Áfram gakk og ekkert rugl

Í fyrravor skrifaði við­skipta­stjóri hjá Nasdaq grein þar sem hann sagði að fjármálamarkaðurinn yrði að komast í gegnum Covid-krísuna án þess að eftir stæði sviðin jörð vafasamra viðskiptahátta. Hann trúir því að við séum á réttri leið í þeim efnum.

Auglýsing

Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um mikilvægi þess að komast í gegnum Covid krísuna án þess að eftir standi gjaldeyrishöft og sviðin jörð vafasamra viðskiptahátta, markaðsmisnotkunarmála og innherjasvika. Sýna í verki að fjármálamarkaðurinn eigi traust skilið, sem væri forsenda fyrir því að markaðurinn gæti sinnt grunnhlutverki sínu og hjálpað til við að koma okkur upp úr þessari krísu. Með öðrum orðum: Ekkert rugl

Það er ekki tímabært að hrósa sigri á þessari vegferð, en sl. ár hefur aftur á móti fyllt mig bjartsýni og trú að við séum á réttri leið. Ört vaxandi þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum, sem kom síðast fram í því að 24 þúsund aðilar skráðu sig fyrir hlut í Íslandsbanka í nýafstöðnu hlutafjárútboði, sýnir að fólk er byrjað að treysta aftur. 

Mikil þátttaka erlendra fjárfesta í útboðinu, þrátt fyrir að bankinn sé einungis skráður á hlutabréfamarkað hér á landi, er sömuleiðis mikil traustsyfirlýsing. Traust til bankakerfisins heldur einnig áfram hækka, úr 21 í upphafi árs 2020 í 26 í upphafi þessa árs, skv. könnun Gallup á trausti til stofnana.

Það er stundum talað um að spyrja að leikslokum. En það eru engin leikslok á markaðnum, sem á að vera framsýnn og byggja á væntingum og framtíðarhorfum um alla ókomna tíð. Við þurfum því að standa undir þessu trausti og halda áfram að styrkja það. Við munum seint sjá eftir slíkum áherslum.

Vextir eru lágir, fjármagn til reiðu og hlutabréfaverð fer hækkandi. Fjárfestar hafa jafnvel kvartað undan skorti á fjárfestingarkostum. Á sama tíma er atvinnuleysi sögulega hátt og víða virðast fyrirtæki skorta fjármagn. Lausnin hljómar e.t.v. einföld, að koma fjármagninu til þeirra fyrirtækja sem vantar fjármagn svo þau geti ráðið fólk, vaxið og dafnað. 

Auglýsing
En þetta er því miður ekki svo einfalt. Það eru margar breytur og mikil óvissa þegar kemur að því að meta hvort fyrirtæki sé góður fjárfestingakostur. Hvernig við sjáum hvaða fyrirtæki á framtíðina fyrir sér, hvaða stjórnendur færu vel með fjármagn, hvaða óvissa er til staðar o.s.frv. Gott aðgengi að fjármagni er því miður ekki alltaf ávísun á velgengni. Einn megintilgangur fjármálamarkaða er að leysa úr svona flækjum – og traust skiptir þar lykilmáli. 

Það hefur verið gaman að sjá fyrirtæki eins og PLAY og Solid Clouds taka ákvörðun um að fara á First North vaxtarmarkaðinn til að fjármagna framtíðaráætlanir sínar. Fyrirtæki sem eru til í að leggja spilin á borðið og bjóða fólki að taka þátt í vegferðinni með sér. Ég vona eindregið að fleiri fyrirtæki íhugi þessa leið á komandi misserum (en er vissulega ekki hlutlaus í þeim efnum). 

Nú þegar þorri þjóðarinnar er orðinn bólusettur erum við í dauðafæri til að snúa vörn í sókn. Spýta í lófana, koma fjármagninu „í vinnu“, eins og stundum er sagt, en passa upp á að vanda okkur og gera þetta þannig að fleiri njóti ágóðans ef vel gengur. Með öðrum orðum: Áfram gakk og ekkert rugl!

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nasdaq Iceland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar