Forstjóri LHG sendi Kjarnanum grein vegna byssumálsins

9552812345-d2ab45dd1e-z.jpg
Auglýsing

Georg Lár­us­son for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unnar hefur sent Kjarn­anum grein til birt­ingar vegna byssu­máls­ins svo­kall­aða. Grein­ina má lesa í heild sinni hér að neð­an.

Höfum gætt lands og miða án þess að hleypa af skoti í 40 ár



ML1109015659 Georg Lár­us­son for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar

Mikið hefur verið fjallað um byssur frá Nor­egi sem hingað voru fengnar til að end­ur­nýja byssu­kost íslenskra lög­gæslu­stofn­ana, þar á meðal Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Máls­at­vik hafa  valdið nokkrum rugl­ingi og jafn­vel orðið til að skapa tor­tryggni hjá almenn­ingi um hvernig að þess­ari end­ur­nýjun hafi verið stað­ið. Allt þolir það dags­ljósið en ég tel að við hjá Land­helg­is­gæsl­unni hefðum getað upp­lýst betur okkar þátt máls­ins strax í upp­hafi. Það er miður og munum við draga af því lær­dóm.

Löng hefð fyrir sam­skiptum við Norð­menn



Norð­menn hafa reynst Íslend­ingum hjálp­legir á sviði örygg­is­mála, t.d. hvað varðar við­hald rat­sjár­stöðva, ýmsan búnað til eft­ir­lits og búnað og fall­byssur fyrir skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Þrátt fyrir að í samn­ingnum sé áætlað verð­mæti send­ing­ar­innar þá var okkar skiln­ingur sá að ekki kæmi til greiðslu vegna þessa, líkt og í fyrri til­fellum þar sem við höfum fengið búnað frá Norð­mönn­um. Land­helg­is­gæslan hefur hvorki farið fram á leynd vegna afhend­ing­ar­innar né að greiðslum væri frestað fram á nýtt fjár­hags­ár. Allt liggur þetta eins og við höfum lýst. Ekki er ljóst hvernig Norð­menn hyggj­ast afgreiða málið stjórn­sýslu­lega, og á meðan verða byss­urnar ekki teknar í notk­un.

Hvers vegna vopn?



Um­ræðan hefur einnig snúið að til­gang­inum með til­vist slíkra vopna hér á landi. Það er skilj­an­legt í ljósi þess hversu stór hluti af sjálfs­mynd okkar sem þjóðar felst í því að við séum her­laus þjóð. Það er vissu­lega gæfa okkar sem búum á Íslandi hvað við búum í öruggu sam­fé­lagi enda erum við eitt af fáum ríkjum heims þar sem lög­gæslu­sveitir bera ekki vopn frá degi til dags. Þótt Íslend­ingar séu frið­söm þjóð þurfum við, eins og aðr­ir, að huga að því hvernig við tryggjum öryggi okkar í víðum skiln­ingi.

Verk­efni inn­an­lands



Vegna stærðar lands­ins og strjál­býlis þurfum við á stofnun eins og Land­helg­is­gæsl­unni að halda, sem sinnt getur bæði björgun og eft­ir­liti á fáförnum svæðum á landi og sjó. Land­helg­is­gæslan ber ábyrgð á að verja landa­mæri okkar og tryggja að engir stundi rányrkju, valdi meng­un­ar­slysum eða stundi aðra ólög­lega starf­semi á yfir­ráða­svæði Íslands. Það er mik­il­vægt að árétta að Land­helg­is­gæslan hefur ekki hleypt af skoti í tengslum við lög­gæslu­verk­efni sín á Íslandi frá því í þorska­stríð­unum fyrir tæpum fjör­tíu árum síð­an.

Verk­efni á óróa­svæðum



Land­helg­is­gæslan hefur tekið að sér landamæra­eft­ir­lit á sjó fyrir Evr­ópu­sam­bandið á Mið­jarð­ar­hafi og við vest­ur­strönd Afr­íku þar sem óöld hefur ríkt. Skip og flug­vélar í slíkum verk­efnum á mjög ótryggu svæði hafa verið vopnum búin í sam­ræmi við kröfur þeirra stofn­ana sem við störfum með þar. Í þessum verk­efnum hefur Land­helg­is­gæslan bjargað lífi yfir þús­und flótta­manna en hef­ur, sem betur fer, ekki þurft að hleypa af skoti.

Fjöldi vopna ekki vegna auk­ins vopna­burðar



Hvað fjölda vopn­anna varðar þá var það mat okkar sér­fræð­inga að í dreifðri starf­semi sem okk­ar, þá sé nauð­syn­legt að geyma vopn á  öruggan hátt á nokkrum stöð­um. Þá var hug­myndin að nýta hluta af byss­unum í vara­hluti. Það er ekki leynd­ar­mál í sjálfu sér hvaða vopnum Land­helg­is­gæslan býr yfir, en við höfum ekki talið það vera hlut­verk okkar að gefa upp nákvæma tölu yfir það. Rétt er að ítreka að umrædd vopn ættu að geta enst Land­helg­is­gæslu Íslands næstu ára­tugi.

Sam­skipti við hern­að­ar­yf­ir­völd



Land­helg­is­gæslan er ekki hern­að­ar­leg stofnun heldur borg­ara­leg lög­gæslu­stofn­un. Ísland þarf reglu­lega að eiga sam­skipti við hern­að­ar­yf­ir­völd í öðrum löndum og gilda í mörgum til­fellum mjög ákveðnar reglur um slík sam­skipti. Land­helg­is­gæslan hefur því oft fengið það hlut­verk að vera milli­liður í sam­skiptum borg­ara­legra stofn­ana hér á landi við hern­að­ar­legar stofn­anir í nágranna­lönd­un­um.

Land­helg­is­gæsla frið­samrar þjóðar



Við hjá Land­helg­is­gæsl­unni erum stolt af því að hafa gætt lands og miða án þess að hleypa af skoti í nær fjóra ára­tugi. Þess verður von­andi langt að bíða við þurfum að grípa til þeirra vopna sem við höfum til umráða.

Land­helg­is­gæslan fylgir þeim lögum sem sett eru af þjóð­kjörnu Alþingi og mun ekki eiga frum­kvæði að breyt­ingum á þeim hefðum sem ríkt hafa á Íslandi um vopna­bún­að. Upp­lýs­inga­gjöfin hefði getað verið betri í upp­hafi þessa máls en þó teljum við að umræð­an, sem málið hefur vak­ið, muni á end­anum reyn­ast gagn­leg.

Auglýsing

Við von­umst til að njóta áfram þess mikla trausts sem lands­menn hafa haft á störfum Land­helg­is­gæsl­unnar fyrir land og þjóð.

Höf­undur er for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unnar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None