Ráfað um í Keflavíkurgöngu

Guðmundur Andri Thorsson bregst við grein Úlfars Þormóðssonar og skrifar að á honum megi helst skilja „að mesta ógnin sem steðji að öryggi Íslands komi frá Nató og Bandaríkjamönnum en ógnin frá Rússum sé stórlega ýkt“.

Auglýsing

Úlfar Þor­móðs­son var einn ötul­asti blaða­maður Þjóð­vilj­ans á sinni tíð – fann til dæmis upp hug­takið „fjöl­skyld­urnar fjórt­án“ um eigna­fólkið sem síðar var farið að kenna við kol­krabba og var dug­legur að fletta ofan af skattsvikum og kort­leggja alls konar tengsl. Hann hefur um ára­bil einkum verið rit­höf­undur og getið sér gott orð sem slík­ur, skrifað vin­sælar skáld­sögur og minn­inga­bæk­ur. Hann skrifar líka endrum og sinnum grein­ar, sem stundum hitta í mark.

Og stundum ekki.

Það verður að minnsta kosti ekki sagt um nýj­ustu grein hans sem skrifuð er vegna inn­rásar Rússa í nágranna­land sitt og þeirra við­bragða sem ríki Evr­ópu standa frammi fyr­ir. Greinin ber heitið „Upp­vakn­ing­ar“ og virkar á mann eins og hún hafi birst í Þjóð­vilj­anum árið 1972. Þar eru Rúss­land og Banda­ríkin lögð að jöfnu, hvað varðar árás­ar­hneigð. Þar er gert lítið úr fólki á þeim for­sendum að það sé opin­berir starfs­menn. Þar er Þor­gerður Katrín átalin fyrir að tala fyrir raun­veru­legri stefnu flokks­ins sem hún veitir for­stöðu, sem virð­ist líta ankanna­lega út í augum eins helsta hug­mynda­fræð­ings Vg. Þar er gert lítið úr þeirri hættu sem stafar af Rúss­um. Þar er látið liggja að sam­særi um að end­ur­vekja her­stöð­ina í Kefla­vík. Og þar er meira að segja gert gys að Birni Bjarna­syni og „hræðslu“ hans við Rússa.

Auglýsing

Kann­anir sýna að meiri­hluti kjós­enda Vg aðhyllist vest­ræna sam­vinnu og vill að Íslend­ingar gangi í ESB og Nató, og þó að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sé í orði kveðnu and­víg veru lands­ins í Nató hefur sú and­staða ekki bein­línis geislað af henni eftir inn­rás Rússa. Til allrar ham­ingju. Um alla Evr­ópu hafa lýð­ræð­is­sinnar og mann­rétt­inda­sinnar verið að end­ur­skoða afstöðu sína til varn­ar­mála og þjóð­irnar hafa þétt rað­irnar til að mæta þeirri ógn sem árás­ar­stefna og hót­anir Rússa vekja.

En svo kemur allt í einu svona grein frá Úlf­ari Þor­móðs­syni sem enn er ráf­andi um í sinni Kefla­vík­ur­göngu. Á Úlf­ari má helst skilja að mesta ógnin sem steðji að öryggi Íslands komi frá Nató og Banda­ríkja­mönnum en ógnin frá Rússum sé stór­lega ýkt. Fram­ferði Rússa er átalið fyrir siða­sakir en látið liggja að því Banda­ríkja­menn og Nató í heild séu eig­in­lega verri. Ekk­ert er hirt um þann grund­vall­ar­mun sem er á lýð­ræð­is­ríkjum og ein­ræð­is­ríki á borð við Rúss­land. Ekk­ert er hirt um mun­inn á þjóð­fé­lags­gerð til dæmis Norð­ur­landa og svo aftur Rúss­lands. Ekk­ert er reynt að takast á við atburði nútím­ans á for­sendum nútím­ans.

Við spurn­ingum sem við stöndum núna frammi fyrir í örygg­is- og varn­ar­málum á Þjóð­vilj­inn annó 1972 engin svör. Heims­mynd hans er úrelt. Það skyldi þó aldrei vera, eftir allt sam­an, að Björn Bjarna­son hafi haft fleira fram að færa sem gagn­ast getur her­lausri smá­þjóð í miðju Atl­ants­hafi?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar