Hafnarfjörður fyrr og nú – í aðdraganda kosninga

Árni Stefán Árnason skrifar um bæjarmálapólitík í Hafnarfirði. Hann fagnar endurkomu Guðmundar Árna Stefánssonar og skorar á bæjarbúa að kjósa hann.

Auglýsing

Ég er fædd­ur, upp­al­inn og hef búið á sama stað í Hafn­ar­firði í 58 ár. Gjör­þekki bæinn minn og fram­kvæmda­sögu bæj­ar­stjórna lið­inna ára­tuga s.l. 40 ár. Ég skrifa þetta vegna þess að mér finnst umræðan um mál­efni Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar vegna kom­andi kosn­inga mjög eins­leit, leið­in­leg, þurr og mér finnst áreið­an­leika skorta í fram­boðs­skrifum margra fram­bjóð­enda.

Einn skrifar gagn­rýni, henni er næsta dag svarað af meiri­hluta­manni með þeim hætti hann hvað hann sé illa upp­lýstur og sann­leikur sé sagna best­ur. Við íbúar sitjum áfram í sama far­inu vegna þess erfitt er að lesa í raun­veru­lega stöðu bæj­ar­ins sé það reynt á heima­síðu hans. Þá virð­ist umræðan ein­göngu snú­ast um hús­næð­is­mál, leik­skóla­pláss o.þ.h. en ekk­ert um það hvernig bæta megi lífs­gæði þeirra íbúa, sem fyrir löngu eru búnir að tæma þann verk­efna­lista, sem lýtur að fram­an­greind­u. 

Með því er ég ekki að gera lítið úr hús­næðiseklu í bænum né mik­il­vægi leik­skóla­plássa. Fram­bjóð­endur gera hús­næð­is­málum þó mikið undir höfði og mik­il­vægi þess að upp­bygg­ing eigi sér stað á því sviði. Á sama tíma hækkar Seðla­bank­inn stýri­vexti sína til að sporna við þeirri þenslu, sem hann telur að rót eigi að rekja til fast­eigna­mark­að­ar­ins. Það virð­ist ekk­ert sam­tal eiga sér stað á milli rík­is, sveit­ar­fé­laga og stofn­un­ar­innar Seðla­bank­ans í þessum efn­um. Á sama tíma takast menn á í fjöl­miðlum og eftir situr hlust­and­inn, gal­tóm­ur. Leið­rétti mig sá sem hæf­ari er á sviði hag­fræði og efna­hags­stjórn­un­ar. Rök Seðla­bank­ans eru ótrú­verð­ug. Mál­flutn­ingur sveit­ar­stjórn­ar­manna í meiri og minni­hluta eru ill skilj­an­leg.

Hafn­ar­fjörður á árum áður

Ég hef veru­lega óbeina reynslu af hafn­firskum stjórn­mál­um. Faðir minn, Árni Gunn­laugs­son og stofn­andi Félags óháðra borg­ara stjórn­aði bænum í um 20 ára skeið fram til átttug­asta ára­tugar 19 aldar ásamt for­ystu­manni Sjálf­stæð­is­manna þá, heið­urs­mann­inum Árna Grét­ari Finns­syni, lög­manni. Ég ólst upp við og upp­lifði fram­farir í Hafn­ar­firði. Heyrði um fyr­ir­ætl­anir Árn­anna, sem áttu Hafn­ar­fjörð (en svo voru þeir ætíð kall­að­ir) í sím­anum heima í stofu hvaðan bænum var m.a. stjórnað í sam­vinnu við fram­kvæmda­stjór­ana, bæj­ar­stjór­ana. Á þeim árum upp­lifði maður reglu­lega hvernig lífs­gæði Hafn­firð­inga voru bætt, aukin og voru sýni­leg. Hafn­firð­ingar fundu það í bók­staf­legum skiln­ingi. Mal­ar­vegum var kippt úr fyrir mal­bik. Hita­veita kom í stað olíu­kynd­ing­ar. Bær­inn hýsti eitt ­merki­leg­asta sjúkra­hús lands­ins, St. Jós­efs­spít­ala. Starf­semi, sem glanna­legir og óvitrir stjórn­mála­menn eyðilögðu.

