Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?

Sósíalistar þurfa að varast skoðanakúgun og þjóðarfátækt, sem hefur fylgt þeim eins og skugginn í a.m.k. öld og þeir geta ekki þvegið hendur sínar af, skrifar Haukur Arnþórsson.

Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn virð­ist eiga fimm erindi: (i) Að efla jöfn­uð; að útrýma fátækt, sem hér verður nefnt fyrst af öllu, (ii) að auka rétt­læti; styrkja mann­rétt­indi og vinna gegn spill­ingu, (iii) að fella nýfrjáls­hyggj­una sem við­mið í stjórn­málum og koma á blönd­uðu hag­kerfi með sam­fé­lags­legum lausnum, (iv) að takast á við áskor­anir fram­tíðar og móta hreyf­an­legt þjóð­fé­lag sem rímar við hina hröðu fram­þróun og (v) að efla alþjóð­leg tengsl þeirra sem berj­ast gegn mis­skipt­ingu og ofbeldi auðs­ins. Þá þurfa sós­í­alistar sér­stak­lega að var­ast skoð­ana­kúgun og þjóð­ar­fá­tækt, sem hefur fylgt þeim eins og skugg­inn í a.m.k. öld – og þeir geta ekki þvegið hendur sínar af.

Marga rekur í rogastans þegar Sós­í­alista­flokkur Íslands er kom­inn með fjóra menn inn á Alþingi sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. Var sós­í­al­ism­anum ekki hafnað í eitt skipti fyrir öll um 1990?

Auglýsing

Komm­ún­istar/sós­í­alistar síð­ustu aldar héldu að þeir myndu óhjá­kvæmi­lega taka við stjórn sam­fé­lag­anna og köll­uðu það „sögu­legt hlut­verk“ sitt. Þeir þurftu aðeins að bíða eftir að þjóð­fé­lagið þró­að­ist. Þetta gekk ekki upp. Einnig byggðu þeir á stétt­grein­ingu Marx, sem nú á ekki við því hin mennt­aða milli­stétt er að verða stærsta stéttin og þeir sem eru utan vinnu­mark­aðar kúg­að­asti hóp­ur­inn, en ómennt­uðum verka­lýð fækk­ar. Fleira og enn alvar­legra hefur komið á dag­inn. Ekk­ert form efna­hags­kerfis hefur komið fram sem getur keppt við kap­ít­al­ismann og nán­ast öll sós­íal­ísk ríki hafa fallið vegna fátækt­ar. Þá hafa skoð­ana­of­sóknir og skelfi­leg kúgun og morð fylgt sós­í­al­ism­anum ekk­ert síður en fas­ism­an­um. Það var því með tölu­verðum létti sem mann­kynið kvaddi sós­í­al­ismann. Þess vegna þarf til­vera Sós­í­alista­flokks Íslands sér­stakrar rétt­læt­ingar við.

Eftir stendur þó að „bland­að“ hag­kerfi eins og byggt var upp á Norð­ur­löndum um miðja síð­ustu öld, gaf lengi besta raun – í öllum þjóð­fé­lags­til­raunum síð­ustu aldar – og bar með sér mestu hag­sæld, mesta jöfn­uð, minnsta skoð­ana­kúgun og sívax­andi hag­sæld þjóð­ríkj­anna. Nú er að vísu allt breytt og hraði breyt­inga slíkur að fram­þró­unin á sér enga sam­lík­ingu í sögu manns­ins og lausnir verða ekki sóttar til eldri aðstæðna, nema með veru­legum rétt­læt­ing­um. Og þær rétt­læt­ingar gætu verið að nor­rænu kerfin hafi reynst svo vel að þau séu alls ekki úrelt – eins og margir héldu, m.a. sós­í­alde­mókrat­ar, eftir alls­herj­ar­sigur frjáls­hyggj­unnar í heim­inum um 1990. Þær lausnir gætu átt við enn í dag, þótt heim­ur­inn sé ger­breytt­ur. En á sama tíma hefur heim­ur­inn minnkað svo mikið að þjóð­ríkið er sprungið utan af atvinnu­lífi, mennta­mál­um, stjórn­málum og félags­málum og hann býr við nýjar áskor­anir sem þarf að ein­hverju leyti að fram­kvæma á yfir­þjóð­legum vett­vangi.

En skoðun þá þær áskor­anir sem á þess­ari öld hafa orðið til að end­ur­vekja ein­hvers konar sós­í­al­isma. Hér er að vísu átt við það sem alltaf var kall­aður sós­í­alde­mókrat­is­mi, engum dettur sós­íal­ískt þjóð­fé­lag í hug lengur og nafnið Sós­í­alista­flokk­ur­inn gefur nei­kvæða mynd – heldur breytt fram­kvæmd innan kap­ít­al­ism­ans og þá á for­sendum þeirra hópa sem eru utan vinnu­mark­aðar og lægstu tekju­tí­und­ar­innar á vinnu­mark­aði. Það er hin nýja verka­lýðs­stétt.

Að efla jöfnuð

Þegar þetta er skrifað eru um 110 þús. manns yfir 18 ára utan vinnu­mark­aðar (at­vinnu­laus­ir, öryrkjar, aldr­aðir og náms­menn) og kannski 170 þús. manns á vinnu­mark­aði. Af þeim er sífellt stækk­andi hópur í verk­taka­vinnu* – þannig að reikna má með að um helm­ingur allra 18 ára og eldri lifi innan kerfa verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar/at­vinnu­rek­enda á næstu árum – og þá helm­ingur utan þeirra. Öll reglu­setn­ing í þjóð­fé­lag­inu mið­ast samt við kerfi verka­lýðs­fé­lag­anna/at­vinnu­rek­enda og hinir standa fyrir utan þau – og þannig fyrir utan stærsta og mik­il­væg­asta hluta félags­mála­kerf­anna.

Fátækt er einkum í hópnum utan vinnu­mark­aðar og nær einnig til neðstu tíund­ar­innar á vinnu­mark­aði. Lík­legt er að margir atvinnu­lausir fái ekki vinnu eftir COVID. Und­ir­stéttin á Íslandi er því einkum þeir sem eru utan vinnu­mark­aðar – og kúg­að­astir þeir sem eru í leigu­hús­næði. Þar sem tæknin er smám saman að frelsa okkur undan vinn­unni er hóp­ur­inn utan vinnu­mark­aðar stækk­andi – og það er sá hópur sem sós­í­alistar hljóta að miða bar­áttu sína við. Hann stendur utan allra helstu kerfa sem atvinnu­rek­endur og verka­lýðs­hreyf­ingin hafa samið um fyrir sína félags­menn (þjón­usta sem ríkið hefur van­rækt á sviði félags­mála, upp­bygg­ing sjúkra­sjóða, orlofs­þjón­usta, virkni­þjón­usta og líf­eyr­is­sjóða), nema hvað aldr­aðir hafa aðgang að líf­eyr­is­sjóð­um, en flestir þeirra eiga þó lít­inn rétt enn sem komið er og full rétt­indi fyrir alla á vinnu­mark­aði nást ekki fyrr en 2088. Öll þessi kerfi eru í nágranna­ríkj­unum í aðal­at­riðum rekin af opin­berum aðilum og standa öllum þjóð­fé­lags­þegn­unum til boða. Það þurfa þau líka að gera hér.

Það þarf einnig að efla jöfnuð í stærra sam­hengi, svo sem milli kynja, ald­urs­hópa, án til­lits til upp­runa o.s.frv. Þá þarf að koma á jöfnu vægi atkvæða, en lýð­ræðið er veru­lega skekkt; um 53 þús. íslenskir kjós­endur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru utan kosn­inga­réttar vegna misvæg­is­ins eins og er og allir af erlendum upp­runa sem ekki hafa íslenskan rík­is­borg­ara­rétt. Sam­an­lagt telja þessir rétt­lausu hópar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fleiri en allir kjós­endur lands­byggð­ar­kjör­dæmanna eru.

[*Um­breyt­ing nýrrar þekk­ingar í þjóð­fé­lags­leg verð­mæti á sér stað með nýsköpun og af sprota­fyr­ir­tækj­um. Með ein­földun má segja að af hverjum 50 sprota­fyr­ir­tækjum verði 49 gjald­þrota, en þetta eina sem sigrar heim­inn greiðir allan kostn­að­inn og mikið meira en það. Eftir stendur að þekk­ing allra starfs­mann­anna er til staðar og nýt­ist næsta sprota­fyr­ir­tæki. Verk­taka er meg­in­form vinnu og hreyf­an­leiki vinnu­aflsins innan þekk­ing­ar­iðn­að­ar­ins skapar mestan þjóð­ar­auð – á kostnað atvinnu­ör­ygg­is. Þjóð­fé­lagið þarf því að tryggja hag þessa fólks í nýju almanna­trygg­inga­kerf­i.]

Að auka rétt­læti

Rétt­læti snýst bæði um að styrkja það og að hafna veik­ingu þess. Það þarf að styrkja spill­ing­ar­varnir hér á landi og efla ábyrgð­ar­til­finn­ingu, einkum hjá þeim sem eru full­trúar almenn­ings og fara fyrir í atvinnu­lífi og félags­lífi. Það þarf að vinna gegn spill­ingu á grund­velli sann­gjarnar reglu­setn­ing­ar; ekki á for­sendum dóm­stóls göt­unn­ar.

Þá þarf að meta þann árangur sem náðst hefur – Ísland er í hópi bestu og rétt­lát­ustu þjóð­fé­laga í heim­in­um, raunar í sög­unni – og leita fyr­ir­mynda hjá öðrum þjóðum sem fremstar fara og er þá ein­vörð­ungu átt við hin Norð­ur­löndin og ESB, en ástand mann­rétt­inda­mála er víða slæmt ann­ars stað­ar. Stór­veldið Kína, sem stýrir að veru­legu leyti hug­bún­að­ar­gerð fyrir þriðja heim­inn, hefur farið fyrir í gerð kerfa sem gefur mögu­leika á að loka á óæski­legar skoð­an­ir, fylgj­ast með fólki á net­inu og á götu, heim­ili o.s.frv. Mörg þess­ara kerfa hafa jafn­vel borist til Vest­ur­landa – og almennt má segja að lýð­ræðið standi höllum fæti í tækni­þró­un­inni vegna hins glæsi­lega upp­gangs alræð­is­ríkja, segjum Kína og vegna tækni­þró­un­ar­innar sjálfr­ar; einkum upp­lýs­inga­tækni og líf­tækni og vegna þess að minnk­andi heimur hefur ekki fundið form þar sem sam­staða er um ábyrgð­ar­keðju frá íbúum til yfir­þjóðlegs valds.

Þá hótar tækni­þró­unin að gera lýð­ræðið marklaust; með sál­fræði­hern­aði sem getur svín­beygt þjóðir undir ákveðnar hug­mynd­ir. Enn hættu­legra verður ástandið þar sem bar­átta heims­veld­anna fer nú fram á net­inu – og gagn­vart almenn­ingi. Rúss­land herjar nú á Vest­ur­lönd og hefur ásamt olíu­ríkj­unum tölu­verð áhrif á skoð­ana­myndun á Íslandi eins og rann­sóknir sýna.

Ógnir líf­tækn­innar eru marg­vís­legar og að litlu leyti komnar fram, m.a. þær að yfir­stéttin kaupi sér „nýjan lík­ama og sál“ með erfða­efna­breyt­ingum og í þessu máli er auðs­skipt­ingin grund­vall­ar­at­riði – yfir­stétt­irnar geta orðið að yfir­burða­stétt­um. Þá er umbreyt­ing mann­kyns­ins að verða mögu­leika með breyt­ingum á DNA fólks o.fl. og gæti sitt sýnst hverjum í hvaða átt skuli halda.

Hér á landi þarf að sam­þykkja fleiri alþjóð­lega samn­inga sem tryggja rétt­indi minni­hluta­hópa – en á sama tíma að verja öll þau rétt­indi sem feng­ist hafa fram með EES-að­ild­inni; í stjórn­sýslu, varð­andi upp­lýs­inga­gjöf, per­sónu­vernd, sam­keppni, breyt­ingar á skipu­lagi atvinnu­lífs og opin­berrar þjón­ustu til að tryggja óhæði aðila o.s.frv. Við þurfum vald­dreif­ingu (sem sós­í­alistar voru mót­fallnir á síð­ustu öld) og alþjóð­lega hand­leiðslu á nýjum svið­um.

Að fella nýfrjáls­hyggj­una

Enda þótt frjáls­hyggjan hafi sigrað fas­is­mann og nas­is­mann um miðja síð­ustu öld og hug­mynda­kerfi komm­ún­ism­ans um 1990 og staðið uppi sem eina mögu­lega hug­mynda­fræði stjórn­mál­anna – fór hún fram úr sér með nýfrjáls­hyggj­unni – og nú er hún í sjálfu sér fallin og ræður á engan hátt við þær aðstæður sem mynd­ast hafa í heim­in­um.

Frjáls­hyggjan ræður ekki við tækni­þró­un­ina og því síður við líf­tækni­þró­un­ina. Tækni­þró­unin hótar að gera hluta mann­kyns­ins atvinnu­lausan – sem kallar á alger­lega nýja hug­mynda­fræði­lega nálgun flestra kerfa, ekki bara almanna­trygg­inga, heldur jafn­vel trú­ar­bragða (um iðni og aðrar dyggð­ir) – það má orða þetta þannig að tæknin frelsi fólk frá vinn­unni – og eftir stendur að skil­greina þarf upp á nýtt kröfur almenn­ings gagn­vart sam­fé­lag­inu. Í stað þess að eiga heimt­ingu á atvinnu á fólk heimt­ingu á vel­sæld, sem þýðir end­ur­skipan auð­skipt­ing­ar.

Almennt snýst nýfrjáls­hyggjan um að einka­væða opin­bera þjón­ustu á kostnað sam­fé­lags­legra lausna. Hún er líka öfga ein­stak­lings­hyggja og hug­mynda­fræði þeirrar þró­unar að jákvætt sé að fáir verði ríkir á kostnað margra.

En það má ekki blanda henni saman við aðra þróun sem fellur saman við hana í tíma; sem er þróun tækn­innar - en afköst hennar í orsaka­sam­hengi við lækk­andi vöru­verð og hækk­andi laun þýðir sístækk­andi þjón­ustu­ein­ingar með auk­inni hag­kvæmni og skil­virkni – þannig að lík­legt er að aðeins eitt fyr­ir­tæki geti þjónað hinum litla íslenska mark­aði á sumum svið­um. Það verður til hags­bóta fyrir þjóð­fé­lagið í heild og stendur því undir mestri vel­ferð. Það getur einnig þýtt að íslenski mark­að­ur­inn verði of lít­ill til að veita sam­bæri­leg verð og ger­ast í nágranna­ríkj­unum og þarf þá íslenskt atvinnu­líf að fara í útrás. Heim­ur­inn er lít­ill og afköst tækn­innar hrika­leg, erfitt virð­ist verða að forð­ast fákeppni og ein­ok­un.

Að takast á við áskor­anir fram­tíðar

Miklar fram­farir dynja á mann­kyn­inu, þannig að í mann­kyns­sög­unni er ekk­ert sam­bæri­legt tíma­bil að finna. Óhjá­kvæmi­legt virð­ist að sífelld vinna eigi sér stað við end­ur­gerð kerfa a.m.k. á sviði félags-, stjórn- og atvinnu­mála við þessar aðstæður og ekki er ger­legt að líta í bak­sýn­is­speg­il­inn – engar for­sendur halda nema um stuttan tíma. Nýjar lausnir eru óhjá­kvæmi­legar því að for­sendur eru eins og á færi­bandi tím­ans.

Þá er eins og almenn menntun beri með sér blóma­vöxt sem sífellt springur betur og betur út og sér ekki fyrir end­ann á því – þegar átt er við fram­farir á öllum sviðum mann­legrar virkni. Það er eins og geta mannsin hafi verið í dróma. Sós­í­alistar styðja almenna menntun og vinna með þeirri þróun sem hún ber með sér.

Þetta kallar sér­stak­lega á nýsköpun í stefnu sós­í­alista, þeir þurfa að skoða hvernig nýjar almanna­trygg­ingar geta þjónað almenn­ingi og þjóð­fé­lag­inu best og hvernig eðli­legt er að stjórn­mál og þjóð­fé­lags­leg gildi þró­ist almenn­ingi til hags­bóta.

Á Íslandi hefur ríkt varð­staða um öll meg­in­kerfi þjóð­fé­lags­ins s.s. sjáv­ar­út­veg, land­bún­að, stjórn­ar­skrá og önnur kerfi og gömlu atvinnu­grein­arnar eru sam­ofnar rík­is­kerf­inu, flokk­unum og bjóða nán­ast fram til Alþing­is. Sós­í­alistar vilja brjóta upp þessa varð­stöðu og byggja upp fjöl­breytt atvinnu­líf með nýsköpun og hug­viti – og upp­bygg­ingu háskóla­deilda úti á landi. Raunar hefur lands­byggð­inni blætt út með varð­stöð­unni um gömlu atvinnu­grein­arn­ar, en ný tækni fækkar stöðugt störfum í þeim greinum og sá sem vill auk­inn kvóta til þorpa sem byggða­úr­ræði, stuðlar að áfram­hald­andi minnk­andi atvinnu þar.

Ef sós­í­alistar horfa aftur fyrir sig og heimta að atvinnu­lífið verði eins og var fyrir 30-50 árum verða þeir áhrifa­lausir við mótun fram­tíð­ar­inn­ar, nán­ast nátt­tröll. Það ber því miður á hinum gömlu hug­myndum Alþýðu­banda­lags­ins í flokknum - að færa eigi klukku tím­ans aftur á bak, kallað „end­ur­reisum mjólk­ur­búð­irn­ar“).

Að efla alþjóð­leg tengsl

Heim­ur­inn er orð­inn lít­ill og verk­efni tækn­innar eiga nú að vera að bjarga honum til fram­tíð­ar, skapa öllum jöfn lífs­gæði og gera mann­kynið að herra alheims­ins, sem er nálægra en fólk held­ur. Óskamm­feilni og kúgun auð­fyr­ir­tækja og alþjóð­legra hringja (skattaund­anskot, mút­ur, kúgun þjóða) og ekki síður upp­lýs­inga­tæknin og líf­tæknin kalla eftir alþjóð­legri reglu­setn­ingu sem ég hef kallað alheims­stjórn­sýslu­stig. Jafn­framt er eðli­legt að menn­ing­ar­lega sam­leitir heims­hlutar móti sér reglu­setn­ingu á ákveðnum sviðum og eru NAFTA, ESB, ASEAN og frí­versl­un­ar­samn­ingur Kyrra­hafs­ríkja dæmi um slíkt stjórn­sýslu­stig. Óhjá­kvæmi­lega minnkar vægi þjóð­rík­is­ins í síminnk­andi heimi og hvort sem það er gott eða vont – er ekki nokkur leið að hindra það. Verk­efni mann­kyns­ins kalla á það.

Alþjóð­legt hlut­verk sós­í­alista er að sam­eina fram­farasinnuð öfl í öllum löndum við að auka jöfnuð og rétt­læti, með reglu­setn­ingu og breyttu hug­ar­fari; öllum íbúum jarð­ar­innar til góða. Satt að segja og þrátt fyrir for­gengi­leika flestra gam­alla komm­ún­ískra/sós­íal­ískra hug­mynda sá Marx alþjóða­þró­un­ina fyr­ir.

Löng hefð er fyrir því að sós­í­alistar aðhyllist ein­angr­un­ar­hyggju (hófst með Stalín 1923 með kenn­ing­unni um sós­í­al­isma í einu landi) og hefur fátt valdið meiri deilum meðal þeirra. Hún loddi við Alþýðu­banda­lagið og draugar þess fall­ast í faðma við mesta hægra aft­ur­haldið í land­inu í því efni – en ekk­ert og ég full­yrði ekk­ert - hefur farið verr með sós­í­al­ismann og aukið fátækt sós­íal­ískra ríkja meira en ein­angr­un­ar­hyggja og hefur hún jafn­vel ein og sér (auk kúg­un­ar) valdið mestu um fall þeirra.

Skoð­ana­kúgun og þjóð­ar­fá­tækt

Sós­í­alistar þurfa að sanna – í ljósi sög­unnar - að þeir beri ekki með sér skoð­ana­kúgun og fátækt. Í því efni þurfa þeir að vinna lýð­ræð­is­lega innan síns flokks og utan hans og nokkur góð merki eru um það, svo sem notkun slembivals og starf­semi mála­efna­hópa. Hins vegar vantar flokk­inn stjórn­skipu­lag og dreifða yfir­stjórn og kemur skipu­lags­leysi flokks­ins á óvart. Það að hafa ekki lýð­ræð­is­legt stjórn­kerfi virð­ist leiða til ein­ræðis eins manns.

Þá þurfa sós­í­alistar að hafna þjóð­ern­is­hyggj­unni og hætta að benda á lausnir sem lækka laun almenn­ings og minnka þjóð­ar­tekj­ur. Sós­í­alistar sem vilja færa hluta þjóð­ar­auðs­ins til lægra settra hópa sam­fé­lags­ins – mega ekki jafn­framt leggja til að þjóð­ar­tekjur minnki. Fátæktin hefur verið skuggi sós­í­al­ism­ans og þurfa flokks­menn virki­lega að huga að alþjóða­hyggj­unni og þjóð­ar­tekj­un­um.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ingur og félagi í Sós­í­alista­flokkn­um.

Þessi grein er skrifuð undir áhrifum frá bók­un­um: „Capi­tal and Idology“ eftir Thomar Pigetty, „21 les­son for the 21st Cent­ury“ eftir Yuval Noah Harari, „Draumar og veru­leiki“ eftir Kjartan Ólafs­son og „Covid-19: the great res­et“ eftir Klaus Schwab og Therry Mall­er­et.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar