Bless og takk fyrir okkur

Ísland er ekki Lególand, hér býr fólk. Við erum ekki hluti af einhverri sviðsmynd til afþreyingar, skrifar Gunnar Ingiberg Guðmundsson í aðsendri grein um stöðu faraldursins.

Auglýsing

Ég hef hingað til kosið að tjá mig ekki um Covid-19, ástæðan var ein­föld: Ég er ein­fald­lega ekki lækn­is­fræði- eða heil­brigð­is­mennt­aður og því gætu mínar hæg­inda­stóls­hug­leið­ingar orðið meira til skaða heldur en til gagns. Þessi afstaða var hins vegar mótuð áður en Covid-19 varð póli­tískt. Ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að létta af landamæra­tak­mörk­unum og blása lífi í ferða­þjón­ust­una drap þessa afstöðu þar sem hug­leið­ingar hluta rík­is­stjórn­ar­innar eru bein­línis skað­leg­ar. Þau ákváðu að gera þetta póli­tískt í aðdrag­anda kosn­inga.

Sótt­varn­ar­að­gerðir hafa hingað til verið til­tölu­lega hóf­sam­ar, þannig að skað­inn af þeim, annar en af far­sótt­inni sjálfri, hefur verið lág­mark­að­ur. Þó hefur við­bragð í ljósi nýrra gagna stundum borið þess merki að vera seint og hlutur stjórn­mál­anna í því aug­ljós. Það vakti mér tölu­verðan óhug þegar spuna­meist­arar Sjálf­stæð­is­flokks­ins slógu upp þeirri skýja­borg að í sumar yrði aldeilis hægt að fagna frels­inu því Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætli sér að útrýma sam­komu­tak­mörk­unum til fram­búð­ar. Þarna var komin tölu­verð kosn­inga­lykt af þessu verk­efni.

Auglýsing

Nú hafa bólu­setn­ingar gengið vonum framar og Ísland fram­ar­lega í hlut­falli bólu­setn­inga, en eft­irá að hyggja líður mér eins mér hafi verið færð fal­leg brynja og skjöldur í miðju umsátri. Það nefndi það hins vegar eng­inn að til­gang­ur­inn væri að opna vindu­brúnna í sömu andrá. Alveg eins og reynt var síð­asta sumar með sömu afleið­ingum og við sitjum núna uppi með.

Mynd: Aðsend

Það er sjaldan sem ég tek undir mál­flutn­ing Sjálf­stæð­is­manna, en odd­viti bæj­ar­stjórnar Sjálf­stæð­is­manna í Vest­manna­eyjum hitti að vissu leyti naglann á höf­uðið þegar hún líkti stöð­ugu hringli með tak­mark­an­irnar frá degi til dags við pynt­ing­ar. Við sem byggjum Frón erum nú þegar búin að upp­lifa tvær illa ígrund­aðar til­raunir til þess að opna land­ið, til þess að skömmu seinna skella öllu í lás aft­ur. Þess á milli eru aðgerðir inn­an­lands íþyngj­andi fyrir öll önnur sam­skipti með til­heyr­andi and­legu álagi. Ísland var byggi­legt áður en ferða­menn flykkt­ust hing­að.

Sam­tökum ferða­þjón­ust­unnar virt­ist nefni­lega loks­ins hafa tek­ist að sann­færa rík­is­stjórn Íslands um að ákjós­an­leg­asti kost­ur­inn í stöð­unni væri lík­lega bara að hella ferða­mönnum á hjól atvinnu­lífs­ins svo Ísland geti loks­ins farið að græða aft­ur. Eins og fram­kvæmda­stjóri þeirra lét hafa eftir sér í útvarps­við­tali þann 24. mars: „Þó að ein­hver smit komi inn í gegnum landa­mæri þá eru það nátt­úr­lega við hér inn­an­lands sem sjáum um að dreifa þeim með óvar­legum hætt­i.“

Þetta er sem sagt okkur að kenna.

For­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar lét síðan hafa eftir sér í vik­unni að það væri gríð­ar­lega alvar­legt mál ef Ísland færi á rauðan lista því eitt­hvað erf­ið­lega gengur víst að selja ferðir í svona pestar­bæli. Eins og öll þessi harð­orðu bréf til ráð­herra hafi bara ekk­ert með þessa stöðu að gera. Eigum við, þau sem byggja þetta land, þá bara að drífa okkur öll saman í grímur og sjálf­skip­aðar sótt­kúl­ur?

Ísland er ekki Lególand, hér býr fólk. Við erum ekki hluti af ein­hverri sviðs­mynd til afþrey­ing­ar. Það eru færri ein­stak­lingar látnir á Nýja Sjá­landi heldur en á Íslandi en frelsið inn­an­lands hefur samt verið meira og stöðugra. Þeirra lausn var að veita frelsi inn­an­lands og tak­marka komur og farir við landa­mær­in. Við eigum nægi­lega mörg hót­el­her­bergi til þess að setja alla ferða­menn í sótt­kví. Ef ósk Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar er að Ísland verði grænt á ný er lausnin að styrkja landa­mærin á meðan löndin í kringum okkur eru enn að bisa við að bólu­setja hjá sér. Þá fyrst er hægt að selja þá ímynd að landið okkar sé sótt­laust.

Bless og takk fyrir okk­ur.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Pírata í Norð­vest­ur­-­kjör­dæmi fyrir kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar