Hroðinn í austri

Rússar eru ekki bara að eyðileggja og mylja í sundur borgir og bæi Úkraínu, heldur er einnig verið að ráðast á menningu landsins og í raun verið að reyna að eyða henni, skrifar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson.

Auglýsing

Stríð draga fram bæði það versta og oft líka það besta í mann­skepn­unni, þau sýna oft hetju­dáð­ir, en einnig botn­lausa grimmd. Þegar Banda­ríkja­menn réð­ust með ólög­legum hætti inni í Írak árið 2003, þá hvarf gríð­ar­legt magn forn­minja og allar fjár­hirslur íraska rík­is­ins voru rænd­ar. Í kjöl­far inn­rásar fylgdi síðan grimmi­leg borg­ara­styrj­öld og trú­ar­bragða­stríð. Það sama er núna uppi á ten­ingnum í Úkra­ínu, þar er kerf­is­bundið verið eyði­leggja, ræna og rupla úkra­ínska menn­ingu. Þá hafa hroða­leg grimmd­ar­verk verið fram­in, t.a.m. í borg­inni Bútsja.

Talið er að gríð­ar­legur fjöldi menn­ing­ar­verð­mæta hafi nú þegar verið fjar­lægður og fluttur burt frá borgum og bæjum lands­ins frá því að átök brut­ust út árið 2014 í aust­ur­hluta lands­ins, svæð­inu Don­bas. Það sama má segja um Krím­skag­ann, sem Rússar (les: Vla­dimír Pútín) inn­lim­uðu einnig árið 2014. Þessi mál voru rædd af sér­fræð­ingum í sænska rík­is­sjón­varp­inu fyrir skömmu í sér­stökum þætti.

Auglýsing

Síð­ast­liðna tvo mán­uði hafa Rússar ekki bara verið að eyði­leggja og mylja í sundur borgir og bæi Úkra­ínu, heldur er einnig verið að ráð­ast á menn­ingu lands­ins og í raun verið að reyna að eyða henni. Margir af fremstu lista­mönnum fyrrum Sov­ét­ríkj­anna (sem Úkra­ína til­heyrði frá 1922-1991) koma einmitt frá Úkra­ínu, bæði rit­höf­und­ar, list­mál­arar og fleiri.

Ráð­ist á menn­ing­ar­borgir

Ein af þeim borgum sem verst hafa orðið úti er Kharkiv, við landa­mærin við Rúss­land, en hún er önnur stærsta borg Úkra­ínu, með um 1,5 millj­ónir manna. Borgin er menn­ing­ar­borg UNESCO og á árunum 2019-2020 voru haldnir yfir 5000 menn­ing­ar­við­burðir sem um 500.000 manns sóttu. Í borg­inni eru 24 söfn, 17 mynd­list­ar­gall­erí og 14 leik­hús. Kharkiv hefur sætt linnu­lausum árásum, á sama tíma og íbú­arnir reyna að vernda menn­ing­ar­verð­mæti með ýmsum hætti. Það gera íbúar í fleiri borgum einnig.

Sofia-dómkirkjan í Kíev. Mynd: Wikipedia

Á lista SÞ yfir heimsminjar eru sjö staðir í Úkra­ínu. Þeirra merkastur er e.t.v. Sofi­a-­dóm­kirkj­an, í höf­uð­borg­inni Kíev, með sínum fjöl­mörgu gull­skreyttu turn­um, en bygg­ing hennar hófst á 11.öld.

Þá er einnig elsti bæj­ar­hluti borg­ar­innar Lviv (ná­lægt pólsku landa­mær­un­um) á list­an­um, en á þá borg hafa Rússar gert flug­skeyta­árásir á þá borg og fjöldi flótta­manna hefur flúið til Lviv.

Um Sofi­a-­dóm­kirkj­una segir í grein í Morg­un­blað­inu frá árinu 2004:

„Þessi sögu­fræga borg var lögð í rúst í inn­rás Hitlers. Það stóð ekki steinn yfir steini. Og það sem Hitler sást yfir lauk Stalín við eftir stríð. Það tókst á síð­ustu stundu að bjarga sjálfri Soff­íu­kirkj­unni – þess­ari sögu­frægu ger­semi – með klækjum undan sprengju­sér­fræð­ingum Stalíns. Það er ótrú­legt að hugsa sér þetta núna. Borgin hefur verið byggð upp á nýtt, nákvæm­lega eins og hún var. Byggð upp úr rúst­un­um, og allt er óbreytt – á yfir­borð­inu. Konur og karl­ar, börn og gam­al­menni, allir lögð­ust á eitt. Með eigin höndum byggðu þau borg­ina sína enn og aft­ur. Og Úkra­ínu­menn eru stoltir af borg­inni sinni. Kannski er það menn­ingin sem hefur hjálpað þess­ari þjóð að lifa af og halda áfram að trúa á hið fagra og hið góða í líf­inu. Það fer ekki fram hjá manni, að menn­ingin virð­ist vera ein af meg­in­stoðum mann­lífs í Úkra­ínu. Hún stendur djúpum rót­um, öllum aðgengi­leg og er eðli­legur hluti af dag­legu lífi fólks. Óper­an, ball­ett­inn og leik­húsin eru opin almenn­ingi gegn vægu gjald­i.“

Rík­harður III = Pútín (eða öfugt)?

Fyrir skömmu voru sýndir á RÚV þættir um höf­uð­skáld Breta, Willam Shakespe­are. Í einum þess­ara þátta var fjallað um einn kon­unga þeirra, Rík­harð III, sem réði yfir Bretum í aðeins tvö ár, frá 1483-1485. Hann er tal­inn hafa verið einn grimmasti vald­hafi Breta fyrr og síð­ar.

Í þátt­unum er því lýst að hann hafi í raun ekki átt til­kall til þeirra valda sem hann fékk og eftir að hann fékk þau myrti hann og ruddi úr vegi nán­ast öllum i kringum sig. Honum er lýst sem ein­stak­lega grimmum manni, en að í lok fer­ils­ins hafi hann staðið eftir einn og yfir­gef­inn, enda búinn að losa sig við nán­ast alla í kringum sig.

Ekki er laust við að hug­ur­inn hvar­fli til ein­valds­ins í Rúss­landi við þessa lýs­ingu, því sam­an­burður Pútíns við Rík­harð III er alls ekki út í hött. Pútín átti t.d. ekk­ert til­kall til þeirra valda sem hann fékk í kringum síð­ustu alda­mót og er búinn að halda óslitið síð­an. Það var ekk­ert gefið að hann yrði fyrir val­inu. Enn einn þeirra kosta sem réði var edrú­mennska hans, en fyr­ir­renn­ari Pútíns í starfi, Boris Jeltsín, var blautur með ein­dæmum og sagt að hann hafi byrjað að drekka í kringum hádegi.

Fjöldi stjórn­ar­and­stæð­inga og blaða­manna hafa látið lífið á vakt Pútíns, meðal ann­ars með eitr­unum í öðrum löndum (m.a. Alex­ander Lit­vinenko í Bret­land­i). Og góð­mennskan drýpur ekki heldur af Pútín, sem er búinn að vera í stríði meira og minna allan fer­ill sinn, fyrst í Téténíu árin 1999-2009, svo Georgíu árið 2008, svo Don­bas frá 2014, svo Sýr­landi frá 2015, (er það búið?) og nú síð­ast inn­rás í Úkra­ínu.

Rík­harður III var síð­asti kon­ung­ur­inn af York-ætt­inni og við honum tóku hinir svoköll­uðu Túd­or­ar. Vla­dimír Pútín er ekki af neinni sér­stakri ætt. Hann er almúga­maður frá hinni marg­frægu borg Sankti Pét­urs­borg (fyrrum Len­ingrad) sem hefur að geyma ein­hver mestu menn­ing­ar­verð­mæti Rúss­lands, meðal ann­ars hið marg­fræga Hermita­ge-safn/Vetr­ar­höll­ina. Þar bjó keis­ar­inn Niku­lás II, þegar honum var steypt af stóli á vor­dögum 1917. Síðar sama ár kom svo rúss­neska bylt­ing­in/­valda­taka bol­sé­víka.

„Móð­ir­in“ skot­mark

Kíev er ann­áluð fyrir menn­ingu og marg­breyti­leika og hún er sögð vera „móðir Rúss­lands“. Und­an­farna daga hafa verið gerðar árásir á borg­ina, þó flestir her­manna Rússa séu farnir þaðan og hafi dregið sig til aust­ur, þar sem verið er að und­ir­búa ein­hvern áfram­hald­andi hroða gagn­vart íbúum Úkra­ínu.

En hver ræðst á móður sína? Hvurs­lags vald­hafi er það? Í við­tali við fjöl­miðla fyrir skömmu sagði box­ar­inn heims­frægi og borg­ar­stjóri Kíev, Vitalý Klit­sjkó: „Þessi inn­rás var alger­lega ástæðu­laus, hún er bara brjál­æði í huga eins manns.“ Þar smell­hitti box­ar­inn naglann á höf­uð­ið!

Um pásk­ana (sam­kvæmt tíma­tali úkra­ínsku rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar,­seinna en hjá okk­ur) hefur „páska­eggjum Pútíns“ rignt yfir Úkra­ínu, en þá gerðu Rússar fleiri hund­ruð sprengju­árásir á skot­mörk í land­inu. Þá er hafin (og í gangi) stór­sókn í aust­ur­hlut­an­um, í Don­bas, en það svæði hyggst Pútín „frelsa“ undan Úkra­ínu­mönn­um. Á sama tíma koma fram upp­lýs­ingar sem benda til um enn frek­ari stríðs­glæpa Rússa, t.d. í borg­inni Mariu­pol.

Þar hefur Pútín sagt að framin hafi verið „þjóð­ar­morð“ af nas­ist­um, en það eru lygar og ekk­ert ann­að, enda bæði for­seti Úkra­ínu af gyð­inga­ætt­um, sem og fleiri í kringum hann. Segja má að Pútín og kreðsa hans séu í raun bara gengi af lyg­ur­um, þar sem sann­leik­ur­inn/það sem er satt og rétt, skiptir bara engu máli.

Auglýsing

Því er til dæmis stöðugt logið að rúss­nesku þjóð­inni að það sé ekk­ert stríð í Úkra­ínu og allt sé þetta þeim að kenna. Sögunör­dinn Pútín stundar því umfangs­miklar sögu­fals­an­ir.

En hin rétta saga verður svona: Þann 24. febr­úar árið 2022 réð­ist Rúss­land inn í sjálf­stætt og full­valda ríki, Úkra­ínu, og reynir nú eftir fremsta megni að leggja landið og menn­ingu þess í rúst.

Hvenær þessu blóð­baði í boði ein­valds­ins og „ts­ars­ins“ í Kreml lýk­ur, það er svo önnur saga. En útlitið er dökkt.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar