Hvar er best að auglýsa á netinu?

Jón Heiðar Þorsteinsson
facebook_vef.jpg
Auglýsing

Nýverið var sagt frá því að íslensk fyr­ir­tæki verji meiri fjár­munum til birt­ingu staf­rænna aug­lýs­inga en til birt­inga í sjón­varpi. Jafn­framt munar litlu á því fjár­magni sem fer í birt­ingu staf­rænna aug­lýs­inga og aug­lýs­inga í dag­blöð­um.  Þó að straumur aug­lýs­inga­fjár leiti til nets­ins þá eiga Íslend­ingar nokkuð í land að verja jafn háu hlut­falli birt­ing­ar­fjár í netið og tíðkast á Norð­ur­lönd­unum þar sem þetta hlut­fall er um 40 - 47%.

Harðn­andi sam­keppni á íslenska met­mark­að­inum



Sam­keppnin á milli íslensku vef­miðl­ana um aug­lýs­ingafé er hörð og val­kostum fjölgar stöðugt. Til dæmis má nefna að frétta­miðlum fjölgar, til við­bótar við ris­ana mbl.is og vis­ir.is hafa bæst við sprækir miðlar á borð við Kjarn­ann, Nútím­ann og Stund­ina. Face­book og Google taka einnig til sín stóran hlut af því fé sem íslenskir aug­lýs­ingar verja í birt­ingar á net­inu.

Öfl­ugir inn­lendir vef­miðlar



Kost­irnir við að aug­lýsa á stóru inn­lendu vef­miðl­unum eru aug­ljós­ir, þeir eru mikið not­aðir og efni þeirra og við­mót er sér­sniðið að íslenskum not­end­um. Þeir eru vel til þess fallnir til að búa til vit­und fyrir vöru, þjón­ustu eða vöru­merkjum á skömmum tíma. Gall­inn er kannski helst sá að fæstir þeirra bjóða aug­lýsendum mögu­leika til að meta árangur af aug­lýs­ingum eða beina aug­lýs­ingum að ákveðnum mark­hóp­um. Aug­lýsendur  geta þó nýtt sér svo­kall­aðan Google URL Builder og lið­inn Campaigns í Google Ana­lyt­ics vef­mæl­ing­ar­kerf­inu til að sjá virkni aug­lýs­inga­miðla og bera þá saman út frá neð­an­greindum breyt­um:



  • Fjöldi smella og þá kostnað per heim­sókn


  • Verð­mæti her­ferða í beinni sölu frá vef


  • Hlut­fall not­enda sem skoða meira en eina síðu


  • Fjöldi not­enda


  • Síður per heim­sókn


  • Með­al­lengd heim­sóknar


  • Sölu­hlut­fall


  • Fjöldi færslna og tekjur




Sjálf­sagt er að nýta þetta til að velja á milli aug­lýs­inga­miðla og besta her­ferð­ir.

Hroll­vekj­andi aug­lýs­inga­mögu­leikar



Stóru alþjóð­legu vef­miðl­arnir Goog­le, Lin­kedin og Face­book bjóða aug­lýsendum góða mögu­leika á að beina aug­lýs­ingum að mark­hópum og meta virkni aug­lýs­inga. Allir þessir miðlar eiga það sam­merkt að safna miklum upp­lýs­ingum um áhuga­svið og per­sónu­leika not­enda sinna. Þegar mið­ill­inn er ókeypis er það not­and­inn sem er varan eins og oft hefur verið bent á. Hér er farið afar stutt­lega yfir þá mögu­leika sem þessir miðla bjóða aug­lýsend­um. Hér skal varað við því að sumum finnst lest­ur­inn vafa­lítið nokkuð hroll­vekj­andi.

Google AdWords



Google hefur lengi verið ríkj­andi á aug­lýs­ingum á net­inu en netris­inn hefur eign­ast skæðan sam­keppn­is­að­ila sem er Face­book. Það má velta því upp hvort þessir miðlar hafi ekki mis­mun­andi styrk­leika. Face­book er mið­ill augna­bliks­ins og hentar mjög vel fyrir aug­lýs­ingar á neyt­enda­mark­aði og til að kynna við­burði. Google aug­lýs­ingar eru góðar fyrir aug­lýs­ingar á fyr­ir­tækja­mark­aði eða fyrir vörur og þjón­ustu sem á sér langan líf­tíma og útheimtir rann­sókn­ar­vinnu hjá kaup­end­um. Þetta er þó auð­vitað ekki ein­hlítt.

Í Google AdWords má velja nokkrar teg­undir af aug­lýs­inga­her­ferðum en í grunn­inn eru þær þrenns­kon­ar:



  • Aug­lýs­ingar sem birt­ast með leit­ar­nið­ur­stöðum í Google leit­ar­vél­inni sjálfri. Það er hægt að skrifa all­nokkrar greinar um hvernig stilla má slíkar aug­lýs­ingar í Google AdWords en í grunn­inn gengur þetta út á að ná til fólks þegar það leitar sér upp­lýs­inga um vöru og þjón­ustu


  • Aug­lýs­inga­borðar (Dis­play campaign) sem koma fram á vef­síðum og öppum sem birta aug­lýs­ingar frá Google. Ef aug­lýsandi velur að setja upp slíka her­ferð getur hann til dæmis hand­valið þau vef­setur og öpp sem birta aug­lýs­ing­arn­ar. Hægt er að beina aug­lýs­ingum að kyni, ald­urs­hóp­um, stað­setn­ingu og að not­endum sem tala ákveðin tungu­mál. Enn­fremur má beina aug­lýs­ingum að fólki með ákveðið áhuga­svið eða þeim sem Google metur að sé að leita að vörum eða þjón­ustu sem við­kom­andi aug­lýsandi er að selja.


  • Vídeó á Youtube en þau birt­ast fyrir framan mynd­bönd hjá þeim aðilum sem leyfa slíkt. Þetta er tekju­upp­spretta fyrir ófáar Youtube stjörnur




 

Dæmi um val­mögu­leika fyrir aug­lýsendur í Google AdWords



 

target ads

Auglýsing

Face­book er nýi ris­inn á aug­lýs­inga­mark­aðnum



Face­book hefur eflt þjón­ustu við aug­lýsendur svo um munar enda er það svo að fyr­ir­tæki geta ekki lengur treyst á koma skila­boðum á fram­færi með stöðu­upp­færslum á Face­book án þess að greiða gjald fyrir dreif­ing­una.  Þó er oft­ast hægt að stóla á að myndir af fólki fái góða og ókeypis dreif­ingu en þá þarf að merkja (tagga) fólkið á mynd­un­um. Í grunn­inn má segja að Face­book bjóði fyr­ir­tækjum upp á tvenns­konar aug­lýs­ing­ar:



  • Fyr­ir­tæki geta keypt dreif­ingu á stöðu­upp­færslur frá sínum síðum


  • Hægt er að setja upp aug­lýs­inga­fer­ferð sem getur mið­ast að því að fá smelli á vef­set­ur, kynna fyr­ir­tækja­síður á Face­book, vekja athygli á við­burði, fá fólk til að nýta sér til­boð, horfa á vídeó eða setja upp app eða klára ein­hvers­konar pant­ana- eða kaup­ferli svo eitt­hvað sé nefnt




Aug­lýst á Face­book



Eins og í Google AdWords gefur Face­book aug­lýsendum mikla mögu­leika á því að beina aug­lýs­ingum að mjög vel skil­greindum mark­hóp­um. Beina má aug­lýs­ingum að ákveðnum lönd­um, land­svæð­um, borg­um, póst­núm­erum, konum eða körlum, ákveðnum ald­urs­hóp­um, fólki sem talar ákveðin tungu­mál, hefur ákveðin áhuga­mál eða er með ákveðið hegð­un­ar­mynst­ur.

audience

Mik­ill vöxtur í aug­lýs­ingum fyrir snjall­tæki



Bæði Google og Face­book leggja mikla áherslu á að aug­lýs­ingar henti fyrir not­endur í snjall­símum og spjald­tölvum enda er spáð miklum vexti á því sviði á næstu árum. Raunar er megnið af tekju­aukn­ingu Face­book að und­an­förnu rakin til aug­lýs­inga fyrir snjall­tæki og hefur fyr­ir­tækið náð miklum árangri á þessu sviði. Árangur Face­book á þessu sviði er svo góður að jafn­vel Google hefur þurft að lúta í lægra í haldi.

Víd­eóin eru van­nýtt



Fá íslensk fyr­ir­tæki virð­ast enn sem komið er aug­lýsa á Youtube og Face­book með því að birta þar víd­eó. Sá sem hér skrifar hefur góða reynslu af þessum aug­lýs­inga­leiðum enda er birt­ing­ar­kostn­aður í þessum miðlum mun lægri en í sjón­varpi.

Elti­hrellar Inter­nets­ins



Bæði Face­book og Google AdWords bjóða upp á svo­kall­aðan "Remar­ket­ing” mögu­leika, sem sagt að beina aug­lýs­ingum að not­endum sem hafa áður heim­sótt vef­síðu aug­lýsand­ands. Mörgum finnst sér­kenni­legt og jafn­vel ögn óþægi­legt að sjá aug­lýs­ingar um vöru og þjón­ustu sem þeir skoð­uðu ein­hvern­tím­ann á net­inu. Þetta er sem sagt skýr­ingin á slíku.

Aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðli fag­manns­ins



Að síð­ustu er rétt að tæpa á aug­lýs­inga­mögu­leikum í Lin­ked­in. Þó er rétt að taka fram að ekki er hægt að beina aug­lýs­ingum eða kynna stöðu­upp­færslur frá Lin­kedin sér­stak­lega að íslenskum not­end­um. Þeir sem vilja kynna efni, vörur eða þjón­ustu gagn­vart vel afmörk­uðum hópi fag­manna erlendis ættu samt sem áður að kynna sér Lin­ked­in. Þar má beina aug­lýs­ingum að not­endum eftir hvorki meira en minna en 10 mis­mun­andi breyt­um. Til dæmis má nefna að hægt er að beina aug­lýs­ingum að, not­endum sem starfa innan ákveð­inna iðn­greina, starfa hjá fyr­ir­tækjum af ákveð­inni stærð­argráðu, búa í til­teknu landi eða heims­álfu, eru með ákveðna starfstitla eða sér­þekk­ingu eða útskrif­ast úr til­teknum skólum eða numið  ein­stakar fræði­grein­ar.

Skjá­mynd úr Lin­kedin



linkedin

 

Aug­lýs­ingar eru fjár­fest­ingar



Ef­laust finnst mörgum ástæðu­laust að setja upp mjög ítar­legar skil­grein­ingar fyrir íslenskar aug­lýs­inga­her­ferðir enda er maður býsna fljótur að skil­greina sig niður í afar fámennan hóp. Það er þó gagn­legt að geta haft áhrif á birt­ingar gagn­vart aldri, kyni og búsetu eða verið nokkuð viss um að skila­boðin birt­ast þeim sem svo sann­ar­lega hafa áhuga á þeim eða gagn af þeim. Aug­lýs­ingar eru nefni­lega fjár­fest­ingar sem eiga að skila arð­semi. Mark­viss upp­setn­ing her­ferða og eft­ir­lit með virkni þeirra er því nauð­syn­leg. Til að svara spurn­ing­inni sem sett var í fyr­ir­sögn þess­arar greinar þá er best að aug­lýsa þar sem fjár­fest­ingin skilar sér best til baka og auð­veld­ast er að fylgj­ast með hvernig geng­ur.

Um Jón Heiðar

Höf­undur hefur sér­hæft sig í staf­rænni mark­aðs­setn­ingu og er með AdWords Certification, Hann er mark­aðs­sér­fræð­ingur hjá Advania og rekur ferða­bloggið Stuck in Iceland í frí­stund­um.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None