Hinn bitri sannleikur um krónuna

kronurVef.jpg
Auglýsing

Krón­an, líkt og lang­flestir gjald­miðl­ar, er gefin út af hinu opin­bera. Grund­völl­ur­inn fyrir til­vist hennar er sá sami og flestra ann­arra gjald­miðla í gegnum tím­ann: þú, íbúi Íslands, borgar skatt­ana þína í krón­um. Ef þú borgar þá ekki ferðu í stein­inn og þar sem fæstir vilja enda í tugt­hús­inu býr þetta til eft­ir­spurn eftir krón­um. Einka­að­ilar sem þurfa að borga skatta fylgja svo hinu opin­bera eftir og setja upp samn­inga þar sem upp­hæðir eru í krón­um, t.d. verð mjólk­ur­lítra úti í búð.

Krónan er því eins og hver annar gjald­mið­ill. Hún er gjald­mið­ill því hið opin­bera segir að hún sé það, þ.e. með henni og henni einni skalt þú borga skatta á Íslandi. Það er því umhugs­un­ar­efni hví Íslend­ingar virð­ast vilja kenna þessum gjald­miðli um hitt og þetta sem öðrum gjald­miðlum er ekki kennt um. Grein Bjarna Janus­ar­sonar í Kjarn­anum hinn 7. ágúst síð­ast­lið­inn var góð að því leyti að í henni kristöll­uð­ust svo mörg af þeim atriðum sem krón­unni er kennt um. Ég ætla að nefna eft­ir­far­andi og reyna að útskýra hví þau atriði eru röng.

Krónan og vextir



Rök­semda­færslan fyrir því að krónan hafi áhrif til hækk­unar á vaxta­stig á Íslandi er í stuttu máli sú að þar sem svo fáir séu að nota krón­una (hag­kerfið er svo lít­ið) sé eft­ir­spurn eftir henni lítil og vextir verði að vera hærri til að lokka aðila til að eiga krón­ur. Væri þetta raunin ætti þetta að gilda í öðrum hag­kerfum líka, þ.e. lítil hag­kerfi, með eigin mynt, ættu að vera með hærri vexti en stór hag­kerfi með eigin mynt.

Raunin er að fylgnin þar á milli er afskap­lega veik – sjá Mynd 1. Svo virð­ist sem stærð hag­kerfa hafi hverf­andi áhrif á vexti innan þeirra.

Auglýsing

om mynd nota

 

En hvað er það þá? Og hvað eru vextir á annað borð?

Vextir eru, í grund­vall­ar­at­riðum og burt­séð frá mik­il­vægum stofn­ana­legum áhrif­um, það verð sem þú vilt fyrir að gefa eftir taf­ar­laus yfir­ráð yfir ákveð­inni upp­hæð reiðu­fjár. Þú færð ekki vexti fyrir það að spara því þú getur ákveðið að spara sömu upp­hæð í formi reiðu­fjár eða með því að lána fyr­ir­tæki úti í bæ. Sparir þú í formi reiðu­fjár get­urðu eytt við­kom­andi upp­hæð hvenær sem þú vilt, sem veitir þér hug­arró og getu til að mæta ófyr­ir­sjá­an­legum útgjöld­um. Þetta getur þú ekki ef þú lánar til fyr­ir­tækis úti í bæ því þú verður að bíða eftir því að lánið verði greitt til baka.

Key­nes benti rétti­lega á að skamm­tíma­vextir gætu verið „hverjir sem er“. Fyrir utan 4. ára­tug síð­ustu ald­ar, þegar hið opin­bera fylgdi ráð­gjöf Key­nes og sýnt var fram á í verki að hann hafði rétt fyrir sér, hefur kreppan eftir 2008 sýnt hið sama: stýri­vext­ir, þ.e. skamm­tíma­vext­ir, víðs vegar um heim­inn eru nú nærri núlli. Seðla­banki Íslands getur gert nákvæm­lega hið sama og stærstu seðla­bankar heims þegar kemur að stýri­vöxtum á Íslandi. Það er ekki krónan sem stoppar stýri­vexti á Íslandi frá því að vera „hverjir sem er“. Það er hag­fræði­módel Seðla­banka Íslands og sú (ranga) hug­mynd að best sé að hafa áhrif á gang hag­kerfis með stýri­vaxta­breyt­ing­um.

Meg­in­vanda­málið er lang­tíma­vext­ir. Þótt málið sé flókn­ara þegar kemur að lang­tíma­vöxtum er það ennþá stofna­naum­gjörðin sem skipti mestu máli. Dæmi um aug­ljós áhrif stofna­naum­gjarð­ar­innar á Íslandi á lang­tíma­vexti er upp­bygg­ing líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins. Það þarf ekki að segja mörgum það að ef stærsti aðil­inn á ein­hverjum mark­aði er laga­lega skyld­ugur til þess að heimta ákveð­ið, og hátt, verð fyrir vör­una sem hann höndlar með mun það hafa telj­andi áhrif á mark­að­inn all­ann. Heldur virki­lega ein­hver því fram að 3,5% við­miðið hafi ekki telj­andi áhrif á lang­tíma­vexti á Íslandi? Sá hinn sami vill þá vænt­an­lega halda því fram að vaxta­þök og -gólf hins opin­bera á banka­kerfið á sínum tíma hafi ekki haft áhrif?

Hið opin­bera í Bret­landi fylgdi ráð­legg­ingum Key­nes og sýndi að ekki aðeins væri hægt að hafa skamm­tíma­vexti hverja sem er heldur gilti hið sama um lang­tíma­vexti. Það sem þurfti var að beita pen­inga­mála­stefn­unni á ákveð­inn máta, sem og var gert með góðum árangri. Hægt væri að nota svip­aða pen­inga­mála­stjórn á Íslandi og með henni væri komið í veg fyrir yfir­gengi­legar sveiflur í vöxt­um. Vanda­­málið sem stafar af líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu er hins vegar utan við áhrifa­svið pen­inga­mála­stefn­unn­ar. Það vanda­mál verður að leysa á annan hátt: að horfast í augu við það og taka á því.

Áhrifin af gjald­miðl­inum á vexti eru því engin og í versta falli hverf­andi – sem sjá má á Mynd 1. Hins veg­ar, líkt og stofn­ana­legir þætt­ir, hafa vænt­ingar mikil áhrif á vaxta­stig. Og einn áhrifa­þáttur vænt­inga er verð­bólga.

Krónan og verð­bólga



Krónan hefur misst mest allt upp­runa­legt verð­gildi sitt síðan hið opin­bera setti hana á stofn. Með öðrum orðum hefur verð­bólga „verið fylgi­fiskur krón­unn­ar“ eins og ein­hver gæti kom­ist að orði.

Nú tel ég mig sæmi­lega að mér kom­inn, þótt ég segi sjálfur frá, þegar kemur að kenn­ingum um orsakir verð­bólgu. Ég hef hins vegar aldrei séð alþjóð­lega við­ur­kennda kenn­ingu þess efnis að gjald­miðl­inum sjálfum sé kennt um eigin virð­is­rýrn­un. Samt á það að vera raunin í til­viki Íslands. Orð Bjarna í fyrr­nefndri grein eru dæmi: „Krónan veldur einnig hærri verð­bólgu. Verð­bólgan er mikil af því að við erum með litla og veika mynt.“

Tökum aug­ljós­asta dæm­ið: pen­inga­magn í umferð. Við getum öll verið sam­mála um að krón­an, sem gjald­mið­ill, ræður engu um það hversu mikið er búið til af henni. Það eru bankar sem búa til ca. 95% af krón­um, þ.e. pen­ing­um, í umferð á Íslandi. Og frá 1886, sem er ártalið sem tölur Hag­stof­unnar ná aftur til, til árs­loka 2013 jókst pen­inga­magn í umferð ríf­lega 211.000.000-falt.

Þrátt fyrir að hag­kerfið hafi stækkað tölu­vert síðan þá er sú stækkun hverf­andi í sam­an­burði við þessa tölu. Þess vegna hefur verð­bólga „verið fylgi­fiskur krón­unn­ar“ síðan hún var sett á fót: virð­is­rýrnun krón­unnar hefur ekk­ert með það að gera að hún sé „lítil og veik mynt“ heldur er hún vegna þess að það er búið að búa til of mikið af henni í gegnum tíð­ina.

Krónan og verð­trygg­ing



Verð­trygg­ing er hluti af stofna­naum­gjörð íslenska hag­kerf­is­ins. Líkt og svo margir aðrir stofn­ana­legir þættir var verð­trygg­ing sett á lagg­irnar sem svar við þáver­andi vanda­máli: verð­bólgu. Við höfum þegar séð að verð­bólga hefur ekk­ert með gjald­mið­il­inn að gera og því er frá­leitt að halda því fram að gjald­mið­ill­inn hafi eitt­hvað með verð­trygg­ingu að gera: ef A (krón­an) leiðir ekki af sér B (verð­bólgu) en B leiðir af sér C (verð­trygg­ing) leiðir A ekki af sér C.

En verð­trygg­ingin hefur hvetj­andi áhrif á verð­bólgu. Þetta atriði var aug­ljóst í upp­hafi þegar laun voru verð­tryggð og í fylli­legu sam­ræmi við þá fræði­legu nið­ur­stöðu að því algeng­ari sem verð­trygg­ing er í hag­kerfi, þeim mun hærri verður verð­bólga (því nafn­stærðir innan hag­kerf­is­ins munu sífellt hækka á víxl og hund­ur­inn nær aldrei að bíta í skottið á sér, sama hversu hratt hann hleyp­ur). Þegar verð­trygg­ing launa var tekin úr sam­bandi minnk­uðu þessi áhrif. En þau eru ennþá til stað­ar. Verð­bólga á Íslandi hefur verið há m.a. vegna þess að verð­trygg­ing er algeng og þótt hund­ur­inn hlaupi ekki jafn hratt í hringi og hann gerði þá hleypur hann enn.

Þess aukin heldur hefur verð­trygg­ingin áhrif á pen­inga­mála­stefnu Seðla­bank­ans: lán­takar verð­tryggðra lána eru varðir fyrir stýri­vaxta­breyt­ingum svo að þörf verður á enn meiri breyt­ing­um, þ.e. sveifl­um, í stýri­vöxtum til að ná fram áætl­uðum áhrifum á hag­kerf­ið. En einmitt þessar stýri­vaxta­breyt­ingar eru að stórum hluta ábyrgar fyrir spá­kaup­mennsku með krón­una, sem aftur veldur því að gengi hennar verður sveiflu­kennt til skamms tíma. Lang­tíma­sveiflan eykst líka því ekki tekst að halda aftur af útþenslu pen­inga­magns í umferð með pen­inga­mála­stefn­unni. Afleið­ingin verður verð­bólga, við­skipta­halli og geng­is­fall sem jafn­vel getur end­að, eins og raunin varð, með gjald­eyr­is­höft­um.

Að finna blóra­böggul



Sann­leik­ur­inn um krón­una er bit­ur. Hann er bitur því þótt mörgum þyki það þægi­legt er ekki hægt að benda á hana sem blóra­böggul fyrir heima­til­búin vanda­mál Íslend­inga. Háir vext­ir, verð­bólga, við­skipta­halli og geng­is­sveiflur hafa ekk­ert með krón­una að gera heldur stofn­ana­legt umhverfi hag­­kerf­is­ins. Krónan er sak­laus bak­ari í hag­kerfi sem smið­ur­inn – Íslend­ingar – hefur búið til stofn­ana­lega umgjörð um sem hefur ákveðnar efna­hags­legar afleið­ing­ar. Og sem endranær er lausnin ekki að hengja bak­ar­ann þegar smið­ur­inn er sek­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None