flokk­arn­ir, Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in, með engum hætti tekið þau mál til sín og gert stétta­bar­átt­una að sínum helstu bar­áttu­mál­um. Veikróma rödd úr þessum áttum hefur engri athygli náð og það hefur verið stað­fest með könn­unum á fylgi og síðan slæmum úrslitum í kosn­ing­um.

Sér­stak­lega hefur þetta verið aug­ljóst í til­viki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún er væng­brotin þessa dag­ana, með afar veika mál­efna­lega stöðu eftir að Íslend­ingar höfn­uðu fyr­ir­sjá­an­lega í kosn­ingum þeirri leið sem Sam­fylk­ingin hefur lagað allt sitt mál­efna­starf að á und­an­förnum árum; Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Ísland er óra­fjarri því að upp­fylla Maastricht skil­yrðin fyrir inn­göngu í ESB og glímir enn við bráða­vanda í efna­hags­líf­inu sem rekja má til hruns fjár­mála­kerf­is­ins og setn­ingu fjár­magns­hafta í kjöl­far­ið. Sér­stak­lega er skulda­staða rík­is­sjóðs langt frá því að sam­ræm­ast við­mið­inu um skuldir upp á 60 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu sem þarf að upp­fylla til þess að geta orðið hluti af ESB, svo eitt þunga­vigt­ar­at­riði sé nefnt. Jafn­vel þó meiri­hluti Alþingis hafi sam­þykkt 16. júlí 2009 að sækja um aðild að ESB þá var ljóst frá upp­hafi að póli­tískur meiri­hluti var ekki að baki aðild­ar­ferl­inu. Fögur orð um að inn­ganga tæki aðeins tvö ár, eða í lengsta lagi fjögur ár, reynd­ust orðin tóm. Núna er síðan nýr for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, Jean Claude Juncker,  bú­inn að lýsa því yfir að ESB muni ekki stækka næstu fimm árin. ESB er því fjar­lægur mögu­leiki í augna­blik­inu og ætti ekki að vera jafn stór hluti af póli­tískri rök­ræðu eins og það er núna.

Í ljósi þess hversu miklir hags­munir eru í húfi – og þar hefur Sam­fylk­ingin rétt fyrir sér – þá voru það herfi­leg mis­tök að halda að þetta væri góður tíma­punktur til þess að sækja um aðild eins og for­ysta Sam­fylk­ing­ar­innar hélt fram. Eins og tím­inn hefur leitt í ljós var svo alls ekki. For­ysta flokks­ins greindi stöð­una kol­rangt þegar hún reyndi að selja almenn­ingi það að umsóknin væri eins og björg­un­ar­hringur í efna­hags­legum ólgu­sjó.

Stétta­bar­átta, hvar er hún?



Á sama tíma og deilt hefur verið um ESB, oft í óþarf­lega miklu kast­ljósi okkar fjöl­miðla­manna, þá hefur stétta­bar­áttan farið fram næstum hljóða­laust. Vegna veikrar teng­ingar af vinstri vængnum inn í verka­lýðs­hreyf­ing­una og við fólkið á gólf­inu þá er víg­staða þess í bar­áttu við atvinnu­rek­endur og hags­muna­sam­tök þeirra veik­ari. Fólkið á gólf­inu hefur lít­inn póli­tískan stuðn­ing. Þetta hefur ekki síst orðið krist­al­tært í bar­áttu flug­manna og fleiri starfs­manna Icelandair fyrir betri kjör­um. Þeim hefur verið stillt upp sem efna­hags­legum bastörðum sem svífast einskis og hafa kröfur þeirra verið keyrðar niður með lögum í sumum til­fell­um. Í mínum huga var bar­átta þeirra sem stóðu í henni, og gera raunar enn, virð­ing­ar­verð. Ein­fald­lega dæmi­gerð bar­átta for­ystu fag­stéttar fyrir betri kjörum fram­tíð­ar­kyn­slóð­ar. Og ef stjórn­mála­menn hefðu horft á þetta mál út frá víg­línum stétta­bar­átt­unnar þá hefðu flug­menn fundið fyrir miklu meiri sam­stöðu meðal stjórn­mála­manna sem hugsa um hag fólks­ins á gólf­inu.

Önnur dæmi mætti nefna um þetta. Munur á launa­þróun stjórn­enda fyr­ir­tækja og fólks­ins á gólf­inu á und­an­förnum árum hefur sárasjaldan verið ræddur á hinu póli­tíska sviði. Hjá langstærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins, Hög­um, sem líf­eyr­is­sjóðir lands­ins stýra í krafti meiri­hluta­eign­ar, þá hefur launa­þró­unin verið með miklum ólík­ind­um. Sex æðstu stjórn­endur Haga fengu 240 millj­ónir króna í formi launa og bónusa í fyrra, eða að með­al­tali 3,3 millj­ónir króna á mán­uði á hvern stjórn­anda allt árið. Rekstur Haga byggir ekki á eld­flauga­vís­ind­um, frum­kvöðla­starf­semi, einka­rétt­ar­vörðum upp­finn­ing­um, ein­stöku hug­viti eða snilli­gáfu ein­stak­linga. Alls ekki. Um er að ræða mark­aðs­ráð­andi aðila á sviði inn­flutn­ings og sölu á dag­vöru og nauð­synj­um, mat­vöru þar á með­al, á einu minnsta mark­aðs­svæði í ver­öld­inni þar sem sam­keppnin er ekki alþjóð­leg.

Af ein­hverjum óskilj­an­legum ástæðum hefur fólkið á gólf­inu lít­inn stuðn­ing í þessu umhverfi í hinu póli­tíska lands­lagi. Stjórn­mála­mönn­unum virð­ist vera alveg sama og verka­lýðs­hreyf­ing­in, í gegnum aðild sína að stjórnum líf­eyr­is­sjóða, sýnir ekki í verki að þessi þróun sé ekki henni að skapi. Ein ástæðan er vafa­lítið sú að það er ekk­ert póli­tískt aðhald fyrir hendi, engin stétta­bar­átta sem heitið get­ur.

Elítan þarf að líta sér nær



El­íta íslenskra stjórn­mála­manna í öllum flokkum þarf að líta sér nær. Hún hefur of lítið fyrir því að setja sig inn í stétta­bar­átt­una, ekki síst á lands­byggð­inni. Einu sinni var hún víg­völlur stjórn­mál­anna. Þó alþjóða­póli­tísk staða Íslands, þar á meðal spurn­ingin um ESB-að­ild eða ekki ESB-að­ild, snú­ist um lang­tíma­hags­muni almenn­ings þá má fólkið á gólf­inu ekki vera afskipta­laust í stjórn­mál­unum frá degi til dags. Þetta á við um alla flokka, en sér­stak­lega hefur þetta verið áber­andi þegar Sam­fylk­ingin er ann­ars veg­ar. Út á við er hún eins og ofdekrað borg­ar­barn sem hefur sárasjaldan komið út fyrir borg­ar­mörkin eða unnið á gólf­inu. Fylgið við hana er líka þannig; sterk staða í Reykja­vík, reyndar vegna mik­ils per­sónu­legs fylgis við Dag B. Egg­erts­son borg­ar­stjóra, og afleit á lands­byggð­inni.

Hennar helsta bar­áttu­mál hefur verið aðild að ESB í næstum ára­tug, og það hefur bitnað á sam­bandi við fólkið á gólf­inu og lands­byggð­ina meðal ann­ars. Svo virð­ist sem Sam­fylk­ingin sé í ógöng­um, með mál­efna­legan leið­ar­vísi í sínu póli­tíska starfi þar sem ESB er alltaf ljósið við enda gang­anna. Í ljósi efna­hags­legrar stöðu lands­ins þá grefur þessi mikla áherslu á að ESB og evra geti bjargað okkur – þegar og ef okkur tekst að upp­fylla skil­yrði um inn­göngu – undan því að tekið sé af festu á málum líð­andi stund­ar. Sam­fylk­ingin hefur ekk­ert plan B og planið um ESB og evru er farið út um þúf­ur.

Hvernig sem vinstri væng­ur­inn á eftir að þró­ast í íslenskum stjórn­málum þá virð­ist hann ekki geta gert annað en að koma sér betur fyrir meðal fólks­ins á gólf­inu. Þar stóð Guð­mundur Jaki yfir­leitt og las mönnum pistil­inn, ýmist með réttu eða röngu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None