Kæmu upp smá­vægi­leg vanda­mál í bæn­um, jafn­vel stærri, sem kröfð­ust hand­lagn­i ­starfs­manna Áhalda­húss­ins, sem svo var nefnt, hringdu bæj­ar­búar í Árn­ana, þeir hringdu svo sam­stundis í Áhalda­húsið og málið við komið í lag, oft­ast innan nokk­urra klst. - Þessi stemmn­ing er horf­in, af hverju? Ekki segja mér að fólks­fjölgun eða breyttur tíð­ar­andi valdi þessu. Ég kaupi það ekki. Og ef skýr­ingin er nýir verk­ferl­ar, sem ég býst við að svarið yrði, þá er sú stjórn­sýsla ein­fald­lega hand­ó­nýt og aft­ur­för. Þess vegna þurfum við nýjan stjórn­anda, ­sem sér þetta og lag­ar.

Ég tel hins vegar ástæð­una vera leti, áhuga og tengsla­leysi bæj­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans hvar sitja þó Gafl­ar­ar. Séu slík mál rædd við þá má búast við svar­inu: Árni við þurfum að taka kaffi sam­an. Svar sem ég hef heyrt þrisvar sinnum á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili, sím­leiðis og í heita pott­inum í Suð­ur­bæj­ar­laug­inni og taki hann það til sín sem við á og sæk­ist nú eftir þriðja sæti íhalds­ins í vor.

Ögn meira um St. Jós­efs­spít­ala skemmd­ar­verkið

Bær­inn keypti St. Jós­efs­spít­ala til baka af íslenska rík­inu 30. júni 2017 og skuld­batt sig með eft­ir­far­andi hætti skv. upp­lýs­ingum á heima­síðu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar: 

Við kaupin skuld­bindur Hafn­ar­fjarð­ar­bær sig til að reka almanna­þjón­ustu í hús­inu að lág­marki í 15 ár frá und­ir­ritun samn­ings. Með almanna­þjón­ustu er átt við starf­semi í félags­þjón­ustu, heil­brigð­is­þjón­ustu, menn­ing­ar- eða fræðslu­starf­semi eða annarri sam­bæri­lega þjón­ustu sem almenn­ingur sækir í sveit­ar­fé­lag­inu. Hafn­ar­fjarð­ar­bær skuld­bindur sig jafn­framt til að hefja rekstur í fast­eign­inni innan 3 ára frá und­ir­ritun samn­ings. Kaup­verð er 100 millj­ónir króna og húsið verður afhent 15. ágúst 2017. Verðið end­ur­speglar fyr­ir­hug­aða nýt­ingu húss­ins í almanna­þágu. Þá er í samn­ingnum ákvæði um hærra verð verði horfið frá þeim áform­um.

Auglýsing
Kaupsamningur var gerður þá er Við­reisn var í rík­is­stjórn og fjár­mála­ráðu­neytið heyrði undir stjórn þess flokks, enda lyktar kaup­samn­ing­ur­inn af hægri stefnu. Eft­ir­tekt­ar­vert er að ríkið setti bænum skil­yrði og tímara­mma um notkun á bygg­ing­unni og bær­inn seldi sig. Í fyrstu grein sveita­stjórn­ar­laga stend­ur: Landið skipt­ist í sveit­ar­fé­lög sem sjálf ráða mál­efnum sínum á eigin ábyrgð.

Stjórn Hafn­ar­fjarðar hlýddi rík­inu. Þar er nú rekin starf­semi einka­að­ila, sem ég kann ekki frek­ari skil á.

Minnt skal á að St. Jós­efs­systur seldu spít­al­ann á sínum tíma með þeim skil­yrðum að þar yrði áfram sjúkra­hús. Engar for­send­ur, í lög­fræði­legum skiln­ingi, brustu nokkurn tíma til að standa við þau skil­yrði, þvert á móti hefur heil­brigð­is­kerfið öskrað á fjölgun hjúkr­un­ar­rýma. Á sama tíma virð­ist stjórn bæj­ar­ins með öllu and­laus að svara því kalli með því að gera þetta aftur að þeim alvöru spít­ala, sem hann var undir góðri hag­stjórn sankti Jós­efs­systra. Skv. upp­lýs­ingum úr minni­hluta­armi núver­andi sveit­ar­stjórnar lagð­ist ríkið hart gegn því að bær­inn opn­aði bygg­ing­una aft­ur, sem sjúkra­hús og mun hafa gert honum það ókleift með vart við­ráð­an­legum verð­miða. Eðli hægri afl­anna. ,,Þá er í samn­ingnum ákvæði um hærra verð verði horfið frá þeim áformum". Þetta er auð­vitað ekk­ert annað en dulin hótun um að opna St. Jós­efs­spít­ala ekki aft­ur, ­sem sjúkra­hús í skiln­ingi samn­inga­rétt­ar. - Þrátt fyrir æpandi skort á hjúkr­un­ar­rými um allt land.

Undir góðri stjórn fyrri bæj­ar­stjóra

Bær­inn var undir prýði­legri stjórn bæj­ar­stjór­ans Har­aldar Lín­dal Har­alds­sonar á undan Rósu Guð­bjarts­dóttur núver­andi bæj­ar­stjóra að ógleymdum for­verum Har­ald­ar­. Af og til sendi ég Har­aldi tölvu­pósta um mál­efni sem lutu að smá hnökrum í bænum og sýndi hann mér þá hátt­vísi að svara næstum sam­stundis og taka mál til skoð­un­ar. Hann var látin fara í valda­græðgi for­ystu­manns íhalds­ins. Það var veru­leg aft­ur­för í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar að mínu mati. Aldrei á fyrr­nefndum for­ystu­tíma föður míns og Árna Grét­ars Finns­sonar sótt­ust þeir eftir bæj­ar­stjóra­stól. Þeir réðu til bæj­ar­ins fag­menn með gott orð­spor, enda töl­uðu verkin sínu máli. Löngu síðar tók þó við bæj­ar­stjóra­stóli for­ystu­maður jafn­að­ar­manna, Guð­mundur Árni Stef­áns­son, sem lét verkin tala, enda öllum hnútum kunn­ug­ur.

Fram­farir litl­ar, tengsla­leysi mikið

Und­an­farna ára­tugi hef ég ekki orðið vitni að né upp­lifi ég neinar þær fram­far­ir, sem auka lífs­gæði í Hafn­ar­firði. Sam­tal við stjórn­endur bæj­ar­ins er von­laust og ekki bætir það sam­skiptin að sæti þeir gagn­rýni fara þeir í fýlu. Mjög erfitt er að átta sig á almennri stjórn bæj­ar­ins ólíkt því sem ger­ist í lands­stjórn­inni hvar maður hefur gott yfir­lit.

Í algerri upp­gjöf í þeim efnum að eiga sam­skipti við meiri­hluta­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins hef ég haldið aftur af mér í afskiptum af stjórnun bæj­ar­ins, nenni ekki einu sinni að lesa bæj­ar­blöð­in. Eitt geri ég þó af og til sem flestum mun þykja ómerki­legt í besta falli. Vek athygli á ófærum veg um Hval­eyr­ar­vatn. Þangað sæki nefni­lega hluta af mínum lífs­gæð­um, úti­vist. Þeim ábend­ingum er seint eða aldrei svarað og á meðan mega Hval­eyr­ar­vatns­túristar sætta sig við að kom­ast ekki fram­hjá vatn­inu eða lúta því að bif­reiðar kunni að verða fyrir tjóni. Þá er snjó­mokstri um vatnið ábóta­vant og hann er engin á þeim mal­ar­vegum sem liggja frá vatn­inu til Kald­ársels. - Þar eru þó nátt­úruperlurn­ar, sem stjórn bæj­ar­ins ber sér á brjóst að búa yfir en skerðir aðgang íbúa að, vegna ófærð­ar­, þegar þær skarta sínu feg­urst um hávet­ur­inn, snjóa­lögð.

Stjórn bæj­ar­ins er svo slök hvað þetta hug­ar­fóstur mitt varðar að hún er búin að búa til ferða­manna­bæli við vatn­ið, sem umhverf­ið, eins og nú er á sumr­in, er ekki í nokk­urri aðstöðu til að taka við. Stjórnin aug­lýsir samt svæðið grimmt sem eina mest­u ­nátt­úruperlu Reykja­ness og það er engin lygi. Svæðið er sam­t, á fjöl­menn­ustu dög­un­um, líkt og ef gamla flug­stöðin á Kefla­vík­ur­flug­velli væri ætlað að taka á móti háanna­degi í Leifs­stöð. Það er ekki nokkur aðstaða til að taka á móti öllum þeim, sem þangað mæta í tutt­ugu stiga hita á miðju sumri.

Árásir á eldri borg­ara

Fleira má telja til og varðar hnökra við stjórn bæj­ar­ins. Árásir á eldri borg­ara. Stjórn bæj­ar­ins er svo úr tengslum við sam­borg­ara sína að þeir eru farnir að þurfa að líða fyr­ir. Þá er virð­ingu þeirra Gafl­ara sem falla frá fyrir ald­urs sakir á köflum lítil virð­ing og þakk­læti sýnd.

Dæmi um hvernig hinir eldri þurfa að líða: dama á níræð­is­aldri lenti í því vegna heila­bil­unar sinnar að gleyma greiðslu fast­eigna­gjalda fyrir einn mánuð í marga mán­uði. Málið end­aði við inn­gang­inn (doorstep) á nauð­ung­ar­sölu. Rósa Guð­bjarts­dóttir bæj­ar­stjóri var nefni­lega svo útsjón­ar­söm í verk­ferla­verk­fræði sinni að semja við inn­heimtu­fyr­ir­tæki, sem tók gömlu kon­una alla leið og það þótt frúin góða væri löngu búin að klára sín mál við inn­heimtu­fyr­ir­tækið og þar með gerð­ar­beið­and­ann Hafn­ar­fjarð­ar­bæ. Inn­an­búð­ar­verk­ferlar inn­heimtu­fyr­ir­tæk­is­ins eru nefni­lega jafn óáreið­an­legir og í stjórn bæj­ar­ins. Á árum áður hafði stjórn bæj­ar­ins góða yfir­sýn í svona efn­um, þekkti eldri borg­ara sína og kippti hlut­unum í lag í sam­ráði við þá. Það er löngu liðin tíð.

Alvöru Krata til baka

Nú liggur fyrir að ungur mað­ur, hok­inn af reynslu í stjórn bæj­ar­ins og íslenskum stjórn­málum er með eitt mesta come back í íslenskum stjórn­mál­um. Guð­mundur Árni Stef­áns­son hefur boðið fram krafta sína. Það væri ábyrgð­ar­leysi að sleppa því í svona grein að skora á alla Hafn­firð­inga að tryggja setu hans við stjórn bæj­ar­ins eða a.m.k. íhuga hann sem væn­legan val­kost. Við þurfum ein­fald­lega alvöru jafn­að­ar­mann, sem þekkir þarfir bæj­ar­ins og sam­borg­ara sinna betur en nokkur annar maður til að taka við bænum okkar með sem flestum jafn­að­ar­mönnum sem jafn­framt hafa boðið fram krafta sína í kosn­ing­unum í vor. Þegar vel hefur árað í Hafn­ar­firði hefur það nefni­lega ætíð verið fyrir und­ir­liggj­andi áhrif jafn­að­ar­manna­stefn­unn­ar. Það var þannig á þeim tíma sem Árn­arnir voru við völd, á þeim tíma þegar Guð­mundur Árni var bæj­ar­stjóri og gæti orðið það aftur nú þegar sú hetja hefur boðið fram krafta sína að nýju fyrir Hafn­ar­fjörð og Hafn­firð­inga.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og Gafl­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar