Eftir árið 1424 hverfa öll samskipti við Íslendinga í forn Grænlandi, Grænlandi Eiríks rauða Þorvaldssonar og hefur ekkert til þeirra spurst síðan, enginn hefur rannsakað söguþræði en mjög margir fornritin og samsetningu þeirra. Einn þeirra var Ólafur Halldórsson með ritverkinu ,„Grænland í Miðaldarritum”. Það ritverk tók ekki fyrir Fóstbræðra sögu, Flóamanna sögu og Bárðar sögu Snæfellsáss en síðan segir Ólafur: „Bókin getur því ekki komið í stað hins mikla verks Finns Magnússonar, Grönlands Historiske Mindesmærker”, frá 1838. Það var í öðru bindi þessa ritverks í umfjöllun um ferð Þorgils örrabeinsfóstra sem ég fann lykilinn að siglingasögu forn Grænlands. Þar í var eitt orð í einni setningu sem gaf mér vísbendingu og sönnun þess hvar þeir brutu skipið en orðið er íkorni í setningunni, nærðust þar á nagdýri íkorna en fleira kom til í staðsetningu strandsins.
Ég fékk viðtal við rannsóknastjóra Stofnunar Árna Magnússonar, Gísla Sigurðsson, til að fá staðfest að orðið væri rétt skrifað í handriti og væri nagdýr íkorna. Gísli var á þeirri skoðun að skipið hafi strandað hér næst fyrir vestan Ísland í því sem ég kalla danska Grænland til að aðgreina það frá forn Grænlandi Eiríks rauða. Það verður nú sem stór brú myndast á milli sagnfræði og siglingafræði í ferð skips úr Leiruvogi í Mosfellssveit til Eiríks rauða í forn Grænlandi í kring um árið 998.
Þorgils er einn af þeim 25 sem svara kalli Eiríks um að koma með honum út til forn Grænlands, sumir komust út til forn Grænlands eða um 15 skip en hin týndust eða fórust. Þorgils var einn af þessum heppnu sem náði út til forn Grænlands en það tók þá 3 mánuði að finna landið og brjóta skipið í sandfjöru á milli tveggja jökla og voru síðan í fjögur ár í hrakningum frá strandstað til Brattahlíðar, bústaðar Eiríks rauða í forn Grænlandi.
Fyrsti áfangi á siglingaleiðinni í vestur er kennileitið Bláserkur en þangað var siglingatími þrjú dægur í sólvestur frá Snæfellsnesjökli. Þungur straumur er frá hægri í siglingu til vesturs og alltaf sterkur vindur einnig frá hægri, frá norðri til suðurs. Brotni mastur af seglskipi þess tíma og skipið án segla, knörr eða langskip, þá er skipið um viku að reka fyrir straumi og vindi suður fyrir syðsta odda danska Grænlands. Það hafa aldrei búið Inuitar á svæðinu í kring um mögulegt strand þarna í danska Grænlandi en í raunasögu Þorgilsar rekast þeir í tvígang á Inuita á svæðinu. Það eru engir tveir jöklar eða sandmöl/sandfjara heldur ein samfelld jökla eining frá suðri til norðurs og klettar í sjó fram og mikill rekís, og hafsvæðið ófært tréskipum.. Á þessu mögulega strandsvæði eru engin nagdýr íkorna, Sagnfræðingar Íslands halda því fram að skip Þorgilsar hafi verið hér á reki í 3 mánuði. Það er útilokað mál. En hvað gat hafa gerst.?
Nú vill svo til að ég hef staðarþekkingu á þessu svæði að sumri og vetri sem þyrluflugmaður, um veður og vinda og aðrar aðstæður, frá suðurodda danska Grænlands og ströndina upp allt til Upernavik og síðan skipstjórinn ég, með siglinga og straumakort af þessu sama svæði. Nú verða þessi vísindi til að hjálpa Þorgilsi út úr hans vandræðum á svæðinu. Á suðursvæði danska Grænlands voru ekki Inuitar eða hreindýr á svæðinu á þessum tíma en voru flutt á svæðið bæði Inuitar og hreindýr eftir árið 1900. Við bæinn Juliannehab á þessu suðursvæði er stór varða sem Inuitar segja hlaðna af Íslendingum en þar rétt hjá rennur ferskvatns á úr eina vatninu á svæðinu sem gerir staðinn að áningarstað í siglingasögunni til forn Grænlands. Þegar siglt er eða flogið frá þessum stað og upp vesturströndina blasir við stórt fjall sem ég tel vera Hvarf, þar er á stór varða og þangað hef ég komið á þyrlu, með gashylki fyrir endurvarpsstöð símans á svæðinu, upp og niður ströndina.
Í frásögn Þorgilsar fáum við ekkert að vita hver vandræðin voru í þrjá mánuði fram að strandinu en samkvæmt hafstraumakerfi á þessu svæði er meðstraumur upp alla vesturströnd danska Grænlands, en oft logn og þykk þoka að sumri allt upp undir eyjuna Diskó en sveigir þaðan í vestur að strönd Baffin Island. Þó að það komi ekki fyrir í sögunni geri ég ráð fyrir að Þorgils hafi tekið land til að fá ferskvatn til drykkjar annars hefðu allir drepist og engin verið til frásagnar. Það er þokan á þessu hafsvæði sem útskýrir langa útivist þeirra í þrjá mánuði.
Nú verður náttúru undur sem að ég upplifði með Þorgilsi þó að 1100 ár séu á milli, ég á þyrlu en hann á seglskipi. Við vorum á flugi á Sikorsky 61N þyrlu frá Sukkertoppen áleiðis til Holsteinsborg þarna á vesturströndinni er við fljúgum inn í fön vind sem skall á okkur eins og sleggja hefði barið á okkur, vindurinn kom úr austri niður Grænlandsjökul og flugum við afurábak í átt að Baffin eyju og áttum í basli við að komast út úr þessum vindstreng. Þetta vindfyrirbrigði er þekkt frá bæði vesturströnd danska Grænlands og austurströnd Baffin Island í aldana rás. Það var svona vindstrengur sem seglskip Þorgils örrabeinsfóstra sigldi inn í og þeir neyðast til að sigla undan vindi allt þar til skipið braut í sundur í sandfjöru á milli tveggja jökla þegar að horft er frá strandinu í vestur. Það er hér sem fjögurra ára hrakningasaga Þorgilsar hefst og skráð er í Flóamannasögu. Þorgils örrabeinsfóstri er kominn til forn Grænlands en hann veit það ekki ennþá. Það er hér sem nagdýr íkorna eru í tugþúsunda tali út um allt en heita þar læmingjar og sem fæða bjarga lífi Þorgilsar og allra sem með honum voru og lifðu inn í fyrsta veturinn.
Á milli tveggja jökla
Þegar að horft er frá strandstað í vestur er jökull á hægri hönd eða norðurjökullinn sem í dag heitir Barnes Ice Cap en jökullinn til vinstri eða suðurjökulinn heitir Penny Ice Cap sem forn Grænlendingar kölluðu Hvítserk í siglingasögu forn Grænlands og var í útnorðri frá Hvarfi sem þá tilheyrði jökulhettunni Bláserkur frá suðri til norðurs. Hvítserkur er á Herjólfsnesi sem ég síðar segi frá í annari grein. Siglingasaga Þorfinns karlsefnis um svæðið inn á Grænlandshaf, úthaf innfallanda, úthaf með flóði og fjöru.
Hér á þessum strandstað hefst hrakningasaga Þorgilsar fyrir alvöru og lífsbarátta upp á líf og dauða. Þau eru fyrsta veturinn á strandstaðnum þar sem en í dag er skálarúst sem Inuitar kalla Thule rúst. Fara síðan þaðan í suður að næsta vertrarstað þar sem þeir sjá fyrstu Inuitana sem sagan kallar konur en ég tel þetta vera tvo síðhærða karla, því konur voru almennt heima við en karlar á veiðum. Hér var Þorgils kominn inn á forn svæði Inuita samkvæmt heimildum frá Inuitum um fornleifarannsóknir á svæðinu. Á þessu sama svæði eru Thule rústir sem fornleifarannsóknir dagsetja við árið 1000.
Þorgils og fólk hans eru í skála við strandstað veturinn 998/999 og lifa þar á smádýri íkorna. Fara þaðan og gera skála að Seleyri og eru þar veturinn 999/1000. Að sumarmálum fóru þeir þaðan og koma við ey litla sem ég tel vera Broughton Island og hér verður til sagan af egginu(svartbaksegg). Hér er stærsta varpsvæði múkka í heiminum sem svo sagan kallar Fýllendur en fýll er annað orð yfir múkka, þetta er veturinn 1000/1001. Snúa til hafs og róa fyrir framan margar víkur, og er þeir koma fyrir eitt fjarðarmynni, sem ég tel vera Cumberland Sound, sigla inn þann fjörð og hitta þar fyrir flóttamann og gista hjá honum þá veturinn 1001/1002. Það er hér sem Þorgils fær að vita hvar hann er staddur og hvert hann þarf að fara til að hitta fornvin sinn Eirík rauða í Brattahlíð. Hér fær Þorgils lánað skip og siglir áfram meðfram landi að öðru fjarðarmynni sem sagan kallar Einarsfjörð. Þar hittir hann fornvin sinn Þorstein hvíta sem sendur var frá Íslandi í leitarleiðangri að Þorgilsi og saman fara þeir áfram upp ströndina til að hitta fornvin beggja, Eirík rauða í Brattahlíð sem í dag er við Cape Dorset í Nunavut.
Forn Grænland heitir í dag Nunavut en Inuit íbúarnir kalla forn Grænlendinga, Thule fólkið. Orðið Thule fólk verður til 1921 í kjölfar danskra leiðangra inn á svæði Inuita í norður Canada. Þetta tel ég vera sorglegustu mistök í sögu danskrar sagnfræði því allar Thule rústir í Nunavut hafa verið dagsettar fyrir ca 1000 árum sem er upphafsár í sögu forn Grænlendinga og er ártalið byggt á fornleifarannsóknum Canada museum of civilization. Það var Robert MCghee frá Canada, eiginmaður Patricia Sutherland stjórnanda Thule rannsókna í Nunavut sem segir Dani upphafsmenn orðsins Thule fólkið þarna árið 1921.
Grænlands Annáll
Siglingasaga Eiríks rauða verður stór merkileg ef ég læt hann sigla umhverfis Eiríksey út frá Brattahlíð ef Brattahlíð er við Cape Dorset, Nunavut.
Hann var hinn fyrsta vetur í Eiríksey, nær miðri hinni eystri byggð. Um vorið fór hann til Eiríksfjarðar og tók sér þar bústað. Hann fór það sumar í Vestribyggð(ónumið land) og var þar lengi. Hann gaf þar víða örnefni. Hann var annan vetur í Eiríkshólmum fyrir Hvarfsgnúpi.
Það verður þriðja sumarið sem ruglar alla sagnfræðinga sögunnar í rýminu sem lesa þetta í fornritinu, þar stendur: Hið þriðja sumar fór hann allt norður til Snjófells og inn í Hrafnsfjörð. Þá kveðst hann kominn fyrir botn Eiríksfjarðar. Ritstjórar Grönlands Historiske Mindesmærker verða hér illa ruglaðir í rýminu og skrifa innan sviga á handritið, ( þetta er helst vandskilið) en þeir telja Eiríksfjörð í suðurhluta danska Grænlands. Þar í liggur misskilningur sagnfræðinnar í höndum Dana og Íslendinga hjá Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík.
Ef Brattahlíð er við Cape Dorset í Nunavut og ef Eiríkur siglir umhverfis Eiríksey og ef Eiríksey er Baffin Island þá fær þetta skýra merkingu. Þá er Snjófell á Devon Island fyrir norðan Eiríksey , í botni Eiríksfjarðar sem þá er í miðjum Eiríksfirði eins og lönd lágu fyrir Eiríki rauða árið í kring um 990 og þá verður Snjófell í botni Eiríksfjarðar eða fyrir norðan eyjuna sem svo sagan á eftir að kalla, Grænlands bryggjusporður. Það verður á þessu norðursvæði forn Grænlands sem Eiríkur rauði sér hlunnindi landsins í dýraríkinu sem þarna er og lifnar við á sumrin. Hér verður orðið Grænland til. Á miðju sumri verða öll fuglabjörg á svæðinu fallega græn. Þarna er Norðurseta, þangað sóttu þeir gullið í greipar Ægis, hvalategundir, selategundir, rostungar, náhvalir, hvítabirnir, refir, úlfar og fuglar, en það var oft dýru verði keypt. Þetta er best varðveitta viðskiptaleyndarmál Íslandssögunnar fram á þennan dag. Það eru um ellefu skálarústir við túnfótinn í Brattahlíð Eiríks rauða í dag.
Höfundur er fulltrúi rannsóknarverkefnisins „Gamla Grænland“ og fyrrverandi þyrluflugmaður.
Heimildir:
Grönlands Historiske Mindesmærker.
Grænland í Miðaldarritum.
Nunavut Handbook.