Ísland - Finnland: 16 - 30

Jenný Ruth Hrafnsdóttir hjá Crowberry Capital bendir á að hlutfall háskólamenntaðra sem lokið hefur námi í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði eða stærðfræði er mjög lágt á Íslandi í samanburði við nágrannaríkin.

Auglýsing

Frumkvöðlar eru frábært fólk. Með hátt orkustig og óbilandi bjartsýni tekst þeim að sannfæra starfsfólk og fjárfesta að flykkjast með í leiðangur. Leiðangur sem felst í að leysa vandamál eða beysla tækifæri sem skapar virði fyrir notendur. 

Virðir getur falist í meiri lífsgæðum, lægra orkuspori, aukinni skilvirkni, meiri gleði, o.s.frv. 

Og eðlilega spyrjum við, sem myndum fylgjendahóp frumkvöðla, hvað er það sem gerir þennan ákveðna leiðangur árangursríkan. 

Fyrir daga internetsins var erfitt að selja og markaðssetja vörur frá eylandi. Nú þegar markaðsetningarlögmálin eru í endurskrifun þá skiptir staðsetning í raun engu máli. Þekking á vöruleiddum vexti, bestun á leit og sýnileika á netinu og skalanlegt viðskiptamódel sem skapar virði fyrir notandann skipta hins vegar öllu máli. Hjá Amazon er t.d. verklagið þannig að ef starfsmaður fær hugmynd að nýrri vöru þá byrjar hann á því að skrifa fréttatilkynningu og spurt & svarað fyrir notendur vörunnar áður en farið er að vinna í hugmyndinni. Þannig er settur algjör fókus á notandann og virðið sem á að skapa fyrir hann. 

Háskólarnir hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar með áherslu á mýkri hliðar nýsköpunar þar sem fókusinn er á leiðtogahæfni og kynningar á viðskiptahugmyndum. Og við sem störfum við fjárfestingar í nýsköpun sjáum áhrifin. Sterkir leiðtogar með skýra sýn á tækifærið halda hnitmiðaðar kynningar í fallegum byggingum fyrir stóran hóp áheyrenda. 

En þetta er ekki nóg.

Auglýsing
Við megum ekki missa sýn á kjarnatækninni og hugverkunum sem til þarf til að leysa flókin vandamál. Tæknin er kjarninn í tæknifyrirtæki. Færnin í að byggja vöru með sterkan hugverkakjarna fæst ekki í gegnum góða leiðtogahæfni. Hún fæst með því að fá handbæra kennslu í undirstöðulögmálum raunvísinda og hugtökum stærðfræðinnar ásamt rökhugsun sem öll forritun byggir á. Án hennar verða allar umbúðirnar gagnslausar. 

2019 gaf Stjórnarráðið út Grænbók um fjárveitingar til Háskóla. Þar sagði: „Hlutfall háskólamenntaðra sem lokið hefur námi í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði eða stærðfræði (svokölluðum „STEM“ greinum) er mjög lágt á Íslandi í samanburði við nágrannaríkin, eða 16% hér á landi en 21% í Noregi og Danmörku, 26% í Svíþjóð og 30% í Finnlandi.” og “Niðurstöður könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á stöðu grunnskólanemenda (PISA könnunin) sýnir að íslenskir nemendur eru mun verr staddir í læsi á náttúruvísindi en nemendur að jafnaði í ríkjum OECD og að stærðfræðilæsi hefur hrakað frá árinu 2003.”

Tæknifjárfestar reyna að spá fyrir um framtíðina með því að lesa í fortíðina. Og áhrifa síðustu 18 ára þar sem stærðfræðilæsi hefur hrakað statt og stöðugt mun vara inn í framtíðina. Á sama tíma eru aðrar þjóðir að setja aukna áherslu á raunvísindamenntun. 

Er ekki kominn tími á aðgerðir til að snúa þessari þróun við? Eða hvernig nýsköpunarfyrirtæki viljum við sjá á sviði næstu árin? 

Höfundur er meðeigandi Crowberry Capital.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar