Heimurinn sem birtist

Jón Ormur Halldórsson skrifar um breytta stöðu í alþjóðamálum.

Auglýsing

Hún er komin aftur þessi til­finn­ing um mikið umrót í aðsigi og víð­tæka óvissu í heims­mál­um. Umskipti eru sjaldn­ast snögg en margt í veðra­brigðum sam­tím­ans bendir til að víð­tækar breyt­ingar á umhverfi okkar séu í vænd­um. Nýhaf­inn ára­tugur verður lík­lega sá síð­asti sem alþjóða­kerfið ber gagn­gert svip­mót af upp­runa sínum í nýlendu­tím­anum og vest­rænu for­ræði. Það væri nær­tækt að líta á óviss­una nú sem afleið­ingu af furðu­legri for­seta­tíð Trumps og marg­slungnum áhrifum Covid enda hafa síð­ustu miss­eri leitt í ljós að færra er nagl­fast á sviði heims­mála en mönnum var tam­ast að telja.

Dýpri rætur

En orsak­irnar fyrir óvissu tím­ans og til­finn­ingu um þátta­skil í vændum liggja dýpra. Kafi fólk í þá hluti sést að Trump var frekar sjúk­dóms­ein­kenni en sóttin sjálf. Til­komu hans á meg­in­svið stjórn­mála má skilja sem sögu um alþjóð­legar breyt­ingar bæði í efna­hags­lífi og stjórn­málum sem eiga rætur í heim­s­væð­ing­unni. Áhrif hans lágu fyrst og fremst í því að hraða marg­vís­legri þróun sem áður var haf­in. Sú þróun stefnir raunar í öfuga átt frá því að Amer­íka verði aftur stór. 

Það er líka fleira sem Covid hefur skýrt en það sem far­ald­ur­inn hefur breytt. Sú þver­sögn sést enn betur en áður að heim­ur­inn er að verða að einum stað um leið og hann ein­kenn­ist af dauða­djúpum sprung­um. Ekk­ert af því á sér­stakar rætur í Covid far­aldr­inum eða í trúðslátum Trumps. Hraði breyt­inga hefur hins vegar vaxið af þeirra sök­um. 

Auglýsing
Til að sjá þá þungu strauma sem móta umhverfi okkar þurfum við að horfa í örlítið til baka um leið og við reynum að skyggn­ast fram á veg­inn. Þrennt skiptir þar mestu. Eitt er afl Banda­ríkj­anna til að stýra gangi heims­mála, annað er heim­s­væð­ing atvinnu­lífs­ins og það þriðja upp­gangur risa­sam­fé­laga Asíu, sér­stak­lega en þó ekki ein­göngu, Kína.  

Ósigur valds­ins

Við lok kalda stríðs­ins var hern­að­ar­legt, póli­tískt og efna­hags­legt afl Banda­ríkj­anna svo yfir­þyrm­andi í ann­ars sundruðum heimi að því virt­ust fáar skorður sett­ar. Alþjóða­kerfið hvíldi einkum á tvennu. Ann­ars vegar byggði það á til­tölu­lega svip­aðri skynjun ríkja á ákveðnum meg­in­hags­munum sem birt­ust í auk­inni opnun og vax­andi mik­il­vægi alþjóð­legra samn­inga og ýmis konar stofn­ana. Hin meg­in­stoðin var mynduð af her­valdi Banda­ríkj­anna. Fyrra skeið heim­s­væð­ingar hafði með svip­uðum hætti byggt á sam­eig­in­legum hags­munum nýlendu­velda og hnatt­rænu flota­veldi Bret­lands.

Í þessu sam­hengi er til­gangur her­valds að forða átökum með því að setja skorður við hversu mikið ríki geta gengið gegn almennum reglum kerf­is­ins. Und­ar­lega heimsku­leg inn­rás Banda­ríkj­anna í Írak veikti þetta vald  Banda­ríkj­anna stór­kost­lega. For­ræði í heim­spóli­tík  byggir ekki á beit­ingu her­valds heldur á til­trú á því að það sé til stað­ar, hægt sé að beita því við til­tölu­lega skil­greindar aðstæður og að það geti ráðið úrslit­um. Þetta var stóra lexían af hruni breska heims­veld­is­ins sem drottn­aði í meira en öld en reynd­ist svo vera spila­borg þegar á reyndi í Aust­ur-Asíu. 

Tóma­rúm sem fyllt­ist

Til­trú er á end­anum mik­il­væg­asti gjald­mið­ill alþjóða­stjórn­mála. Í hinu stóra sam­hengi var geng­is­fell­ing á þessum gjald­miðli Banda­ríkj­anna mik­il­væg­asta nið­ur­staða þeirra ára­tuga upp­lausnar sem fylgdi inn­rásinni í Írak. 

Þau ríki sem vilja sækja sér aukin völd í alþjóða­málum eins og Kína, Rúss­land, Tyrk­land , Íran og Ind­land tóku vel eftir þessu. Það gerðu líka enn fleiri ríki sem leita sér tryggrar  verndar frekar en auk­inna valda. Þarna má finna margar skýr­ingar á fram­vindu þess leiks í alþjóða­málum sem nú stendur og leitar í fréttir með hund­rað og einum hætti á hverjum degi. Eitt nýtt dæmi um þetta eru samn­ingar Írana við Kína sem gætu að nokkru leyti rofið efna­hags­lega ein­angrun Íran og um leið bætt Kín­verjum í þann vax­andi hóp ríkja sem Banda­ríkja­menn þurfa núorðið að taka fullt til­lit til í Mið­aust­ur­lönd­um. Annað dæmi má sjá í vax­andi fyr­ir­ferð Rúss­lands og Tyrk­lands á þessu sama svæði. Það þriðja sést á  marg­vís­legri atburða­rás í Asíu sem á sér rætur í  end­ur­mati ríkja á því hve miklar skorður Banda­ríkin geti sett kín­verskri valdapóli­tík í álf­unni. Í því sam­hengi er rétt að hafa í huga að Asía er heim­kynni meiri­hluta mann­kyns. Þar búa nær 60% allra manna á jörð­inn­i.   

Einn staður

Annað meg­in­ein­kenni síð­ustu ára­tuga var heim­s­væð­ingin sem jók stór­kost­lega hnatt­ræn sam­skipti og ruddi burt múrum og hindr­un­um, bæði póli­tískum og land­fræði­legum um leið og hún orsak­aði bein­línis mesta vel­sæld­ar­skeið mann­kyns­sög­unn­ar. Heim­ur­inn færð­ist ört nær því að verða að einum stað og þá ekki síður í póli­tískum og menn­ing­ar­legum skiln­ingi en efna­hags­leg­um. Um leið urðu sumar brota­línur skarp­ari en áður, líkt og gerð­ist þegar alþjóða­sam­skipti hófust fyrst fyrir alvöru á 19. öld og þjóð­ern­is­hyggja varð til sem póli­tískt afl. 

Heim­s­væð­ingin byggði á því að eftir opnun Kína, fall Sov­ét­ríkj­anna, stefnu­breyt­ingu Ind­lands og fleiri ríkja og um leið öra þróun sam­skipta­tækni skap­að­ist grund­völlur fyrir til­tölu­lega sam­eig­in­leg skynjun þorra ríkja á hags­munum af opnu og hnatt­rænu alþjóða­kerf­i.  

Á síð­ustu árum hefur svo ýmis konar and­staða við heim­s­væð­ingu, sem á sér raunar mjög ólíkar og sund­ur­leitar rætur á ólíkum svæðum heims­ins, færst í auk­ana. Sá skiln­ingur hefur víða skap­að­ist að heim­s­væð­ingin hafi leitt til vax­andi ójöfn­uðar og til ýmis konar varn­ar­leysis sam­fé­laga.  Sem hún og gerði. Hin hliðin á pen­ingnum er hins vegar sá að heim­s­væð­ingin leiddi líka til mestu lífs­kjara­bylt­ingar sög­unn­ar. Millj­arðar manna í mörgum af fátæk­ari löndum jarðar nutu stór­kost­legra fram­fara en um leið fór munur innan sam­fé­laga og þá ekki síst á Vest­ur­löndum ört vax­andi. Munur á milli ríkja minnk­aði stór­lega en ójöfn­uður innan þeirra óx.  

Til­tölu­lega sam­eig­in­leg­ur, eða í öllu falli ásætt­an­leg­ur, skiln­ingur ríkja heims á kostum opinna milli­ríkja­við­skipta hefur verið á und­an­haldi síð­ustu miss­eri. Það sama má segja um stuðn­ing við sífellt þétt­ara net alþjóða­laga, fjöl­þjóð­lega samn­inga og marg­vís­legar alþjóða­stofn­an­ir. Í staðin hefur komið skarp­ari skynjun á mik­il­vægi ýmis konar þrengri hags­muna hvers ríkis fyrir sig. Þetta birt­ist dag­lega í inn­an­land­s­póli­tík um allar jarðir og í mörgum greinum alþjóða­mála. Þessir þrengri hags­munir snú­ast sjaldn­ast um frelsi fólks, öryggi ríkja eða hag­sæld almenn­ings en oftar um póli­tíska skynjun af því tagi sem Trump var eft­ir­minni­legur tals­maður fyr­ir­.   

Stóra við­fangs­efnið

Í þeim efnum hafa vax­andi við­skipta­á­tök á milli Banda­ríkj­anna og Kína skipt mestu þótt miklu fleira sé að ger­ast. Stærsta við­fangs­efni alþjóða­mála, bæði í efna­hags­legu, póli­tísku og hern­ar­legu til­liti er hvernig alþjóða­kerfið getur rúmað ört vax­andi fyr­ir­ferð Kína án þess að brotna. Átökin nú snú­ast ekki ein­ungis um áfram­hald frí­versl­unar og skil­virkra fram­leiðslu­keðja, sem hafa ein­kennt heim­s­væð­ingu síð­ustu ára, heldur einnig um meg­in­at­riði í stjórn­mál­um. Ólíkt því sem var um Sov­ét­ríkin á sínum tíma, sem ekki voru þátt­tak­endur í heims­við­skipt­um, snýst spurn­ingin um Kína bein­línis um fram­tíð alþjóð­legs atvinnu­lífs. Til þessa hafa meg­in­hags­munir Kín­verj, flestra ann­arra Asíu­ríkja og stærstu landa Suð­ur­-Am­er­íku, falist í að halda við­skipta­kerfi heims­ins til­tölu­lega opnu og þó ekki alveg. Þar er raunar hin stóra saga á bak við þá stór­kost­legu lífs­kjara­bylt­ingu sem hefur átt sér stað í Asíu og víðar og þá auknu vel­megun sem hefur ein­kennt Vest­ur­lönd á sama tíma. 

Átökin framundan

En þarna er efinn. Aðstæður eru að breytast, harkan er að vaxa og hagsm­un­gæsla ríkja er að verða þrengri. Hjá fjölda ríkja sem lúta ein­hvers konar ein­ræði má greina vax­andi hörku og óbil­girni bæði heima fyrir og útá­við. En þetta á líka við um mörg lýð­ræð­is­ríki. Þar hafa hug­myndir þjóð­ern­is­hyggju um óskert full­veldi, hættur af opnun til umheims­ins og kosti heima­til­bú­inna reglna orðið vin­sælli en þær hafa verið síð­ustu ára­tugi. Á móti toga hins vegar sterkir straum­ar. Heim­s­væð­ing hug­mynda um opinn heim, sam­fé­lög manna, jafn­rétti fólks og kosti sam­vinnu hefur ekki stöðvast. Það hefur leit atvinnu­lífs heims­ins að skil­virkni ekki heldur gert. Átök þess­ara meg­in­strauma munu knýja og móta inn­an­land­s­póli­tík og alþjóð­legar deilur þessa ára­tugs og ráða miklu um hvers konar kafla­skil við eigum í vænd­um.  

Höf­undur er alþjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit