Ísland - Finnland: 16 - 30

Jenný Ruth Hrafnsdóttir hjá Crowberry Capital bendir á að hlutfall háskólamenntaðra sem lokið hefur námi í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði eða stærðfræði er mjög lágt á Íslandi í samanburði við nágrannaríkin.

Auglýsing

Frum­kvöðlar eru frá­bært fólk. Með hátt orku­stig og óbilandi bjart­sýni tekst þeim að sann­færa starfs­fólk og fjár­festa að flykkj­ast með í leið­ang­ur. Leið­angur sem felst í að leysa vanda­mál eða beysla tæki­færi sem skapar virði fyrir not­end­ur. 

Virðir getur falist í meiri lífs­gæð­um, lægra orku­spori, auk­inni skil­virkni, meiri gleði, o.s.frv. 

Og eðli­lega spyrjum við, sem myndum fylgj­enda­hóp frum­kvöðla, hvað er það sem gerir þennan ákveðna leið­angur árang­urs­rík­an. 

Fyrir daga inter­nets­ins var erfitt að selja og mark­aðs­setja vörur frá eylandi. Nú þegar mark­að­setn­ing­ar­lög­málin eru í end­ur­skrifun þá skiptir stað­setn­ing í raun engu máli. Þekk­ing á vöru­leiddum vexti, bestun á leit og sýni­leika á net­inu og skal­an­legt við­skipta­módel sem skapar virði fyrir not­and­ann skipta hins vegar öllu máli. Hjá Amazon er t.d. verk­lagið þannig að ef starfs­maður fær hug­mynd að nýrri vöru þá byrjar hann á því að skrifa frétta­til­kynn­ingu og spurt & svarað fyrir not­endur vör­unnar áður en farið er að vinna í hug­mynd­inni. Þannig er settur algjör fókus á not­and­ann og virðið sem á að skapa fyrir hann. 

Háskól­arnir hafa lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arnar með áherslu á mýkri hliðar nýsköp­unar þar sem fók­us­inn er á leið­toga­hæfni og kynn­ingar á við­skipta­hug­mynd­um. Og við sem störfum við fjár­fest­ingar í nýsköpun sjáum áhrif­in. Sterkir leið­togar með skýra sýn á tæki­færið halda hnit­mið­aðar kynn­ingar í fal­legum bygg­ingum fyrir stóran hóp áheyr­enda. 

En þetta er ekki nóg.

Auglýsing
Við megum ekki missa sýn á kjarna­tækn­inni og hug­verk­unum sem til þarf til að leysa flókin vanda­mál. Tæknin er kjarn­inn í tækni­fyr­ir­tæki. Færnin í að byggja vöru með sterkan hug­verka­kjarna fæst ekki í gegnum góða leið­toga­hæfni. Hún fæst með því að fá hand­bæra kennslu í und­ir­stöðu­lög­málum raun­vís­inda og hug­tökum stærð­fræð­innar ásamt rök­hugsun sem öll for­ritun byggir á. Án hennar verða allar umbúð­irnar gagns­laus­ar. 

2019 gaf Stjórn­ar­ráðið út Græn­bók um fjár­veit­ingar til Háskóla. Þar sagði: „Hlut­fall háskóla­mennt­aðra sem lokið hefur námi í raun­vís­ind­um, tækni­grein­um, verk­fræði eða stærð­fræði (svoköll­uðum „STEM“ grein­um) er mjög lágt á Íslandi í sam­an­burði við nágranna­rík­in, eða 16% hér á landi en 21% í Nor­egi og Dan­mörku, 26% í Sví­þjóð og 30% í Finn­land­i.” og “Nið­ur­stöður könn­unar Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) á stöðu grunn­skóla­nem­enda (PISA könn­un­in) sýnir að íslenskir nem­endur eru mun verr staddir í læsi á nátt­úru­vís­indi en nem­endur að jafn­aði í ríkjum OECD og að stærð­fræðilæsi hefur hrakað frá árinu 2003.”

Tækni­fjár­festar reyna að spá fyrir um fram­tíð­ina með því að lesa í for­tíð­ina. Og áhrifa síð­ustu 18 ára þar sem stærð­fræðilæsi hefur hrakað statt og stöðugt mun vara inn í fram­tíð­ina. Á sama tíma eru aðrar þjóðir að setja aukna áherslu á raun­vís­inda­mennt­un. 

Er ekki kom­inn tími á aðgerðir til að snúa þess­ari þróun við? Eða hvernig nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki viljum við sjá á sviði næstu árin? 

Höf­undur er með­eig­andi Crowberry Capi­tal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar