Ráfað um í Keflavíkurgöngu

Guðmundur Andri Thorsson bregst við grein Úlfars Þormóðssonar og skrifar að á honum megi helst skilja „að mesta ógnin sem steðji að öryggi Íslands komi frá Nató og Bandaríkjamönnum en ógnin frá Rússum sé stórlega ýkt“.

Auglýsing

Úlfar Þor­móðs­son var einn ötul­asti blaða­maður Þjóð­vilj­ans á sinni tíð – fann til dæmis upp hug­takið „fjöl­skyld­urnar fjórt­án“ um eigna­fólkið sem síðar var farið að kenna við kol­krabba og var dug­legur að fletta ofan af skattsvikum og kort­leggja alls konar tengsl. Hann hefur um ára­bil einkum verið rit­höf­undur og getið sér gott orð sem slík­ur, skrifað vin­sælar skáld­sögur og minn­inga­bæk­ur. Hann skrifar líka endrum og sinnum grein­ar, sem stundum hitta í mark.

Og stundum ekki.

Það verður að minnsta kosti ekki sagt um nýj­ustu grein hans sem skrifuð er vegna inn­rásar Rússa í nágranna­land sitt og þeirra við­bragða sem ríki Evr­ópu standa frammi fyr­ir. Greinin ber heitið „Upp­vakn­ing­ar“ og virkar á mann eins og hún hafi birst í Þjóð­vilj­anum árið 1972. Þar eru Rúss­land og Banda­ríkin lögð að jöfnu, hvað varðar árás­ar­hneigð. Þar er gert lítið úr fólki á þeim for­sendum að það sé opin­berir starfs­menn. Þar er Þor­gerður Katrín átalin fyrir að tala fyrir raun­veru­legri stefnu flokks­ins sem hún veitir for­stöðu, sem virð­ist líta ankanna­lega út í augum eins helsta hug­mynda­fræð­ings Vg. Þar er gert lítið úr þeirri hættu sem stafar af Rúss­um. Þar er látið liggja að sam­særi um að end­ur­vekja her­stöð­ina í Kefla­vík. Og þar er meira að segja gert gys að Birni Bjarna­syni og „hræðslu“ hans við Rússa.

Auglýsing

Kann­anir sýna að meiri­hluti kjós­enda Vg aðhyllist vest­ræna sam­vinnu og vill að Íslend­ingar gangi í ESB og Nató, og þó að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sé í orði kveðnu and­víg veru lands­ins í Nató hefur sú and­staða ekki bein­línis geislað af henni eftir inn­rás Rússa. Til allrar ham­ingju. Um alla Evr­ópu hafa lýð­ræð­is­sinnar og mann­rétt­inda­sinnar verið að end­ur­skoða afstöðu sína til varn­ar­mála og þjóð­irnar hafa þétt rað­irnar til að mæta þeirri ógn sem árás­ar­stefna og hót­anir Rússa vekja.

En svo kemur allt í einu svona grein frá Úlf­ari Þor­móðs­syni sem enn er ráf­andi um í sinni Kefla­vík­ur­göngu. Á Úlf­ari má helst skilja að mesta ógnin sem steðji að öryggi Íslands komi frá Nató og Banda­ríkja­mönnum en ógnin frá Rússum sé stór­lega ýkt. Fram­ferði Rússa er átalið fyrir siða­sakir en látið liggja að því Banda­ríkja­menn og Nató í heild séu eig­in­lega verri. Ekk­ert er hirt um þann grund­vall­ar­mun sem er á lýð­ræð­is­ríkjum og ein­ræð­is­ríki á borð við Rúss­land. Ekk­ert er hirt um mun­inn á þjóð­fé­lags­gerð til dæmis Norð­ur­landa og svo aftur Rúss­lands. Ekk­ert er reynt að takast á við atburði nútím­ans á for­sendum nútím­ans.

Við spurn­ingum sem við stöndum núna frammi fyrir í örygg­is- og varn­ar­málum á Þjóð­vilj­inn annó 1972 engin svör. Heims­mynd hans er úrelt. Það skyldi þó aldrei vera, eftir allt sam­an, að Björn Bjarna­son hafi haft fleira fram að færa sem gagn­ast getur her­lausri smá­þjóð í miðju Atl­ants­hafi?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar