Í nýju fjárlagafrumvarpi eru kynnt áform um byggingu 400 félagslegra leiguíbúða. Einum og hálfum miljarði er veitt í verkefnið. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta verkefni. 1500 miljónir deilt á 400 íbúðir gera 3.75 miljónir pr. íbúð.
Ef íbúðirnar kosta 300.000 kr pr. fm, og meðalstærð 60 fm, er verð pr. íbúð 18 miljónir. Það vantar með öðrum orðum 14,25 miljónir upp á byggingarkostnað hverrar íbúðar. Til að klára þessar 400 íbúðir vantar þá 5700 miljónir upp á að dæmið gangi upp.
Hvaðan á sá mismunur að koma? Hvernig á svo að dreifa þessum íbúðum um landið?
Félagslegar íbúðir eru almennt í eigu og rekstri sveitarfélaganna. Eiga þau að fjármagna mismuninn? Þar sem þörfin er mest, gætu 100 íbúðir eða svo kostað viðkomandi sveitarfélag upp undir 1500 miljónir, sömu upphæð og stjórnvöld ætla í allt verkefnið.
Hvernig á að byggja þessar íbúðir?
Núverandi stjórnvöld settu fyrir tveimur árum nefnd um framtíðarskipan húsnæðismála. Hún átti meðal annars að leita leiða til að lækka byggingarkostnað húsnæðis. Hverju hefur 2ja ára leit skilað? Hversu ódýrari verða þessar íbúðir? Verður byrjað á hinum endanum a la IKEA og spurt hvað má leigan kosta á mánuði?
Núverandi ríkisstjórn ætlar að eyða 80 miljörðum af almannafé í svokallaða skuldaleiðréttingu. Sú upphæð nýtist einungis þeim sem eiga sinn íverustað. Ruðningsáhrif þessara aðgerða herða enn hálstakið á íslenskum leigjendum
Húsnæðismálaráðherra hefur látið skína í 20 til 25% húsnæðiskostnað af ráðstöfunartekjum láglaunaðra. Verður lagt upp með það í byggingu þessa húsnæðis?
Í tengslum við kjarasamninga skuldbatt ríkisstjórnin sig í maí til að byggja 2300 félagslegar íbúðir á næstu 4 árum (2016 til 2019). Samkvæmt því ætti að byggja fjórða partinn, 575 íbúðir, á næsta ári. Af hverju er talan lækkuð um 175 íbúðir þremur mánuðum síðar?
Núverandi ríkisstjórn ætlar að eyða 80 miljörðum af almannafé í svokallaða skuldaleiðréttingu. Sú upphæð nýtist einungis þeim sem eiga sinn íverustað. Ruðningsáhrif þessara aðgerða herða enn hálstakið á íslenskum leigjendum.
Fyrir 80 miljarða (skuldaleiðréttingin) væri hægt að byggja u.þ.b. 4500 félagslegar íbúðir miðað við 18 miljónir pr. íbúð, eins og að ofan. Þannig aðgerð gæti komið leigumarkaði höfuðborgarsvæðisins á réttan kjöl.
Það er viðlagaástand á leigumarkaði höfuðborgarsvæðisins.
Það er viðlagaástand á leigumarkaði höfuðborgarsvæðisins. Milli 4 og 5 þúsund manns búa í ólöglegu húsnæði í iðnaðarhverfum, bílskúrum og kjallarakompum. Þessi mannfjöldi samsvarar íbúafjölda Seltjarnarness, eða Vestmannaeyja. Þegar eldgos átti sér stað í Vestmannaeyjum leystu þáverandi stjórnvöld húsnæðisvanda Vestmannaeyja fljótt og vel. Náttúruhamfarir kalla á skjót viðbrögð í húsnæðismálum.
Í dag líta hins vegar stjórnvöld á ástand leigumarkaðarins sem náttúrulögmál. Það er vandamálið. Fjárlagafrumvarpið er staðfesting á því.