Í stóra samhenginu er Evrópa ekki að kljást við flóttamannavanda

flottamenn_Munich.jpg
Auglýsing

Flótta­manna­vand­inn í kjöl­far langvar­andi stríðs­á­taka í Sýr­landi er vafa­laust ein stærsta frétt árs­ins sem hefur snert marga. Á Íslandi birtist þetta skýrt í átak­inu „Kæra Eygló Harðar - Sýr­land kall­ar“. Þá er ekki ólík­leg­t að myndin af látna sýr­lenska drengnum á ströndum Tyrk­lands verði í flokki á­hrifa­rík­ustu frétta­myndum allra tíma þegar fram líða stund­ir. Á Íslandi, sem og víða á Vest­ur­lönd­um, hefur athyglin beinst að for­dæma­lausum straumi flótta­manna til Evr­ópu, aðal­lega frá Sýr­landi. Fjöld­inn eykst með hverjum deg­inum og ­síð­asta árið hefur um hálf milljón sýr­lenskra flótta­manna sótt um hæli víðs­vegar um Evr­ópu, þar af 62 þús­und í sept­em­ber síð­ast­liðn­um.

Flótta­manna­vandi Evr­ópu í alþjóð­legu sam­hengi 

Þegar tekið er mið af frétta­flutn­ingi og orð­ræð­u ­sam­fé­lags­ins væri eðli­legt að draga þá ályktun að flótta­manna­vand­inn í Evr­ópu sé sá ­mesti sem sést hefur í heim­inum á síð­ustu ára­tug­um. Ef t.a.m. „Europe refu­gee cris­is“ er slegið inn í leit­ar­vél­ina Google birt­ast 581 þús­und nið­ur­stöð­ur­. Þegar allir heims­hlutar eru teknir með inn i mynd­ina blasir við að flótta­manna­vand­inn sem Evr­ópa stendur frammi fyrir núna er langt í frá því að vera sá stærsti hingað til. Á yfir­borð­inu gefur almenna umræðan því skakka mynd af raun­veru­leik­an­um.

Í kjöl­far þjóð­ar­morð­anna í Rúanda flúðu meira en tvær millj­ónir heima­manna land sitt til nágranna­land­anna. Þeir miklu flutn­ingar leiddu síðan til fyrra ­Kongó stríðs­ins árið 1996 þar sem 250-800 þús­und manns týndu lífi sínu. Ef „Rwanda refu­gee cris­is“ er slegið inn í Google leit­ar­vél­ina birt­ast 927 ­nið­ur­stöð­ur.

Auglýsing

Sé horft til núver­andi flótta­manna­vanda í víð­ara sam­hengi skilar „Midd­le E­ast refu­gee cris­is“ 51 þús­und nið­ur­stöðum á Google. Samt liggur það fyrir að ­rúm­lega fjórar millj­ónir Sýr­lend­inga hafa þurft að flýja heima­land sitt á síð­ustu árum og dvelja flestir í nágranna­löndum fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs. Þar að auki eru nærri  8 millj­ónir Sýr­lend­inga á flótta í eigin landi.

Það eru mun fleiri flótta­menn víða ann­ars staðar

Í lok síð­asta árs voru tæp­lega 60 millj­ónir manna með stöðu „flótta­manns“ um heim all­an. Þar af höfðu 19,5 millj­ónir flú­ið heima­land sitt og af þeim dvöldu 86% í þró­un­ar­lönd­um. Í þeim ríkjum er algeng­t að þjóð­ar­tekjur á mann séu um 1/40 af þjóð­ar­tekjum meðal Íslend­ings, jafn­vel minni.

Eitt af þessum löndum er Chad, sem hýsti 450 þús­und flótta­menn í lok árs 2014. Í Chad lifði 40% þess­arar 10 milljón manna þjóðar á undir 226 krónum á dag árið 2011 skv. Alþjóða­bank­an­um. Hlut­falls­lega er þó vand­inn e.t.v. stærst­ur í Líbanon þar sem flótta­menn voru 1,3 millj­ón­ir, á meðan þjóðin telur tæp­lega 6 millj­ón­ir.  Í Evr­ópu búa um 740 millj­ónir manna, samt skilar „Le­banon refu­gee cris­is“ ein­ungis 4.440 nið­ur­stöðum á Google.

Afhverju snýst þetta þá allt saman um Evr­ópu?

Töl­fræðin hefur talað sínu máli og þessi ein­falda Google grein­ing bend­ir til þess að áherslan á Evr­ópu og þann „flótta­manna­vanda“ sem álfan glímir við í dag er í engu sam­ræmi við umfang vand­ans, ef hann er borin saman við fyrr­nefnd ­dæmi. En hvers vegna fær flótta­manna­vandi Evr­ópu mesta athygli?

Ætli fólk tengi betur við og láti sig meira varða vanda­mál sem standa þeim nærri? Það hljómar alla­vega ekki svo galin skýr­ing. Jafn­framt virð­ist gal­inn ­maður að nafni Jósef Stalín hafa aðra mögu­lega skýr­ingu þegar hann sagði að dauði eins manns sé harm­leikur en dauði millj­óna töl­fræði. Á vís­inda­leg­u nót­unum hafa sál­fræð­ingar sett fram kenn­ing­una „collapse of compassion“ sem gæti útlagst sem „hrun sam­kennd­ar“ á íslensku. Ein rann­sókn fólst í því að segja sögu og sýna mynd af stúlku frá Dar­fúr. Sam­an­burð­ar­hóp­ur­inn fékk ­sam­bæri­lega sögu og var þeim sýnt myndir af átta börn­um. Nið­ur­staðan var sú að ­seinni hóp­ur­inn fann till minni sam­kennd­ar. Er „hrun sam­kennd­ar“ að spila með­ okkur Evr­ópu­búa líka? Ætli það sé ástæðan fyrir því að við finnum minna til með­ milljón manns í fjar­lægð, í sam­an­burði við ein­stakar dæmisög­ur, sem eru mun nærri okk­ur?

Þeir sem kom­ast til Evr­ópu þurfa síst á hjálp að halda

Manns­líf verða greini­lega ekki „verð­mæt“ fyrr en þau eru komin inn fyr­ir­ landa­mæri Evr­ópu eða ef þau birt­ast á sjón­varps­kjánum okk­ar. Það er galið. Í til­felli flótta­manna sem koma til Evr­ópu er raunin líka sú að þeir þurfa ­jafn­vel síður á hjálp að halda en þeir sem sitja eft­ir, t.d. í flótta­manna­búð­u­m í Líbanon. Ástæðan er sú að það er mjög dýrt að kom­ast til Evr­ópu, og því er það aðeins á færi þeirra efna­meiri að leggja á sig ferða­lag­ið. Það er líka aug­ljóst að fólk þarf að vera nokkuð heilsu­hraust til að ferðast hund­ruðir kíló­metra í allskyns aðstæðum og að vera til­búið að leggja slíkt ­ferða­lag á börnin sín.

For­gangs­röðun

Það skal ekki gera lítið úr þeim vanda flótta­manna sem koma til Evr­ópu en ­mik­il­vægt er að hafa hið alþjóð­lega sam­hengi á bak við eyrað. En einmitt mið­að við þann fjölda fólks sem löndum í neyð hafa tek­ist að veita skjól hafa ­Evr­ópu­búar enga afsök­un. Þar á meðal Íslend­ing­ar. Þrátt fyrir okkar „skort á reynslu“ borgar það sig fyrir okk­ur. Þá má ekki heldur gleyma því að mesta neyðin er ennþá langt frá okk­ur, hvort sem það er í Sýr­landi eða ann­ars stað­ar. Mann­legur harm­leikur í Suð­ur­-Súdan er ekki minni mann­legur harm­leikur held­ur en mann­legur harm­leikur í flótta­manna­búðum í Ung­verja­landi. Sönnum að óþokk­inn Jósef Stalín hafi haft rangt fyrir sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None