Hinsegin fjármögnun

10923676_1545901802325772_9085015679248794662_n.jpg
Auglýsing

Hinsegin fjár­mögnun Mov­ing mainstr­eam er yfir­skrift skýrslu sem kom út um hóp­fjár­mögnun á vegum Cambridge háskóla í vik­unni. Á Íslandi gæti þessi yfir­skrift vel átt við und­an­farna mán­uði. Síð­ustu jól hefði verið hægt að redda öllum jóla­gjöf­unum með bók­um, geisla­diskum og spilum sem komu út eftir hóp­fjár­mögn­un.

Í umræð­unni snemma á þessu ári um faldar skatta­upp­lýs­ingar heyrð­ust fljótt upp­á­stungur um að almenn­ingur hóp­fjár­magn­aði kaup sönn­un­ar­gögnum yrði hið opin­bera trekt til. Á sama tíma brugð­ust nokkrir fyrr­ver­andi starfs­menn DV við dram­tat­ískum breyt­ingum á eign­ar­haldi blaðs­ins með því að hóp­fjár­magna Stund­ina, nýjan mið­il, á Karol­ina Fund. Stundin lét þannig reyna á mátt fjöld­ans og um 1300 manns svör­uðu kall­inu, flestir á innan við sóla­hring. Cambridge skýrslan talar um hóp­fjár­mögnun sem “óhefð­bundna fjár­mögn­un”. Umfang hennar var strax árið 2013 í það minnsta 5.1 millj­arðar banda­ríkja­dala alþjóð­lega. Þó þetta sé enn brota­brot allrar fjár­mögn­unar sýna flestar tölur mikla aukn­ingu á milli ára á þess­ari starf­semi, s.s. 144% vöxt 2014 í Evr­ópu.

Allt snýst þetta um peninga. Hópfjármögnun er nú orðin, og skömmum tíma, ein stoðin í færslu á fjármagni til verkefna. Allt snýst þetta um pen­inga. Hóp­fjár­mögnun er nú orð­in, og skömmum tíma, ein stoðin í færslu á fjár­magni til verk­efna.

Auglýsing

 

Umfang hóp­fjár­mögn­unar á Karol­ina Fund árið 2014 var til að mynda 400% miðað við árið á und­an. Það er því ljóst að vöxt­ur­inn er hrað­ur, en ætli “hinseg­in” fjár­mögnun verði ein­hvern­tíman venju­leg? Kyn­slóðir 20. ald­ar­innar ólust upp við miðla eins og útvarp og sjón­varp, þar sem ein rödd tal­aði til millj­ón­ana ann­arra, og aðeins aðra átt­ina. Á félags­væddu inter­neti síð­ustu ára hefur þessu verið umturn­að, og okkur þykir jafn sjálf­sagt að hlaða upp eigin mynd­skeiði og okkur þykir að horfa á ann­arra. Við kommentum okkar eigin sjón­ar­miðum við­stöðu­laust á skila­boð að ofan og rit­stýrum okkar eigin frétta­veitu beint til okkar vina í gegnum vett­vanga eða “plat­forma”.

Hóp­fjár­mögnun yfir­færir þessi nýju menn­ing­ar­legu módel yfir á fjár­mögn­un. Les­endur bóka, til dæm­is, eru ekki lengur aðeins neyt­endur á afurð sem rit­stjórar eða for­lög ákveða að eigi að verða til. Þeir geita tekið sig saman til að leggja fram pen­ing­ana sem til þarf til að gefa út bók fyr­ir­fram gegn ein­taki af útkom­unni síð­ar. Þess­háttar hóp­fjár­mögnun nefn­ist umb­un­ar­hóp­fjár­mögnun (rewards based crowd­fund­ing) og er sú sem þekk­ist nú á Karol­ina Fund, en önnur módel tíðkast einnig. Þannig sýnir Cambridge skýrslan fram á mjög mik­inn vöxt hóp­fjár­mögn­unar á láns­fé. Þá taka hund­ruðir eða þús­undir manna sig saman um að lána verk­efni, fyr­ir­tæki eða ein­stak­ling pen­inga, beint sín á milli.

Í þess­háttar lánast­ar­semi verða milli­lið­irn­ir, fjár­mála­stofn­un­arn­ir, oft óþarfar eða útund­an, enda nefn­ist starf­semin oft jafn­ingja­lán (peer­to­peer lend­ing). Annað módel sem mikið hefur verið rætt og vex hratt er hluta­fjár­fjár­mögnun (equitty based crowd­fund­ing) þar sem umbun fjöld­ans sem tekur þátt í fjár­mögn­un­inni er ekki afurð frameiðls­unnar heldur hlutur í fyr­ir­tæk­inu.

Bankar eins og árið 1900?Að mörgu leyti virkar fjár­magn enn eins og gamla sjón­varpsmastrið og við­tæk­ið: Stórar stofn­anir deila og drotna til minni aðila. Einn höf­unda skýrsl­unn­ar, Bryan Zhang, benti íný­legum fyr­ir­lestri á að engin grund­vallar breyt­ing hafi orðið á skil­virkni bankast­ar­semi frá því árið 1900, þó að síðan þá hafi bank­arnir lagt undir sig sífellt stærri hluta hag­kerf­is­ins. Þessi þver­sögn milli gríð­ar­legs vaxtar sem ekki eigi sér sam­svörun í skil­virkni útskýri mögu­leik­ann a upp­gangi óhefð­bund­innar fjár­mögn­un­ar.

Þarna kemur auð­vitað líka til almenn­ari notk­unar á net­inu í dag­legu lífi sem gerir það praktískt fyrir stóra hópa að vinna saman sem einn. Bryan Zhang nefnir einnig að víð­tæk tor­tryggni mælist nú meðal almenn­ings gagn­vart stórum stofn­un­um, sem geti einnig útskýrt þennan vöxt.

Staða ÍslandsCambridge skýrslan áætlar að umfang óhefð­bund­innar fjár­mögn­unar á Íslandi sé nú um 1,9 evrur á hvern íbúa. Þetta er nokkuð á undan Dan­mörku og Nor­egi, en tölu­vert á eftir Svíð­þjóð þar sem óhefð­bundin fjár­mögnun var 10.9 evra á mann, og langt á eftir Bret­landi, sem leiðir list­ann miðað við höfða­tölu. Þar sá hvert manns­barn fyrir 36 evrum í óhefð­bundna fjár­mögnun árið 2014. Óhefð­bundin fjár­mögnun á Íslandi á því mögu­lega mikið inni, og myndi næstum tutt­ugu­fald­ast við það eitt að ná núver­andi stöðu breska mark­að­ar­ins. Munar þar að ein­hverju leyti um að hér á landi hefur hóp­fjár­mögnun á láns­ og hlutafé ekki haf­ist að neinu ráði enn.

Stundin nýtti sér hópfjármögnun til þess að koma fótunum undir fjölmiðilinn, með góðum árangri. Stundin nýtti sér hóp­fjár­mögnun til þess að koma fót­unum undir fjöl­mið­il­inn, með góðum árangri.

Stofn­anir taka við sérÍ flestum evr­ópu­ríkjum á sér stað eða hefur nú þegar farið fram ein­hvers­konar þróun á reglu­verki sam­hliða upp­gang hóp­fjár­mögn­un­ar, sér­stak­lega þegar kemur að hluta­fjár og lána­starf­semi, sem erfir eldra umhverfi. Margt fleira bendir til þess að stofn­anir séu að taka í rík­ara mæli eftir því að hinsegin fjár­mögnun sé að koma út í dags­ljósið, og að bankar og hefð­bundnar fjár­mála­stofn­anir reyni að aðlaga sig og taka upp aðferða­fræði það­an.

Rann­sóknir Cambridge­­manna sýna að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem taka fé að láni með hóp­fjár­mögnun segj­ast lík­legir til að nota þessa aðferð aft­ur, jafn­vel þó þeim byð­ust sam­bæri­leg kjör hjá bönk­um. Markedsmodn­ings­fonden, sjóður í eigu danska rík­is­ins, hefur riðið á vaðið og til­kynnti nú í jan­úar mót­fram­lag í dönsk hóp­fjár­mögn­un­ar­verk­efni. Þannig muni sjóð­ur­inn setja eina krónu á móti hverri krónu sem sam­þykkt dönsk verk­efni safni með hóp­fjár­mögn­un. Þessi aðferð gæti reynst snjöll leið til að virkja almenn­ing í ákvarð­an­ar­tökur á því hvaða verk­efni hið opin­beri eigi að styðja, og gefur ráð­stöfun opin­bers fés ákveð­inn sýni­leika og gegn­sæi. Almenn­ingur á Íslandi er í auknu mæli að átta sig á hvernig hægt er að beina sam­stöðu fjöld­ans saman með hóp­fjár­mögn­un. Aða­l­ega hefur þessi kraftur verið nýttur í skap­andi verk­efni, oft innan lista­geirans þar sem opin­ber stuðn­ingur hrekkur oft skammt.

En fyrir þjóð sem hefur átt í storma­sömu sam­bandi við eigið fjár­mála­kerfi, og umræður um banka, lána­kjör og eign­ar­hald yfir­gnæfa stundum frétta­tím­ann, þá er hóp­fjár­mögnun raun­hæfur kostu. Á næstu árum sjáum við hvort og að hve miklu leyti hún­ mun spila rullu.

Skýrsla Cambridge háskóla um óhefð­bundna fjár­mögnun kom út 23. febr­úar og má lesa hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None