Sérsteypan s.f.

Dr. Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri tæknimála hjá Sementsverksmiðju ríkisins, skrifar um steyputengd málefni.

Auglýsing

Íslenskar rann­sóknir á stein­steypu hófust ekki fyrr en upp úr miðri tutt­ug­ustu öld­inni eins og höf­undur lýsti í grein í Kjarn­anum fyrr á þessu ári. Þær fóru fyrst fram í Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins ( Rb.) og síðar hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands ( NMÍ ). Upp­hafs­maður rann­sókn­anna var Har­aldur Ásgeirs­son fram­kvæmda­stjóri Rb. en þær urðu miklar og árang­urs­ríkar undir hans stjórn og sér­fræð­ingateymis á vegum Iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins, sem nefnt var Stein­steypu­nefnd. Viða­mestar voru rann­sóknir á áður lítt þekktum skemmda­valdi í steypu, sem nefndur var alka­lí­þensla. Þessi skemmda­valdur þótti það alvar­legur á heims­vísu, að mynduð voru alþjóða­sam­tök vís­inda­manna á sviði steypu­rann­sókna til að finna vörn gegn hon­um. Á vegum þeirra var haldin árleg ráð­stefna um mál­efnið ( International Con­fer­ence on Alkali-Aggregate React­ion, ICAAR ), sú ­fyrsta árið 1974 í Dan­mörku. Vegna efna­sam­setn­ingar sem­ents­ins frá hinni nýju Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins (Sr.) á Akra­nesi var talin veru­leg hætta á alka­lí­þenslu í viða­miklum virkj­ana- og hafn­ar­fram­kvæmd­um, sem voru á áætlun síð­ustu ára­tugi ald­ar­inn­ar. Um þetta leyti var starf­semi Rb. að hefj­ast. Har­aldur Ásgeirs­son hóf þegar sam­vinnu við sam­tökin og var önnur ráð­stefna þeirra haldin hjá Rb. í Reykja­vík árið 1975. Í fyr­ir­lestrum íslend­inga þar var sýnt fram á að hug­mynd Har­aldar Ásgeirs­sonar um að notkun fínmal­aðra jarð­efna með svo­nefnda poss­ólan eig­in­leika ( t.d. gos­efna ), hefðu ásamt því að þétta stein­steypuna ­fyr­ir­byggj­andi áhrif á skað­legar alka­lí­þensl­ur. Alka­lí- verk­efnið gekk vel og kom stofn­un­inni þegar á gott skrið og voru steypu­rann­sókn­irnar hennar aðal­svið út öld­ina, sér­stak­lega eftir að stofn­unin fór að rann­saka iðn­að­ar­poss­ól­an, mjög fín­korna ryk sem mynd­að­ist við útblástur úr ofnum Járn­blendi­verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga (Íj.). og nefnt var kís­il­ryk Sem­ents­verk­smiðja rík­is­ins ( Sr. ) nýtti svo nið­ur­stöður þess­ara rann­sókna til þess að fram­leiða nýjar sem­ents­teg­und­ir. Hún varð fyrst í heim­inum til þess að fram­leiða sem­ent íblandað kís­il­ryki og fá það við­ur­kennt í sem­ents­staðal Evr­ópu­sam­bands­ins. Þá fram­leiddi Sr. sér­stakt poss­ól­an­sem­ent , sem nefnt var Blöndu­sem­ent, senni­lega fyrsta þrí­þátta sem­ent­ið ( sem­ents­gjall + tvær poss­ól­anteg­undir ) með kís­il­ryki sem poss­ól­aní­blönd­un.  

Af fram­an­greindu má sjá að íslenskar steypu­rann­sókn­ir, sér­stak­lega hvað varðar nýt­ingu efna með poss­ólan­eig­in­leika í sem­ent­ið, hafa kynnt íslenska rann­sókna­starf­semi á alþjóða­vett­vangi og einnig geta þær haft enn frek­ari æski­leg á­hrif í fram­tíð­inni, ef nýt­ing nátt­úru-poss­ól­ana verður eins mikil og nú lítur út fyr­ir, vegna aðsteðj­andi lofts­lags­vanda. Nú liggja þessar rann­sóknir að mestu leyti niðri eftir lokun Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands (NMí ) og vildi und­ir­rit­aður í fyrr­nefndri grein lýsa áhyggjum og gagn­rýni á þá skipan mála. 

Í þess­ari grein vill höf­undur vekja athygli á sér­takri rann­sókna­starf­semi, sem Sr. og Íslenska járn­blendi­verk­smiðjan ( Íj. ) starf­ræktu árin 1985 – 1995 á Akra­nesi, til þess að finna nýja mögu­leika til gerðar og nýt­ingar stein­steypu með kís­il­ryk­sí­blönd­un. Um þetta var stofnað sam­vinnu­fyr­ir­tæki, sem hlaut nafnið Sér­steypan s.f. 

Aðdrag­andi að stofnun Sér­steypunnar s.f.

Sem­ents­verk­smiðja rík­is­ins hóf starf­semi um mitt ár 1958. Íslenska járn­blendi­fé­lagið var stofn­sett árið 1975 og hóf ­starf­semi árið 1979. Á und­ir­bún­ings­stig­i ­sem hófst árið 1972 var mikið rætt um hvað gera skyldi við mikið magn kís­il­ryks frá bræðslu­ofn­un­um, sem fangað skyldi í pokasí­ur. Var helst rætt um að urða ryk­ið, en það þótti slæmur kostur frá umhverf­is­sjón­ar­miði. Sr. fékk rykið til skoð­un­ar, þar sem vitað var að nota mætti það sem bæti­efni í stein­steypu. 

Auglýsing
Við nán­ari skoðun hjá Rb. kom í ljós, að rykið hafði fram­úr­skar­andi eig­in­leika til að auka gæði stein­steypu, sér­stak­lega þar sem það reynd­ist hafa mjög sterk mót­verkand­i á­hrif gegn alka­lí­þenslu. Í beinu fram­haldi af þess­ari upp­götvun hófust umfangs­miklar til­raunir á vegum Sr. og Rb. með íblöndun kís­il­ryks í sem­ent. Þessum rann­sóknum og und­ir­bún­ingi hjá Sem­ents­verk­smiðj­unni við að hefja fram­leiðslu kís­il­ryks­sem­ents var lokið árið 1979, þegar Járn­blendi­verk­smiðjan hóf fram­leiðslu. Var íblöndun kís­il­ryks­ins í almennt sem­ent 7.5%. Við frek­ari rann­sóknir á kís­il­ryks­bland­aða sem­ent­inu kom í ljós að aukn­ing varð einnig á styrk og þétt­leika ­steypunnar við notkun þess. 

Tækni­menn Sr. og Íj. ­skynj­uðu þegar þá mögu­leika sem í þessu fólust. Á rann­sókna­stofum verk­smiðj­anna var haf­ist handa við að gera til­raunir með múr, sem í var blandað auknu magni af kís­il­ryki og síðar einnig plast­trefj­um. Plast­trefj­arnar veittu múr úr þessum blöndum mik­inn sveigj­an­leika. Á árunum eftir 1980 var mikið hugað að hent­ugum við­gerð­ar­efnum fyrir steypu­skemmd­ir, sem voru mjög áber­andi á þessum árum. ­Mik­ill inn­flutn­ingur á þessum efnum var þá orð­inn til lands­ins. Áhuga­vert þótti að athuga hvort múr­blöndur með háu kís­il­ryks­magni með eða án trefja hent­uðu til notk­unar í við­gerð­ar­efni og til­búnar múr­blönd­ur. Fyrst í stað störf­uðu tækni­menn fyr­ir­tækj­anna að þessum til­raunum sitt í hvoru lagi, en brátt varð ljóst að best væri að sam­eina þetta þró­un­ar­starf með stofnun sér­staks fyr­ir­tæk­is, sem væri í sam­eig­in­legri eigu beggja fyr­ir­tækj­anna, Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins og Íslenska járn­blendifélags­ins hf. Lög Sr. leyfðu fyr­ir­tæk­inu reyndar aðeins að fram­leiða og selja sem­ent, en stjórn Sr. fékk leyfi Iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins til að stunda rann­sóknir á aðferðum og fram­kvæmdum tengdum steypu­notkun eins og þekkt var í nágranna­lönd­un­um. Íj. sem hluta­fé­lag þurfti aftur á móti ekki á slíku leyfi að halda, þó að það væri að hluta í eigu hins opin­bera.

Hinu nýja fyr­ir­tæki voru sett eft­ir­far­andi mark­mið:

a)  Að leita leiða til auk­innar notk­unar sem­ents og kís­il­ryks í bygg­ing­ar­iðn­aði og mann­virkja­gerð

b)  Að þróa aðferðir til að fram­leiða efni og efna­blöndur í ýmsar teg­undir stein­steypu sem hafi sér­staka eig­in­leika umfram venju­lega stein­steypu ( sér­steypa ).

c)  Að þróa aðferðir og fram­leiða mark­aðs­vörur úr sér­steypu eftir því sem þarfir mark­að­ar­ins og eig­in­leikar sér­steypunnar geta gefið til­efni til. 

d)  Að ýta undir fram­leiðslu hjá öðrum aðilum á vörum úr sér­steypu.

Sér­steypan s.f. 

Sér­steypan s.f. hóf starf­semi í byrjun árs 1985. Fram­kvæmda­stjóri var ráð­inn Njörður Tryggva­son verk­fræð­ing­ur, en hann fékk tveggja ára leyfi frá Verk­fræði- og teikni­stof­unni s.f. sem hann hafði áður veitt for­stöðu í 20 ár. Í stjórn voru sex ein­stak­ling­ar, þrír frá hvoru fyr­ir­tæki. Iðn­að­ar­hús­næði fékkst leigt ­fyrir starf­sem­ina að Kalm­ans­braut 3 á Akra­nesi. Eig­endur lögðu hinu nýstofn­aða fyr­ir­tæki fé til starf­sem­innar í byrj­un.

Njörður Tryggvason framkvæmdastjóri Sérsteypunnar sf.

Auk Njarðar voru ráðnir 5 aðrir starfs­menn fyrsta starfs­árið, þrír reyndir iðn­að­ar­menn og tvennt á skrif­stofu. Síðar voru tveir tækni­menn ráðnir í hálft starf. 

Verk­efni Sér­steypunn­ar:

Rann­sókn­ar­verk­efni Sér­steypunnar skipt­ust í fjögur meg­in­s­við:

  1. Vega- og gatna­gerð
  2. Múr­blöndur
  3. Íslenska múr­ein­angr­un­ar­kerfið ( Ímúr – kerfið )
  4. Trefja­steypa

Rann­sókna- og til­rauna­starf­semi Sér­steypunnar beind­ist aðal­lega að þessum þremur flokk­um. Mest fór fyrir grunn­rann­sóknum fyrstu þrjú starfs­ár­in ( 1985 – 1987 ). Var nauð­syn­legra rann­sókn­ar­tækja aflað en mögu­leikar nýttir hjá verk­smiðj­unum og Rb., þar sem á vant­aði. Síð­ari starfsár Sér­steypunnar var meira unnið að fram­kvæmd stærri til­rauna og verk­efna, t.d. fram­leiðslu á múr­blönd­um, ­bygg­ing­ar­hlutum úr trefja­steypu svo og að mark­aðs­málum á þeim vörum og þekk­ingu, sem fram komu í starf­sem­inni. Sér­steypunn­i var í upp­hafi aðeins ætlað að þróa aðferðir og vörur sem gætu styrkt og aukið markað fyrir afurðir eig­end­anna en hvorki fram­leiðslu- né mark­aðs­hlut­verk. Síðan var hug­myndin að Sér­steypan seldi fram­leiðslu- og sölu­leyfi til ann­ara fyr­ir­tækja. En þar sem engir aðilar reynd­ust vera fyrir hendi í land­inu að þró­un­ar­vinn­unni lok­inni, sem nýta vildu þau tæki­færi sem fólust í nið­ur­stöðum henn­ar, færð­ust þessi tvö hlut­verk smám saman og sjálf­krafa á hendur Sér­steyp­unni. Þannig sá fyr­ir­tækið sjálft um allar til­raun­ir, sem fram­kvæmdar voru í vega­gerð, t.d. með þjapp­aðri þurr­steypu. Komið var upp fram­leiðslu­tækjum fyrir alls konar til­búnar múr­blöndur og til­rauna­fram­leiðsla hófst á ýmsum vörum úr trefja­steypu í húsa­kynnum Sér­steypunn­ar. Árið 1989 dró Íslenska járn­blendi­fé­lagið sig út úr rekstri Sér­steypunnar en Sem­ents­verk­smiðjan styrkti áfram rekstur fyr­ir­tæk­is­ins. Það ár hóf Sér­steypan sam­vinnu við fyr­ir­tækið Sand hf. í Reykja­vík en það var stærsta fyr­ir­tækið á land­inu við öflun sands í múr­verk. Einnig var þá hafin náin sam­vinna við Stein­ull­ar­verk­smiðj­una á Sauð­ár­króki en ein­göngu var notuð ein­angr­un­ar­stein­ull þaðan í íslenskt múr­kerfi og veggein­ing­ar, sem þró­aðar voru af Sér­steyp­unni. Sam­vinnan við þessi tvö fyr­ir­tæki var ekki síst valin vegna styrks þeirra á því mark­aðs­sviði, sem þróun og vörur Sér­steypunnar voru á. Iðn­að­ar­ráðu­neytið gaf Sr. svo leyfi haustið 1989 til að ger­ast hlut­hafi í hluta­fé­lög­um. Upp úr því stofn­aði Sér­steypan ásamt Sandi hf. og Stein­ull­ar­verk­smiðj­unni hf. nýtt fyr­ir­tæki árið 1990 sem hlaut nafnið Íslenskar múr­vör­ur, stytt Í­múr. 

Auglýsing
Á árunum 1990 til 1995 var mik­ill sam­dráttur á íslenska bygg­inga­mark­aðn­um. Því gekk mark­aðs­sóknin á vörum og þróun Sér­steypunnar hægt á þessum árum og tap varð á rekstr­in­um. Þá var sam­keppnin við inn­flutt efni mjög erf­ið. Var þá talið nauð­syn­legt að hag­ræða í rekstr­in­um, t.d. með afkasta­meiri tækjum og hag­kvæm­ari fram­leiðslu­tækni. Fjár­hags­leg staða Sr., sem gerð var að hluta­fé­lagi 1993, var einnig slæm um þessar mundir og þrýst var á að losa fram­leiðslu­þátt Sér­steypunnar frá rekstri verk­smiðj­unn­ar. Var þá fram­leiðslu­þáttur Sér­steypunn­ar ­sam­ein­aður starf­semi Ímúr í Reykja­vík og fram­leiðslan flutt þang­að. Sér­steypan var svo lögð niður sem sjálf­stætt fyr­ir­tæki og öll starf­semi hennar sem ekki var flutt til Ímúr var falin sér­stakri deild innan Sem­ents­verk­smiðj­unnar hf. undir stjórn og ráð­gjöf Njarðar Tryggva­son­ar. Hélst sú skipan í um tvö ár og var þá mik­ill hluti af þekk­ingu og tækjum Sér­steypunnar selt þriðja aðila.

Vega- og gatna­gerð:

Árið 1985 voru gerðar til­raunir með nýja gerð veg­a­steypu, svo­nefnda ­þjapp­aða þurr­steypu, á ensku „roller compacted concrete” ( RCC ). Steypan er gróf­gerð og sem­ents­rýr ( um 100-150 kg/m3 í stíflu­mann­virki, 200-300 kg/m3 í slit­lög) og með mjög litlu vatns­magni. Því verður hún þurr og erfið til nið­ur­lagn­ing­ar. Hún er lögð niður með mal­bik­un­ar­vélum og titr­uð og völtuð eftir útlagn­ingu hlið­stætt því sem gert er við útlögn mal­biks. Kostir þess­arar steypu er að hún er ódýr ( lágt sem­ents­magn ) en nær góðum styrk og það má setja umferð á hana strax eftir nið­ur­lögn. Annar kostur er að nota má sama útlagnig­ar­búnað og fyrir mal­bik, sem auð­veldar það mjög að hefja notkun á nýju slit­lags­efn­i. 

Sér­steypan gerði fyrst til­raunir með þjapp­aða þurr­steypu á bíla­stæðum og gólf­flötum iðn­að­ar­hús­næðis með góðum árangri. 

Þjöppuð þurrsteypa lögð á bílastæði við hús Rafveitu Akraness 1988.

Þá voru einnig gerðar nokkrar til­raunir með þjapp­aða þurr­steypu í gatnaslit­lög með mis­jöfnum árangri. Sér­stök til­raun var gerð í sam­vinnu við Vega­gerð rík­is­ins með nýja gerð þjapp­aðrar þurr­steypu í gatna­gerð. Þessi aðferð og bún­aður til nið­ur­lagn­ingar var þróuð hjá dönsku sem­ents­verk­smiðj­unni Ålborg Portland Cem­ent. Til­raunin gekk ekki vel og aðferðin ekki notuð frek­ar. Þá var gerð til­raun í sam­vinnu við Vega­gerð­ina með festun og styrk­ingu vega með sem­enti. Var bún­aður fluttur inn frá Þýska­landi og gekk sú til­raun vel og var notuð af Vega­gerð­inni í fram­hald­inu.

Auk notk­un­ar ­þjapp­aðrar þurr­steypu í gatna- og vega­gerð var vitað að hún hafði verið notuð erlendis í stíflu­gerð vatns­orku­virkj­ana. Sér­steypan gerði því til­raunir og hönnun að notkun hennar í stíflu Blöndu­virkj­un­ar. Til fram­kvæmda kom þó ekki, en aftur á móti var þjöppuð þurr­steypa síðar notuð í távegg framan við uppi­stöðu­vegg Kára­hnjúka­virkj­un­ar. 

Múr­blöndur

Ástæða fyrir því að Sér­steypan hóf rann­sóknir á til­búnum blöndum fyrir múr­húðun og við­gerðir á steypu var, að vegna hins smáa mark­aðar hér á landi hafði lítil iðn­væð­ing farið fram á múr­verki. Í nágranna­lönd­unum var tækni­væð­ing múr­verks­ins aftur á móti orðin veru­leg. Þá var þörfin á við­gerð­ar­efnum vegna steypu­skemmda einnig orðin mik­il.

Þegar árið 1985 voru gerðar fyrstu til­raunir með ásprautun múr­blandna, sem inni­héldu mis­mun­andi magn af kís­il­ryki. Einnig voru til­raunir gerðar með sér­stakar við­gerða­blöndur fyrir sprungna steypu. Reyndir múr­ara­meist­arar á Akra­nesi fram­kvæmdu til­raun­irn­ar. 

Auglýsing
1986 var fram­leitt nokk­urt magn af til­rauna­blönd­um, bæði við­gerð­ar­efni og múr­blönd­ur. Voru þetta um 10 teg­undir með ólíkt nota­gildi, t.d. fljót­harðn­andi eða trefja­bundin við­gerða­efni, múr­blöndur fyrir utan­húss og inn­an­húss notkun o.s.frv. Þá var snemma í ferl­inu þróuð múr­blanda með trefja­í­blöndun ( Krenittrefj­ar, sér­stakar plast­trefjar frá fyr­ir­tæk­inu Grace ). Hún var fyrst notuð í til­raunir til við­gerða. Hrá­efnin í þessar blöndur komu að mestum hluta frá Sr., t.d. sem­ent og sand­ur, en kís­il­ryk frá Íj. Í allar blönd­urnar var bætt kís­il­ryki til við­bótar því sem var í sem­ent­inu. Voru þessar blöndur sendar til rann­sókna hjá Rb., sem vott­aði að þær hent­uðu þeirri notkun sem stefnt var að.

Þegar leið á árið 1987 var ljóst að hús­næðið að Kalm­ans­braut 3 var of lítið fyrir þá starf­semi sem þar fór fram. Keypt var við­bót­ar­hús­næði í sömu bygg­ingu til að setja upp litla blönd­un­ar­stöð fyrir múr- og við­gerða­blönd­ur. Fengu blönd­urnar þá sam­eig­in­legt nafn og voru nefndar Sem­kís­-blöndur ( sem­ent – kís­il­ryk ).

Blöndunarbúnaðurinn fyrir Semkísblöndurnar.

Í byrjun var blönd­unum komið í sölu í versl­unum á Akra­nesi og Reykja­vík í tak­mörk­uðu magni, bæði til umsagnar og gagn­rýni. Voru þær ýmist pakk­aðar í plast­fötur eða bréf­poka.

Fram­leiðsla og með­höndlun á þró­uðum við­gerða- og múr­blöndum var nýj­ung hér á landi . Erlendis var notkun slíkra blandna orðin mjög full­komin og sér­stak­lega var með­ferð og notkun á blönd­unum tækni­lega fram­þró­uð. Við fram­leiðslu blandn­anna hjá Sér­steyp­unni var þýskt fyr­ir­tæki haft með í ráð­um. 

Fyr­ir­tækið hét Mat­his Technik GmbH, til húsa í Neu­en­burg skammt frá Freiburg í Þýska­landi. Það fyr­ir­tæki hafði auk fram­leiðslu á hinum ýmsu blöndum þró­að ­dælu­búnað til flutn­inga á blönd­unum í lausu máli með loft­þrýsti­bún­aði líkum þeim, sem not­aður er við flutn­ing á lausu sem­enti. Er þá blönd­unum eftir fram­leiðslu komið í stál­geyma en úr þeim er þeim svo dælt á tank­bíla. Bíl­arnir flytja svo blönd­urnar í geyma á bygg­ing­ar­stað. Múr­spraut­ur, sem blönd­unum er sprautað með á veggi, loft og gólf, voru einnig þró­aðar af þessu fyr­ir­tæki. Þær eru tengdar við þessa geyma. 

Upp­haf­lega var not­aður inn­fluttur kvarts­sandur í Sem­kís blönd­urnar en fljót­lega var farið að nota íslenskan sand í þær. Aðal­efnin í blönd­unum voru þá öll íslensk; sand­ur, sem­ent og kís­il­ryk, og því var nauð­syn­legt að gera til­raunir og þróa sér­ís­lenskar blönd­ur, sem hent­uðu hér­lendum bygg­ing­ar­iðn­aði. Þetta var haft að leið­ar­ljósi við fram­leiðsl­una. 

Með tím­anum fjölg­aði Sem­kís­blönd­unum og voru þær orðnar rúm­lega 30 þegar Sér­steypan hætti fram­leiðslu þeirra. Var heitum á blönd­unum skipað niður í nafna­lykil eftir notk­un­ar­sviði þeirra. Þannig voru allar múr­blöndur merktar með M og núm­eri, t.d. Sem­kís M-100 sem var grunn­bland­an.Múr­blöndu­teg­und­irnar urðu alls sjö tals­ins, til alls konar notk­unar í múr­verk. Við­gerð­ar­blönd­urnar urðu sex að tölu og voru merktar með V. Var grunn­blandan Sem­kís A nefnd Sem­kís V-100 í nýja kerf­inu. Þá voru á mark­aðnum ýmis Sem­kís hjálp­ar­efni og þar að auki blöndur til ýmiss konar nota. Setti Sér­steypan saman vöru­skrá og vand­aða leið­bein­inga­bæk­linga fyrir hverja blöndu sem komið var svo saman í veg­lega kynn­ing­ar­möppu.

Úrval Semkísblandna.

Hér að framan er því lýst að við­gerða­blöndur Sér­steypunnar og aðrar múr­blöndur voru nýj­ung hér á landi. Er þar átt við hversu frá­brugðnar þær voru þeim fáu íslensku múr­blöndum sem voru til sölu hér­lendis áður en Sér­steypan kom til, þró­aðri og sér­hæfð­ari. Því til við­bótar kom full­komin tækni við notkun þeirra, sem var vel þekkt víða erlendis en ekki hér. Þess ber að geta að til fjölda ára hafði Fín­pússning hf. í Reykja­vík fram­leitt til­bú­inn múr og selt í bréf­pok­um. 

Íslenskt múr­ein­angr­un­ar­kerfi, Ímúr­kerfið

Snemma var farið að huga að því að nýta trefja­bundnar múr­blöndur úr fram­leiðslu Sér­steypunnar til notk­unar á ein­angrun utan­húss. Þessi aðferð, að ein­angra hús að utan og setja múr­húð til hlífðar ein­angr­un­inni er vel þekkt erlendis og er betri og hag­kvæm­ari en ein­angrun inn­an­húss. En til þess að utan­hússein­angrun sé not­hæf þarf hlífð­ar­efnið að vera vel vatns­þétt, sér­stak­lega í votri og vinda­samri veðr­áttu eins og er hér á landi. Til hlífðar er þá oft notuð klæðn­ing úr málmi, plasti eða tré og svo trefja­bundnum múr. 

Ein­angrun að utan gefur jafn­ari og betri varma­ein­angr­un, úti­lokar kulda­brýr og eykur þar með þæg­indi og orku­sparn­að. Hún hlífir útveggnum fyrir áhrifum veðr­unar og kemur í veg fyrir hreyf­ingar af völdum sífelldra hita- og raka­breyt­inga. 

Erlend múr­ein­angr­un­ar­kerfi sem komu til sög­unnar hér á landi upp úr 1980 (akrýl-­kerfi) höfðu ekki sýnt þá end­ingu, sem til var ætl­ast og ýtti það undir þörf­ina að finna betri lausn fyrir íslenskar aðstæð­ur. Því þótti nauð­syn­legt að finna sér­ís­lenskt múr­kerfi, sem stæð­ist kröfur um end­ingu. Hófst nú vinna við þróun á þannig múr­kerfi á vegum Sér­steypunn­ar. 

Auglýsing
Grunnatriðin í þess­ari þróun voru að búa til sér­ís­lenskt múr­kerfi, sem sniðið væri að íslensku veð­ur­fari, nýtti íslensk hrá­efni og kæmi til móts við kröfur mark­að­ar­ins um útlit, styrk, end­ingu og lágan við­halds­kostn­að. Hvað varð­aði hrá­efnin var mjög litið til notk­unar á harð­press­aðri ­ís­lenskri stein­ull frá Stein­ull­ar­verk­smiðj­unni á Sauð­ár­króki sem ein­angr­un­ar­efni.

Árið 1990 fólu Sér­steypan og Stein­ull­ar­verk­smiðjan verk­fræði­stof­unni Línu­hönnun hf. að gera viða­mikla úttekt á húsum sem klædd voru með íslenska múr­kerf­inu, jafn­framt því sem fleiri rann­sóknir voru gerðar á því kerfi með styrk frá Rann­sókna­ráði rík­is­ins. 

Dr. Rík­harður Krist­jáns­son hjá Línu­hönnun var upp­hafs­mað­ur­inn að þeirri grund­vall­ar­breyt­ingu á hefð­bundna íslenska múr­kerf­inu, að hverfa frá því að hafa ein­angr­un­ina innan á steyptu veggj­unum og ein­angra þá að utan í stað­inn. 

Nið­ur­stöður Línu­hönn­unar voru að kerfið hent­aði mjög vel við íslenskar aðstæður og í fram­haldi af því gerði verk­fræði­stofan nákvæma og end­ur­bætta verk­lýs­ingu á fram­kvæmd við múr­verk­ið. 

Kerfið er þannig upp byggt að fyrst eru harð­press­aðar stein­ull­arplötur ( Ímúr - plöt­ur) festar á steyptan vegg með sér­stakri gerð af múr­töpp­um. Á tapp­ana er fest og strengt heits­ink­húðað bendi­net úr stáli. Fest­ingu þess við tapp­ana tryggir sink­húðuð skinna, sem fylgir tapp­anum ásamt fjar­lægð­ar­klossa úr plasti sem tryggir rétta stað­setn­ingu nets­ins í múr­kápunni, sem kemur utan á stein­ull­ina. 

Eftir upp­setn­ingu stein­ull­arplatn­anna og fest­ingu og streng­ingu nets­ins er trefja­bundnum und­ir­múr sprautað eða smurt í netið í 15 mm þykkt. Þegar und­ir­múr­inn ( burð­ar­lagið ) hefur harðnað nægj­an­lega ( eftir u.þ.b. þrjár vikur ) er trefja­bundnum yfir­múr sprautað eða smurt yfir und­ir­múr­inn. Þykkt yfir­múrs­ins er u.þ.b. 10 mm. Heild­ar­þykkt múr­lags­ins er þá 25 mm og má hafa á honum margs konar yfir­borðs­á­ferð, t.d máln­ingu, stein­ingu o.fl.

Í múr­kerf­inu eru notuð til­búin vatns­bretti úr trefja­steypu, sem Sér­steypan fram­leiddi til frá­gangs undir glugga o.þ.h. Brettin voru í ýmsum breiddum en 1 cm þykk að með­al­tali. Að framan eru þau 2 cm þykk með ávölum rún­ingi og í þau fræst vatns­nót. 

Þegar íslenska múr­kerfið hafði gengið í gegn um til­rauna- og þró­un­ar­feril var gefin út verk­lýs­ing fyrir það árið 1991 og var kerfið nefn­t Í­múr­-­klæðn­ing, íslenskt múr­ein­angr­un­ar­kerfi. Ímúr­-­klæðn­ingin náði fljótt miklum vin­sældum og var hún lögð á um 8.000 m2 árið 1992 og 16.000 m2 árið 1993.

Ný verk­tækni hefur fylgt í kjöl­far þró­unar múr­kerf­is­ins. Þessi tækni var fyrir hendi í nágranna­lönd­unum og var tækja­kostur Sér­steypunnar sóttur til Þýska­lands eins og áður get­ur. Tæknin fól í sér að þurr­blöndur Sér­steypunnar voru fluttar í stórum sílóum á sér­búnum flutn­inga­bílum frá blönd­un­ar­stöð­inni að bygg­ing­ar­stað. Þar var dælu­bún­aður sem blés blönd­unum að múr­dælu. Í henni var múr­blandan blönduð vatni og múrefj­unni sprautað á flöt­inn með múr­sprautu áfastri dæl­unn­i. 

Þegar svona flutn­ings – og múr­sprautu – kerfi fer að virka rétt, þarf lít­inn mann­afla við múr­húð­un­ina og hag­kvæmni hennar vex. Þá batn­aði vinnu­um­hverfi múr­ara mik­ið, sem oft var heldur sóða­legt.

Skematisk mynd af vélbúnaði Ímúr-kerfisins.

Trefja­steypa:

Eitt aðal­verk­efnið sem Sér­steypan kom að var gerð ýmissa bygg­ing­ar­hluta úr múr blönd­uðum trefj­um. Var not­aður sem­ents­ríkur múr með íblöndun auka kís­il­ryks og notkun þró­aðra þjálni­efna. Í múr­inn voru not­aðar ódýrar plast­trefjar sem heita Krenittrefj­ar. Þær eru úr pólýprópýlon ( polypropy­lene ), 6-12 mm lang­ar, bæði fínar og gróf­ar. Mun góð reynsla og styrkur Krenittrefj­anna hér á landi byggj­ast á þétt­leika sem­entsefj­unn­ar, þar sem kís­il­rykið er áhrifa­vald­ur. Trefj­arnar sem not­aðar voru komu frá danska fyr­ir­tæk­inu Dana­klon A/S og voru trefj­arnar bæði keyptar sem lausar trefjar og trefjamott­ur. Trefjamott­urnar voru not­aðar hjá Sér­steyp­unni í fram­leiðslu á þunnum plöt­um. Þessar plötur sýndu óvenju mik­inn sveigj­an­leika án þess að brotna. Krenittrefj­arnar voru nefndar eftir danska hönn­uð­inum Her­bert Kren­kel sem þró­aði þær og notkun þeirra. Var nafnið sam­setn­ing úr nafni hönn­uð­ar­ins og eternit sem er múrblanda úr sem­enti og asbest­trefjum og notað í fram­leiðslu á klæðn­ings­plöt­um.

Plata 10 mm. þykk og tveggja mánaða gömul úr trefjastyrktum sementsmúr ( fimm lög af pólýpropýlen-mottum ). Verið er að prófa beygjutogþol hennar.

Eitt fyrsta verk­efnið við notkun trefja­steypu var gerð flot­kassa fyrir flot­bryggj­ur, sem mörg bæj­ar­fé­lög voru að koma upp hjá sér um það leyti sem Sér­steypan hóf starf­semi. Flot­kass­arnir voru steyptir í trémót­um. Í mót­unum var komið fyrir fjórum ten­ingum úr frauð­plasti en skel úr trefja­steypu steypt utan um þá. Í botn­inum og til hlið­anna var þykkt trefja­steypunnar 30 mm en ofan á ten­ing­unum þ.e. gólfið á flot­köss­unum var hún 40 mm. Til styrk­ingar var svo steyptur kross­veggur milli frauð­plast­ten­ing­anna fjög­urra og var vegg­þykktin þar 20 mm. 

Sum­arið 1985 var hafin hönn­un, móta­smíði og til­rauna­fram­leiðsla á stóru fisk­eld­iskeri úr trefja­steypu. Á þessum tíma var mikil gróska og áhugi í fisk­eldi­málum hér á landi og mörg fyr­ir­tæki að hefja fisk­eldi. Mark­aðsút­lit fyrir sölu á ein­ingum í fisk­eld­isker var því gott. 

Auglýsing
Tilraunaframleiðslan hófst á lóð Íj. á Grund­ar­tanga. Hver ein­ing var um 2,7 metra há, um 3.6 metrar að breidd og 2.5 cm þykk en stafa­styrk­ingar voru á könt­unum og var þykkt þeirra 5-10 cm. Til­rauna­kerið var 12 metrar í þver­mál. Frum­stæðar aðstæður voru við útsteyp­ingu ein­ing­anna, t.d. varð að steypa þær utan dyra, og hafði það nei­kvæð áhrif á gæði þeirra. Upp­setn­ingin ofan á steyptan grunn gekk aftur á móti vel og leka­vanda­mál á sam­skeytum voru auð­veld­lega lag­færð. 

Út frá því hversu vel gekk með upp­setn­ingu kers­ins á Grund­ar­tanga var sett í gang rann­sókna- og hönn­un­ar­á­ætlun í sam­vinnu við verk­fræði­stof­una Línu­hönn­un. Þá voru fram­leiddar almennar ein­ingar og til­raun gerð með þær á leðju­geymum Sr. Trefja­steypan í ein­ing­unum var um 1 cm að þykkt en styrkt á könt­unum með þykk­ari trefja­steypu. Frauð­plast, um 5 cm þykkt, var fest á innra byrði ein­ing­anna. Þessar ein­ingar hafa staðið vel og reynd­ust mik­il­vægar sem und­an­fari sam­loku­ein­inga sem fylgdu í kjöl­far­ið.

Trefjaplötur settar á leðjutank Sementsverksmiðjunnar.

Snemma var farið að þróa hug­myndir að léttum sam­loku­ein­ingum með ein­angr­un­ar­kjarna úr stein­ull. Hafin var fram­leiðsla og upp­setn­ing inn­veggja­ein­inga og utan­hússein­inga í bíl­skúra og fisk­eld­is­hús. Trefja­steypan í inn­an­hús­s-­sam­loku­ein­ingar var 10 mm að þykkt og var 100mm stein­ull­ar­kjarni á milli. 

Trefja­steypu­byrðin voru tengd saman með sér­stökum kant­styrk­ingum og sker­bind­ingu án þess að við sam­setn­ingar mynd­að­ist kulda-eða hljóð­brú. Mark­mið Sér­steypunnar með fram­leiðslu sam­loku­ein­ing­anna var að koma á markað léttum ein­ingum byggðum á ís­lenskum hrá­efn­um, hug­viti og hönn­un. 

Ekki er vitað annað en að sam­lok­urnar hafi reynst vel þar sem þær voru settar upp. Þá voru gerð­ar­ til­raunir með fram­leiðslu þunnra trefja­steypuflísa á gólf auk vatns­bretta undir glugga, sem hent­uðu í Íslenska múr­kerfið

Loka­orð

Eins og sagt var hér að framan var Sér­steypan hugsuð í upp­hafi sem rann­sókna- og þró­un­ar­fyr­ir­tæki sem þróa skyldi mark­aðs­vörur á sviði múr- og stein­steypu­tækni, sem ekki hafði verið fyrir hendi á íslenskum mark­aði áður. Skyldi mark­aðs­þró­unin byggj­ast á notkun íslenskra stein­efna, íslensks sem­ents og notkun kís­il­ryks umfram það sem þegar var að finna í sem­ent­inu. Með þessu var unnið að því að stækka mark­að­inn fyrir nýjar, íslenskar sem­ents­bundnar vörur hér á land­i. 

Upp­haf­lega var ætl­unin að sá árangur sem yrði af rann­sóknum og þró­un­ar­starf­semi Sér­steypunnar og öll sú þekk­ing sem skap­ast hefði í því ferli yrði á heppi­legum tíma­punkti seld til fyr­ir­tækis eða fyr­ir­tækja, sem hefja vildu fram­leiðslu á þeim trausta grunn­i. 

Árið 1989 hafði þró­un­ar­starfið skilað umtals­verðum árangri en ekki gekk vel að fá fyr­ir­tæki til að yfir­taka og halda áfram þeirri vöru­þró­un, sem þegar hafði náðst. Var þar helst horft til þró­unar múr­blandna og bygg­ing­ar­hluta úr trefja­steypu. 

Reynt var að halda vöru­þróun steypu í vega- og virkjana­gerð að Vega­gerð­inni og vega- og bygg­ing­ar­verk­tök­um, en hún komst aldrei lengra en á til­rauna­stig. Þetta hafði það í för með sér að Sér­steypan tók sjálf á sig fram­haldið og hóf fram­leiðslu á múr­blönd­um, bygg­ing­ar­hlutum úr trefja­steypu og fram­kvæmd vega­til­rauna.

Sér­steypan sf. var lögð niður í byrjun árs 1995 og öll þró­un­ar­vinna þar lagð­ist nið­ur. Múr­blöndu­hluti hennar var færður til nýs fyr­ir­tækis í Reykja­vík sem fyrr segir en annað fært til Sem­ents­verk­smiðj­unnar eða selt. 

Lauk þar með ferli mestu þró­un­ar­vinnu í nýsköpun á múr- og sér­tækri steypu sem unnin hefur verið hér á landi. Hún varð þess vald­andi að teknar voru upp nútíma­legar vinnu­að­ferðir í múr­verki og kom í veg fyrir mik­inn inn­flutn­ing við­gerða- og múr­blandna erlendis frá, sem ann­ars hefði reynst nauð­syn­leg­ur.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri tækn­i­­mála hjá Sem­ents­verk­smiðju rík­­is­ins.

Heim­ild: https://sites.­google.com/vi­ew/­sem­entog­steyp­a-is/heim

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar