Hvað er frelsi?

Til þess að koma sínum hugmyndum kyrfilega inn í huga fólks og telja því trú um að það hafi raunverulegt frelsi hafa frjálshyggjumenn fangelsað hugmyndaheim almennings, skrifar Katrín Baldursdóttir.

Auglýsing

Frelsi er að fá að blómstra sem mann­eskja og fá að rækta hæfi­leika sýna eða annað það sem hug­ur­inn stendur til. Fólk sem er fátækt, svangt, heim­il­is­laust og hefur ekki efni á að fara til læknis hvað þá sækja sér menntun hefur ekki frelsi. Frjáls­hyggju­menn hafa reynt að stela hug­tak­inu frelsi og gera það að sínu, tala um ein­stak­lings­frelsi og frelsi mark­að­ar­ins, en út frá því sjón­ar­horni að eng­inn geri neitt nema að hann hafi frelsi til að græða á því sjálf­ur. Þeir eru undir áhrifum frá hag­fræð­ingnum og heim­spek­ingnum Adam Smith sem tal­aði um hina ósýni­legu hönd mark­að­ar­ins sem skipu­legði sig sjálfur og að menn lögð­uðu sig hver að öðrum vegna ávinn­ings­von­ar­inn­ar. Fræg er setn­ing eftir hann sem er svona: „Það er ekki vegna góð­vildar slátr­ar­ans, brugg­ar­ans eða bak­ar­ans, sem við væntum þess að fá máls­verð­inn okk­ar, heldur vegna þess að þeir hugsa um eigin hag.“

Fólk sett í hlekki

Til þess að koma sínum hug­myndum kyrfi­lega inn í huga fólks og telja því trú um að það hafi raun­veru­legt frelsi hafa frjáls­hyggju­menn fang­elsað hug­mynda­heim almenn­ings. Það hafa þeir gert á ýmsan hátt og ekki síst með mötun í gegnum fjöl­miðla í eigu auð­manna, aug­lýs­ing­ar, aug­lýs­inga­her­ferðir kost­aðar af atvinnu­rek­endum og almanna­tengla í vinnu hjá auð­vald­inu. En þarna er fólk búið að glata raun­veru­legu frelsi vilj­ans-­valdi yfir sínum eigin hugs­un­um, gild­is­mati og vali.

Ein hlið frels­is­ins er að fá að gera það sem maður vill án þess að vera beittur þving­unum eða ofbeldi af öðrum og þannig hafa svig­rúm til að geta val­ið. Í nýfrjáls­hyggju kap­ít­al­isma sam­tím­ans er fólk kerf­is­bundið sett í hlekki. Lág laun, vinnu­þrælk­un, ójöfn­uð­ur, fátækt, fátæk börn, ill með­ferð á öryrkjum og fátæku eft­ir­launa­fólki, mikil skatt­byrði á lág laun, hús­næð­is­skort­ur, mis­munun í heil­brigð­is-og mennta­kerf­inu, útskúfun, stuldur á auð­lind­um, mansal, vændi, launa­þjófn­aður og kúgun á fólki í skjóli auðs og valda. Allt eru þetta dæmi um sví­virði­lega frels­is­svipt­ingu.

Auglýsing

Auð­menn hafa frelsi til að brenna pen­inga

En auð­valdið í allri sinni mynd afsakar sig meðal ann­ars á því að þeir kúg­uðu geti sjálfum sér um kennt. Þeir standi sig ekki á velli mark­að­ar­ins þar sem allt snýst um neyt­endur og sam­keppn­is­að­ila. Mark­að­ur­inn er lög­mál í til­veru manns­ins og mæli­kvarði á mennsk­una. Þetta er auð­vitað kol­rangt. Mennskan snýst um sam­vinnu og bræðra­lag. Og það er sós­í­al­ismi.

Það er ekk­ert frelsi falið í því fyrir launa­fólk að þurfa að afhenda kap­ít­alist­unum allan hagn­að­inn sem mynd­ast af vinnu þeirra. Atvinnu­rek­endur hafa hins vegar frelsi til að gera það við hagn­að­inn sem þeir vilja; eyða honum í neyslu, fjár­festa, koma honum í skatta­skjól eða þess vegna brenna pen­ing­ana. Launa­fólk á að sjálf­sögðu að fá sinn skerf af arð­inum sem af vinnu þess skap­ast. Allir eiga að fá hlut af hagn­að­in­um. Auð­söfnun á kostnað fjöld­ans á ekki að vera inn í mynd­inni.

Lýð­ræði þýðir að almenn­ingur hefur valdið en ekki ein­hver tak­mark­aður hópur manna, ekki þeir ríku eða þeir sem telja sig hæf­ari en aðrir til að fara með vald­ið. Sós­í­alistar leggja mikla áherslu á frelsi almenn­ings til að hafa raun­veru­leg áhrif á sam­fé­lagið í kringum sig, vinnu­stað­inn, verka­lýðs­fé­lag­ið, skól­ann, hverf­ið, sveit­ar­fé­lagið eða þorp­ið.

Frelsi frá og frelsi til

Það er oft talað um frelsi frá og frelsi til! Sós­í­alistar segja að frelsi sé:

  1. Frelsi frá – fátækt, vinnu­þrælk­un, virð­ing­ar­leysi, nið­ur­læg­ingu, kúg­un, ofbeldi, stöðugri mötun gegnum fjöl­miðla og aug­lýs­ing­ar, sífelldri körfu um aukin afköst, vald­beit­ingu, hót­unum um atvinnu­missi, ótt­anum um efn­is­legt óör­yggi, arðráni og auð­söfnun fárra og svo mætti lengi telja.
  2. Frelsi til – mann­sæm­andi launa, frí­tíma, frelsis til að blómstra sem mann­eskja, að eiga tíma með börnum og fjöl­skyldu, að eiga tíma með vin­um, að stunda áhuga­mál, frelsi til sköp­unar í listum og menn­ingu, til nýsköp­unar í atvinnu­líf­inu, frelsi til að deila með öðrum afrakstr­inum af auð­lind­un­um, að eiga hlut í virð­is­auk­anum af vinn­unni, að eiga gott hús­næði, að eiga nóg að borða, að eiga utan á sig föt, frelsi til ókeypis mennt­un­ar, ókeypis lækn­is­þjón­ustu, til að hafa áhrif á nærum­hverfi sitt, að segja sínar skoð­an­ir, hafa sjálf­stæðan vilja o.s.frv.

Það er ekki úr vegi að enda þennan pistil um frelsið á því sem Einar Olgeirs­son, for­maður Sós­í­alista­flokks­ins eldri, segir í inn­gangi Komm­ún­ista­ávarps­ins um heim­spek­ing­inn Rous­seau sem var upp á 18. öld og hafði mikil áhrif á for­sprakka frönsku bylt­ing­ar­innar 1789. Einar segir að Rous­seau hafi ver­ið: … „málsvari millj­óna, sem ann­ars áttu enga að, verj­andi smæ­lingja, sem traðk­aðir voru undir fótum höfð­ingj­anna, fröm­uður frels­is, sem her­skarar hinna kúg­uðu þráðu, tals­maður sann­leika, sem auð­menn og aðall hæddi, boð­beri ást­ar, sem hræsni og ljettúð mis­þyrmdu, söngv­ari nátt­úr­unn­ar, er menn­ingin afskræmdi og eyði­lagði, skáld til­finn­inga, sem van­inn og formið fjötr­uðu …“

Höf­undur er atvinnu­lífs­fræð­ingur og félagi í Sós­í­alista­flokki Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar