Hræringur

Úlfar Þormóðsson skrifar um grein Gunnars Braga Sveinssonar sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Auglýsing

Það er engu líkara en grein eftir Gunnar Braga Sveinsson, formann þingflokks Miðflokksins, sem birt er í Morgunblaði gærdagsins, 28.04.´21, sé samin úti í horni á Klausturbar. Hann ruglar, maðurinn, skrifar um Kóvid, hroka heilbrigðisráðherra, samstöðu þingsins og fleira og fleira. Skilst mér af lestrinum. Og greinin verður/ er eins og hræringur; hafragrautur með skyri. Og kekkir bæði í grautnum og skyrinu.

Þótt Gunnar Bragi beri mál sitt fram fyrir neytendur eins og slettu á plasti, er þar þó að finna þrennt sem varpar ljósi á innræti hans, meðvitund og ætlan með skrifunum. Það sést ef hrært er upp í sullinu.

Í fyrsta lagi man hann ekki - eða veit ekki/ vill ekki vita - að félagar hans í Miðflokknum, undir forystu aðal-formannsins, hafa mánuðum saman verið með hnýflana í aðgerðum ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisráðherra vegna innkaupa á bóluefni og framkvæmda á landamærum. Þeir hafa verið illyrtir og neikvæðir á alþingi og í blaðaskrifum. Framganga þeirra flokkast hvorki sem heilbrigð gagnrýni né samstaða, samkvæmt íslenskri málvenju, heldur sem nöldur, raus, hallmæli; ósamstaða. Og hann móðgast niður í iljar, þingflokksformaðurinn þegar bent er á skort á samstöðu á þingi.

Auglýsing
Í öðru lagi er líkast því að formaðurinn lifi ekki á líðandi stundu. Hann óskapast yfir því hvað hægt gangi að bólusetja. Í gær, 28.04.´21, var verið að bólusetja níu þúsund menn og konur, fimm þúsund bólusettir í gær, ef rétt er munað, og framundan fjöldabólusetningar um land allt ef framleiðendur standa við loforð sín. 

Í þriðja lagi fullyrðir hann að fjölmiðlar hafi flutt „til­kynn­ing­ar og boðskap stjórn­valda gagn­rýn­is­laust og í rúmt ár hef­ur þjóðin ekki þorað annað en að standa sam­an. Heil­brigðisráðherra hef­ur nýtt sér þetta og í skjóli far­ald­urs­ins reynt að kné­setja allt einkafram­tak í heil­brigðismál­um og klúðrað mik­il­væg­um mál­um líkt og skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini."

Þeir sem fylgst hafa með umræðunni og þróun mála vita að formaður þingflokks Miðflokksins er að ýkja úr hófi fram. Af hverju gerir hann það? Um það verður ekki fullyrt hér. En það má spyrja sig. Margra spurninga. Ein verður fljótt áleitin. Þessi: Ætlar Miðflokkurinn og formenn hans að heyja sína kosningabaráttu með því að bera ósannindi upp á  heilbrigðisráðherra og níða hann í tíma og ótíma?

Og ein spurn af tilefni, utan dagskrár eigi að síður. Þessi:Hvað á þingflokksformaðurinn við með lokaorðum þessarar málsgreinar sinnar: „Fyr­ir nokkru bentu tveir þing­menn á þann mögu­leika að fá lánaða skammta af bólu­efn­um eða þá að kaupa um­frambirgðir til að flýta bólu­setn­ing­um. Það þótti ótækt, en viti menn, nokkr­um vik­um síðar var búið að fá lánaða skammta af bólu­efn­um og heil­brigðisráðherra ber sér á brjóst.“

Hvað merkir orðatiltækið „að berja sér á brjóst" í þessu samhengi, herra þingflokksformaður? 

Höfundur er rithöfundur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar