Hinsegin fjármögnun

10923676_1545901802325772_9085015679248794662_n.jpg
Auglýsing

Hinsegin fjár­mögnun Mov­ing mainstr­eam er yfir­skrift skýrslu sem kom út um hóp­fjár­mögnun á vegum Cambridge háskóla í vik­unni. Á Íslandi gæti þessi yfir­skrift vel átt við und­an­farna mán­uði. Síð­ustu jól hefði verið hægt að redda öllum jóla­gjöf­unum með bók­um, geisla­diskum og spilum sem komu út eftir hóp­fjár­mögn­un.

Í umræð­unni snemma á þessu ári um faldar skatta­upp­lýs­ingar heyrð­ust fljótt upp­á­stungur um að almenn­ingur hóp­fjár­magn­aði kaup sönn­un­ar­gögnum yrði hið opin­bera trekt til. Á sama tíma brugð­ust nokkrir fyrr­ver­andi starfs­menn DV við dram­tat­ískum breyt­ingum á eign­ar­haldi blaðs­ins með því að hóp­fjár­magna Stund­ina, nýjan mið­il, á Karol­ina Fund. Stundin lét þannig reyna á mátt fjöld­ans og um 1300 manns svör­uðu kall­inu, flestir á innan við sóla­hring. Cambridge skýrslan talar um hóp­fjár­mögnun sem “óhefð­bundna fjár­mögn­un”. Umfang hennar var strax árið 2013 í það minnsta 5.1 millj­arðar banda­ríkja­dala alþjóð­lega. Þó þetta sé enn brota­brot allrar fjár­mögn­unar sýna flestar tölur mikla aukn­ingu á milli ára á þess­ari starf­semi, s.s. 144% vöxt 2014 í Evr­ópu.

Allt snýst þetta um peninga. Hópfjármögnun er nú orðin, og skömmum tíma, ein stoðin í færslu á fjármagni til verkefna. Allt snýst þetta um pen­inga. Hóp­fjár­mögnun er nú orð­in, og skömmum tíma, ein stoðin í færslu á fjár­magni til verk­efna.

Auglýsing

 

Umfang hóp­fjár­mögn­unar á Karol­ina Fund árið 2014 var til að mynda 400% miðað við árið á und­an. Það er því ljóst að vöxt­ur­inn er hrað­ur, en ætli “hinseg­in” fjár­mögnun verði ein­hvern­tíman venju­leg? Kyn­slóðir 20. ald­ar­innar ólust upp við miðla eins og útvarp og sjón­varp, þar sem ein rödd tal­aði til millj­ón­ana ann­arra, og aðeins aðra átt­ina. Á félags­væddu inter­neti síð­ustu ára hefur þessu verið umturn­að, og okkur þykir jafn sjálf­sagt að hlaða upp eigin mynd­skeiði og okkur þykir að horfa á ann­arra. Við kommentum okkar eigin sjón­ar­miðum við­stöðu­laust á skila­boð að ofan og rit­stýrum okkar eigin frétta­veitu beint til okkar vina í gegnum vett­vanga eða “plat­forma”.

Hóp­fjár­mögnun yfir­færir þessi nýju menn­ing­ar­legu módel yfir á fjár­mögn­un. Les­endur bóka, til dæm­is, eru ekki lengur aðeins neyt­endur á afurð sem rit­stjórar eða for­lög ákveða að eigi að verða til. Þeir geita tekið sig saman til að leggja fram pen­ing­ana sem til þarf til að gefa út bók fyr­ir­fram gegn ein­taki af útkom­unni síð­ar. Þess­háttar hóp­fjár­mögnun nefn­ist umb­un­ar­hóp­fjár­mögnun (rewards based crowd­fund­ing) og er sú sem þekk­ist nú á Karol­ina Fund, en önnur módel tíðkast einnig. Þannig sýnir Cambridge skýrslan fram á mjög mik­inn vöxt hóp­fjár­mögn­unar á láns­fé. Þá taka hund­ruðir eða þús­undir manna sig saman um að lána verk­efni, fyr­ir­tæki eða ein­stak­ling pen­inga, beint sín á milli.

Í þess­háttar lánast­ar­semi verða milli­lið­irn­ir, fjár­mála­stofn­un­arn­ir, oft óþarfar eða útund­an, enda nefn­ist starf­semin oft jafn­ingja­lán (peer­to­peer lend­ing). Annað módel sem mikið hefur verið rætt og vex hratt er hluta­fjár­fjár­mögnun (equitty based crowd­fund­ing) þar sem umbun fjöld­ans sem tekur þátt í fjár­mögn­un­inni er ekki afurð frameiðls­unnar heldur hlutur í fyr­ir­tæk­inu.

Bankar eins og árið 1900?



Að mörgu leyti virkar fjár­magn enn eins og gamla sjón­varpsmastrið og við­tæk­ið: Stórar stofn­anir deila og drotna til minni aðila. Einn höf­unda skýrsl­unn­ar, Bryan Zhang, benti íný­legum fyr­ir­lestri á að engin grund­vallar breyt­ing hafi orðið á skil­virkni bankast­ar­semi frá því árið 1900, þó að síðan þá hafi bank­arnir lagt undir sig sífellt stærri hluta hag­kerf­is­ins. Þessi þver­sögn milli gríð­ar­legs vaxtar sem ekki eigi sér sam­svörun í skil­virkni útskýri mögu­leik­ann a upp­gangi óhefð­bund­innar fjár­mögn­un­ar.

Þarna kemur auð­vitað líka til almenn­ari notk­unar á net­inu í dag­legu lífi sem gerir það praktískt fyrir stóra hópa að vinna saman sem einn. Bryan Zhang nefnir einnig að víð­tæk tor­tryggni mælist nú meðal almenn­ings gagn­vart stórum stofn­un­um, sem geti einnig útskýrt þennan vöxt.

Staða Íslands



Cambridge skýrslan áætlar að umfang óhefð­bund­innar fjár­mögn­unar á Íslandi sé nú um 1,9 evrur á hvern íbúa. Þetta er nokkuð á undan Dan­mörku og Nor­egi, en tölu­vert á eftir Svíð­þjóð þar sem óhefð­bundin fjár­mögnun var 10.9 evra á mann, og langt á eftir Bret­landi, sem leiðir list­ann miðað við höfða­tölu. Þar sá hvert manns­barn fyrir 36 evrum í óhefð­bundna fjár­mögnun árið 2014. Óhefð­bundin fjár­mögnun á Íslandi á því mögu­lega mikið inni, og myndi næstum tutt­ugu­fald­ast við það eitt að ná núver­andi stöðu breska mark­að­ar­ins. Munar þar að ein­hverju leyti um að hér á landi hefur hóp­fjár­mögnun á láns­ og hlutafé ekki haf­ist að neinu ráði enn.

Stundin nýtti sér hópfjármögnun til þess að koma fótunum undir fjölmiðilinn, með góðum árangri. Stundin nýtti sér hóp­fjár­mögnun til þess að koma fót­unum undir fjöl­mið­il­inn, með góðum árangri.

Stofn­anir taka við sér



Í flestum evr­ópu­ríkjum á sér stað eða hefur nú þegar farið fram ein­hvers­konar þróun á reglu­verki sam­hliða upp­gang hóp­fjár­mögn­un­ar, sér­stak­lega þegar kemur að hluta­fjár og lána­starf­semi, sem erfir eldra umhverfi. Margt fleira bendir til þess að stofn­anir séu að taka í rík­ara mæli eftir því að hinsegin fjár­mögnun sé að koma út í dags­ljósið, og að bankar og hefð­bundnar fjár­mála­stofn­anir reyni að aðlaga sig og taka upp aðferða­fræði það­an.

Rann­sóknir Cambridge­­manna sýna að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem taka fé að láni með hóp­fjár­mögnun segj­ast lík­legir til að nota þessa aðferð aft­ur, jafn­vel þó þeim byð­ust sam­bæri­leg kjör hjá bönk­um. Markedsmodn­ings­fonden, sjóður í eigu danska rík­is­ins, hefur riðið á vaðið og til­kynnti nú í jan­úar mót­fram­lag í dönsk hóp­fjár­mögn­un­ar­verk­efni. Þannig muni sjóð­ur­inn setja eina krónu á móti hverri krónu sem sam­þykkt dönsk verk­efni safni með hóp­fjár­mögn­un. Þessi aðferð gæti reynst snjöll leið til að virkja almenn­ing í ákvarð­an­ar­tökur á því hvaða verk­efni hið opin­beri eigi að styðja, og gefur ráð­stöfun opin­bers fés ákveð­inn sýni­leika og gegn­sæi. Almenn­ingur á Íslandi er í auknu mæli að átta sig á hvernig hægt er að beina sam­stöðu fjöld­ans saman með hóp­fjár­mögn­un. Aða­l­ega hefur þessi kraftur verið nýttur í skap­andi verk­efni, oft innan lista­geirans þar sem opin­ber stuðn­ingur hrekkur oft skammt.

En fyrir þjóð sem hefur átt í storma­sömu sam­bandi við eigið fjár­mála­kerfi, og umræður um banka, lána­kjör og eign­ar­hald yfir­gnæfa stundum frétta­tím­ann, þá er hóp­fjár­mögnun raun­hæfur kostu. Á næstu árum sjáum við hvort og að hve miklu leyti hún­ mun spila rullu.

Skýrsla Cambridge háskóla um óhefð­bundna fjár­mögnun kom út 23. febr­úar og má lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None