Harðstjórn verðleikanna og jafnaðarstefnan

Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki fjallar um verðleikahugmyndir og jafnaðarstefnu, meðal annars út frá nýlegri bók heimspekingsins Michael Sandels og orðum Kristrúnar Frostadóttur um skaðsemi einstaklingshyggju fyrir samfélagið.

Auglýsing

Í við­tali í Frétta­blað­inu 26. ágúst segir Kristrún Frosta­dóttir að mik­il­vægt sé að tala um hve hættu­leg ein­stak­lings­hyggjan sé sam­fé­lag­inu. „Fólk sem nýtur vel­gengni þarf að átta sig á að það komst ekki á þann stað ein­samalt“. Af þess­ari hugsun má draga mik­il­vægar póli­tískar og félags­legar álykt­anir sem gætu orðið leið­ar­ljós end­ur­nýj­aðrar jafn­að­ar­stefnu. Áhuga­verðar pæl­ingar á þá veru er að finna í nýlegri bók eftir banda­ríska heim­spek­ing­inn Mich­ael Sand­el. Sandel er þekktur fyrir hug­myndir sínar um sam­fé­lags­hyggju (comm­unit­ari­an­ism) sem hann hefur sett fram bæði í fræði­ritum og á almanna­vett­vangi.

Í bók­inni, The Tyranny of Merit. What’s Become of the Common Good? (Harð­stjórn verð­leik­anna. Hvað hefur orðið um almanna­gæð­i?, Penguin 2021), færir Sandel rök fyrir því að sú hugs­un, að hver og einn eigi að njóta verð­leika sinna, hafi gegnt afar tví­bentu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Sögu­lega séð fylgdi henni ákveðin frelsun undan oki for­rétt­inda tengdum ætt­ar­stöðu sem réði mestu um afdrif fólks, aðgengi að lífstæki­færum, emb­ættum og auði. And­spænis þessu ger­ræði auðs og ætt­ar­tengsla komu ferskir vindar rétt­lætis með þeirri hug­mynd að tæki­færi fólks ættu að ráð­ast af verð­leik­um. Lyk­il­stefið var að hver og einn ætti að kom­ast eins hátt eða langt í líf­inu og hæfi­leikar þeirra og fram­lag stóðu und­ir. Þetta hefur oft verið kennt við kröf­una um jöfnun tæki­færa sem hefur verið lyk­il­stef í póli­tískri orð­ræðu und­an­far­inna ára­tuga. Sandel vitnar óspart í ræður Banda­ríkja­for­seta og for­seta­fram­bjóð­enda, bæði úr röðum demókrata og repu­blikana, þar sem hamrað er á þessum hug­mynd­um. Í fyrstu ræðu sinni sem for­sæt­is­ráð­herra sagð­ist Liz Truss ætla að gera Bret­land þannig að allir fengju hvar­vetna þau tæki­færi sem þeir eiga skil­ið.

Verð­leika­hug­myndir hafa aftur á móti ekki átt upp á pall­borðið í hug­myndum margra fræði­manna, svo sem í áhrifa­ríkri rétt­læt­is­kenn­ingu John Rawls:

Það verð­skuldar eng­inn þær gáfur sem hann hlýtur í vöggu­gjöf, ekki frekar en maður verð­skuldar þá stöðu í sam­fé­lagi sem hann er fæddur til. Við getum ekki heldur sagt að maður eigi þann dug skil­inn sem gerir honum kleift að leggja rækt við hæfi­leika sína, því að dugur manns veltur að mestu á slembiláni um fjöl­skyldu hans og félags­skap sem hann getur ekki þakkað sjálfum sér. Hér er hvergi fót­festa fyrir hug­mynd­ina um verð­leika. (A The­ory of Just­ice 1971, bls 104; þýð, Þor­steinn Gylfa­son, Rétt­læti og rang­læti 1998, bls. 65–66).

Sú hvers­dags­lega og heill­andi hug­mynd að rétt­læti sé fólgið í því að sér­hver fái það sem hann eigi skilið – upp­skeri eins og hann sái – hefur því verið gagn­rýnd mjög í stjórn­mála­heim­speki (sjá umræðu í bók minni Farsælt líf, rétt­látt sam­fé­lag, 2008, 17. kafla). Öðru máli hefur gegnt í stjórn­málum og meðal almenn­ings þar sem verð­leika­hug­myndin hefur verið áber­andi í orð­ræðu um félags­legt rétt­læti. Í Banda­ríkjum Norður Amer­íku hefur þetta verið kjarni hug­mynd­ar­innar um amer­íska draum­inn, að hver sem er eigi að geta kom­ist til auðs og valda með dugn­aði og hæfi­leik­um, óháð því hvaðan við­kom­andi kemur (geti risið úr örbirgð til ríki­dæm­is; from rags to riches). Þetta hefur verið kennt við félags­legan hreyf­an­leika, þ.e. að fólk geti færst upp eftir þjóð­fé­lags­stig­anum eftir dugn­aði og verð­leik­um. Sandel sýnir hins vegar fram á að félags­legur hreyf­an­leiki sé mun minni í Banda­ríkj­unum en t.d. á Norð­ur­löndum og amer­íski draum­ur­inn sé goð­sögn sem eigi ekki við (töl­fræði­leg) rök að styðj­ast.

En meg­in­rök Sand­els lúta að skað­semi hug­mynd­ar­innar um verð­leika. Að hans mati hefur hún skað­leg áhrif bæði fyrir þá sem skara fram úr og þá sem verða undir í lífs­bar­átt­unni. Fyrr­nefndi hóp­ur­inn líður m.a. fyrir full­komn­un­ar­áráttu og kulnun sem stafar af ákafri við­leitni þeirra að standa sig. Og börnin eru að kikna undir stífum frammi­stöðu­kröfum síhvetj­andi for­eldr­anna sem sveima yfir þeim (helicopter parents) til að gæta þess að þau tapi ekki í líf­gæða­kapp­hlaup­inu. Háskóla­próf er gjarnan lyk­ill­inn að vel­gengni, helst á til­teknum sviðum sem eiga að veita aðgang að tekjum og tæki­færum, valdi og við­ur­kenn­ingu. Þannig verður til elíta sem er með­vituð um að vera á toppnum fyrir til­stuðlan eigin verð­leika, dugn­aðar og hæfi­leika. Sú með­vit­und birt­ist gjarnan sem ofmetn­aður (hubris) og for­dómar í garð þeirra sem eru í „lægri þrep­um” þjóð­fé­lags­stig­ans. Þeir sem ekki hafa „kom­ist áfram” upp­lifa aftur á móti nið­ur­læg­ingu og skömm, ekki síst vegna þess að verð­leika­hug­myndin elur á því að ein­stak­lingar séu ábyrgir fyrir stöðu sinni. Þá skorti dugnað og hæfi­leika. Að því leyti til er erf­ið­ara að sætta sig við mis­munun í sam­tím­anum sem rétt­lætt er með verð­leika­hug­myndum en þá sem réð­ist af rót­grónum stétta­mun.

Auglýsing

Að mati Sand­els er þetta meg­in­skýr­ingin á því hvel vel Don­ald Trump náði til stórs hluta Banda­ríkja­manna. Öfund­ar­gremja gagn­vart elít­unni var ríkj­andi í stórum hópum þeirra sem kusu hann, hvítra karl­manna með til­tölu­lega litla menntun og lít­il­fjör­leg tæki­færi, m.a. vegna þess að störfum hafði fækkað mjög í ferli hnatt­væð­ing­ar. Fylgið við Trump hefur oft verið skýrt með heimsku og þekk­ing­ar­leysi í stað þess að rýna í þær félags­legu og menn­ing­ar­legu aðstæður sem gera það skilj­an­legt. Í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016 kenndi Hill­ary Clinton þennan hóp fylg­is­manna Trumps við rusla­körfu hinna aumk­un­ar­verðu (basket of deplora­bles). Þetta er skýrt dæmi um það að nær einu við­ur­kenndu for­dóm­arnir sem eftir eru í sam­fé­lagi okkar bein­ast gegn „hvíta rusl­in­u“, fólki sem hefur orðið undir í verð­leika­sam­fé­lag­inu án þess að hafa við­ur­kennda stöðu jað­ar­hópa. Rann­sóknir í Evr­ópu­löndum hafa sýnt að meðal mennt­aðs fólks er litið mest niður á lítt mennt­aða. Mis­munun kynja og kyn­þátta er for­dæmd og gæta þarf orð­færis í því til­liti, en annað gildir um við­horf til þeirra sem hafa litla menntun (sem er þá einkum skilin sem háskóla­mennt­un). Og þessa afstöðu er líka að finna meðal hinna lítt­mennt­uðu sjálfra. Meg­in­skýr­ingin er það við­horf að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt um að hafa farið hall­oka í lífs­bar­átt­unni. Það hafi ekki nýtt sér tæki­færin sem bjóð­ast einkum gegnum háskóla­mennt­un.

Sandel færir rök fyrir því að verð­leika­hug­myndin leiði til van­mats á fram­lagi þeirra sem vinna við fram­leiðslu- og þjón­ustu en upp­hefji störf sem útheimta háskóla­mennt­un, jafn­vel þótt þau skili litlu til sam­fé­lags­ins. Sem dæmi tekur hann fjár­mála­spek­úlanta sem hafi grafið undan sam­fé­lag­inu fremur en hitt. Í fjár­mála­braski skari menn eld að eigin köku en stuðli lítið að sam­eig­in­legum mark­mið­um. Jafn­framt eru ofur­laun til handa þeim sem starfa í fjár­mála­geir­anum rök­studd með vísun í hæfi­leika þeirra og dugnað sem geri fjár­mála­stofn­anir sam­keppn­is­hæf­ar, líkt og við þekkjum úr umræðu hér­lend­is. Í þessu sam­hengi ræðir Sandel hug­takið fram­lags­rétt­læti (just­ice of contri­bution) sem lýtur að því að meta mik­il­vægi vinnu sér­hvers sem leggur sitt af mörkum til sam­fé­lags­ins. Hér er því um að ræða virð­ingu fyrir vinnu (dignity of work) og þýð­ingu hennar fyrir sam­fé­lag­ið, burt­séð frá því hvaða menntun liggur henni að baki. Hvað yrði um sam­fé­lag­ið, svo dæmi sé tek­ið, ef fólk sem vinnur við sorp­hirðu og skúr­ingar skil­aði ekki sínu? Fram­lag allra vinn­andi stétta myndar raunar vef sem er for­senda þess að nokkur einn njóti afrakst­urs dugn­aðar síns og hæfi­leika. Vel­gengni til­tek­inna ein­stak­linga ræðst líka mikið af heppni og félags­legum upp­runa og aðstæðum sem eru ekki undir þeim sjálfum komn­ar. Þess vegna er svo vill­andi að umb­una útfrá ein­stak­lings­bundnum verð­leikum eða telja að fólk nái árangri einkum vegna þeirra. Ég ræði eitt skýrt dæmi um þetta í bók­inni Far­sælt líf, rétt­látt sam­fé­lag bls. 290):

Sam­fé­lagið er líkt og sam­of­inn vefur þar sem engin leið er að greina fram­tak ein­stak­linga algjör­lega frá því umhverfi sem hefur fóstrað þá. Jafn­vel hinir öfl­ug­ustu athafna­menn hafa þegið fjöl­margt frá sam­fé­lag­inu sem hefur gert afrek þeirra mögu­leg. Þessa vegna var það til að mynda rang­látt þegar kvóta­kerfið var tekið upp að ein­skorða úthlutun veiði­heim­ilda við útgerð­ar­menn og rjúfa þannig tengsl þeirra við íslenskar sjáv­ar­byggðir sem skópu þeim skil­yrði til fram­kvæmda og verð­mæta­sköp­un­ar.

Að mati Sand­els snýst við­ur­kenn­ing á vinnu­fram­lagi fólks ekki ein­göngu um laun heldur um sið­ferði­legt end­ur­mat á gildi þess fram­lags sem það leggur af mörkum til sam­fé­lags­ins. Hann álítur að ein­blínt sé um of á kaup­mátt og neyslu og minnir í því sam­hengi á klass­ískar hug­myndir frá Aristótel­esi um að far­sæld manna velti á því að þeir rækti eig­in­leika sína og hæfi­leika. Þetta gerir fólk ekki síst með störfum sínum sem hafa gildi fyrir sam­fé­lag­ið. Frá þessu sjón­ar­horni eru störf séð sem fram­lag borg­ara sem rækta saman almanna­gæði, en ekki ein­stak­linga á mark­aðs­torgi neysl­unn­ar. Hann leggur til að skatt­kerfið sé mark­visst notað til að styðja við þetta fram­lag til sam­eig­in­legra gæða og mark­miða. Þannig mætti draga úr hvat­anum til einka­drif­innar fjár­magns­sköp­unar sem skilar litlu sem engu til efna­hags­lífs­ins. Færa þurfi skatt­byrð­ina frá vinnu yfir á neyslu, fjár­magnstekjur og spá­kaup­mennsku og gróða­brall. Ljóst má vera að hér eru skýr leið­ar­ljós fyrir jafn­að­ar­menn sam­tím­ans.

Sandel ræðir áhrif og rætur verð­leika­kenn­ing­ar­innar í marg­vís­legu sam­hengi, svo sem mennt­un­ar, gild­is­mats og trú­ar­bragða. Mennta­kerfið hefur verið skipu­lega notað til að flokka fólk inn í kerfi sam­fé­lags­ins eftir frammi­stöðu á skóla­bekk en jafn­framt er skil­vindan (the sort­ing machine) hugsuð sem jöfn­un­ar­að­gerð út frá hug­mynd­inni um verð­leika. Það má til sanns vegar færa í ljósi þess að vel­gengni á grunni mennt­unar dregur úr ójöfn­uði þar sem for­rétt­inda­stéttir höfðu fyr­ir­fram­gef­inn for­gang að sam­fé­lags­gæð­um. En fórn­ar­kostn­að­ur­inn er fyrr­nefnd nið­ur­læg­ing sem fylgir verð­leikarök­unum sem og það rang­snúna rétt­læti sem van­metur áhrif hag­stæðra aðstæðna og slembiláns þeirra sem njóta mestrar fjár­hags­legrar vel­gengni. Þá þjónar verð­leika­hug­myndin því hlut­verki að rétt­læta mis­skipt­ingu og félags­legt rang­læti.

Auglýsing

Þessa umræðu tengir Sandel líka við tækniræði með þeim rökum að ein­hliða áherslu á menntun fylgi sú afstaða að aðsteðj­andi vanda­mál verði einkum leyst með auk­inni þekk­ingu og upp­lýs­ing­um. Þetta sjá­ist skýrt af lofts­lags­um­ræð­unni. Fólk þurfi ein­fald­lega að afla sér þekk­ingar og við­ur­kenna stað­reyndir og þá munum við finna „snjall­ar“ en sið­ferði­lega hlut­lausar (tækn­i)­lausnir á vand­an­um. Sandel spyr: „En hvað með þau sem leggj­ast gegn stjórn­valds­á­kvörð­unum um að draga úr kolefn­is­út­blæstri, ekki vegna þess að þau hafna vís­ind­unum heldur vegna þess að þau treysta ekki stjórn­völdum til að vinna í þeirra þágu, einkum þegar um er að ræða alls­herjar upp­stokkun efna­hags­lífs­ins, og treysta ekki tækniræð­isel­ít­unni sem myndi hanna slíka upp­stokkun og fram­fylgja henn­i.“ (112). Hér rísa spurn­ingar um vald, sið­ferði og traust sem verður ekki svarað af sér­fræð­ingum heldur kalla á lýð­ræð­is­lega umræðu meðal borg­ar­anna. Sandel færir raunar rök fyrir því að slík lýð­ræð­is­leg sam­ræða um almanna­gæði sé nauð­syn­leg til að við getum skapað far­sælla sam­fé­lag.

Slag­orðið sem hljóm­aði í heims­far­aldr­in­um, „við erum öll í þessu sam­an“, felur í sér vísi að því sem þarf að gera til að takast á við vand­ann, að mati Sand­els. Það vísar í sam­stöðu og sam­kennd sem hann telur nauð­syn­legar góðu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Í því skyni þurfi að hafa að leið­ar­ljósi hug­mynd­ina um jöfnun lífskil­yrða (equ­ality of condition) sem geri öllum kleift að lifa sóma­sam­legu lífi og njóta hæfi­leika sinna. Mér sýn­ist Páll Skúla­son hafa orðað svip­aða hugsun í erindi sem hann hélt á mál­þingi um fátækt 1986:

Hverjir eru þeir verð­leik­ar, sem öryrkjar, þroska­heft­ir, eit­ur­lyfja­sjúk­lingar eða aðrir þeir sem megna ekki að sjá fyrir sér, geta bent á til að styðja rétt­læt­is­kröfur sín­ar, að þeir fái það sem þeir eiga skil­ið. Hvað hafa þeir upp á að bjóða eða selja til að verð­skulda rétt­læti? Rétt­lætið er ekki ávallt að fá það sem menn eiga skilið miðað við verð­leika, heldur ein­fald­lega að fá að vera til, hvað svo sem menn hafa til síns ágæt­is. Það rétt­læti sem mestu máli skipt­ir, er að njóta virð­ingar sem full­gildur með­limur sam­fé­lags­ins, – hvernig svo sem ástatt er fyrir manni og hverjir sem verð­leikar manns eru. (Pæl­ingar 1987, bls. 383).

Páll leggur hér rétti­lega áherslu á virð­ing­una og hana þarf að sýna í verki bæði með sið­ferði­legri afstöðu, breyttu gildi­mati og póli­tískum aðgerð­um. Það er meg­in­verk­efni jafn­að­ar­stefn­unnar á öllum tímum að draga úr félags­legum ójöfn­uði og bæta lífs­kjör þeirra sem höllum fæti standa. Það er besta leiðin til að jafna tæki­færi borg­ar­anna og gera þeim kleift að njóta hæfi­leika sinna, á hvaða sviði sem þeir kunna að liggja.

Höf­undur er pró­fessor í heim­speki við Háskóla Íslands

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar