Fylgi flokka og fylgi blokka: Önnur sýn á stjórnmálin

Stefán Ólafsson skrifar um nýafstaðnar kosningar, setur þær í sögulegt samhengi. Hann segir að ef vinstra fólk og þau sem eru vinstra megin á miðjunni ætli ekki að sætta sig við áframhaldandi áhrifaleysi í stjórnmálum þá þurfi að breyta starfsháttum.

Auglýsing

Eftir fjár­mála­hrunið kom mikil upp­lausn á íslenska flokka­kerf­ið. Fjór­flokk­ur­inn sem lengst af hafði sam­an­lagt um og yfir 90% af fylgi í Alþing­is­kosn­ingum fór niður í 75% árið 2013 og nú fær hann sam­an­lagt um 64%. Til­koma nýrra flokka og fleiri klofn­ingar hafa breytt mynd­inni eftir hrun. Sund­ur­leysi í flokka­kerf­inu hefur auk­ist og tengsl kjós­enda við ein­staka flokka eru orðin enn laus­ari en áður var. Fylgið verður því rót­laus­ara og reik­ulla.

Vinstri menn hafa alla síð­ustu öld og allt fram á þennan dag mátt sætta sig við að hafa ein­ungis lítil áhrif í stjórn­málum á Íslandi vegna síend­ur­tek­inna klofn­inga og meiri sundr­ungar en almennt hefur verið á hægri vængn­um. Það eykst enn. Nú er hins vegar nýtt að á hægri vængnum gætir einnig meiri klofn­ings en áður, en samt hvergi nærri jafn mikið og á vinstri vængn­um. Þess vegna tekst Sjálf­stæð­is­flokknum að halda yfir­burða­stöðu sinni með ein­ungis um 24% atkvæða.

Þessi lang­tíma saga klofn­inga og sundr­ungar á vinstri vængnum skýrir hvers vegna Ísland eitt Norð­ur­land­anna hefur ekki haft sterkan og áhrifa­mik­inn stjórn­mála­flokk jafn­að­ar­manna. Hér hefur það öðru fremur orðið hlut­skipti verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að halda uppi verka­lýðs­stjórn­málum og jafn­að­ar­stefnu, oft­ast án stuðn­ings af öfl­ugum stjórn­mála­flokki jafn­að­ar­manna.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin var fyrsta til­raun vinstri manna til að sam­ein­ast og ná mark­mið­inu um nor­rænan flokk jafn­að­ar­manna sem virt­ist ætla að takast, þannig að mynda mætti mót­vægi við ofur­vald Sjálftæð­is­flokks­ins. Sam­fylk­ingin náði nálægt 30% fylgi í fjórum kosn­ingum (1999 til 2009). En frá og með 2013 hrundi fylgi hennar og nú er hún undir 10% fylgi. Ráð­villt vinstra fylgið flæðir á víxl milli VG, Sam­fylk­ingar og nýrra flokka sem hafa mis­skýra stefnu og mis­sterk tengsl við sam­fé­lag­ið.

Bæði Vinstri græn og Sam­fylk­ingin hafa misst tengsl við hefð­bundið verka­lýðs­fylgi og lág­tekju­hópa, líkt og algengt hefur verið með jafn­að­ar­manna­flokka á Vest­ur­löndum í seinni tíð. Í stað­inn er mest áber­andi ein­kenni á fylgi þess­ara flokka háskóla­menntað fólk sem oft starfar hjá hinu opin­bera. Það er auð­vitað hið besta fólk en þegar klass­ískir vinstri flokkar missa fylgi frá alþýðu og lægri tekju­hópum kjós­enda þá breyt­ast þessir flokkar – fær­ast til hægri, verða meiri alþjóða­sinnar en jafn­að­ar­menn, svo dæmi séu tek­in. Nýir flokkar eru heldur ekki alltaf með beina skírskotun til þjóð­fé­lags­hópa, eins og til dæmis Björt fram­tíð og Pírat­ar.

Póli­tíkin verður meira ímyndapóli­tík en stéttapóli­tík við slíkar aðstæð­ur. Jafn­að­ar­stefna þess­ara «frjáls­lyndu» vinstri flokka bein­ist oft meira að jöfn­uði milli kynja, kyn­hneigð­ar­hópa og kyn­þátta en að því að draga úr mun lífs­kjara og tæki­færa milli stétta. Þetta eru auð­vitað lög­mæt við­fangs­efni mann­rétt­inda­bar­átt­unnar en það er löstur ef þau koma nær alfarið í stað stétta­stjórn­mála, því þeirra er enn mikil þörf. Án sterkra stétta­stjórn­mála verður ekki dregið úr fátækt og lág­tekju­vanda og við­nám gegn yfir­gangi fjár­mála­afla verður ónógt, eins og við sáum á árum nýfrjáls­hyggj­unnar (1995 til 2008). Sú óværa tórir enn þrátt fyrir að hafa laskast í hrun­inu.

Í kosn­ing­unum um síð­ustu helgi voru helstu tíð­indin af vinstri vængnum þau, að þeir vinstri flokkar sem voru stærstir fyrir tapa fylgi, mest VG, síðan Sam­fylk­ing og loks Pírat­ar. Flokkur fólks­ins undir for­ystu Ingu Sæland sóp­aði til sín fylgi frá lág­tekju­hóp­unum og virð­ist nú helsti full­trúi þeirra hópa á Alþingi. Sós­í­alista­flokk­ur­inn var með stuðn­ing úr sömu áttum og Flokkur fólks­ins en náði ekki inn á þing vegna 5% þrösk­uld­ar­ins. Hvort sem Inga kallar flokk sinn vinstri eða miðju­flokk þá eru þau með klass­ísk vinstri mál­efni og klass­ískt vinstra fylgi.

Á hægri vængnum er Við­reisn nátt­úru­lega klofn­ingur út úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Mið­flokk­ur­inn var upp­haf­lega klofn­ingur út úr Fram­sókn­ar­flokknum en hefur prófílerað sig sterk­lega sem hægri flokk og í kosn­inga­bar­átt­unni nú full­yrtu tals­menn hans að þeir væru hægra megin við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hið gamla slag­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins «Báknið burt!» skreytti meira að segja aug­lýs­inga­spjöld Mið­flokks­ins í kosn­inga­bar­átt­unni, í bland við þjóð­ern­is­hyggju-popúl­isma. Góður sigur Fram­sókn­ar­flokks­ins í kosn­ing­unum um helg­ina fólst að stærstum hluta í því að stuðn­ingur færð­ist frá Mið­flokknum til Fram­sókn­ar, en að auki bætti flokk­ur­inn vel við sig í kjör­dæmi Ásmundar Ein­ars Daða­sonar í Reykja­vík.

Það er nokkuð ljóst að aukin óánægja með flokka eða laus­ari tengsl flokka við sam­fé­lagið er ástæða auk­innar upp­lausnar í stjórn­mál­um, ekki síst á vinstri vængn­um. En þýðir það að kjós­endur hafi breyst? Hafa þeir færst meira til hægri en áður eða meira yfir á miðj­una?

Ný sýn á stöðu stjórn­mál­anna

Rann­sóknir stjórn­mála­fræð­inga hafa bent til þess að Íslend­ingar stað­setji sig á hægri-vinstri kvarða á svip­aðan hátt og kjós­endur hinna Norð­ur­land­anna. Vinstri kjós­endur eru ekk­ert færri hlut­falls­lega hér en á hinum Noð­ur­lönd­un­um. Þessi hægri-vinstri ein­kenni hafa hald­ist til­tölu­lega stöðug, líka eftir hrun­ið. Kjós­endur sem heild hafa því ekki breyst að ráði en flokka­kerfið hefur breyst, vænt­an­lega vegna óánægju með þá flokka sem fyrir voru. Aukin sundr­ung og útþynn­ing áhrifa er útkom­an.

Merki um þetta má sjá á mynd 1 sem sýnir fylgi ein­stakra flokka í kosn­ing­unum um síð­ustu helgi og einnig fylgi hægri og vinstri blokka í heild­inni (lit­uðu súl­urn­ar). Skipan flokka í blokkir á mynd­inni fylgir mati almenn­ings á stað­setn­ingu flokk­anna á hægri-vinstri ás og mati á stefnu­málum og kosn­inga­bar­átt­unni. Flokk­arnir rað­ast á mynd­inni frá vinstri til hægri.

Mynd 1: Fylgi einstakra flokka í Alþingiskosningunum og samanlagt fylgi hægri og vinstri blokka, auk Framsóknar á miðjunni. Breyting á fylgi frá síðustu kosningum er einnig sýnd í %-stigum (svörtu súlurnar).

Það er óþarfi að rekja fylgi ein­stakra flokka en það sem er áhuga­verð­ast við mynd­ina er fylgi blokk­anna. Blokk­irnar sýna hvernig heild­ar­fjölda vinstri og hægri kjós­enda reiddi af í kosn­ing­un­um, í sam­an­burði við Fram­sókn á miðj­unni.

Sam­an­lagt fylgi þeirra flokka sem hér telj­ast vinstra megin er um 44% og hefur minnkað frá 2017, en þó ein­ungis um 1,1 %-stig. Hægri blokkin er minni nú, með um 38%, og hefur minnkað um 4,7 %-stig, einkum vegna hruns í fylgi Mið­flokks­ins og lít­il­legrar lækk­unar á fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fram­sókn sem sam­kvæmt þess­ari flokkun telst eini miðju­flokk­ur­inn er með 17% og bætti við sig 6,6 %-stig­um, mest frá Mið­flokkn­um. Ef Mið­flokk­ur­inn hefði talist sem miðju­flokkur (sem hann er ekki ef marka má stefnu­mál þeirra og kosn­inga­bar­átt­una) þá hefði þessi sveifla á hægri vængnum inn á miðj­una komið fram sem til­færsla innan miðj­unn­ar.

Ef við hefum flokkað Flokk fólks­ins, Pírata, Mið­flokk­inn og Við­reisn alla sem «mið­flokka» ásamt Fram­sókn þá hefði vinstri blokkin haft um 27%, miðjan 43% og hægri blokkin um 24%. Ég tel þó að flokk­unin sem er á mynd­inni sé raun­særri miðað við stefnu­mál og sam­setn­ingu á fylgi, og einnig út frá því hvernig almenn­ingur raðar flokkum á H-V ás í könn­un­um.

Stóra vís­bend­ingin í þessu er sú, að vinstri blokkin á alla mögu­leika á að vera stærsta fylk­ing stjórn­mál­anna á Íslandi, ef hún heldur sam­an, í einum breið­flokki jafn­að­ar­manna, líkt og verið hefur á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stofnun Sam­fylk­ing­ar­innar var stór skref í þessa átt. Sú stað­reynd að VG kaus að taka ekki þátt í sam­ein­ing­unni stóð vexti Sam­fylk­ing­ar­innar fyrir þrifum frá byrj­un.

Síðan gerð Sam­fylk­ingin sín eigin mis­tök með áhrifa­lausri stjórn­ar­þátt­töku með Sjálf­stæð­is­flokki 2007. Þá voru gerð nokkur mis­tök í vinstri stjórn Sam­fylk­ingar og VG 2009-2013 sem urðu afdrifa­rík, svo sem ófull­nægj­andi skulda­úr­ræði fyrir heim­il­in, umsókn um aðild að ESB sem eng­inn meiri­hluti var fyrir og klaufa­leg með­ferð Ices­a­ve-­máls­ins. Almennt varð Sam­fylk­ingin of höll undir Bla­ir-is­ma, einkum ESB-að­ild og mark­aðs­hyggju, um leið og verka­lýð­spóli­tík flokks­ins þynnt­ist út. Þá gerði Sam­fylk­ingin mikil mis­tök í kosn­inga­bar­átt­unni 2013 sem gerðu end­an­lega að verkum að fylg­is­hrun varð óhjá­kvæmi­legt.

Af þessum sökum er vænt­an­lega ekki nægur áhugi nú á að end­ur­taka stofnun breið­fylk­ingar vinstri manna. Hins vegar er hægt að ná sömu mark­miðum að miklu leyti með virku sam­starfi vinstri flokka, það er með myndun blokkar í kosn­ing­um. Þá sam­mæl­ast flokk­arnir um að standa saman að stjórna­myndun eftir kosn­ingar sem blokk. Raunar má segja að Sam­fylk­ing­in, Píratar og Sós­í­alistar hafi gert þetta í kosn­ing­unum í ár með því að úti­loka fyr­ir­fram sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Það vant­aði bara að VG og Flokkur fólks­ins hefðu gert hið sama.

Með slíkri blokka­mynd­un, sem raunar tíðkast í miklum mæli í grann­ríkj­unum á Vest­ur­lönd­um, þá hefði vinstrið og mið-vinstrið mun meiri mögu­leika á áhrifum í rík­is­stjórnum en nú er.

Full­trúar vinstri kjós­enda væru sam­stillt­ari og mark­viss­ari á þingi. Á mynd 2 má sjá hvernig vinstri og hægri blokkir sem heildir tengj­ast helstu þjóð­fé­lags­hópum sam­fé­lags­ins. Sýnt er sam­an­lagt fylgi vinstri og hægri blokk­anna á mynd 1 og Fram­sóknar í ein­stökum þjóð­fé­lags­hópum (kyn, ald­urs­hópar og tekju­hópar). Gögnin koma úr sam­an­lögðum þremur síð­ustu könn­unum MMR fyrir Morg­un­blað­ið.

Vinstri blokkin er þarna stærri en hægri blokk­in. Vinstri blokkin hefði meira fylgi hjá konum en körlum og hún hefði mjög sterka stöðu hjá ungum og mið­aldra kjós­end­um. Hægri blokkin væri sterk­ari í eldri ald­urs­hóp­um.

Þá væri vinstri blokkin með mun sterk­ari stöðu hjá lág­tekju­fólki og einnig hjá milli­tekju­fólki, á meðan hægri blokkin hefur sína yfir­burði hjá hæstu tekju­hóp­un­um, sem er eðli­legt fyrir íhalds­saman nýfrjáls­hyggju­flokk eins og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er.

Mynd 2: Fylgi megin blokka í helstu þjóðfélagshópum 2021 (í %). Samanlögð gögn 3ja síðustu kannana  MMR fyrir kosningar.

Svona blokka­myndun skapar þannig miklu eðli­legri far­veg fyrir hags­muni helstu þjóð­fé­lags­hópa sam­fé­lags­ins á þingi og í rík­is­stjórn­um. Mögu­leik­arnir á að stefnu­mál í þágu lág­tekju- og mið­tekju­hópa næðu fram að ganga aukast veru­lega frá því sem nú er.

Slík vinstri blokk sem byggð væri á sam­starfi milli margra áhrifa­lít­illa smá­flokka gæti búið til ný sam­legð­ar­á­hrif, sam­hliða því að hver flokkur hefði sín sér­kenni. Hags­munir almenn­ings fengju meira vægi í stjórn­mál­unum í stað þess að hags­munir yfir­stétt­ar­innar gangi oft­ast fyr­ir, eins og reynslan hefur lengst af ver­ið. Auð­vitað þarf að við­halda þrótt­miklu atvinnu­lífi en kjörum og tæki­færum venju­legs fólks væri hægt að sinna mun betur á Íslandi en nú er.

Nið­ur­staða

Ef vinstra fólk og þau sem eru vinstra megin á miðj­unni ætla ekki að sætta sig við áfram­hald­andi áhrifa­leysi í stjórn­málum til langrar fram­tíðar þá er aug­ljóst að núver­andi flokka­kerfi eða starfs­háttum flokka þarf að breyta. Það gæti auð­vitað gerst með sam­runa flokka, sem þó er erfitt. Að stofna nýja flokka er einnig hægt, en ekki galla­laust. Hættan er sú að fjölgun flokka leiði ekki lengra en að auka sundr­ungu á vinstri vængn­um, fjölga áhrifa­litlum smá­flokk­um, eins og reynslan eftir 2013 bendir til. Atkvæði vinstri kjós­enda tvístrist sífellt meira uns þau verða að engu. Atkvæði lág­tekju­hópanna fóru nú á Flokk fólks­ins, hvert fara þau næst? Kannski á Sós­í­alista?

Hin leiðin er blokka­skipan sem felur í sér að mynda kosn­inga­banda­lag vinstri flokka og vinstri miðju um sam­starf í rík­is­stjórnum eftir kosn­ing­ar. Með því væri hægt að breyta dreif­ingu valds­ins í sam­fé­lag­inu og gefa almenn­ingi sam­stillt­ari full­trúa á þingi og í rík­is­stjórn­um. Með því væri hægt að skapa þann póli­tíska grund­völl sem nýtt­ist til að byggja upp nor­rænu vel­ferð­ar­ríkin á hinum Norð­ur­lönd­un­um, en þau hafa lengi haft sér­stöðu í heim­in­um.

Fram­tíðin í alþjóða­væddum kap­ít­al­isma kallar á að almenn­ingur sé mun betur var­inn gegn þeim pen­inga­öflum sem draga fram auk­inn ójöfn­uð, ham­fara­hlýnun og nið­ur­rif vel­ferð­ar­ríkj­anna sem byggð voru upp með verka­lýðs­stjórn­málum á síð­ustu öld.

Ef ekki tekst að breyta flokka­kerf­inu eða starfs­háttum á vinstri vængnum þá þarf verka­lýðs­hreyf­ingin að sjá um verka­lýð­spóli­tík­ina og jafn­að­ar­stefn­una.

Stefán Ólafs­son er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar