Aðförin að lýðræðinu

Blikur eru á lofti í lýðræðisþróun í mörgum ríkjum, meðal annars í Bandaríkjunum, skrifar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson.

Auglýsing

Nú, á sumrinu 2021, þegar þetta er skrifað rétt fyrir sumarsólstöður er kóvidinu tekið að slota víða um heiminn, með undantekningum þó, en bólusetningar í fjölmörgum löndum ganga vel.

Faraldurinn hefur hrist upp í ýmsum hlutum og sumir segja að veröldin muni aldrei verða söm eftir að honum slotar af alvöru, sem verður kannski eftir um 1-3 ár, því stór svæði víða um heim eiga enn eftir að fá nægt bóluefni, t.d. hinn svokallaði „þriðji heimur.“ 

En heimsbyggðin mun á endanum komast yfir þetta og gera það í krafti vísinda og þekkingar.

Það er þó annað sem er mikið áhyggjuefni og mun sennilega hafa alvarleg áhrif til framtíðar en það er það sem ég vil kalla „aðförin að lýðræðinu.“

Það er nefnilega svo að víða um heim er verið að sauma að lýðræðislegum réttindum almennings með ýmsum hætti. Þetta er grafalvarleg þróun og tengist kóvid19 með þeim hætti að í nokkrum fjölda landa hafa lög verið sett í skjóli kóvidsins sem hefta eða draga úr lýðræðinu.

Byrjum í Rússlandi. Sennilega hefur Rússland ekki verið jafn ófrjálst lengi, eða allt frá því að kommúnisminn féll og Sovétríkin hrundu árið 1991. Margvísleg lög hafa verið sett í Rússlandi á undanförnum árum, í valdatíð Vladimírs Pútíns, sem setja frelsinu skorður. Meðal annars sem hefta starfsemi ýmissa frjálsra félagasamtaka í landinu. Starfsemi slíkra samtaka er nánast ómöguleg í Rússlandi samtímans. 

Forsetinn sjálfur, Pútín, þolir ekki gagnrýni. Meðferð hans á stjórnarandstæðingum og hreyfingum þeirra (nú síðast Alexei Navalný) er í samræmi við það og sýnir að lýðræðið í Rússlandi er í molum. Vegna Pútíns, sem sennilega telur sig vera hinn útvalda í öllu Rússlandi, sem er hæfur til að stjórna landinu. Alexei Navalný hefur nú verið fangelsaður í þrjú og hálft ár og samtök hans bönnuð.

Áhrif Rússa

Áhrifa Rússa gætir svo í löndum eins og Ungverjalandi og Hvíta-Rússlandi. Byrjum á Ungverjalandi, þar sem nýlega voru sett lög sem banna umfjöllun um samkynhneigð og málefni transfólks. Upprunalega var lögunum beint að kynferðisbrotum gegn börnum, en á síðustu stundu var nýjum ákvæðum bætt við sem hafa vakið mikla andspyrnu og óánægju meðal minnihlutahópa, sem segja þeim beint gegn sér. Meðal annars eru ákvæði sem  banna að ræða samkynhneigð í landinu.

Lög þessi eiga sér fyrirmynd í Rússlandi en þar grasserar svokölluð „hómófóbía“ eða hommahræðsla. Talið er að með setningu þeirra sé Orban að tryggja sér atkvæði íhaldssamra kjósenda í komandi þingkosningum á næsta ári. Til að tryggja sér þessi atkvæði þarf að búa til blóraböggla og þá eru samkynhneigðir „gagnlegir.“ Gömul trix, notuð aftur og aftur!

Ungverskt lýðræði í molum

Lýðræði í Ungverjalandi hefur staðið mjög höllum fæti undir stjórn Viktors Orbans og ástandið einungis versnað síðan hann tók við völdum. Sjálfur var Orban einu sinni mikil lýðræðissinni, en það er liðin tíð, fyrir löngu síðan. 

Hátt í 500 lög hafa verið sett í valdatíð Orbans (frá 2010) sem meira og minna draga úr frelsi en auka völd Orbans og fylgismanna hans. Landinu er í raun stjórnað af Orban og klíku „Orbanista.“ Valdið spillir og er vandmeðfarið.

Auglýsing
Óháði háskólinn CEU (Central European University) var neyddur til þess að flytja starfsemi sína til Vínarborgar. Stofnandi hans var George Soros, ríkur Ungverji af gyðingaættum, sem sætt hefur ofsóknum af hendi ungverskra yfirvalda og er sagður vera óvinur Ungverjalands. Hann hefur á ferli sínum ýtt undir frjálslynd sjónarmið, en þau „fíla“ Orban og félagar ekki lengur. Þeirra viðmið eru einungis völdin sjálf.

Á lýðræðismælikvarða bandarísku samtakanna „Freedom House“ skorar Ungverjaland aðeins 50% af 100% mögulegum. Ungverjaland er því aðeins frjálst að hluta til og meðal annars hefur verið saumað að öllum frjálsum fjölmiðlum undanfarin ár og flestir þeirra komnir í eigu „vina Orbans“. Segja má því að lýðræðið sé í molum í Ungverjalandi, landið er „svarti sauðurinn“ innan ESB og á þar í rauninni ekkert heima eins og staðan er núna.

Slæmt ástand í Póllandi og alræðisríkinu Hvíta-Rússlandi

Víðar í Austur-Evrópi er ástand lýðræðis slæmt, t.d. í Póllandi og Hvíta-Rússlandi. Á undanförnum árum hefur á ýmsum sviðum verið unnið gegn því sem kallast lýðræði og mannréttindi. Til dæmis hefur réttur kvenna til fóstureyðinga verið takmarkaður, bannað er að móðga forsetann og helsti valdaflokkur landsins PiS (Lög og réttur), hefur reynt eftir fremsta megna að takmarka gagnrýni í fjölmiðlum og þá hefur markvisst verið reynt að auka völd flokksins í dómskerfinu, til dæmis í stjórnlagadómstóls landsins.

Hvíta-Rússland er svo síðasta vígi kommúnisma og hreinræktaðs alræðis í Evrópu. Þar er skúrkur og glæpamaður að nafni Alexander Lúkasjenkó við völd og hefur verið á valdastóli í næstum þrjá áratugi. Landinu er stjórnað af einræðisherra og þar eru mannréttindi fótum troðin, ofan í svaðið! Í venjulegu lýðræðisríki yrði Lúkasjénkó sóttur til saka fyrir glæpi sína gagnvart þjóð sinni.

Í grein árið 2019 fór ég yfir feril Lúkaskjenkó, en ástandið í landinu hefur einungis versnað. Mikil mótmæli hafa verið í landinu undanfarin misseri og þúsundir manna verið handtekin af öryggislögreglunn KGB, sem er enn starfandi í landinu. Pyntingar og líkamsmeiðingar eru daglegt brauð.

Vél Ryanair neydd til lendingar

Nýjasta dæmið um glæpsamlegt athæfi stjórnvalda í landinu er þegar farþegaþota á vegum hins írska Ryanair var þvinguð til að snúa til höfuðborgarinnar Minsk, þar sem hún var á leiðinni frá Grikklandi til Vilnius í Litháen. 

Um borð var þekktur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, Roman Protasevic.  Hann var umsvifalaust handtekinn og situr nú í varðhaldi, ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hann á yfir höfði sér dauðarefsingu, en Hvíta-Rússland og Rússland eru einu löndin i Evrópu með dauðarefsingu. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi njóta stuðnings eða að minnsta kosti hlutleysis Rússa í kúgunaraðgerðum sínum gegn almennum borgurum þar í landi. Enn og aftur Pútín-áhrifin!

Kína: Engin lýðræðisþróun – Xi Jinping herðir tökin

Sé litið til Asíu blasir við að í stærsta ríki þeirrar heimsálfu og heimsins, Kína, er ekkert í gangi sem kallast gæti lýðræðisþróun. Þar er að verða til mesta eftirlitssamfélag heims, þar sem fylgst er með hegðun fólks í gegnum óteljandi (milljónir?) myndavélar. Undir stjórn núverandi valdhafa, Xi Jinping (frá 2013) hafa tök stjórnvalda á öllu samfélaginu einungis verið hert. 

Aðgerðir kínverskra stjórnvalda í Hong Kong eru svo sér kapítuli útaf fyrir sig, en markvisst hefur verið unnið að því síðustu ár að mylja í sundur það sem kallast gæti lýðræði þar. 

Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong (sem var nýlenda Breta) sumarið 1997 og síðan þá hefur leiðin einungis legið niður á við. Nú ríkir nístingskaldur fimbulvetur í lýðræðismálum í Hong Kong, sem er einfaldlega verið að kæfa, rétt eins og einstakling sem verið er hægt og bítandi að kyrkja. 

Um mitt síðasta ár voru sett ný öryggislög, sem í raun er ætlað að glæpavæða alla andstöðu við kínversk yfirvöld. Þungir dómar, meðal annars lífstíðardómar eru í nýju lögunum, sem gera landsstjóra Hong Kong (sem valinn er ef Peking) leyfi til að ráða og reka dómara og að réttarhöld séu haldin fyrir luktum dyrum. Kúgun og mannréttindabrot eru því leiðarstefið í málefnum Hong Kong um þessar mundir, sem eitt sinn var sá staður í Asíu sem litið var upp til.

Kínversk stjórnvöld kúga að öllu leyti svo minnihlutahóp sem kallast „Úígúrar“, sem eru múslimar. Þeir eru um 12 milljónir manna, eða álíka og allir íbúar í Svíþjóð. Síðan 1949 hafa Kínverjar einnig kúgað og traðkað á íbúum Tíbet og kerfisbundið reynt að útrýma tíbetskri menningu.

Uggvænleg þróun í „landi hinna frjálsu“

Frá Asíu förum við yfir til „lands hinna frjálsu og híbýla hinna hugrökku“ („land of the free, home of the brave“) eða Bandaríkjanna. Þeir hafa löngum stært sig af því að vera „leiðarljós lýðræðisins“ en þar komst til valda einstaklingur árið 2016 sem hafði (og hefur sennilega) enga trú á lýðræði. Forsetatíð hans snerist um hann sjálfan og fjölskylduna, hið óseðjandi egó.

Sá gerði reyndar alvarleg atlögu að bandarísku lýðræði á valdastóli og í stóð í raun fyrir skipulagðri árás á bandarískt lýðræði þegar trylltur skríll réðist á þinghúsið í Washington þann 6. janúar á þessu ári. 

Ég er að sjálfsögðu að tala um Donald Trump og fylgismenn hans. Fáir forsetar, ef enginn, hafa unnið jafn ötullega að því að vanvirða og niðurlægja bandarískt lýðræði, auka vantrú almennings á lýðræðinu þar í landi og þeim stofnunum sem það framkvæma. 

Ekkert er sem bendir til þess að svindl hafi átt sér stað í forsetakosningunum í nóvember eins og Trump hefur ítrekað haldið fram og hann hefur alls tapað 60 lögsóknum um meint kosningasvindl. Geri aðrir betur! Orð hans þess efnis að um svindl hafið verið að ræða eru  innantómt gaspur!

Þrátt fyrir ósigur í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum (sem Trump er ennþá ekki búinn að viðurkenna), þá eru Repúblikanar valdamiklir í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í dómskerfinu. Þeir hafa markvisst verið að koma íhaldssömum dómurum að í dómskerfinu og tekist það vel. Það er einfaldlega þeirra aðgerðaráætlun. Nú eru til dæmis sex af níu dómurum Hæstaréttar skilgreindir sem íhaldssamir. 

Auglýsing
En það sem er kannski meiri áhyggjuefni eru ýmis lög sem sett hafa verið, eða verið er að setja í ýmsum fylkjum lög þar sem Repúblikanar eru sterkir, sem miða að því að takmarka með ýmsum hætti kosningaþátttöku kjósenda. Lög, sem er þá aðallega beint gegn svörtum, en mun fleiri þeirra kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikana. 

Í mars síðastliðnum birtist frétt í hinu virta dagblaði Washington Post, þess efnis að um 250 lög væru nú í bígerð í 43 fylkjum (af 50) sem ætlað er að takmarka póstkosningar og utankjörfundarkosningu. Fjöldamörg önnur ákvæði eru í mörgum þessara laga, til þess eins að skerða kosningafrelsi. Til dæmis er í nýjum lögum í Georgíu-fylki búið að skilgreina það sem glæp gefa fólki sem stendur í röð og bíður eftir aða fá að kjósa, að borða og drekka.  Hversu klikkað er það? En hverjir skilgreina hvað er glæpur – jú mennirnir!

Líta má á flest þessara laga sem viðbrögð Repúblikana við og jafnvel „endurgjald“ („payback“) fyrir þá staðreynd að það var einmitt með utankjörfundar og póstatkvæðum sem Demókratar tryggðu demókratanum Joe Biden forsetastólinn. 

En nú skal komið í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Þetta er uggvænleg þróun og hlýtur að draga dökkan skugga yfir bandarískt lýðræði.

Í þessari grein hefur verið reynt að fara yfir og draga upp mynd af þróun lýðræðis í heiminum árið 2021. Lýðræði er aðeins mannaverk og það er auðvelt að kippa því úr sambandi. Það var gert á aðeins hálfu ári eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi árið 1933. Lýðræðið þarf að passa og rækta. Það er ekki gefið að alltaf ríki lýðræði.

En lýðræði eru ekki bara stjórnmál og kosningar, lýðræði eru allt það sem við köllum almenn mannréttindi, réttindi sem hver einstaklingur á að hafa til orðs og æðis. Eða eins og svo vel er að orði komist í bandarísku stjórnarskránni: „Life, liberty and the pursuit of happiness“ – líf, frelsi og leitin að hamingjunni.“ Þetta eru réttindi sem höfundar hennar sögðu að í raun ætti ekki að vera hægt að taka með neinum hætt af einstaklingum. Og það er rétt - og það má ekki gerast.

Höfundur er MA í stjórnmálafræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar