Hættið þessu fokki* við samningaborðið

Anna Kristrún Sigurpálsdóttir
14097534298_f246440b68_z.jpg
Auglýsing

„Stuðla þarf að því að starfs­menn rík­is­ins búi við svipuð starfs­kjör, þar á meðal launa­kerfi, launa­stig og launa­þróun og þekk­ist á hinum almenna vinnu­mark­aði svo ríkið geti til fram­búðar stað­ist sam­keppn­ina við aðra hluta vinnu­mark­að­ar­ins“.

Nei, les­andi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáld­sögu sem ger­ist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inn­gangur í kjara­samn­ingi sem fjár­mála­ráð­herra gerir við 17 aðild­ar­fé­lög Banda­lags háskóla­manna (BHM) fyrir hönd rík­is­sjóðs - já ég sagði fjár­mála­ráð­herra. Þessi mið­lægi kjara­samn­ingur hafði gild­is­tíma frá 1. febr­úar 2014 til 28. febr­úar 2015.

Auglýsing


Ég er iðju­þjálfi og til­heyri einu þess­ara aðild­ar­fé­laga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vik­unni og hlust­aði á hátt­virta þing­menn í sér­stakri umræðu um stöð­una á vinnu­mark­aði bærð­ust marg­vís­legar til­finn­ingar í brjósti mér.



Fyrst ber að nefna algera undrun á nán­ast tómum þing­sal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjár­mála­ráð­herra hvergi sjá­an­leg­ur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fyllt­ist ég von þegar Katrín Jak­obs­dóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein mann­eskja á þingi sem er í tengslum við raun­veru­lega stöðu í þjóð­fé­lag­inu. Ég sver að mér leið eins og móðir Ther­esa væri komin inn í þingsal­inn, sem virð­ist stundum vatt­er­aður fyrir veru­leik­an­um, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sand­kass­inn á gamla leik­skól­anum mínum við Álfa­skeið eða Þjóð­leik­húsið svo yfir­drifin voru til­þrifin er hátt­virtur þing­maður Guð­laugur Þór tjáði van­þóknun sína á því að verið væri að ræða raun­veru­lega og grafal­var­lega stöðu sem uppi er á vinnu­mark­aði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei.



Ég fyllt­ist líka stolti og bar­áttu­anda þegar þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Bjartrar fram­tíðar tóku til máls og lang­aði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lög­reglu og þing­vörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefj­um.



En ég veit hrein­lega ekki hvað var að bær­ast innra með mér þegar hæst­virtur for­sætiráð­herra, sem var til and­svara, tjáði sig. Honum var tíð­rætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lök­ust hafa kjörin í land­inu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskóla­námi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mán­að­ar­laun fyrir skatt flokk­ast ekki einu sinni sem lág­launa­fólk hjá frændum okkar í Nor­egi. Þetta er fólkið sem for­sæt­is­ráð­herra vill meina að sé með­al­tekju­fólk. Þetta er fólkið sem Sig­mundur Davíð svo snöf­ur­mann­lega minnt­ist vart á í máli sínu.



Þetta er fólkið sem sat 38 árang­ur­lausa samn­inga­fundi eftir síð­ustu vopna­hléssamn­inga áður en gripið var til þess örþrifa­ráðs sem verk­falls­rétt­ur­inn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa sam­fé­lags, fólkið sem þing­lýsir papp­írum sem halda þjóð­fé­lag­inu gang­andi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúk­dóms­greina, fólkið sem end­ur­hæfir þá sem verða fyrir slysum og skakka­föllum í líf­inu, fólkið sem hefur eft­ir­lit með mat­væla­fram­leiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkra­stofn­unum til virkrar þátt­töku í sam­fé­lag­inu og svona mætti lengi telja.



Það þarf ein­hver að segja Sig­mundi Davíð að kollegi hans Bjarni Bene­dikts­son lagði lín­urnar í kjara­stefnu rík­is­ins er hann hjó svo hressi­lega af eldi­við og dreifði til einnar stéttar í heil­birgð­is­geir­anum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verð­bólgu­bál­inu.



Það þarf líka ein­hver að upp­lýsa þá skóg­ar­höggs­bræður um að heil­brigð­is­kerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóð­fé­lagið er sam­sett ein­göngu af Krist­jánum Lofts­son­um.



Það þarf ein­hver að minna fjár­mála­ráð­herra á það sem hann skrif­aði undir í febr­úar 2014 og gera honum ljóst að mennt­un, sem fólk hefur lagt á sig fórn­ar­kostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútíma­hugs­un, það er sann­gjörn krafa háskóla­manna.



Höf­undur er iðju­þjálfi.



*að fokka merkir að gaufa, að dunda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None