#FreeTheNipple

Ragnar Þór Pétursson
freethenipple.jpg
Auglýsing

Ég hef stundum sagt sögu af því opin­ber­lega þegar ég fékk í heim­sókn skóla­fólk frá Bret­landi. Eitt af mark­miðum þeirra í Íslands­heim­sókn­inni var að leita leiða til að gera nem­endur sína (sem voru ein­göngu drengir) fær­ari á sviðum utan þess bók­lega. Að mati Bret­anna var hápunktur heim­sókn­ar­innar að vera við­staddir larp úti í skóg­ar­lundi. Larpið var loka­hnykk­ur­inn á umfjöllun um Hung­ur­leik­ana. Börnin léku sem sagt hung­ur­leika. Skömmu áður en leik­arnir voru settir gerð­ist hið óum­flýj­an­lega. Nokkrir strákar rott­uðu sig saman og ætl­uðu aldeilis að stúta öllum hin­um. Þegar merkið gall hljóp þessi stráka­hópur strax af stað til að leggja undir sig heim­inn og allir hinir nem­end­urnir tvístr­uð­ust í allar átt­ir. Flestar stelp­urnar skríkj­andi.

Búið var að sigra



Þar sem ég stóð og spjall­aði við gest­ina safn­að­ist stöðugt í hóp fórn­ar­lambanna. Nið­ur­lútir gengu til mín nem­endur sem búið var að sigra. En skyndi­lega gerð­ist atburður sem eng­inn, hvorki ég né aðr­ir, hafði búist við. Drengjaklíkan kom hlaup­andi í ofboði fram í rjóðrið og tvístrað­ist þar í allar átt­ir. Á eftir þeim komu allar stelp­urnar í einni hjörð. Þær höfðu safnað sér saman inni á milli trjánna og bund­ist sam­komu­lagi að ganga frá strák­un­um. Eftir þetta var aldrei spurn­ing hvernig leikar myndu enda. Strák­arnir áttu enga mögu­leika. Stelpu­hóp­ur­inn gekk mark­visst til verks og þeir fáu strákar sem reyndu að berj­ast á móti voru afgreiddir hratt og örugg­lega.

Áttu ekki til orð



Bret­arnir áttu ekki til orð. Þeir töl­uðu lengi á eftir um það sem þeir sáu. Sam­taka­mátt­ur­inn, harkan og sjálfs­ör­yggið var eitt­hvað sem þeir töldu sár­lega vanta í breska heldri drengi.

Þessir atburðir rifj­uð­ust upp þegar ég sá konu úr for­ystu­sveit Fram­sókn­ar­flokks­ins lýsa því yfir að #freethenipple væri plebba­skap­ur.

Mér finnst eig­in­lega alveg aug­ljóst að þvert á móti er átakið eitt­hvað það svalasta sem við höfum orðið vitni að á seinni tím­um. Ungar konar senda þau skila­boð út í heim­inn að þær þurfi í fyrsta lagi ekki að skamm­ast sín fyrir nekt sína en í öðru lagi að nekt þeirra er ekki und­ir­seld valdi ann­arra.

Auglýsing

Við vitum öll að til eru síður og sam­fé­lög drengja á net­inu þar sem gjald­mið­ill­inn er nekt stúlkna. Og að áróður dynur sífellt á ungum stúlk­um. Þær eiga ekki undir neinum kring­um­stæðum að láta myndir af sér kom­ast í umferð. Þær eiga að ótt­ast að nekt þeirra kom­ist fyrir augu ann­arra.

Upp­reisn



Nú hefur kyn­slóð sem alin er upp við þessi við­mið gert upp­reisn. Og það sem meira er, upp­reisnin snýst ekki að litlu leyti um það að taka afstöðu með kyn­systrum sem lent hafa í mann­orðsmuln­ings­vél­inni vegna þess að myndir af þeim fáklæddum hafa kom­ist í umferð.

Auð­vitað er mjög auð­velt að hugsa sem svo að átakið sé mis­ráð­ið. Stelp­urnar átti sig ekki á því að þær séu að gefa strák­fífl­unum nákvæm­lega það sem þeir vilja, þ.e. myndir af brjóst­um.

Það er reg­in­mis­skiln­ingur að halda að stelp­urnar átti sig ekki á því. Málið er að þær setja þessar myndir af sér á netið ÞRÁTT FYRIR að til séu strákar af því tagi. Fyrst og fremst vegna þess að álit slíkra drengja skiptir bara nákvæm­lega engu máli.

Stelp­urnar birta þessar myndir sjálf­vilj­ugar og eng­inn mun nokkru sinni geta notað mynd­irnar til að pukrast með þær eða til að hafa vald yfir þeim sem á mynd­unum eru. Með þessu fram­taki slær stór hópur kvenna skjald­borg um minni hóp sem hingað til hefur liðið sár­lega vegna ein­hverra þeirra ömur­leg­ustu afla sem þríf­ast í sam­fé­lagi okk­ar.

Hvað sem öðru líður er sú hlið gjörn­ings­ins ein og sér stór­kost­lega virð­ing­ar­verð. Það að sjá hópa ungra kvenna brjóta sig undan valdi drengja og karla, setja sér sína eigin mæli­kvarða og fylgja þeim eftir með athöfnum er frá­bært – og stað­festir í raun það sem við höfum mörg verið að segja árum sam­an. Ólíkt því sem margir vilja halda fram er ung­dóm­ur­inn ekki að fara til hel­vít­is. Hann hefur aldrei verið betur heppn­að­ur.

Á end­anum skiptir engu máli hvaða við­horf við, mið­alda fólk­ið, höfum til upp­á­tæk­is­ins. Hér er ný kyn­slóð að tjá sig með þeim hætti sem hún kýs. Sagan ætti að hafa kennt okkur að þegar það sem unga fólkið segir stang­ast á við það sem eldra fólkið vill heyra – er það yfir­leitt ábend­ing um það að hinir eldri þurfa að hlusta bet­ur. Það eru nefni­lega ekki bara breskir ung­lings­drengir sem hefðu gott af því að vera pínu­lítið lík­ari ung­um, íslenskum kon­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None