Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?

Eva Dögg Davíðsdóttir segir að velmegun til frambúðar sé einungis möguleiki með sjálfbærari nýtingu auðlinda. Hringrásarhugsun þurfi að fléttast inn í alla stefnumótun og tækifæri séu til að auka hringrás og sjálfbærni í flestum kimum atvinnulífsins.

Auglýsing

Ef við ætlum að ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins þarf að hraða grænum umskiptum svo um mun­ar. Umskiptin frá hefð­bundnu, línu­legu hag­kerfi yfir í hringrás­ar­hag­kerfi er for­senda árang­urs í lofts­lags­málum og upp­bygg­ingu lág­kolefn­is­sam­fé­lags fram­tíð­ar. Margar skil­grein­ingar eru til á hringrás­ar­hag­kerfi, en í ein­földu máli snýst það um að segja skilið við óþarfa sóun og end­ur­hugsa neyslumunstur og fram­leiðslu með hringrás­ar­hugsun að leið­ar­ljósi.

Þetta stóra verk­efni felur í sér vinnu á mörgum fagsvið­um, og krefst þátt­töku og sam­vinnu milli ríkis og sveita­fé­laga, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Þótt nýsköp­un, hug­vit og þátt­taka einka­geirans skipti máli, þurfa stjórn­völd að leiða umskiptin með skýrum reglu­gerðum og innviðum sem hvetja til breyt­inga. Úrbætur á úrgangs­málum og ferlar sem breyta úrgangi í auð­lind eru mik­il­væg í þessu sam­hengi, en eru þó ein­ungis hluti af þeim umfangs­miklu umskiptum sem hringrás­ar­hag­kerfi felur í sér. 80 pró­sent af umhverf­is­spori vöru er ákvörðuð þegar hún er hönn­uð, svo það þarf í raun að end­ur­hugsa alla fram­leiðslu og inn­viði út frá hringrás­ar­sjón­ar­miði.

Því þrátt fyrir aukna vit­und­ar­vakn­ingu og breyt­ingar á síð­ustu árum, fellur ein­ungis 8,6 pró­sent hag­kerf­is­ins á hnatt­rænum grund­velli undir hringrás­ar­hag­kerfi og ein­ungis 2,4 pró­sent af hag­kerfi Nor­egs er í hringrás. Þó ekki séu til nákvæmar tölur um hringrás í íslensku hag­kerfi, er ljóst að sókn­ar­færin eru gríð­ar­leg og tæki­færin til að brúa bilið mörg.

Auglýsing

Miklar fram­farir á kjör­tíma­bil­inu

Á liðnu kjör­tíma­bili hafa verið tekin mörg mik­il­væg skref sem marka stefnu­mótun í átt að hringrás­ar­hag­kerfi, með áherslu á að styðja fram­sæknar og fjár­magn­aðar aðgerðir í þágu sjálf­bærni. Aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum end­ur­speglar þennan metn­að, en sam­kvæmt henni munu að minnsta kosti 500 millj­ónir króna vera veittar til verk­efna í þágu upp­bygg­ingar hringrás­ar­hag­kerf­is­ins. Aðgerð­ar­á­ætl­unin er mik­il­vægt tól í grænum umskipt­um, og hefur að geyma 40 aðgerðir sem ná til meðal ann­ars orku­skipta í sam­göng­um, mat­væla­fram­leiðslu, kolefn­is­förgun og land­græðslu.

Alþingi sam­þykkti nýlega frum­varp umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um lög­fest­ingu mark­miða um kolefn­is­hlut­leysi Íslands fyrir árið 2040. Laga­setn­ingin festir mark­miðið í sessi óháð vald­höfum og skapa skil­yrði fyrir myndun hringrás­ar­hag­kerf­is. Ný heild­ar­stefna umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í úrgangs­málum Í átt að hringrás­ar­hag­kerfi var nýlega gefin út, en stefnan snýr að því að bæta end­ur­vinnslu úrgangs, draga úr myndun hans með úrgangs­for­vörnum og draga stór­lega úr urð­un. 12 af 27 aðgerðum stefn­unnar um með­höndlun úrgangs voru lög­festar í frum­varpi sem lagt var fram af ráð­herra á vor­þingi.

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið hefur almennt lagt mikla áherslu á að vinna með sveita­fé­lögum og stofn­unum og byggja inn­viði sem stuðla að sjálf­bærni, og hefur meðal ann­ars stutt verk­efni sem vinna að fram­tíð­ar­lausnum í úrgangs­málum sem koma í stað urð­unar.

Leiðin áfram

Þó margt hafi unn­ist á kjör­tíma­bil­inu eigum við enn langt í land til að skapa sjálf­bært hag­kerfi sem byggir heild­rænni nálgun sem skapar jafn­vægi milli sam­fé­lags, efna­hags og nátt­úru. Það er marg­þættur ávinn­ingur fólg­inn í því að draga úr kolefn­islosun og minnka sóun. Vel­megun til fram­búðar er ein­ungis mögu­leiki með sjálf­bær­ari nýt­ingu auð­linda. Hringrás­ar­hugsun þarf að flétt­ast inn í alla stefnu­mót­un, og það eru tæki­færi til að auka hringrás og sjálf­bærni í flestum kimum atvinnu­lífs­ins. Ísland hefur sterkar for­sendur til þess að vera frum­kvöð­ull á þessu sviði, og á næsta kjör­tíma­bili munum við þurfa að ganga enn lengra í því að flýta fyrir umbreyt­ingu hag­kerf­is­ins.

Höf­undur er dokt­or­snemi í umhverf­is- og þró­un­ar­fræði og í 3. sæti á fram­boðs­lista Vinstri grænna í Reykja­vík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar