Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi

Þingframbjóðandi Framsóknarflokksins skrifar um forvarnir í heilbrigðismálum og setur þær í samhengi við eigin glímu við offitu. Hann segir Íslendinga fljóta sofandi að feigðarósi þar sem opinber útgjöld vegna lífsstílstengdra sjúkdóma aukist stöðugt.

Auglýsing

Fólk sem sæk­ist eftir því að kom­ast til áhrifa í sam­fé­lag­inu gerir það af ýmsum ástæð­um. Það er mín reynsla að mörg hver eiga sín hjart­ans mál sem flest sækja í upp­lifun og reynslu sína af líf­inu. Frá því að ég hóf þátt­töku í stjórn­málum hef ég verið ötull tals­maður nýrrar sýnar í heil­brigð­is­mál­um. Sýnar sem bygg­ist fyrst og fremst á heil­brigð­is­vís­ind­um, heilsu­efl­ingu og for­vörn­um. Því er oft haldið fram að hver og ein mann­eskja beri ábyrgð á eigin heilsu. Það kann að vera að hluta til rétt en ekki að öllu leyti. Hver ber til dæmis ábyrgð á því að barn sem er 8 ára sé 20 kílóum of þungt? Hver ber ábyrgð á fólki sem liggur inni á lungna­deild og glímir við lungna­krabba­mein sem rekja má til langvar­andi reyk­inga frá ung­lings­árum? Hver ber ábyrgð á and­legri van­líðan barna og hver ber ábyrgð á því að íbúar þessa lands búi við heilsu­sam­legt umhverfi? Þessar spurn­ingar eru meðal ann­ars viðfangs­efni stjórn­mál­anna. Hvernig við for­gangs­röðum fjár­munum og út frá hvaða for­sendum skiptir lyk­il­máli.

Mín veg­ferð og bar­átta fyrir því að bæta heilsu fólks á öllum aldri er engin til­vilj­un. Inn­blást­ur­inn sæki ég í mína reynslu af því að berj­ast sjálfur við heilsu­fars­leg vanda­mál sem framar öðru sliga nú heil­brigð­is­kerfin um heim all­an. Á veg­ferð minni í gegnum þau 42 ár sem ég hef lifað hef ég varið meira en helm­ingi ævinnar í að glíma við offitu. Raunar var sú yfir­þyngd það mikil um tíma að vinir mínir og ætt­ingjar voru farnir að ótt­ast um líf mitt. Offita er sjúk­dómur sem hrjáir fleiri og fleiri íbúa á Íslandi með hverju árinu sem líð­ur. Fylgi­kvillar offitu eru jafn­vel enn hættu­legri en kílóa­fjöldi. Þung­lyndi, hjarta- og æða­sjúk­dóm­ar, syk­ur­sýki 2, auknar líkur á ákveðnum krabba­mein­um, heila­blóð­falls­á­hætta og stoð­kerf­is­vanda­mál og er þá list­inn alls ekki tæmd­ur.

Allir sam­mála um hvert þarf að stefna, samt ger­ist lítið

Mikil umræða hefur verið á Íslandi um offitu, fitu­smánun og lík­ams­dýrkun rétt eins og í öðrum vest­rænum ríkj­um. Sitt sýn­ist hverjum þegar sú umræða ber á góma. Offita er þó ekki eina heilsu­fars­lega vanda­málið sem við þurfum að mæta á næstu árum og ára­tug­um. Lífs­stílstengdir sjúk­dómar sem hægt er að fyr­ir­byggja eru mun fleiri og vand­inn sem við blasir verði ekk­ert að gert mun sliga heil­brigð­is­kerf­ið. Það er mín upp­lifun að á und­an­förnum árum hefur þessum vanda aðal­lega verið mætt með plástrum og auknum útgjöld­um. Skortur er á lang­tíma hug­sjón í mála­flokknum og því situr end­ur­skipu­lagn­ing heil­brigð­is­mála á hak­an­um. Ég veit ekki um neinn máls­met­andi aðila innan heil­brigð­is­kerf­is­ins sem ekki er mál­flutn­ingi mínum sam­mála. Hvar sem ég kem og hver sem hlustar skilur nákvæm­lega mín sjón­ar­mið. Veru­leik­inn er sá að heilsu okkar er ógnað fyrir margra hluta sakir yfir ævina og þær hættur eru flestar þekktar. Úrræðin eru miðuð að skamm­tíma­lausnum á meðan starf­semi heil­brigð­is­kerf­is­ins leggur enn meg­in­á­herslu á að taka á vand­anum þegar skað­inn er skeð­ur.

Auglýsing

Erlendis hefur verið mikil umræða um þátt lífs­stílstengdra sjúk­dóma í dauðs­föllum vegna COVID 19. Þessi umræða hefur ekki ratað á fjörur hér á landi sem kemur á óvart. Mun lík­legra er að sjúk­lingar sem glíma við lífs­stílstengda sjúk­dóma veik­ist alvar­lega eða jafn­vel láti lífið úr COVID 19 en þeir sem búa við góða heilsu. Erlendis hefur þessi stað­reynd kallað á umræðu um almenna lýð­heilsu. Mik­il­vægt er að sú umræða fari einnig fram hér á landi.

Horf­umst í augu við raun­veru­leik­ann og bregð­umst við

Skortur á upp­lýstri umræðu um ýmis heilsu­fars­leg vanda­mál getur hamlað því að við horf­umst í augu við raun­veru­leik­ann. Gleggsta dæmið eru offitu­að­gerðir en það virð­ist vera þegj­andi sam­þykki í sam­fé­lag­inu að ræða þær ekki að neinni alvöru. Hvers vegna fram­kvæmum við þær aðgerðir ekki alfarið hér á landi og nið­ur­greiðum þær að fullu? Það er vænt­an­lega vegna þeirra for­dóma sem sam­fé­lagið hefur gagn­vart þeim sem glíma við offitu. Hér skal gera skýran grein­ar­mun á þeim sem eru í yfir­þyngd og þeim sem glíma við offitu. Maga­að­gerðir eru það algengar á Íslandi að óhætt er að full­yrða að sparn­að­ur­inn til lengri tíma sé veru­legur svo ekki sé minnst á aukin lífs­gæði. Þekk­ing­ar­leysið á mik­il­vægi offitu­að­gerða og for­dómar tröll­ríða sam­fé­lag­inu án þess að upp­lýst umræða fari fram um árangur þeirra og áhættu að neinu marki. Fæstir leiða hug­ann að því hvernig hægt hefði verið að sporna við þeim gríð­ar­lega offitu­vanda sem hrjáir þjóð­ina. Offita meðal íslenskra karla hefur til dæmis auk­ist úr 7,2% í 22,7%, og meðal kvenna úr 9,5% í 19,3% frá árinu 1990.

1/5 full­orð­inna Íslend­inga glímir nú við offitu. Hér spretta upp fata­búðir sem sér­tak­lega selja föt á þennan stóra hóp enda þró­unin hröð og ógn­væn­leg. Kyrr­seta barna eykst á Íslandi en samt sem áður hefur engum dottið í hug að fjölga íþrótta­tímum í skólum eða auka mark­vissa hreyf­ingu barna á Íslandi til þess að veita ein­hverja mót­spyrnu. Eftir hverju erum við að bíða? Er það yfir­lýst mark­mið okkar að stór­lega auka útgjöld til heil­brigð­is­mála nán­ast ein­vörð­ungu til þess að mæta byrði lífs­stílstengdra sjúk­dóma? Varla.

Heil­brigð­is­mál eru póli­tísk og það er stjórn­mál­anna að setja stefn­una

Ég hef heyrt þá umræðu skjóta upp koll­inum reglu­lega að sjúk­dóm­ur­inn offita sé ein­hvers­konar lík­ams­virð­ing­ar­vanda­mál. Það skal sann­ar­lega tekið fram að stór hópur hér á landi er í yfir­vigt enda mæli­kvarð­inn sem farið er eftir eflaust orð­inn úrelt­ur. Smán­un, jað­ar­setn­ing og lít­ils­virð­ing gagn­vart ein­stak­lingum í yfir­vigt er ekki veg­ur­inn til batn­að­ar. Rann­sóknir sýna að slíkt við­horf hefur einmitt gagn­stæð áhrif á meðan stað­reynd­irnar tala sínu máli. Þegar ég var rétt tæp 200 kíló var ég að deyja úr offitu. Þegar ég var 20 kílóum of þungur var ég að stefna í þessa átt og sam­fé­lagið dreifði þeim skila­boðum til mín að ekk­ert væri að ótt­ast. Ekki var því gef­inn gaumur að einu né neinu leyti. Engar fyr­ir­byggj­andi með­ferðir voru í boði og í öllum mínum lækn­is­heim­sóknum man ég aldrei eftir því að lækn­ir­inn gæfi yfir­vigt minni og síðar offitu neina sér­taka athygli. Sem betur fer hefur kerfið tekið við sér og mun algeng­ara er að læknar gefi offitu gaum en þekkt­ist hér áður fyrr. Útgjöld vegna lífs­stílstengdra sjúk­dóma halda þó áfram að aukast eins og áður sagði og því fljótum við sof­andi að feigðar­ósi.

Heil­brigð­is­mál eru póli­tísk eins og svo margt annað í okkar sam­fé­lagi. Það að tryggja að Íslend­ingar séu við sem besta heilsu út ævi­skeiðið er lík­lega ein­hver besta fjár­fest­ing sem hægt er að ráð­ast í. Ef þú telur mik­il­vægt að við hefj­umst handa við kerf­is­breyt­ingar með það að mark­miði að efla and­lega, lík­am­lega og félags­lega heilsu fólks þá er kost­ur­inn í kom­andi kosn­ingum aug­ljós.

Höf­undur er lýð­heilsu­fræð­ingur og í 2. sæti á lista Fram­sóknar í Suð­ur­kjör­dæmi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar