Áfram gakk og ekkert rugl

Í fyrravor skrifaði við­skipta­stjóri hjá Nasdaq grein þar sem hann sagði að fjármálamarkaðurinn yrði að komast í gegnum Covid-krísuna án þess að eftir stæði sviðin jörð vafasamra viðskiptahátta. Hann trúir því að við séum á réttri leið í þeim efnum.

Auglýsing

Fyrir rúmu ári síðan skrif­aði ég grein um mik­il­vægi þess að kom­ast í gegnum Covid krís­una án þess að eftir standi gjald­eyr­is­höft og sviðin jörð vafa­samra við­skipta­hátta, mark­aðs­mis­notk­un­ar­mála og inn­herja­svika. Sýna í verki að fjár­mála­mark­að­ur­inn eigi traust skil­ið, sem væri for­senda fyrir því að mark­að­ur­inn gæti sinnt grunn­hlut­verki sínu og hjálpað til við að koma okkur upp úr þess­ari krísu. Með öðrum orð­um: Ekk­ert rugl

Það er ekki tíma­bært að hrósa sigri á þess­ari veg­ferð, en sl. ár hefur aftur á móti fyllt mig bjart­sýni og trú að við séum á réttri leið. Ört vax­andi þátt­taka almenn­ings í hluta­bréfa­við­skipt­um, sem kom síð­ast fram í því að 24 þús­und aðilar skráðu sig fyrir hlut í Íslands­banka í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði, sýnir að fólk er byrjað að treysta aft­ur. 

Mikil þátt­taka erlendra fjár­festa í útboð­inu, þrátt fyrir að bank­inn sé ein­ungis skráður á hluta­bréfa­markað hér á landi, er sömu­leiðis mikil trausts­yf­ir­lýs­ing. Traust til banka­kerf­is­ins heldur einnig áfram hækka, úr 21 í upp­hafi árs 2020 í 26 í upp­hafi þessa árs, skv. könnun Gallup á trausti til stofn­ana.

Það er stundum talað um að spyrja að leikslok­um. En það eru engin leiks­lok á mark­aðn­um, sem á að vera fram­sýnn og byggja á vænt­ingum og fram­tíð­ar­horfum um alla ókomna tíð. Við þurfum því að standa undir þessu trausti og halda áfram að styrkja það. Við munum seint sjá eftir slíkum áhersl­um.

Vextir eru lágir, fjár­magn til reiðu og hluta­bréfa­verð fer hækk­andi. Fjár­festar hafa jafn­vel kvartað undan skorti á fjár­fest­ing­ar­kost­um. Á sama tíma er atvinnu­leysi sögu­lega hátt og víða virð­ast fyr­ir­tæki skorta fjár­magn. Lausnin hljómar e.t.v. ein­föld, að koma fjár­magn­inu til þeirra fyr­ir­tækja sem vantar fjár­magn svo þau geti ráðið fólk, vaxið og dafn­að. 

Auglýsing
En þetta er því miður ekki svo ein­falt. Það eru margar breytur og mikil óvissa þegar kemur að því að meta hvort fyr­ir­tæki sé góður fjár­fest­inga­kost­ur. Hvernig við sjáum hvaða fyr­ir­tæki á fram­tíð­ina fyrir sér, hvaða stjórn­endur færu vel með fjár­magn, hvaða óvissa er til staðar o.s.frv. Gott aðgengi að fjár­magni er því miður ekki alltaf ávísun á vel­gengni. Einn meg­in­til­gangur fjár­mála­mark­aða er að leysa úr svona flækjum – og traust skiptir þar lyk­il­máli. 

Það hefur verið gaman að sjá fyr­ir­tæki eins og PLAY og Solid Clouds taka ákvörðun um að fara á First North vaxt­ar­mark­að­inn til að fjár­magna fram­tíð­ar­á­ætl­anir sín­ar. Fyr­ir­tæki sem eru til í að leggja spilin á borðið og bjóða fólki að taka þátt í veg­ferð­inni með sér. Ég vona ein­dregið að fleiri fyr­ir­tæki íhugi þessa leið á kom­andi miss­erum (en er vissu­lega ekki hlut­laus í þeim efn­um). 

Nú þegar þorri þjóð­ar­innar er orð­inn bólu­settur erum við í dauða­færi til að snúa vörn í sókn. Spýta í lófana, koma fjár­magn­inu „í vinn­u“, eins og stundum er sagt, en passa upp á að vanda okkur og gera þetta þannig að fleiri njóti ágóð­ans ef vel geng­ur. Með öðrum orð­um: Áfram gakk og ekk­ert rugl!

Höf­undur er við­­skipta­­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar