Frelsi og ógagnsæi – áratuga samgróningur

Jóhann Hauksson blaðamaður spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé ósammála því að frelsi án gagnsæis sé gróðrarstía spillingar og lögbrota?

Auglýsing

Lands­fundur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er hald­inn nú undir kjör­orð­inu „frelsi“. For­maður flokks­ins ku hafa nefnt orðið frelsi 30 sinnum í setn­ing­ar­ræðu við upp­haf fund­ar­ins.

Þrátt fyrir þetta vísar sagan fremur til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé stjórn­lyndur for­sjár­hyggju­flokkur sem ára­tugum saman hefur strokið vinum og fylgd­ar­sveinum með­hárs undir ógagn­særri hulu sem flokk­ur­inn hafði sveipað yfir sam­skipti og ákvarð­anir sem teknar voru á mörkum stjórn­mála og einka­mark­að­ar­ins. Vart þarf að hafa mörg orð um ára­tuga skömmt­un­ar­kerfi og klíku­skap á full­veld­is­tím­anum eftir 1944 að ekki sé talað um helm­inga­skipti Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins um arð­inn af setu­liði Banda­ríkja­hers á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Einar Olgeirs­son, einn helsti odd­viti íslenskra sós­í­alista á síð­ustu öld, lýsti því í bók­inni Í skugga heims­valda­stefn­unnar hvernig stjórn­völd refsuðu fyrir and­stöðu gegn veru Banda­ríkja­hers í land­inu og þrengdu kosti þeirra og tæki­færi á vinnu­mark­aði: „Her­náms­sinn­ar, sem titl­uðu sig lýð­ræð­is­sinna, veigr­uðu sér hvergi við að beita per­sónunjósn­um, atvinnu­of­sóknum og beinni og óbeinni skoð­ana­kúg­un. Fátt eitt af þessum ófögru athöfnum þeirra hefur verið skrá­sett, enda hafa aðeins fáein­ir, sem urðu fyrir barð­inu á þessum ófögn­uði, sagt frá reynslu sinni opin­ber­lega. Þögnin um þessa óhæfu stafar af því meðal ann­ars að menn hafa ótt­ast reiði yfir­valda og ekki viljað láta koma sér alger­lega út úr hús­i.“

Auglýsing
Auðsveipir tagl­hnýt­ingar flokks­ins komust áfram, fengu stöður innan stjórn­ar­ráðs­ins eða dóms­kerf­is­ins. Allir vissu að í laga­deild Háskóla Íslands urðu menn strax á öðru ári að ganga í Sam­band ungra Sjálf­stæð­is­manna eða Heimdall ef þeir vildu tryggja sér frama t.d. í dóms­kerf­inu, fá sýslu­manns­emb­ætti eða háar stöður innan stjórn­ar­ráðs­ins.

Frelsi hverra?

Í þessu öllu felst sér­stakur skiln­ingur á frelsi og ein­kenni­leg þver­sögn: Flokkur sem hefur stjórnað land­inu 75 pró­sent lýð­veld­is­tím­ans ger­ist sekur um að svipta suma frelsi, þ.á.m. atvinnu­frelsi, og frelsi til við­skipta s.b.r. með­ferð íslenskra stjórn­valda á Hall­dóri Lax­ness sem að und­ir­lagi manna í Sjálf­stæð­is­flokknum var sviptur mögu­leikum til tekna af verkum sínum í Banda­ríkj­un­um. Einnig má nefna afskipti núver­andi for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins af rit­stjóra­stöðu sem Þor­valdi Gylfa­syni hag­fræð­ingi bauðst á Norð­ur­lönd­um.

Þetta athæfi finnst Sjálf­stæð­is­flokknum eðli­legt vegna þess að hann er stjórn­lyndur for­sjár­hyggju­flokkur og hefur ræktað slíka stjórn­mála­menn­ingu á lýð­veld­is­tím­an­um. Hún er óheil­brigð og bakar þjóð­inni vand­ræði enn þann dag í dag.

Þessi atburða­rás gat aðeins orðið ofan á í krafti leynd­ar­hyggju og ógagn­sæ­is. Tor­tryggni almenn­ings gagn­vart ógagn­sæi og laun­ung í stjórn­málum og við­skiptum er ekk­ert ný af nál­inni. Í sept­em­ber 2008, fáeinum vikum fyrir fall bank­anna, voru kynntar nið­ur­stöður könn­unar á vegum Capacent. Spurt var um per­sónu­leg gildi þjóð­ar­innar og stuðst við fræði Ric­hards Barrett, en hann var þá kunnur fyr­ir­les­ari um mik­il­vægi gilda og gild­is­mats fyrir sam­starf og árangur í rekstri fyr­ir­tækja. Barrett kynnti sjálfur nið­ur­stöð­urnar og ályktaði að lyk­il­vand­inn hér á landi væri skortur á leið­togum í stjórn­málum og við­skipt­um, þar sem ríkj­andi leið­togar leggðu of ríka áherslu á eigin hags­muni að lesa mætti úr könn­un­inni að Íslend­ingar vildu draga úr spill­ingu, efla ábyrgð­ar­til­finn­ingu leið­toga sinna og draga úr áhuga þeirra á að kom­ast yfir for­rétt­indi og mynda yfir­stétt.

Frelsi og gagn­sæi

Eva Joly rann­sókn­ar­dóm­ari fletti fyrir ald­ar­fjórð­ungi ofan af stóru spill­ing­ar­máli í Frakk­landi. Meðan hún vann að mál­inu þurfti hún að hafa líf­verði árum sam­an. Það kostar sitt. Hér á landi, 20 árum síð­ar, er búið að draga úr opin­berum fram­lögum til hér­aðs­sak­sókn­ara þegar hann rann­sakar stórt spill­ing­ar­mál.  

Eva átti frum­kvæði að því árið 2003 ásamt 14 öðrum rann­sókn­ar­dóm­urum í mörgum löndum að semja svo­nefnda Par­ísar­yf­ir­lýs­ingu sem átti að vera eins­konar leið­sögn um sterk­ari úrræði rétt­ar- og dóms­kerfis þjóða gegn spill­ing­u. 

Ein meg­in­regla þeirrar yfir­lýs­ingar hljóðar svo: „­Gagn­sæi er eðli­leg fylgiregla frels­is; gagn­sæi án frelsis brýtur í bága við mann­rétt­indi. Ef ógagn­sæi fylgir frels­inu greiðir það leið til lög­brota.“

Nú krefj­ast Sjálf­stæð­is­menn frels­is­ins á lands­fundi sín­um. Þeir tala lítið sem ekk­ert um gagn­sæi. Vilja þeir m.ö.o. halda hul­iðs­hjúpnum og ógagn­sæ­inu sem klíku­þjóð­fé­lagið og spill­ingin nær­ist á? 

Eru þeir ósam­mála því að frelsi án gagn­sæis sé gróðr­ar­stía spill­ingar og lög­brota?

Höf­undur er blaða­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar