Forsendubrestur í lífeyrismálum

Finnur Birgisson, arkitekt á eftirlaunum, skrifar um nýtt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra sem breytir samspili séreignarlífeyris og greiðslna almannatrygginga.

Auglýsing

Frum­varp fjár­mála­ráð­herra um breyt­ingar á ýmsum lögum vegna umsam­drar hækk­unar lág­marks­ið­gjalda til líf­eyr­is­sjóða hefur fengið væg­ast sagt óblíðar við­tökur hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Hún segir ráð­herr­ann sigla undir fölsku flaggi þar sem hann sé að lauma inn ýmsum breyt­ing­um, sem ekki hafi verið haft sam­ráð um og hreyf­ingin hafi aldrei skrifað upp á. Þar er nefnd hækkun greiðslu­skyldu­ald­urs úr 16 í 18 ár, að verð­bætur líf­eyr­is­greiðslna eigi aðeins að reikn­ast einu sinni á ári í stað mán­að­ar­lega eins og nú, og að gefin sé und­an­þága fyrir eina stétt, þ.e. sjó­menn.

Enn sem komið er hefur þó lítið verið fjallað um risa­stóra breyt­ingu sem felst í frum­varp­inu og varðar sér­eign­ar­líf­eyri og sam­spil hans við greiðslur almanna­trygg­inga. Úttekt sér­eign­ar­líf­eyris hefur í dag ekki áhrif til skerð­ingar á elli­líf­eyri almanna­trygg­inga á sama hátt og venju­legar greiðslur úr hefð­bundnum líf­eyr­is­sjóð­um. Hjá flestum hefur þessi sér­eign orðið til gegnum svo­nefndan við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að, þar sem laun­þeg­inn hefur lagt til 2 eða 4% af launum sínum og launa­greið­and­inn 2% á móti. 12% skyldu­ið­gjaldið hefur hins­vegar hjá flestum farið inn í svo­kall­aða sam­trygg­ingu.

Sam­trygg­ing eða sér­eign

En það hafa líka verið starf­andi líf­eyr­is­sjóðir eins og Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, sem hafa boðið sjóð­fé­lögum upp á að ráð­stafa frá 49 - 78% skyldu­ið­gjalds­ins í erf­an­lega sér­eign. Þá fer ekki nema rúm­lega fimmt­ungur til helm­ingur skyldu­ið­gjalds­ins í sam­trygg­ing­ar­hluta sjóðs­ins og rétt­indin sem félag­arnir öðl­ast þar verða þeim mun minni. Ástæður fólks til að velja þetta fyr­ir­komu­lag eru einkum tvær: Ann­ars vegar erf­an­leik­inn, - sá hluti sér­eign­ar­innar sem við­kom­andi end­ist ekki aldur til að nýta gengur til erf­ingja hans, - og hins­vegar sú stað­reynd að úttekt sér­eign­ar­líf­eyris hefur skv. núgild­andi lögum ekki áhrif til skerð­ingar á líf­eyr­is­greiðslum almanna­trygg­inga.

Auglýsing
Reyndar mun það vera svo, að þegar ákvæðin um að sér­eign­ar­líf­eyrir skerti ekki elli­líf­eyr­inn voru sett, þá var fyrst og fremst haft í huga að þau tækju til sér­eignar sem mynduð hefði verið með við­bót­ar­sparn­aði, - ofan á hinn lög­bundna skyldu­sparn­að. En almanna­trygg­ing­ar­lögin gera samt  engan grein­ar­mun á þess­háttar sér­eign og þeirri sér­eign sem mynduð hefur verið með hluta af skyldu­ið­gjald­inu eins og hjá Frjálsa. Það skapar því aug­ljóst ójafn­ræði þegar kemur að úttekt líf­eyr­is­ins, að greiðslur til þeirra sem hafa sett allt skyldu­ið­gjaldið í sam­trygg­ingu skerða greiðslur almanna­trygg­inga gróf­lega, meðan hin fá sinn líf­eyri að stórum hluta sem útgreiðslu sér­eignar sem ekki veldur skerð­ingum hjá TR. - Þarna getur munað mörgum tugum þús­unda í ráð­stöf­un­arfé á hverjum ein­asta mán­uði.

Fjár­mála­ráð­herra um kosti sér­eign­ar 

Í við­tali við LEB-­blaðið 2019 var Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra spurður út í þetta og hvort hann teldi ekki að þarna ætti meiri jöfn­uður að ríkja. Hann svar­aði: „Sér­eign­ar­kerfið er afar vel heppnað og hefur fyrir löngu farið fram úr vænt­ing­um. Hluti hvatans til að leggja í sér­eign er einmitt að hún leiðir ekki til skerð­ing­ar. Áhrifin af þessu eru þjóð­hags­lega mjög jákvæð. Það eru líka til staðar almenn frí­tekju­mörk sem ná til greiðslna úr sam­trygg­ing­unni, sem mætti frekar skoða að hækk­a.“

Í ljósi þess­ara ummæla BB hefði e.t.v. mátt ætla að hann myndi gera til­lögu um að ójafn­ræðið yrði jafnað upp á við, en það gengur þó ekki eftir í þessu nýja frum­varpi. Þar er nefni­lega gert ráð fyrir að „lek­inn“ verði stöðv­aður með þeim hætti, að kveðið verði skýrt á um að það verði ein­ungis við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aður og svo­nefnd „til­greind sér­eign“ sem ekki valdi skerð­ingum á elli­líf­eyri, en það geri hins­vegar sú sér­eign, sem mynduð hefur verið verið með hluta af skyldu­ið­gjöld­un­um. Það stendur því ekki til að koma jöfn­un­inni til leiðar með því að draga úr skerð­ing­unum hjá þeim sem sætt hafa meiri skerð­ing­um, heldur með því að auka þær hjá hinum sem hingað til hafa sloppið bet­ur.

Þessi breyt­ing myndi setja feitt strik í reikn­ing­inn hjá þeim sem árum sam­an, jafn­vel það sem af er þess­ari öld, hafa varið bróð­ur­parti skyldu­ið­gjalds­ins til að mynda sér­eign, í því trausti að þeir skil­málar sem gilt hafa myndu hald­ast. Ef af þessum breyt­ingum verður þýðir það tekju­skerð­ingu hjá þeim upp á tugi þús­unda í hverjum mán­uði, þegar að því kemur að taka út líf­eyr­inn. 

Dæmi: Hjá ein­stak­lingi á eft­ir­laun­um, sem fær sam­tals 300 þús. kr./mán. frá líf­eyr­is­sjóði og þar af 100 þús. kr./mán. sem úttekt á sér­eign, myndu greiðslur til hans frá TR lækka um  minnst 45.000 kr./mán. við breyt­ing­una - meira ef hann býr einn, því þá yrði lækk­unin 56.900 kr./mán. Lækkun ráð­stöf­un­ar­tekna þessa ein­stak­lings eftir skatt yrði 334.800 - 423.600 kr./ári.

Lög­legt og sið­legt?

Þetta vekur upp ýmsar stórar spurn­ing­ar. Er það lög­legt og sið­legt að breyta skil­mál­unum svona eft­irá með stór­felldum íþyngj­andi afleið­ingum fyrir þá sem fyrir verða? - Í frum­varp­inu er raunar gert ráð fyrir að þau sem hefja líf­eyr­i­s­töku fyrir 1. októ­ber 2021 sleppi við breyt­ing­una, en hjá þeim sem hefja líf­eyr­i­s­töku degi síðar á hún að skella á af fullum þunga.

Ef þetta verður sam­þykkt svona á Alþingi má því gera ráð fyrir tvennu: a) Að öll þau sem þetta snertir og eru orðin nógu göm­ul, drífi í því að hefja líf­eyr­i­s­töku fyrir 1. októ­ber þótt þau hafi ann­ars ekki ætlað sér það, og b) að þau sem ekki eiga þess kost að sleppa á þann hátt fram­hjá gildrunni muni láta á það reyna fyrir dóm­stólum hvort laga­setn­ing sem raskar gild­andi leik­reglum og for­sendum eft­irá með þessum hætti fær stað­ist.

Reyndar má hugsa sér að gera litla en samt veiga­mikla breyt­ingu á frum­varp­inu, sem myndi strax gera málið miklu skárra. Það er að miða skilin milli núver­andi kerfis og breytts kerfis ekki við það hvenær ein­stak­lingur byrjar að taka líf­eyri, heldur við það hvenær stofnað var til sér­eign­ar­inn­ar. Úttekt á sér­eign sem stofnað var til fyrir 1. okt. 2021 myndi þá ekki valda skerð­ingu hjá TR, en úttekt sama ein­stak­lings á sér­eign sem stofnað var til síðar myndi hins­vegar valda skerð­ingu skv. nýju reglu­verki. - Þessi hug­mynd er lögð hér fram til frjálsra afnota.

Höf­undur er arki­tekt á eft­ir­laun­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar