Hágæða fólksflutningskerfi fyrir höfuðborgarsvæðið

Elías Elíasson verkfræðingur skrifar um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu og segir meðal annars að við ákvarðanatöku undanfarinna ára hafi verið stuðst við ófullkomnar greiningar.

Auglýsing

Frétt í Kjarn­anum 12/6 s.l. fjallar um bréf Dav­íðs Þor­láks­sonar fram­kvæmda­stjóra Betri sam­gangna ohf. (Bs) til SSH vegna erindis Áhuga­fólks um sam­göngur fyrir alla (ÁS). Í frétt­inni er ÁS nefnt þrýsti­hópur en er í raun hópur áhuga­fólks sem lætur sig varða efna­hag þjóð­ar­innar og hefur sér­stak­lega lagt sig eftir hlut­verki og mik­il­vægi sam­gangna í efna­hags­þróun sam­fé­laga. Hér er um að ræða þekk­ingu sem fellur oft niður á milli fræði­greina í tækni, hag­vís­indum og hag­stjórn og væri vissu­lega áhuga­vert að sjá Kjarn­ann fjalla um þessi tengsl af þeim lif­andi áhuga sem blaðið hefur á efna­hags­mál­u­m.

Hóp­ur­inn telur ein­sýnt að við und­ir­bún­ing Borg­ar­línu hafi ekki verið horft til hag­rænna áhrifa verk­efn­is­ins á þjóð­ar­búið eins og vera ber. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa yfir 60% þjóð­ar­innar og þau áhrif sem efna­hags­lífið verður fyrir vegna verk­efna af þeirri stærð­argráðu sem Borg­ar­lína er og ekki síður vegna þeirra áhrifa sem breytt umferð á svæð­inu hefur á hag­kerfið munu snerta alla lands­búa.

Svæð­is­skipu­lag 2015 til 2040 og Borg­ar­lína

Árið 2015 var sam­þykkt nýtt svæð­is­skipu­lag fyrir höf­uð­borg­ar­svæðis og skyldi hryggjar­stykki þess vera nýtt afkasta­mikið fólks­flutn­ings­kerfi, nefnt Borg­ar­lína. Enn hafði þá ekki verið ákveðið hvort þar yrði um að ræða nýtt létt­lest­ar­kerfi eða kerfi þar sem strætó fengi for­gang á sér­a­kreinum og liðkað fyrir inn og útgöngu far­þega. Það er því lík­lega mis­skiln­ingur sem segir í bréfi Bs að það sem þar er nefnt létt hrað­vagna­kerfi hafi verið athugað og afskrifað í sam­an­burði við aðra kosti fyrir 2015. Að minnsta kosti hafa arð­sem­is­sjón­ar­mið ekki haft áhrif á það val.

Und­ir­bún­ingur svæð­is­skipu­lags­ins frá 2015 leið fyrir það að þá voru enn ekki fyrir hendi nauð­syn­leg tæki og reikni­geta til að gera við­un­andi úttekt á þjóð­hags­legum áhrifum þeirra ákvarð­ana sem verið var að taka.

For­sendur ákvörð­unar

Ákvörð­unin um skipu­lagið var byggð á sam­an­burði milli þriggja sviðs­mynda um höf­uð­borg­ar­svæði 2040 þar sem gert var ráð fyrir mis­mun­andi þéttri byggð og einnig því, að ef byggð væri þétt­ari mundu fleiri nota ferða­mát­ann almenn­ings­sam­göngur og gefnar voru upp fyrir það pró­sentu­töl­ur. Þær tölur virð­ast hafa verið hrein ágiskun og ekki studdar nið­ur­stöðum neinna rann­sókna, enda hefur ekki tek­ist að sýna fram á sam­band byggða­þétt­leika og notkun á almenn­ings­sam­göngum sé til. Spá hag­stof­unnar um mann­fjölda lá fyrir og á grunni hennar var gerð umferð­ar­spá en báðar hafa spárnar lækkað síð­an. Í skýrslu um umferð­ar­spána voru sýndar nið­ur­stöður umferð­ar­lík­ans um hve mikið umferð­ar­tafir minnk­uðu ef ferða­mátar breytt­ust. Þeir reikn­ingar segja ekk­ert um það hvort réttar pró­sentu­tölur um ferða­máta voru vald­ar, enda það umferða­líkan ekki til þess ætl­að.

Auglýsing

Sviðs­myndir eru oft not­aðar til grein­ingar á þeim áhættu­þáttum fram­tíðar sem fyr­ir­tæki þurfa að vera und­ir­búin að takast á við og rann­sókn­ar­spurn­ingin þá í sam­ræmi við það. Í sviðs­mynda­grein­ing­unni fyrir svæð­is­skipu­lagið 2015 virð­ist rann­sókn­ar­spurn­ingin hafa verið þessi: Hvernig borg eigum við að byggja og með hvernig sam­göngu­kerfi. Sú ófull­komna grein­ing sem að framan er lýst er ekki nægur und­ir­bún­ingur fyrir slíka ákvörð­un. Hér var ákveðið fyrst, útreikn­ingum hefur enn ekki verið lok­ið.

Betri aðferða­fræði við grein­ingar

Árið 2005 kom út skýrsla Hag­fræði­stofn­un­ar, „For­gangs­röðun í sam­göng­um“ unnin sam­kvæmt samn­ingi hennar við Vega­gerð­ina, Sigl­inga­stofnun og Flug­mála­stjórn. Þar eru settar fram til­lögur um að félags­leg grein­ing skuli vera hluti und­ir­bún­ings veiga­mik­illa fjár­fest­inga í sam­göngum og lýst þeim kröfum sem gera þarf til slíkrar grein­ing­ar, m. a. sú að grein­ingin skuli ná til alls lands­ins. Í sam­ræmi við það hefði þurft að vinna slíka grein­ingu fyrir sam­göngu­hluta svæð­is­skipu­lags­ins og hafa undir að minnsta kost allt SV-land frá Borg­ar­firði til Árnes­sýslu. Slíka félags­lega grein­ingu var hins vegar ekki hægt að gera hér fyrir 2015 vegna skorts á reikni­getu.

Að lok­inni félags­legri grein­ingu tekur við póli­tískt mat og ákvarð­anir um fjár­magn.

Ný tækni til grein­ingar

Nú hefur nokkuð verið bætt úr þessum skorti á reikni­getu. Vega­gerðin hefur fengið umferð­ar­líkan sem getur reiknað umferða­tafir og hermt eftir vali íbú­anna á ferða­máta og ferða­leiðum þannig að ferð hvers og eins taki minnstan tíma. Still­ingu þessa lík­ans átti að ljúka nú í apríl síð­ast lið­in. Still­ingin er þó erfið þar sem engar mæl­ingar hafa verið gerðar á umferða­töfum hér á landi sem hægt er að nota til við­mið­un­ar. Á grund­velli nið­ur­staðna úr þessu lík­ani þarf að gera félags­lega grein­ingu eins og Hag­fræði­stofnun lagði til og bera þá saman fleiri en einn val­kost um útfærslu Borg­ar­línu fyrir hverja þá sviðs­mynd svæð­is­skipu­lags­ins sem rann­saka þarf. Önnur fyr­ir­mynd slíkra grein­inga er félags­fræði­leg grein­ing Mann­vits og COWI sem finna má á vef SSH en þar er aðeins reiknuð ein útfærsla Borg­ar­línu fyrir eina sviðs­mynd. Þeir reikn­ingar gefa til kynna, að árið 2034 muni hlut­deild Borg­ar­línu í fólksflutn­ingum hafa vaxið um aðeins eitt pró­sentu­stig frá því sem Strætó bs hefur í dag.

Þessi nýja tækni gerir kleift að fram­kvæma það fag­lega hag­ræna mat á val­kostum sem ekki var hægt að gera 2015 og hefur ekki enn verið gert. Sam­göngusátt­mál­ann ber því að taka til end­ur­mats.

Bak­grunnur bréfs Betri sam­gangna

Það hefur því enn ekki unn­ist tími til að vinna þær upp­lýs­ingar sem Bs þurfa að ber­ast áður en fyr­ir­tækið getur ráð­lagt eig­endum sínum um end­ur­skoðun sam­göngusátt­mál­anum þó sterkar vís­bend­ingar hafi komið fram. Enda er hlut­verk fyr­ir­tæk­is­ins aðeins eitt, eins og kemur fram í umræddu bréfi þess: „Betri sam­göngum er ætlað að hrinda Sam­göngusátt­mál­anum í fram­kvæmd og er bundin af hon­um.“ Mögu­lega gætu slíkar upp­lýs­ingar orðið til­búnar eftir fáa mán­uði og Bs gæti þá sent til­lögur um til­teknar breyt­ingar á sátt­mál­an­um. Bs getur þangað til aðeins rifjað upp eldri rök eig­enda eins og gert er í bréf­inu.

Til­lögur ÁS

ÁS hefur sett fram til­lögur að léttri Borg­ar­línu með marg­falt lægri stofn­kostn­aði en sú þunga sem er lýst í frum­draga­skýrslu 1. lotu. Létta Borg­ar­línan mun gera næstum sama gagn og sú þunga. ÁS telur einnig að létta Borg­ar­línan sé hágæða fólks­flutn­inga­kerfi eins og sam­bæri­leg kerfi eru talin vera í borgum erlend­is. Megin til­laga ÁS er að gera skuli upp á milli þess­ara útfærslna með félags­legri grein­ingu sam­kvæmt til­lögu Hag­fræði­stofn­unar eins og gert er í góðri stjórn­sýslu víða, líka hér á landi. Góð vinnu­brögð eru að greina núver­andi strætó­kerfi með end­ur­skoð­uðu leiða­kerfi og telja allan ábata umfram þann hágæða almenn­ingsam­göngu­kerf­inu til tekna. Slíkir útreikn­ingar hafa ekki sést enn, t.d. ekki í frum­draga­skýrslu Borg­ar­línu.

Loka­orð

Í góðri stjórn­sýslu eru ákvarð­anir teknar á réttum tíma. Umferða­slys og miklar umferða­tafir valda miklum félags­legum kostn­aði sem taka ber til­lit til, en það var ekki fyrr en á ný liðnum ártug að taf­irnar urðu svo mikla að þær voru farnar að hafa veru­leg áhrif á rekstra­kostnað fyr­ir­tækja, kostnað við fram­kvæmdir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og tefja ferðir fólks í þeim mæli að geta ógnað þjóð­ar­hag. Það kann að vera ein af ástæðum þess að enn hefur ekki náðst að beita við­un­andi aðferða­fræði til að und­ir­byggja þær ákvarð­anir sem hér um ræð­ir, en tími vand­aðrar ákvörð­un­ar­töku er nú kom­inn.

Höf­undur er verk­fræð­ingur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar