Hvar varst þú þegar geirvartan var frelsuð?

Hulda Hólmkelsdóttir
freethenipple.jpg
Auglýsing

Stöldrum aðeins við og hugsum okkur um. Ég hef ekki tölu á því hversu margar myndir ég hef séð af karl­mönnum berum að ofan í gegnum tíð­ina. Jafn­vel hóp­myndir þar sem fjöld­inn allur af karl­mönnum berar geir­vörtur sín­ar.

Ég vissi hins vegar vel hvernig við­brögðin væru ef hópur kvenna gerði það sama. Þangað til í gær. Þar til í gær hefðu við­brögðin verið á þá leið að kon­urnar hefðu verið skammaðar fyrir að særa blygð­un­ar­kennd fólks eða vera sjálfum sér til skamm­ar. Já, og þær hefðu lík­lega fengið skila­boð frá mönnum sem bæðu um fleiri mynd­ir.

Auglýsing


Í gær fór netið á hlið­ina. Ungar konur fengu nóg af þeim tví­skinn­ungi að  karl­menn mættu birta myndir af geir­vörtum sínum án þess að mæta for­dómum en þær ekki. Stór hópur kvenna sýndi sam­stöðu í verki og birti myndir af brjóst­unum á sér.



Brjóst eru ekki kyn­færi.



Það kann að koma mörgum á óvart en brjóst eru ekki kyn­færi. Brjóstum er ekki ætlað að örva neinn kyn­ferð­is­lega. Alveg eins og júgrum kúa er ekki ætlað að örva neinn kyn­ferð­is­lega. Þeim er ætlað að næra afkvæmi.



Hversu kjána­legt er þá að konur megi ekki gefa brjóst á almanna­færi? Konum er oft gert að fara afsíðis til að næra börnin sín til að særa ekki blygð­un­ar­kennd ann­arra. Það sendir þau skila­boð að þær eigi að skamm­ast sín fyrir að nota brjóstin sín í þeim til­gangi sem þau þjóna. Þessi fitu­vefur sem situr framan á flestum konum var ekki gerður til að þjóna neinum kyn­ferð­is­legum til­gangi. Hann var gerður til að næra unga­börn, til að fram­leiða mjólk. 



Það á að vera í höndum kvenna hvort þær beri eða feli brjóstin sín. Engra ann­arra. Það á eng­inn að geta sagt okkur að ákveð­inn lík­ams­hluti okkar særi blygð­un­ar­kennd fólks meira en sam­bæri­legur lík­ams­hluti karla. Það kall­ast kynja­mis­rétti og það leyn­ist víða.



Þær frá­bæru og kjörk­uðu konur sem hafa brjóst sín á net­inu síðan þetta byrj­aði (en þær eru of margar til að telja á þessum tíma­punkti) voru ekki að birta mynd­irnar fyrir kyn­ferð­is­lega örvun eins né neins. Þetta er yfir­lýs­ing um að völdin séu í okkar hönd­um. Þið, sem hafið sent konum skila­boð og beðið um fleiri mynd­ir, megið skamm­ast ykkar og fræða ykkur bet­ur. Von­andi áttið þið ykkur á því hvað hegðun ykkar er skað­leg og að þið gerið sjálfa ykkur að fífl­um.



Vanda­málið er marg­þætt



Þetta er ein­ungis einn angi þess risa­stóra vanda­máls að konum sé kennt að lík­amar sínir séu eitt­hvað til að skamm­ast sín fyr­ir. Sjálfri leið mér þannig þangað til í gær. Þetta við­horf, að karl­menn þurfi bara að hylja klofin á sér en konum beri að hylja helm­ingi meira af sínum lík­öm­um, hefur áhrif. Það grefur sig inn í und­ir­með­vit­und­ina.



Meira að segja í kvik­myndum eru brjóst kvenna oft­ast hul­in, jafn­vel þó að þær eigi að hafa stundað besta kyn­líf lífs síns örfáum sek­úndum fyrr. Þær eru oft­ast með lakið breitt yfir bring­una til að hylja allt á sem sett­leg­astan hátt svo að ekk­ert fari fyrir brjóstið á fólki. Aldrei hef ég séð karl­mann hylja á sér bring­una við sam­bæri­legar aðstæð­ur.



Í ljósi þess að staf­rænt kyn­ferð­is­of­beldi (hefnd­arklám, hrelliklám) hefur verið mikið milli tann­ana á fólki að und­an­förnu kemur þessi bylt­ing eins og ferskur and­vari inn í sam­fé­lag­ið. Hópur kvenna lýsir því yfir að þær, og þær ein­ar, hafi völd yfir sínum lík­öm­um. Ég get ekki ímyndað mér það hversu dýr­mætt það er fyrir þolendur staf­ræns kyn­ferð­is­of­beldis að sjá slíkan stuðn­ing í verki. Að sjá og vita að - þó að ein­hver hafi reynt að taka af þeim völdin yfir eigin lík­ama með sví­virði­legum mynd­reif­ingum - þá hafi þær enn völdin í sínum hönd­um. Ég leyfi mér að kalla þetta bylt­ingu vegna þess að ég held að ekki verði aftur snú­ið. Ég vona að þetta geri það að verkum að þeir sem beita staf­rænu kyn­ferð­is­of­beldi verði valda­laus­ir. Ég vona að við hættum að kyn­gera lík­ams­hluta að óþörfu.



Kyn­slóðin sem verður ekki kyn­gerð



Kunn­ingi minn er ungur fað­ir. Hann á tæp­lega eins árs gamla dótt­ur. Hann tók þátt í bylt­ing­unni með því að birta mynd af sér og dóttur sinni og sagði að hún hafi viljað þakka kyn­systrum sínum fyr­ir. Það er mín heitasta ósk að sú litla stúlka verði aldrei kyn­gerð. Að hún þurfi aldrei að skamm­ast sín fyrir neinn lík­ams­hluta sinn. Sá draumur er ekki svo fjar­stæðu­kenndur eftir gær­dag­inn. Gær­dag­ur­inn sýndi svo vel hvað það þarf lítið til að breyta við­horfi fólks. Fjöl­margar stelpur sem vissu upp á sig sök­ina eftir að hafa gert lítið úr kyn­systrum sínum fyrir nekt­ar­myndir tóku þátt og við­ur­kenndu mis­tök sín. Að hugsa sér hversu mörgum við­horfum hefur verið breytt á einum degi. Ég vona að sú stutta, sem fagnar brátt eins árs afmæli sínu, muni hlæja dátt þegar hún heyrir for­eldra sína segja í góðra vina hópi: „Hvar varst þú þegar geir­vartan var frelsuð?” Að sú hug­mynd um að konur þurfi að skammast sín fyrir lík­ama sína verði þá löngu horf­in.



Höf­undur er tals­kona Ungra vinstri grænna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None