Fyrirmyndarlandið skilar rauðu

Katrín Baldursdóttir, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, segir að Íslendingum gefist einstakt tækifæri í komandi kosningum að fara að fordæmi Norðmanna og skila rauðu.

Auglýsing

Við Íslend­ingar lítum gjarnan til Nor­egs sem fyr­ir­mynd um hvað er hægt að gera vel í stjórnun rík­is. Eig­in­lega í öllu til­liti. Og svo sann­ar­lega í vel­ferð­ar­mál­um. Nú hafa Norð­menn skilað rauðu. Þeir höfðu vit á því. Enda eina leiðin sem raun­hæf er til fram­tíð­ar. Okkur gefst ein­stakt tæki­færi núna í þessum kosn­ingum að fara að for­dæmi Norð­manna og skila rauðu. Sós­í­alista­flokk­ur­inn boðar það og biður fólk að skila rauðu.

Norð­menn höfn­uðu áfram­hald­andi hægri stjórn í nýaf­stöðnum kosn­ingum þar í landi og treysta frekar alvöru vinstri mönnum fyrir því að stýra land­inu. Sós­í­alistar fengu góða kosn­ingu og munu hafa mikil áhrif á fram­vindu mála í Nor­egi. Nið­ur­staðan þýðir að lík­eg­ast vænkast hagur þeirra sem veikt standa í Nor­egi, fátækra, öryrkja og ein­stæðra mæðra. Auk þess er mjög lík­legt að skattar muni hækka á hina ríku en lækka á almenn­ing. Það sama mun ger­ast á Íslandi ef fólk styður Sós­í­alista­flokk­inn. Skilar rauðu í kosn­ing­unum þann 25. sept.

Auglýsing

Stefna sós­í­alista er ofin úr þráði sem heitir kær­leik­ur. Það er verið að reyna að sverta þennan kær­leiks­þráð með því að segja hann öfga. En það er svo langt í frá. Við erum að boða það sem almenn­ingur vill. Flest fólk er kær­leiks­ríkt og vill öllum vel. Styður gildi eins og sam­kennd, sam­vinnu, mann­helgi og hlýju. Það er einmitt þess vegna að þau við­horf almenn­ings mæl­ast í könn­unum að vilja draga úr ójöfn­uði og gera sam­fé­lagið betra fyrir alla. En stjórn­mála­menn sem setið hafa á Alþingi og vilja vera þar áfram, hafa ekki hlustað á vilja almenn­ings. Núver­andi rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks, Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks fer alls ekk­ert eftir vilja almenn­ings. Tökum nokkur dæmi.

  1. Sam­kvæmt nýlegri könnun töldu tæp 80 pró­sent lands­manna að auð­ug­asta fólkið á Íslandi ætti að greiða hærri skatta. Aðeins örfárir töldu að skattar á rík­asta fólkið ætti að lækka. Það er ótrú­legt að flestir flokkar sem setið hafa á Alþingi sl. 4 ár og bjóða nú fram hafa ekki í hyggju að hækka skatta á þá rík­ustu. Og það þótt tekjur þeirra ríku hafi auk­ist tölu­vert á und­an­gegnum árum. Það er ekk­ert hlustað á almenn­ing.
  2. Meiri­hluti þjóð­ar­innar vildi ekki selja í Íslands­banka, sam­kvæmt könn­un­um. Vildi heldur að þjóðin ætti bank­ann áfram sam­an. En stjórn­mála­menn á Alþingi tóku hags­muni fjár­mags­eig­anda fram fyrir vilja þjóð­ar­inn­ar. Það er ekk­ert hlustað á almenn­ing.
  3. Meiri­hluti almenn­ings vill að til­lögur Stjórn­laga­ráðs verði lagðar til grund­vallar frum­varps um nýja stjórn­ar­skrá. Er hlynntur Nýju Stjórn­ar­skránni. En Alþingi og rík­is­stjórn hlusta ekk­ert á það. Ennþá hefur ekk­ert gerst raun­hæft í Stjórn­ar­skrár­mál­inu. Það er ekk­ert hlustað á almenn­ing.
  4. Í einu stærsta hags­muna­máli þjóð­ar­inn­ar, Kvóta­mál­inu, sýna kann­anir að mikil meiri­hluti lands­manna er á móti núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi. Meiri­hlut­inn telur bein­líns að Kvóta­kerfið ógni lýð­ræð­inu. Þarna eru svo gríð­ar­legir hags­munir í húfi fyrir þjóð­ina. Til þjóð­ar­innar myndu renna svo stórar upp­hæð­ir, fengi fólk arð­inn að auð­lind­inni sinni, það ég get ekki einu sinni haft það eftir í fjár­hæð­um. En kvóta­greif­arnir stjórna öllu í krafti auðs. Stjórn­mála­menn á Alþingi og rík­is­stjórnin hlýðir sér­hags­muna­öfl­unum á öllum svið­um. Og ekki er búið að breyta Kvóta­kerf­inu. Það er ekk­ert hlustað á almenn­ing.

Þetta eru bara örfá dæmi. Kær­leiks­hag­kerfið sem sós­í­alistar boða, fjallar einmitt um að auka lýð­ræði, hlusta á vilja almenn­ings og fara eftir hon­um. Styðja við þá veiku og fátæku. Lýð­efla jarð­ar­setta hópa. Taka vel á móti fólki frá útlönd­um. Sýna mannúð í hvar­vetna og þá ábyrgu hag­stjórn að allir geti lifað mann­sæm­andi lífi, búið í góðu hús­næði, sótt sér ókeypis menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu, geti sinnt hug­að­ar­efnum sín­um, farið í sum­ar­frí, sinnt börn­unum sínum og fjöl­skyldu. Lifað með reisn. Hættum að hygla þeim ríku og förum að hugsa um venju­legt fólk. Skilum rauðu. X-J.

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar