Full aðild að Evrópusambandinu

Björn Gunnar Ólafsson fjallað um hvaða hagur fylgi fullri aðild að ESB – einkum með tilliti til peningamála.

Auglýsing

Frjáls við­skipti milli landa er und­ir­staða hag­sæld­ar. Stór skref í átt að við­skipta­frelsi voru stigin með aðild að GATT (síðar WTO), EFTA og EES. Þessi skref voru stigin þrátt fyrir mikla and­stöðu sumra stjórn­mála­flokka. Með aðild­inni að EES varð íslenska hag­kerfið aðili að fjór­frels­inu sem er horn­steinn sam­vinnu þjóða innan EES og ESB. Með aðild að innri mark­aðnum gegnum fjór­frelsið hefur hag­kerfið myndað sterk tengsl við hag­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins. Hér á landi gildir einn mik­il­væg­asti hluti Evr­ópu­lög­gjaf­ar­inn­ar. Það sem einkum stendur eftir er aðgangur að háborði ákvarð­ana­töku sam­bands­ins, aðild að pen­inga­stefn­unni og aðild að byggða- og land­bún­að­ar­stefn­unni.

Íslenska pen­inga­stefnan er ótraust

Traustur gjald­mið­ill er for­senda fyrir frjálsum við­skipt­um. Núver­andi pen­inga­stefna hefur ekki skapað traustan gjald­mið­il. Mik­ill kostn­aður fylgir óstöðugri örmynt sem er í reynd veru­leg við­skipta­hindrun fyrir atvinnu­líf­ið. Eftir að fast­geng­is­stefna tíunda ára­tug­ar­ins gekk sér til húðar var núver­andi pen­inga­stefna flutt inn og mótuð eftir upp­skrift af verð­bólgu­mark­miði. Þessi pen­inga­stefna var hugsuð fyrir mun stærri hag­kerfi en hið íslenska, hag­kerfi með djúpa fjár­magns­mark­aði og fjöl­breyttan inn- og útflutn­ing. Smæð inn­an­lands­mark­að­ar­ins og mikil áhrif geng­is­breyt­inga á verð­lag gera útfærslu verð­bólgu­mark­miðs mjög erf­iða. Upp­haf­lega var gert ráð fyrir sjálf­stæðum seðla­banka með eitt stýri­tæki, vexti. Smám saman hafa fleiri stýri­tæki bæst við sem bein­ast einkum að fjár­magns­mark­að­in­um. Hug­tök eins og fjár­mála­stöð­ug­leiki og þjóð­hags­varúð rétt­læta við­skipta­hindr­anir á fjár­magn.

Engin leið er að sjá ávinn­ing af óstöð­ugu gengi ásamt flók­inni og ógegn­særri yfir­bygg­ingu pen­inga­stefn­unn­ar. Gengi krón­unnar sveifl­ast upp og nið­ur, vaxta­stig er mun óhag­stæð­ara en í nágranna­lönd­unum og traust á gjald­miðl­inum er lít­ið. Þessi staða leiðir til mik­ils við­skipta­kostn­aðar fyrir atvinnu­líf­ið.

Auglýsing

Fylgendur krón­unnar telja mik­ils um vert að hægt sé að grípa til geng­is­fell­ingar ef þjóð­ar­skútan verður fyrir ágjöf, þannig sé hægt að leið­rétta stefn­una og koma í veg fyrir atvinnu­leysi. Reynslan hefur sýnt að geng­is­fell­ing er engin lausn á vanda sem hlýst af tekju­tapi. Aðeins við mjög sér­stakar aðstæður er geng­is­fell­ing nauð­syn­leg. Fyrir hrun var gengi krón­unnar orðið alltof hátt vegna inn­flæðis á erlendu lánsfé sem kynnti undir stjórn­lausri útlána­þenslu. Leið­rétt­ing var óhjá­kvæmi­leg. Svo virð­ist sem gleymst hafi hvernig staða útflutn­ings­at­vinnu­vega var í aðdrag­anda hruns­ins þegar dal­ur­inn fór vel undir 70 krón­ur. Hefði Ísland notað evru hefði atburð­ar­rásin orðið önn­ur. Að vísu getur ekk­ert bjargað bönkum sem eru rændir innan frá af eig­endum sín­um. Höggið á almenn­ing og fyr­ir­tæki hefði orðið mun minna.

Tvær leiðir til upp­töku evru fyrir inn­göngu í ESB

Jafn­vel þótt samn­inga­við­ræður hefj­ist við ESB um fulla aðild tekur samn­ings­gerðin tvö til þrjú ár. Eftir inn­göngu getur Ísland orðið hluti af ERM II sem er bið­salur evr­unnar og dvölin þar er að lág­marki tvö ár. Hægt er að ná fram kostum stöðugs gjald­mið­ils að tals­verðu leyti strax eftir tveimur leið­um: Í fyrsta lagi með ein­hliða upp­töku evru. Í öðru lagi með hefð­bundnu mynt­ráði við evru.

Ein­hliða upp­taka evru þar sem evra verður lög­eyrir í stað krón­unnar er afger­andi leið sem tryggir algeran geng­is­stöð­ug­leika sem ekki er hægt að breyta með spá­kaup­mennsku gegn gjald­miðl­in­um. Þessi leið er dýr þar sem umtals­verður mynt­sláttu­hagn­aður hverfur úr landi. Jafn­framt er slík upp­taka evru lítt þókn­an­leg Seðla­banka Evr­ópu sem hefur lagst gegn því að ríki fari þannig „bak­dyra­meg­in“ inn í evru­svæðið án þess endi­lega að upp­fylla stöð­ug­leika skil­yrði evr­unn­ar.

Mynt­ráð við evru hefur nán­ast sömu efna­hags­legu áhrif og ein­hliða upp­taka evru. Helsti mis­mun­ur­inn er sá að mynt­sláttu­hagn­aður helst inn­an­lands og sveigj­an­leiki er meiri. Í hefð­bundnu mynt­ráði er hver útgefin seð­ill tryggður með evrum og jafnan hægt að skipta íslenskum seðlum fyrir evrur hjá mynt­ráð­inu. Auk pen­inga­út­gáfu varð­veitir mynt­ráðið gjald­eyr­is­forða sem nægir til að bak­tryggja allt lausafé í krónum þar með talið skamm­tíma inn­stæður við­skipta­banka hjá mynt­ráð­inu. Mynt­ráð ákveður ekki vexti. Þeir taka mið af vöxtum á evru­svæði. Seðla­bank­inn í núver­andi mynd verður óþarf­ur. Þetta ein­falda pen­inga­kerfi hefur verið notað í ára­tugi víðs­vegar um heim­inn og sjaldan eða aldrei brugð­ist (Ar­gent­ína, sem oft er vitnað til sem dæmi um mynt­ráð sem féll, not­að­ist ekki við hefð­bundið mynt­ráð, það voru ósjálf­bær rík­is­fjár­mál sem grófu undan pen­inga­kerf­in­u).

Inn­byggt í þetta pen­inga­kerfi er agi í hag­stjórn. Óraun­hæfir kjara­samn­ingar eða ósjálf­bær fjár­mál hins opin­bera er ekki hægt að breiða yfir með pen­inga­prent­un. Þetta telst varla galli á mynt­ráð­inu sem slíku. Önnur rugl­ings­leg rök hafa verið færð fram gegn mynt­ráði svo sem vöntun á lán­veit­anda til þrauta­vara. Ef þörf er á slíku fyr­ir­bæri er það rík­is­sjóður sem á að vera lán­veit­andi til þrauta­vara. Aðeins með þeim hætti fylgir póli­tísk ábyrgð lán­veit­ingum til pen­inga­stofn­ana sem hafa spilað rass­inn úr bux­un­um. Reynslan af lán­veit­ingum Seðla­bank­ans á hru­nár­un­um, þegar gjald­eyr­is­forð­anum var fórnað í van­hugs­uðum björg­un­ar­að­gerð­um, und­ir­strikar hætt­una sem fylgir þessu hlut­verki. Ekki má gleyma því að Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn getur hlaupið undir bagga eftir ýmsum leiðum ef útflutn­ings­tekjur drag­ast skyndi­lega saman svo sem með ádrætti á kvóta og SDR úthlut­un.

Breytt við­horf

Þegar Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009 hófst mikil hat­urs­her­ferð gegn ESB í mál­gagni stór­út­gerð­ar­innar og víð­ar. Áróð­ur­inn hefur hald­ist óbreyttur fram á þennan dag. Ekki verður annað sagt en að árang­ur­inn af þess­ari áróð­urs­her­ferð hafi verið umtals­verð­ur. Stór hluti þjóð­ar­innar hefur trúað því að hags­munum þjóð­ar­innar sé best borgið utan ESB og evru­svæð­is­ins, þrátt fyrir að Ísland hafi inn­leitt mik­il­væg­ustu við­skipta­lög­gjöf ESB. Vegna stríðs­á­taka í Evr­ópu virð­ist sem augu almenn­ings hafi nú opn­ast fyrir mik­il­vægi ESB ekki aðeins á sviði efna­hags- og stjórn­mála heldur einnig sem brjóst­vörn fyrir lýð­ræði og mann­rétt­indi. Aðild að NATO tryggir visst hern­að­ar­legt öryggi fyrir Ísland. Smá­ríki eins og Ísland þarf mun meira skjól til að tryggja sjálf­stæði, efna­hags­legan stöð­ug­leika og fram­far­ir.

Sú stað­hæf­ing að hags­munum Íslands sé best borgið utan ESB er byggð á sandi. Þvert á móti er mik­ill ávinn­ingur fyrir Ísland að stíga skrefið til fulls og verða full­gildur með­limur í Evr­ópu­sam­band­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar