Bless og takk fyrir okkur

Ísland er ekki Lególand, hér býr fólk. Við erum ekki hluti af einhverri sviðsmynd til afþreyingar, skrifar Gunnar Ingiberg Guðmundsson í aðsendri grein um stöðu faraldursins.

Auglýsing

Ég hef hingað til kosið að tjá mig ekki um Covid-19, ástæðan var einföld: Ég er einfaldlega ekki læknisfræði- eða heilbrigðismenntaður og því gætu mínar hægindastólshugleiðingar orðið meira til skaða heldur en til gagns. Þessi afstaða var hins vegar mótuð áður en Covid-19 varð pólitískt. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að létta af landamæratakmörkunum og blása lífi í ferðaþjónustuna drap þessa afstöðu þar sem hugleiðingar hluta ríkisstjórnarinnar eru beinlínis skaðlegar. Þau ákváðu að gera þetta pólitískt í aðdraganda kosninga.

Sóttvarnaraðgerðir hafa hingað til verið tiltölulega hófsamar, þannig að skaðinn af þeim, annar en af farsóttinni sjálfri, hefur verið lágmarkaður. Þó hefur viðbragð í ljósi nýrra gagna stundum borið þess merki að vera seint og hlutur stjórnmálanna í því augljós. Það vakti mér töluverðan óhug þegar spunameistarar Sjálfstæðisflokksins slógu upp þeirri skýjaborg að í sumar yrði aldeilis hægt að fagna frelsinu því Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að útrýma samkomutakmörkunum til frambúðar. Þarna var komin töluverð kosningalykt af þessu verkefni.

Auglýsing

Nú hafa bólusetningar gengið vonum framar og Ísland framarlega í hlutfalli bólusetninga, en eftirá að hyggja líður mér eins mér hafi verið færð falleg brynja og skjöldur í miðju umsátri. Það nefndi það hins vegar enginn að tilgangurinn væri að opna vindubrúnna í sömu andrá. Alveg eins og reynt var síðasta sumar með sömu afleiðingum og við sitjum núna uppi með.

Mynd: Aðsend

Það er sjaldan sem ég tek undir málflutning Sjálfstæðismanna, en oddviti bæjarstjórnar Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum hitti að vissu leyti naglann á höfuðið þegar hún líkti stöðugu hringli með takmarkanirnar frá degi til dags við pyntingar. Við sem byggjum Frón erum nú þegar búin að upplifa tvær illa ígrundaðar tilraunir til þess að opna landið, til þess að skömmu seinna skella öllu í lás aftur. Þess á milli eru aðgerðir innanlands íþyngjandi fyrir öll önnur samskipti með tilheyrandi andlegu álagi. Ísland var byggilegt áður en ferðamenn flykktust hingað.

Samtökum ferðaþjónustunnar virtist nefnilega loksins hafa tekist að sannfæra ríkisstjórn Íslands um að ákjósanlegasti kosturinn í stöðunni væri líklega bara að hella ferðamönnum á hjól atvinnulífsins svo Ísland geti loksins farið að græða aftur. Eins og framkvæmdastjóri þeirra lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali þann 24. mars: „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti.“

Þetta er sem sagt okkur að kenna.

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar lét síðan hafa eftir sér í vikunni að það væri gríðarlega alvarlegt mál ef Ísland færi á rauðan lista því eitthvað erfiðlega gengur víst að selja ferðir í svona pestarbæli. Eins og öll þessi harðorðu bréf til ráðherra hafi bara ekkert með þessa stöðu að gera. Eigum við, þau sem byggja þetta land, þá bara að drífa okkur öll saman í grímur og sjálfskipaðar sóttkúlur?

Ísland er ekki Lególand, hér býr fólk. Við erum ekki hluti af einhverri sviðsmynd til afþreyingar. Það eru færri einstaklingar látnir á Nýja Sjálandi heldur en á Íslandi en frelsið innanlands hefur samt verið meira og stöðugra. Þeirra lausn var að veita frelsi innanlands og takmarka komur og farir við landamærin. Við eigum nægilega mörg hótelherbergi til þess að setja alla ferðamenn í sóttkví. Ef ósk Samtaka ferðaþjónustunnar er að Ísland verði grænt á ný er lausnin að styrkja landamærin á meðan löndin í kringum okkur eru enn að bisa við að bólusetja hjá sér. Þá fyrst er hægt að selja þá ímynd að landið okkar sé sóttlaust.

Bless og takk fyrir okkur.

Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvestur-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar