„Tilraunabörnin“ krefja ríkið um bætur

Árið 1951 voru 22 grænlensk börn tekin frá fjölskyldum sínum í tilraun sem hafði það að markmiði að gera þau „dönsk“. Sex þeirra krefja nú danska ríkið um bætur fyrir meðferðina.

Börnin voru tekin frá foreldrum sínum og áttu að verða ný tegund Grænlendinga.
Börnin voru tekin frá foreldrum sínum og áttu að verða ný tegund Grænlendinga.
Auglýsing

„Ég hélt að ég væri að fara í frí,“ segir Kristine Heinesen um það þegar hún var fimm ára og var flutt um borð í stórt skip. Þetta var árið 1951. Litla ver­öldin sem hún hafði alist upp í á Græn­landi var að stækka – ævin­týri á næsta leyti og svo færi hún aftur heim. Eða það hélt hún. En eftir því sem hún fór lengra frá heima­hög­unum gerði hún sér grein fyrir því að hún myndi ekki snúa aftur í faðm fjöl­skyld­unn­ar.

Heinesen er í hópi sex Græn­lend­inga á átt­ræð­is­aldri sem krefja danska ríkið um bætur vegna þeirrar með­ferðar sem þau þurftu að þola í æsku. Sam­tals voru 22 græn­lensk börn tekin frá fjöl­skyldum sínum í til­raun sem hafði það að mark­miði að gera þau „dönsk“. Frum­byggjar ann­arra landa, fólk sem bjó þar áður en Evr­ópu­búar komu sér þar fyrir og gerðu að nýlendum sín­um, hafa sagt svip­aðar sög­ur. Skemmst er að minn­ast upp­ljóstrana um með­ferð barna frum­byggja í heima­vist­ar­skólum í Kanada. Mörg þeirra sneru aldrei aftur til síns heima eftir þá ömur­legu vist.

Auglýsing

Græn­lensku börnin 22 voru á aldr­inum 4-9 ára er þau voru tekin og send til Dan­merkur þar sem átti að kenna þeim dönsku og gera þau að nokk­urs konar „græn­lenskri elítu“ eins og því er lýst í frétta­skýr­ingu danska rík­is­sjón­varps­ins um mál­ið. Þegar þau færu aftur til Græn­lands áttu þau að leiða áætl­anir hinna dönsku nýlendu­herra til að nútíma­væða land­ið. Úr þeim átti að gera „nýja teg­und af Græn­lend­ing­um“ – fyr­ir­myndir ann­arra landa þeirra. Þetta var hluti af til­raun – til­raun sem mistókst hrapa­lega er óhætt að full­yrða.

Kenn­arar og prestar voru fengnir til að velja börn sem svo átti að „end­ur­mennta“ og veita „betra líf“ í Dan­mörku. Fjöl­skyldur barn­anna voru hik­andi að senda börnin sín frá sér en í maí 1951 fóru 22 börn um borð í skipið MS Disko í Nuuk og til Dan­merk­ur.

Grænlensk börn árið 1951. Mynd: Skjáskot af BBC

Eftir að börnin höfðu dvalið þar í 1-2 ár voru þau vissu­lega send aftur til Græn­lands. En ekki til fjöl­skyldna sinna heldur á mun­að­ar­leys­inga­hæli þar sem þeim var bannað að tala sitt móð­ur­mál – máttu aðeins tala dönsku. Þeim var svo komið fyrir hjá fóst­ur­for­eldr­um.

Mette Frederiksen, danski for­sæt­is­ráð­herrann, baðst í fyrra fyrir hönd lands síns afsök­unar á fram­ferð­inu. „Við getum ekki breytt því sem gerð­ist en við getum tekið ábyrgð á því og beðið þá sem við áttum að gæta en brugð­umst afsök­un­ar,“ sagði hún við það tæki­færi.

Rænd fjöl­skyldum sínum

Aðeins sex „til­rauna­börn“ eru enn á lífi og sendi lög­maður þeirra skaða­bóta­kröfu á hendur danska rík­inu til skrif­stofu for­sæt­is­ráð­herra í dag. Fall­ist ríkið ekki á kröf­una verður látið á hana reyna fyrir dóm­stól­um. „Alla þeirra barn­æsku voru þau rænd fjöl­skyldu sinni og því að fá að vera þau sjálf,“ segir lög­mað­ur­inn Mads Pramm­ing. Ekk­ert til­lit hafi verið tekið til hvað væri börn­unum fyrir bestu.

„Það er enn erfitt að tala um þetta,“ hefur danska rík­is­sjón­varpið eftir Heinesen. Þótt sjö ára­tugir séu liðnir frá því að hún var tekin frá fjöl­skyldu sinni hafa sárin ekki gró­ið. Hún komst ekki að því að hún hafi verið eitt þess­ara „til­rauna­barna“ fyrr en árið 1996. Þá fyrst hafi hún getað kom­ist aftur í sam­band við ætt­ingja sína.

Hún segir afsök­un­ar­beiðni for­sæt­is­ráð­herr­ans hafa skipt sig miklu. „Þetta snerti mig því við höfðum barist svo lengi fyrir að vera beðin afsök­un­ar. Að þeir myndu við­ur­kenna að ríkið hefði gert risa­stór mis­tök.“

Auglýsing

Gabriel Schmidt er einn sex­menn­ing­anna. Hann segir afsök­un­ar­beiðn­ina ekki vera nóg. Ekki vera nóg til að bæta fyrir tap­aða barn­æsku. Fái hann skaða­bætur ætlar hann að nota þær til að bjóða allri fjöl­skyld­unni til Græn­lands.

Bæði Schmidt og Heinesen voru send aftur til Græn­lands eftir ver­una í Dan­mörku en það tók þau ára­tugi að kom­ast aftur í sam­band við fjöl­skyldur sín­ar. Heinesen lærði ein­hverja græn­lensku á ný en Schmidt seg­ist alveg hafa tapað móð­ur­mál­inu.

Pramm­ing segir ekki nóg að biðj­ast afsök­unar á fram­ferði stjórn­valda líkt og gefið er í skyn í til­kynn­ingu skrif­stofu for­sæt­is­ráð­herra við kröfu „til­rauna­barn­anna“. Það þurfi einnig að við­ur­kenna að lög og rétt­indi barn­anna hafi verið brot­in. „Og það verður gert með greiðslu skaða­bóta.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent