Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?

Eva Dögg Davíðsdóttir segir að velmegun til frambúðar sé einungis möguleiki með sjálfbærari nýtingu auðlinda. Hringrásarhugsun þurfi að fléttast inn í alla stefnumótun og tækifæri séu til að auka hringrás og sjálfbærni í flestum kimum atvinnulífsins.

Auglýsing

Ef við ætlum að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins þarf að hraða grænum umskiptum svo um mun­ar. Umskiptin frá hefð­bundnu, línu­legu hag­kerfi yfir í hringrás­ar­hag­kerfi er for­senda árang­urs í lofts­lags­málum og upp­bygg­ingu lág­kolefn­is­sam­fé­lags fram­tíð­ar. Margar skil­grein­ingar eru til á hringrás­ar­hag­kerfi, en í ein­földu máli snýst það um að segja skilið við óþarfa sóun og end­ur­hugsa neyslumunstur og fram­leiðslu með hringrás­ar­hugsun að leið­ar­ljósi.

Þetta stóra verk­efni felur í sér vinnu á mörgum fagsvið­um, og krefst þátt­töku og sam­vinnu milli ríkis og sveita­fé­laga, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Þótt nýsköp­un, hug­vit og þátt­taka einka­geirans skipti máli, þurfa stjórn­völd að leiða umskiptin með skýrum reglu­gerðum og innviðum sem hvetja til breyt­inga. Úrbætur á úrgangs­málum og ferlar sem breyta úrgangi í auð­lind eru mik­il­væg í þessu sam­hengi, en eru þó ein­ungis hluti af þeim umfangs­miklu umskiptum sem hringrás­ar­hag­kerfi felur í sér. 80 pró­sent af umhverf­is­spori vöru er ákvörðuð þegar hún er hönn­uð, svo það þarf í raun að end­ur­hugsa alla fram­leiðslu og inn­viði út frá hringrás­ar­sjón­ar­miði.

Því þrátt fyrir aukna vit­und­ar­vakn­ingu og breyt­ingar á síð­ustu árum, fellur ein­ungis 8,6 pró­sent hag­kerf­is­ins á hnatt­rænum grund­velli undir hringrás­ar­hag­kerfi og ein­ungis 2,4 pró­sent af hag­kerfi Nor­egs er í hringrás. Þó ekki séu til nákvæmar tölur um hringrás í íslensku hag­kerfi, er ljóst að sókn­ar­færin eru gríð­ar­leg og tæki­færin til að brúa bilið mörg.

Auglýsing

Miklar fram­farir á kjör­tíma­bil­inu

Á liðnu kjör­tíma­bili hafa verið tekin mörg mik­il­væg skref sem marka stefnu­mótun í átt að hringrás­ar­hag­kerfi, með áherslu á að styðja fram­sæknar og fjár­magn­aðar aðgerðir í þágu sjálf­bærni. Aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum end­ur­speglar þennan metn­að, en sam­kvæmt henni munu að minnsta kosti 500 millj­ónir króna vera veittar til verk­efna í þágu upp­bygg­ingar hringrás­ar­hag­kerf­is­ins. Aðgerð­ar­á­ætl­unin er mik­il­vægt tól í grænum umskipt­um, og hefur að geyma 40 aðgerðir sem ná til meðal ann­ars orku­skipta í sam­göng­um, mat­væla­fram­leiðslu, kolefn­is­förgun og land­græðslu.

Alþingi sam­þykkti nýlega frum­varp umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um lög­fest­ingu mark­miða um kolefn­is­hlut­leysi Íslands fyrir árið 2040. Laga­setn­ingin festir mark­miðið í sessi óháð vald­höfum og skapa skil­yrði fyrir myndun hringrás­ar­hag­kerf­is. Ný heild­ar­stefna umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í úrgangs­málum Í átt að hringrás­ar­hag­kerfi var nýlega gefin út, en stefnan snýr að því að bæta end­ur­vinnslu úrgangs, draga úr myndun hans með úrgangs­for­vörnum og draga stór­lega úr urð­un. 12 af 27 aðgerðum stefn­unnar um með­höndlun úrgangs voru lög­festar í frum­varpi sem lagt var fram af ráð­herra á vor­þingi.

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið hefur almennt lagt mikla áherslu á að vinna með sveita­fé­lögum og stofn­unum og byggja inn­viði sem stuðla að sjálf­bærni, og hefur meðal ann­ars stutt verk­efni sem vinna að fram­tíð­ar­lausnum í úrgangs­málum sem koma í stað urð­unar.

Leiðin áfram

Þó margt hafi unn­ist á kjör­tíma­bil­inu eigum við enn langt í land til að skapa sjálf­bært hag­kerfi sem byggir heild­rænni nálgun sem skapar jafn­vægi milli sam­fé­lags, efna­hags og nátt­úru. Það er marg­þættur ávinn­ingur fólg­inn í því að draga úr kolefn­islosun og minnka sóun. Vel­megun til fram­búðar er ein­ungis mögu­leiki með sjálf­bær­ari nýt­ingu auð­linda. Hringrás­ar­hugsun þarf að flétt­ast inn í alla stefnu­mót­un, og það eru tæki­færi til að auka hringrás og sjálf­bærni í flestum kimum atvinnu­lífs­ins. Ísland hefur sterkar for­sendur til þess að vera frum­kvöð­ull á þessu sviði, og á næsta kjör­tíma­bili munum við þurfa að ganga enn lengra í því að flýta fyrir umbreyt­ingu hag­kerf­is­ins.

Höf­undur er dokt­or­snemi í umhverf­is- og þró­un­ar­fræði og í 3. sæti á fram­boðs­lista Vinstri grænna í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar