Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja

Óskar Guðmundsson skrifar um hugmynd sína að nýju launakerfi fyrir öryrkja.

Auglýsing

Hvað er það fyrsta sem allir nefna þegar kemur að launum eða bót­um?

Öryggi.

Við viljum vera örugg um að slys eða sjúk­dómar hafi ekki miklar breyt­ingar á það sem eftir er ævi okk­ar. Við viljum við­halda tekjum og frelsi. Fram­færsla verður því að snú­ast um lág­marks trygg­ingu fyrir alla, óháð starfs­getu.

Til að ná saman um nýtt kerfi þurfa og að verða tölu­verðar breyt­ing­ar. Ein­falda þarf kerfið og minnka flókna útreikn­inga og óskilj­an­legar skerð­ingar eða hrein­lega leggja fram nýtt kerfi.

Mín hug­mynd er að færa örorku­bætur til launa­kerfis með sömu teng­ingu við líf­eyr­is­sjóði og allur vinnu­mark­að­ur. Greiðslur úr líf­eyr­is­sjóði eru þá m.v. rétt­inda­á­vinnslu. Réttur væri til sér­staks líf­eyr­is­sparn­að­ar. Stóra breyt­ingin er að ríkið verður 100% ábyrgð­ar­að­ili fyrir örorku­hlut­deild­inni, ekki líf­eyr­is­sjóð­irn­ir.

Fallið verði frá hámarks­upp­hæðum og þess í stað tryggðar lág­marks­upp­hæð­ir. Launin eru bundin á föstu hlut­falli við lág­marks heild­ar­laun á vinnu­mark­aði og þá t.d. samn­ingum VR.

Auglýsing

Heild­ar­upp­hæð „fram­færslu“ eru lág­marks heild­ar­laun fyrra árs. Þannig yrði lág­mark árs­ins 2022, 341.500 króna laun en að auki 3.500 króna sam­göngu­styrkur sem ríkið rukkar á sveit­ina. Til við­bótar greiðir ríkið 6.000 krónur í vara­sjóð. Þessir þrír liðir skulu þá ná saman heildar lág­marks­launum fyrra árs (2021), 351.000 krónum á mán­uði.

Nýleg hugsun er vara­sjóður (að fyr­ir­mynd VR) að upp­hæð 6.000 krónur á mán­uði sem rétt­hafar geta sótt í allt að 60.000 krónur á ári – skatt­frjálst. Hér er viss vörn við óvæntum upp­á­kom­um.

Þegar að almenn rétt­indi nálg­ast lág­marks­laun mun frí­tekju­mark öryrkja verða veru­lega umdeilt. Frí­tekju­mark öryrkja lækki því í 70.200 krónur og til að fylgja launa­þró­un, er það 20% lág­marks­-heild­ar­launa hverju sinni.

Þar sem að um launa­kerfi er að ræða greið­ast des­em­ber- og orlofs­upp­bætur sömu upp­hæðar og samn­ingar almenna vinnu­mark­að­ar­ins t.d. VR við SA. Ein­greiðslur frest­ast þó ekki milli ára.

Þegar frí­tekju­marki sleppir ræður starfs­hlut­fall en ekki upp­hæð. Þannig heldur fólk í hlut­falli reynslu og mennt­unar til launa. Heildin verði 100% laun. Ef fólk er þannig með 50% örorku­mat og í 50% starfi lækkar fram­færsla um 20% en óháð upp­hæð laun­anna. 20% eru þá frí­tekju­mark. Réttur öryrkja verði til almenn­ra/­sér­stakra hús­næð­is­bóta síðan eins og hvers ann­ars borg­ara.

Slíkt kerfi borgar sig þá að mestu leyti upp á sama hátt og almennir líf­eyr­is­sjóðir þ.e.a.s. 3,5% ávöxtun til 40 ára en getur sökum þeirra sem eru öryrkjar alla ævi teygt sig í 49 ár. Hækk­unin þar hlut­falls­lega rís þá úr ætl­aðri 80.3% trygg­ing­ar­vernd (40 ár) 15,5% inn­greiðslu (106% / 1.32) upp í 98,3% trygg­inga­vernd (49 ár).

Hér er í raun verið að skylda ríkið til að spara fyrir líf­eyr­is­árum öryrkja á sama hátt og það skyldar fólk á vinnu­mark­aði undir lögum 129/1997.

Það tekur tíma að spara. Kerfið verður fram­þungt en að öllu leyti er hér uppi sama staða og á almennum vinnu­mark­aði 1969 og opin­berum 1919.

Höf­undur er áhuga­maður um rétt­indi öryrkja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar