„Tilraunabörnin“ krefja ríkið um bætur

Árið 1951 voru 22 grænlensk börn tekin frá fjölskyldum sínum í tilraun sem hafði það að markmiði að gera þau „dönsk“. Sex þeirra krefja nú danska ríkið um bætur fyrir meðferðina.

Börnin voru tekin frá foreldrum sínum og áttu að verða ný tegund Grænlendinga.
Börnin voru tekin frá foreldrum sínum og áttu að verða ný tegund Grænlendinga.
Auglýsing

„Ég hélt að ég væri að fara í frí,“ segir Kristine Heinesen um það þegar hún var fimm ára og var flutt um borð í stórt skip. Þetta var árið 1951. Litla ver­öldin sem hún hafði alist upp í á Græn­landi var að stækka – ævin­týri á næsta leyti og svo færi hún aftur heim. Eða það hélt hún. En eftir því sem hún fór lengra frá heima­hög­unum gerði hún sér grein fyrir því að hún myndi ekki snúa aftur í faðm fjöl­skyld­unn­ar.

Heinesen er í hópi sex Græn­lend­inga á átt­ræð­is­aldri sem krefja danska ríkið um bætur vegna þeirrar með­ferðar sem þau þurftu að þola í æsku. Sam­tals voru 22 græn­lensk börn tekin frá fjöl­skyldum sínum í til­raun sem hafði það að mark­miði að gera þau „dönsk“. Frum­byggjar ann­arra landa, fólk sem bjó þar áður en Evr­ópu­búar komu sér þar fyrir og gerðu að nýlendum sín­um, hafa sagt svip­aðar sög­ur. Skemmst er að minn­ast upp­ljóstrana um með­ferð barna frum­byggja í heima­vist­ar­skólum í Kanada. Mörg þeirra sneru aldrei aftur til síns heima eftir þá ömur­legu vist.

Auglýsing

Græn­lensku börnin 22 voru á aldr­inum 4-9 ára er þau voru tekin og send til Dan­merkur þar sem átti að kenna þeim dönsku og gera þau að nokk­urs konar „græn­lenskri elítu“ eins og því er lýst í frétta­skýr­ingu danska rík­is­sjón­varps­ins um mál­ið. Þegar þau færu aftur til Græn­lands áttu þau að leiða áætl­anir hinna dönsku nýlendu­herra til að nútíma­væða land­ið. Úr þeim átti að gera „nýja teg­und af Græn­lend­ing­um“ – fyr­ir­myndir ann­arra landa þeirra. Þetta var hluti af til­raun – til­raun sem mistókst hrapa­lega er óhætt að full­yrða.

Kenn­arar og prestar voru fengnir til að velja börn sem svo átti að „end­ur­mennta“ og veita „betra líf“ í Dan­mörku. Fjöl­skyldur barn­anna voru hik­andi að senda börnin sín frá sér en í maí 1951 fóru 22 börn um borð í skipið MS Disko í Nuuk og til Dan­merk­ur.

Grænlensk börn árið 1951. Mynd: Skjáskot af BBC

Eftir að börnin höfðu dvalið þar í 1-2 ár voru þau vissu­lega send aftur til Græn­lands. En ekki til fjöl­skyldna sinna heldur á mun­að­ar­leys­inga­hæli þar sem þeim var bannað að tala sitt móð­ur­mál – máttu aðeins tala dönsku. Þeim var svo komið fyrir hjá fóst­ur­for­eldr­um.

Mette Frederiksen, danski for­sæt­is­ráð­herrann, baðst í fyrra fyrir hönd lands síns afsök­unar á fram­ferð­inu. „Við getum ekki breytt því sem gerð­ist en við getum tekið ábyrgð á því og beðið þá sem við áttum að gæta en brugð­umst afsök­un­ar,“ sagði hún við það tæki­færi.

Rænd fjöl­skyldum sínum

Aðeins sex „til­rauna­börn“ eru enn á lífi og sendi lög­maður þeirra skaða­bóta­kröfu á hendur danska rík­inu til skrif­stofu for­sæt­is­ráð­herra í dag. Fall­ist ríkið ekki á kröf­una verður látið á hana reyna fyrir dóm­stól­um. „Alla þeirra barn­æsku voru þau rænd fjöl­skyldu sinni og því að fá að vera þau sjálf,“ segir lög­mað­ur­inn Mads Pramm­ing. Ekk­ert til­lit hafi verið tekið til hvað væri börn­unum fyrir bestu.

„Það er enn erfitt að tala um þetta,“ hefur danska rík­is­sjón­varpið eftir Heinesen. Þótt sjö ára­tugir séu liðnir frá því að hún var tekin frá fjöl­skyldu sinni hafa sárin ekki gró­ið. Hún komst ekki að því að hún hafi verið eitt þess­ara „til­rauna­barna“ fyrr en árið 1996. Þá fyrst hafi hún getað kom­ist aftur í sam­band við ætt­ingja sína.

Hún segir afsök­un­ar­beiðni for­sæt­is­ráð­herr­ans hafa skipt sig miklu. „Þetta snerti mig því við höfðum barist svo lengi fyrir að vera beðin afsök­un­ar. Að þeir myndu við­ur­kenna að ríkið hefði gert risa­stór mis­tök.“

Auglýsing

Gabriel Schmidt er einn sex­menn­ing­anna. Hann segir afsök­un­ar­beiðn­ina ekki vera nóg. Ekki vera nóg til að bæta fyrir tap­aða barn­æsku. Fái hann skaða­bætur ætlar hann að nota þær til að bjóða allri fjöl­skyld­unni til Græn­lands.

Bæði Schmidt og Heinesen voru send aftur til Græn­lands eftir ver­una í Dan­mörku en það tók þau ára­tugi að kom­ast aftur í sam­band við fjöl­skyldur sín­ar. Heinesen lærði ein­hverja græn­lensku á ný en Schmidt seg­ist alveg hafa tapað móð­ur­mál­inu.

Pramm­ing segir ekki nóg að biðj­ast afsök­unar á fram­ferði stjórn­valda líkt og gefið er í skyn í til­kynn­ingu skrif­stofu for­sæt­is­ráð­herra við kröfu „til­rauna­barn­anna“. Það þurfi einnig að við­ur­kenna að lög og rétt­indi barn­anna hafi verið brot­in. „Og það verður gert með greiðslu skaða­bóta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent