Hugsanavilla aldarinnar

Guðmundur Guðmundsson
10191533305_7b857022a5_b.jpg
Auglýsing

Í sögu­spegli er áhuga­vert að skoða keim­líka atburða­rás í hús­næð­is­málum Eng­lands, Sví­þjóðar og Íslands. Þessi lönd eru sam­bæri­leg um margt. Þau telj­ast til dæmis strjál­býl þegar flat­ar­mál þeirra er borið saman við fólks­fjölda við­kom­andi svæð­is.

Frá alþjóð­legum flug­völlum Íslands og Sví­þjóðar liggur leiðin til borg­anna að mestu yfir hálf­gert eyði­land. M­inna en tíundi hluti af flat­ar­máli Eng­lands eru mann­gerðar bygg­ing­ar. Skortur á land­rými er því ekki hald­bær skýr­ing á sam­eig­in­legri upp­á­komu í borgum land­anna. Það er við­var­andi hús­næð­iskreppa.

Í þessum löndum hefur mynd­ast kyn­slóð af fólki sem fær ekki öruggt þak yfir höf­uð­ið. Þrátt fyrir þokka­lega inn­komu og mennt­un.

Auglýsing

Í Englandi og Sví­þjóð er þetta fólk kallað "Gener­ation rent" og "Mamm­bor", (Hótel mamma).

Nafnið er það eina sem vantar á íslensku hlið­stæð­una. Til­vist hennar er aug­ljós.

Á Íslandi er hátt fast­eigna­verð oft útskýrt með háum vaxta­kostn­aði. Sem er satt, svo langt sem það nær. Í Sví­þjóð og Englandi eru hús­næð­is­vextir hins vegar nálægt núll­inu. Engu að síður er fast­eigna­verð þar komið út úr korti fyrir almúg­ann.

Hús­næð­is­vandi land­anna þriggja er ekki nátt­úru­lög­mál, eða tækni­legt vanda­mál. Skýr­ingin er skortur á hald­bærri hús­næð­ispólítík. Til að finna rót vand­ans þarf að horfa hálfa öld aftur í tím­ann.

Fyrir um fimm­tíu árum fór í gang umfangs­mikið hús­næð­isá­tak í ofan­greindum lönd­um. Ástæð­urnar voru sam­eig­in­leg­ar. Til­gang­ur­inn var að  bregð­ast við ófremd­ar­á­standi  á hús­næð­is­mark­aði. Og koma stórum "Barna­sprengju " árgöngum eft­ir­stríðs­ár­anna í mann­sæm­andi húsa­skjól. Verka­lýðs­fé­lögin knúðu fram við­brögð stjórn­valda við vand­an­um.

Ljóst var að "frjáls mark­aður " upp­fyllti ekki þarfir almenn­ings í hús­næð­is­mál­um. Í Sví­þjóð voru í fram­hald­inu byggðar yfir miljón leigu­í­búðir (Milj­on­programmet) á einum ára­tug.

Í Englandi byggðu og ráku sveit­ar­fé­lögin "council hou­ses", leigu­í­búðir sem almenn­ingur gat búið í alla ævi ef það óskaði. Leigan var hóf­leg, og reiknuð út frá almennum ráð­stöf­un­ar­laun­um.

Íslenska útgáfan hét ein­fald­lega Verka­manna­bú­stað­ir. Hún sam­an­stóð af fjölda­fram­leiddum blokkar­í­búðum í Breið­holti og víð­ar.

Á Íslandi voru íbúð­irnar seldar verka­mönnum á hag­stæðum lán­um. Eigna­myndun var þó hæg, og rek­star­formið flók­ið. Íslenska verð­bólgan jók enn á flækju­stig­ið.

Allar voru þessar hús­næð­is­lausnir börn síns tíma. Þó mynd­uðu þær á sínum tíma  stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði. Það hug­tak er horfið í íslenskum hús­næð­is­mál­um. Sama gildir í Sví­þjóð og Englandi.

Sam­nefn­ar­inn á áður­nefndu tíma­bili var  sú pólítíska sýn  að hús­næði væri lífs­nauð­syn. Rétt eins og orka, vatn, frá­veita osfrv. Því þótti ekki sjálf­sagt , heldur bein­línis skylda að sveit­ar­fé­lögin sæu almenn­ingi fyrir val­kosti við sér­eign­ar­stefn­una. Hún var engu að síður yfir­gnæf­andi í umræddum lönd­um.

Um 1980 komst rík­is­stjórn Marg­aret Thatcher til valda í Englandi. Hún hratt af stað atburða­rás  sem ekki sér fyrir end­ann á.  Almanna­tenglar hönn­uðu fyrir hana slag­orðið "The right to buy". Það sner­ist um að leigj­endur "council" íbúða fengu að kaupa hús­næði sitt á góðum kjörum af við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi.

Þá var tapp­inn dreg­inn úr baðkar­inu í  fé­lags­legri hús­næð­ispólítík Eng­lands. Sára­lítið var byggt í stað þess sem seld­ist. Þetta var ávísun á hús­næð­iskreppu kom­andi kyn­slóða. Sama ferli hófst síðar í Sví­þjóð og á Íslandi. Afleið­ing­arnar eru æ sýni­legri.

"The right to buy" er skóla­bók­ar­dæmi um hvernig sleg­inn er pólítískur víx­ill í hús­næð­is­mál­um. Greið­endur eru kom­andi kyn­slóð­ir. Ekki þarf út fyrir íslenska land­steina til að finna sam­bæri­leg útspil og afleið­ing­ar. Í dag er hús­næð­ispólítíkin meira eða minna hönnuð af almanna­tengl­um. Yfir þús­und ódýrum leigu­í­búðum er lof­að. Á næsta kjör­tíma­bil­i....

Einn  hluti af efna­hag­spólítík Thatcher var einka­væð­ing á opin­berum rekstri og þjón­ustu. Ekki síst fjár­mála­þjón­ustu. Þessar kenn­ingar fengu fádæma und­ir­tektir á Íslandi. Í háblóma íslenska nýlí­ber­ism­ans logn­að­ist félags­lega hús­næð­is­kerfið út af.

Frjáls mark­aður íslenska Thatcher trú­boðs­ins átti að sjá almen­ingi fyrir ódýru og öruggu hús­næði. Um sama leyti var svo fjár­mála­kerfi lands­ins einka­vætt eftir Pútínskri upp­skrift.

Þótt ótrú­legt megi virð­ast var síam­st­ví­buri banka­kerf­is­ins (hús­næð­is­mark­að­ur­inn) aldrei sjúk­dóms­greindur eftir hrun. Þessi kerf­is­villa í formi ýktrar sér­eign­ar­stefnu var end­ur­lífguð í óbreyttri mynd. Stjórn­völd eyða milj­arða­tugum í sömu gjald­þrota hús­næð­ispólítík og gilti fyrir hrun.

Því skal engan undra að sömu sjúk­dóms­ein­kennin birt­ast aftur ljós­lif­andi á íslenskum   hús­næð­is­mark­aði. Og það  ein­ungis sjö árum eftir hrun. Rétt eins og fyrir hrun tekur með­virkn­is­mók stjórn­valda í hús­næð­is­málum á sig margar mynd­ir.

Gull­korn á umboðs­maður (hús­næð­is­lána)skuld­ar­a. Hann vill að skjól­stæð­ingar sínir fái meiri lán, svo þeir geti elt síhækk­andi fast­eigna­verð. Vanda­mál: Of mklar hús­næð­is­skuld­ir. Lausn :..... Enn meiri hús­næð­is­skuld­ir....

Önnur verð­laun fara á Sel­tjarn­ar­nes. Þar vilja menn lána ungu fólki nokkrar milj­ónir fyrir útborgun í íbúð. Aðgerðin yrði í raun félags­leg aðstoð við bólgið banka­kerfi með mylj­andi hagn­að. Út af myglaðri hús­næð­ispólítík.

Fyrstu verð­laun fær máls­grein úr skulda­leið­rétt­ing­unni. Hún ber yfir­skrift­ina "Ný hugsun í hús­næð­is­mál­u­m".*

Þar kemur fram að leigj­endur geti safnað sér fyrir íbúð. Hvaða almanna­teng­ill samdi þennan óborg­an­lega texta?

Máls­greinin er hugs­ana­villan í íslenskum hús­næð­is­mál­um. Í hnot­skurn.

*Ný hugs­un í hús­næð­is­mál­um


Unnt verður að ráð­stafa sér­­­eign­­ar­líf­eyr­is­sparn­aði til lækk­­un­ar höf­uð­stóls og býðst sú leið öll­um þeim sem skulda hús­næð­is­lán sem veita rétt til vaxta­­bóta. Einnig býðst fólki að nýta sér­­­eign­­ar­­sparnað til fast­­eigna­­kaupa og njóta sam­svar­andi skatt­afslátt­­ar, en það get­ur meðal ann­­ars nýst fjöl­­skyld­um í leig­u­hús­næði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None