Í þágu hestsins

Ingunn Reynisdóttir dýralæknir, dýrahnykkjari, hestamaður og hrossaræktandi skrifar um blóðtöku úr fylfullum merum, sem hún telur að eigi að vera ólögleg á Íslandi.

Auglýsing

Ég hef unnið við að temja, þjálfa og rækta hross frá blautu barns­beini. Ég hef síðan unnið sem dýra­læknir síðan 2003 bæði sem hér­aðs­dýra­lækn­ir, þjón­ustu­dýra­læknir og svo sjálf­stætt starf­andi dýra­læknir og með­höndlað í minni vinnu ótelj­andi hross.

Í þess­ari veg­ferð minni hef ég sankað að mér mjög víð­feðmri þekk­ingu og lesið óhemju mikið af gögn­um/­rann­sóknum á atferli hrossa og sjúk­dómum og með­höndl­un. Hef unnið með ótal mörg hross sem hafa orðið fyrir bæði and­legum og lík­am­legum skaða.

Þar sem fólk virð­ist eiga mjög erfitt með að setja sig í spor hests­ins sem ekki til þekkja langar mig ekki síst að fræða og fara í gegnum þá upp­lifun sem hest­ur­inn verður fyrir við þessa með­höndlun sem blóð­takan getur verið og afleið­ingar henn­ar.

Hestar eru gíf­ur­lega næmar skepnur og skyni gæddar ver­ur. Þeir upp­lifa til­finn­ingar svo sem hræðslu, kvíða, missi, ein­mana­leika, ánægju, gleði og svo til allar aðrar til­finn­ingar eins og við mann­skepn­an. Hestar læra af reynsl­unni – með því að prófa sig áfram og eru sér­fræð­ingar í að nema hin minnstu smá­at­riði. Hestar taka eftir mun minni merkjum en mað­ur­inn. Hestar hafa ekki rök­hugsun og vegna þess geta þeir ekki dregið álykt­an­ir, þeir læra bara af reynsl­unni (al­hæf­a).

Þar sem hestar eins og önnur spen­dýr læra af fyrri reynslu man hest­ur­inn best af öllu eftir spennu og hræðslu og myndar oft sér­stak­lega sterk tengsl við slæmar/sársukafullar minn­ing­ar. Hann er bráðin og lítur á okkur sem rán­dýr. Sem bráð eru hestar ein­stak­lega færir í að fela sárs­auka/v­an­líð­an, mega ekki sýna rán­dýr­inu veik­leika sýna. Því miður fyrir hest­inn getur þetta haft áhrif á vel­ferð þeirra, þar sem eig­end­ur/um­ráða­menn/­dýra­læknar gera sér ekki oft grein fyrir því. Það getur leitt til þess að þeim er oft mis­boðið and­lega og lík­am­lega.

Hvað ger­ist hjá mer­i/hesti sem lendir í þeim aðstæðum sem blóð­merar eru settar í? Þær eru reknar inn í þröng­ann töku­bás aðskildar frá sínu fol­aldi, mýldar og höfuð reyrt upp, síðan er bakstrekkj­ari settur yfir bakið á þeim. Bara það að hún er mýld og höfuð reigt upp veldur hrossum gíf­ur­legri van­líðan og getur valdið algjörri ofsa­hræðslu og mik­illi slysa­hættu. Þessar aðfarir gera þeim ókleift að fara fram, aft­ur, til hliðar eða að prjóna upp. Eina und­an­komu­leiðin er að leggjast, sem er það versta sem flótta­dýr getur hugsað sér til að flýja undan hætt­unni.

Það er ekki hægt að útskýra fyrir hest­inum að þetta taki ein­ungis nokkrar mínu­t­ur, hann upp­lifir sig í bráðri lífs­hættu. Oftar en ekki eru blóð­merar lítið eða ótamdar hryssur og upp­lifunin er alger ang­ist/hræðsla og sárs­auki og þær berj­ast um en kom­ast ekki und­an.

Lært hjálp­ar­leysi

Í lýs­ingum Ísteka segir „temj­ist þær á nokkrum skiptum og standi þá kjurr­ar“ og „Því er ekki að neita að ýmis­legt getur gengið á í byrj­un, en flestar hryssur temj­ast ótru­lega fljótt“ (Egg­ert Gunn­ars­son et al, 1982).

Afhverju gera þær það? Hest­ur­inn eins og öll dýr reynir að forð­ast sárs­auka/hættu. Þegar það er gert ómögu­legt að flýja, byrja þeir oft­ast á að vera æstir og berj­ast um, bíta, slá, reyna að flýja hætt­una/sárs­auk­ann. Þegar þeir finna að sama hvað þeir gera geta þeir ekki kom­ist undan áreit­inu gef­ast þeir upp.

Þeir hestar geta farið yfir í það sem kallað er lært hjálp­ar­leysi (e. lear­ned helpless­ness) sem er skil­greint sem and­legt ástand þar sem dýrið/ein­stak­ling­ur­inn lærir að það hefur enga stjórn á óþægi­legum eða skað­legum aðstæð­um. Öll þeirra við­brögð eru til­gangs­laus og þau eru hjálp­ar­laus. Það eru var­an­legar líf­fræði­legar afleið­ingar sem ná mun lengra og dýpra en að geta ekki forð­ast áreitið eða sárs­auk­ann.

Auglýsing

Þegar hestar geta ekki kom­ist undan sárs­auk­anum eða áreit­inu er það þeirra lausn að virð­ast rólegir og aðgerð­ar­lausir til að draga ekki athygli rán­dýrs­ins að sér. Hjá þessum hestum mælist oft hærra magn cortisol sem er stress­horm­ón, einnig sjást oft maga­sár hjá þessum hestum og eru þeir oft með skert ónæm­is­kerfi.

Lært hjálp­ar­leysi sýnir svipuð ein­kenni og not­ast við svip­aðar heila­brautir og mik­ill sárs­auki í iðra­líf­færum, t.d deyfð, sinnu­leysi, minni árverkni, lægri púls og lægri blóð­þrýst­ing­ur. Látum ekki blekkj­ast af þeim merum sem teym­ast inn í bás­inn „sjálf­vilj­u­g­ar“ án bar­áttu, þær eru búnar að kom­ast að því að þær kom­ast ekki undan og hafa gef­ist upp.

Lýs­ing blóð­mera­bónda af hans upp­lifun á hvernig hans merar breytt­ust við blóð­tök­una eftir eitt ár í blóði er skýrt dæmi um lært hjálp­ar­leysi. En hann lýsir þvi þannig að merar sem áður voru spakar og sótt­ust eftir snert­ingu við mann­inn urðu eftir nokkur skipti dauf­ar, kaldar og forð­uð­ust snert­ingu manns­ins.

Okkar sam­leið og vinna með hest­inum á að byggj­ast á sam­vinnu ekki þving­unum og ofbeldi. Tamn­ing­ar- og þjálf­un­ar­að­ferðir sem kenndar eru í dag byggj­ast á hest­vænum aðferðum og leit­ast er við að útrýma aðferðum sem byggj­ast á þving­unum og ofbeldi.

Í dag eigum við að vita betur og gera betur í allri okkar vinnu og umgengni við hross. Þessi með­höndlun sam­rým­ist ekki þeim hug­myndum sem við höfum um dýra­vel­ferð í dag. Íslenski hest­ur­inn hefur ein­stak­lega gott geðslag, er yfir­veg­aður og þol­góður en þarna er eng­inn vafi á því að verið er að seil­ast inn í sál­ina og það er ekki ásætt­an­legt.

Ég tel því þessa með­höndlun vera skýrt brot á lögum um vel­ferð dýra 2013 nr. 2013/55. Þar er skýrt tekið fram að mark­mið laga þess­ara er að stuðla að vel­ferð dýra, þ.e. að þau séu laus við van­líð­an, hungur og þorsta, ótta og þján­ingu, sárs­auka, meiðsli og sjúk­dóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar ver­ur. Enn­fremur er það mark­mið lag­anna að þau geti sýnt sitt eðli­lega atferli eins og frekast er unnt.

Einnig er í reglu­gerð um vel­ferð hrossa nr. 910/2014 tekið fram að til­gangur reglu­gerð­ar­innar er að tryggja vel­ferð og heil­brigði hrossa með góðri með­ferð, umsjá og aðbún­aði. Leit­ast skal við að hross geti lifað í sam­ræmi við sitt eðli­lega atferli eins og fram­ast er kost­ur. Einnig er í 9. gr tekið fram að óheim­ilt er að þvinga hross í höf­uð­burð með bún­aði sem gefur ekki eftir eða að upp­gefa hross með bind­ingum eða öðrum þving­un­um.

Það er engum blöðum um það að fletta að þessar merar eru að upp­lifa van­líð­an, ótta og sárs­auka og eru beitt þving­unum með bind­ing­um.

Blóð­magn og blóð­hagur

Blóð­magn sem tekið er úr þessum merum stang­ast á við allar rann­sóknir sem skrif­aðar hafa verið um til­raunir á blóð­töku hjá hrossum, hvað þá allar við­mið­un­ar­reglur sem gilda í flestum sið­uðum löndum um til­rauna­dýr.

Haldið er fram að blóð­magn íslenska hests­ins sé 35-37 lítrar af fyr­ir­tæk­inu Ísteka. Það rétta er að sam­kvæmt birtum rann­sóknum á blóð­magni hesta er magn blóðs í hrossum að með­al­tali 75 ml/kg sem gerir að okkar hestur sem er 350-390 kg er með um 26-29 lítra.

Einnig sýna rann­sóknir að fyl­fullar hryssur séu með allt að 15% minna magn af blóði en hinn venju­legi hest­ur.

Hér á landi eru fjar­lægðir allt að 5 lítrar í einu, einu sinni í viku í allt að tvo mán­uði. Um 17-19% af heild­ar­magni blóðs­ins tekið í hverri blóð­töku.

Þar sem þessar merar telj­ast til til­rauna­dýra ættu að vera til verk­lags­reglur um blóð­tök­una en alþjóð­legar verk­lags­reglur um til­rauna­dýr bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum eru þær að það megi taka allt að 7,5% viku­lega og aldrei ráð­lagt að taka meira en 15% vegna hættu á blæð­ing­ar­losti og ef svo er þá verða að líða 4 vikur á milli blóð­töku. Einnig að ef farið er yfir 10% mörkin verði að gefa vökva í æð til að vega upp á móti blóð­tapi. Sam­kvæmt þessu mætti þá taka mest um 2 lítra.

Hross þola blóð­missi allt að 15%, í und­an­tekn­ing­ar­til­fellum jafn­vel 20–30%, án þess að þurfa á blóð­gjöf að halda en þau þurfa að minnsta kosti 1 mánuð til að jafna sig, hafa rann­sóknir sýnt. Innan Evr­ópu­sam­bands­ins og í Sviss er blóð­taka úr fyl­fullum hryssum og hryssum með folöld á spena bönnuð með öllu, nema í örlitlu magni til rann­sókna og lækn­is­með­ferð­ar. Þar sem það telst sið­ferði­lega rangt eru ekki til rann­sóknir hversu mikið blóð megi taka úr þeim. Álagið á blóð­mer­arnar er þrí­þætt á við önnur hross, þær eru að nota orku í að fram­leiða mjólk fyrir fol­aldið og að þroska hið ófædda fyl sem og að nota orku í að bæta upp fyrir það blóð­tap sem þær verða fyrir viku­lega.

Full­yrð­ing Ísteka er að þetta hafi engin áhrif á mer­arnar lík­am­lega eða þeirra blóð­bú­skap og vitna í eigin rann­sókn­ir. Engar birtar rann­sóknir frá þeim sýna fram á það og ekki er hægt að fá neinar upp­lýs­ingar varð­andi þessar rann­sóknir sem sagt er að séu fram­kvæmdar þrátt fyrir ítrek­aðar til­raun­ir.

Birt er línu­rit á vef Ísteka um hemoglobin magn í blóði, ekk­ert sagt um fjölda mera, tekið er fram að blóðprufa sé tekin á sama tíma og blóði er safn­að. Þetta getur gefið rangar nið­ur­stöður þar sem milta í hrossum er þann gert að það hefur miklar auka blóð­birgðir sem eru los­aðar við mikla áreynslu eða álag og geta aukið rauð blóð­korn og hemoglobin allt að tvö­falt í blóð­rás. Rann­sóknir á við­brögðum hjá hrossum þar sem mikið magn blóðs hefur verið tekið er að hemoglobin gildin eru að lækka í allt að viku eftir blóð­tök­una en fara svo hægt upp á við. Ráð­lagt er að taka sýni 1-7 dögum eftir blóð­töku til að fá rétt­ari nið­ur­stöðu.

Auglýsing

Nákvæmar klínískar blóð- og efna­rann­sóknir fyrir og í kjöl­far blóð­töku ætti að vera ófrá­víkj­an­leg regla þegar um er að ræða með­ferð á til­rauna­dýr­um. Rann­sóknir sem kraf­ist er af Mat­væla­stofnun er hematokrit og hemoglobin án skýrra tíma­marka og ein­ungis á hluta hryss­anna á tveggja ára fresti, verða hins vegar að telj­ast ófull­nægj­andi með öllu.

Eina efnið sem til er á prenti um blóð­tökur á fyl­fullum merum er skrifað 1982 af Egg­ert Gunn­ars­syni og Þor­steini Ólafs­syni þegar blóð­tök­urnar eru að byrja hér á landi. Þar lýsa þeir meðal ann­ars hvaða áhrif blóð­takan getur haft á sumar mer­ar, sem híma fyrst á eft­ir, á meðan aðrar leggjast, velta sér og liggja hríð­flatar og geta þess vegna orðið afvelta. Þá segir að þeim sé líka hætt við klums sem sýnir klár­lega að þarna er verið að fara yfir mörkin og sýna ein­kenni blóð­leys­is. Sem dýra­læknir myndi ég taka þessu sem skýru merki um að hér þyrfti með­höndl­unar við.

Sam­kvæmt heim­ildum frá MAST eru til þrír íslenskir laga­textar sem eiga við um blóð­töku vegna fram­leiðslu á PMSG. Það eru lög um vel­ferð dýra nr. 55/2013, reglu­gerð nr. 910/2014 um vel­ferð hrossa og reglu­gerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vís­inda­skyni og er hún gerð eftir til­skipun ESB nr. 2010/63 sem varðar EES. Leyfi Ísteka til fram­leiðslu á PMSG bygg­ist á reglu­gerð nr. 460/2017. Þar með telst blóð­taka til lyfja­vinnslu til til­rauna á dýrum, líkt og í ESB. Nú er lög­gjöf ESB og íslensk lög­gjöf varð­andi til­raunir á dýrum byggð á lög­mál­unum þremur sem eru:

  1. skipta út, það er að í öllum til­vikum sem hægt er á að nota aðrar aðferðir en dýr til til­rauna,
  2. draga úr, það er draga úr þeim fjölda dýra sem notuð eru í til­raun
  3. fín­stilla/­full­vinna til að lág­marka áhrif sem til­rauna­dýr verður fyr­ir.

Reyndar er meg­in­reglan sú að aðeins megi gera til­raunir á dýrum ef eng­inn önnur leið er í boði.

Allar dýra­til­raunir verða að vera metnar á grund­velli þess að vís­inda­legur ávinn­ingur á móti álagi sem lagt er á dýrin sé nauð­syn­legur og ómissandi. Þessi „dýra­til­raun“ er hvorki vís­inda­lega nauð­syn­leg þar sem gerðar hafa verið ítar­legar rann­sóknir á blóð­bú­skap hrossa og gjör­sam­lega óþörf á sviði dýra­lyfja­rann­sókna þar sem hægt er að nota aðrar aðferðir sem og önnur kemísk lyf í sama til­gangi. Nú þegar er búið að þróa aðferðir til fram­leiðslu á eCG þar sem not­aðar eru sér­stakar frumu­línur á rann­sókn­ar­stofu.

Einnig er skýrt kveðið á um það í reglu­gerð um vel­ferð hrossa, nr. 910/2014, að ekki megi gera aðgerðir á hrossum án lækn­is­fræði­legrar ástæðu en í þessu til­viki er greini­lega brotið gegn því ákvæði.

Því er blóð­taka á fyl­fullum hryssum í hagn­að­ar­skyni ólög­leg og stjórn­völd geta ekki sam­þykkt hana.

Höf­undur er dýra­lækn­ir, dýra­hnykkj­ari, hesta­maður og hrossa­rækt­andi.

Heim­ildir

Recomm­enda­tions for Ensuring Good Welfare of Hor­ses Used for Industrial Blood, Serum, or Urine Prod­uct­ion. Xavier Man­teca Vila­nova, Bonnie Bea­ver, Mette Ulda­hl, and Pat­ricia V. Turn­er. Animals 2021,11,1466.

Horse Welfare During Equine Chorionic Gona­dotropin (eCG) Prod­uct­ion. Xavier Man­teca Vila­nova, Nancy De Bri­yne , Bonnie Bea­ver and Pat­ricia V. Turn­er. Animals 2019,9,1053.

Blóð­söfnun úr fyl­fullum hryssum til lyfja­fram­leiðslu. Egg­ert Gunn­ars­son og Þor­steinn Ólafs­son. Ráðu­nauta­fundur 5. Árg 2 tlbl. 1982

A good pract­ice guide to the administration of substances and removal of blood, inclu­ding routes and volumes. Karl-Heinz Diehl, Robin Hull, David Morton, Rud­olf Pfister, Yvon Rabemamp­i­an­ina, David Smith, Jean-Marc Vidal, Cor Van De Vorsten­bosch. App­lied tox­icology vol 21, 2001.

Equine welfare. C. Wayne Mcllwraith og Bern­ard E. Roll­in, Wiley-Blackwell. UFAW

Cardiovascul­ar, Haematolog­ical and Biochem­ical Responses After Large Volume Blood Collect­ion in Hor­ses: n:Malikides, J.L.Hodg­son, R.J. Rose, D.R. Hodg­son. The vet­er­in­ary journal 2001,162

Haematolog­ical responses of repeated large volume blood collect­ion in the hor­se. N.Malakides, P.J Moll­i­son, S.W.J. Reid and M. Murray. Res­e­arch in vet­er­in­ary sci­ence 2000, 68

Reglu­gerð um vernd dýra sem eru notuð í vís­inda­skyni nr 460 26 maí 2017

Fund­ar­gerðir fagráðs um vel­ferð dýra 28 ágúst 2017 og 24 nóv­em­ber 2021

Bústjórn við nýt­ingu á blóði fyl­fullra hryssna til lyfja­fram­leiðslu BS rit­gerð maí 2019 Dag­rún Krist­ins­dóttir

Academic horse tra­in­ing. Equita­tion sci­ence in pract­ice. 2008 Andrew McClean og Manu­ela McClean

A review of knowledge reg­ar­ding blood volume and splenic res­erve in the horse. Journal of Equine Vet­er­in­ary Sci­ence Volume 3, Issue 3, 1983, Pages 94-98 Glen R.Mang­set­h1William J.Horn ofDVM1

Equine exercise physi­ology. The sci­ence of exercise in the athel­etic hor­se. Kenn­eth W. Hinchcliff BVSc (Hons)MS PhD Dip ACVIM. Raymond J.Geor BVSc MVSc PhD Dipl ACVIM. Saund­ers Elsevier 2008.

A new classification to diagnose type of anemia in Stand­ardbred hor­ses: Retrospect­ive stu­dy. Journal of equine vet­er­in­ary sci­ence 44 (2016) 21-25. Bar­bara Padal­ino, Guiseppe Rubino, Ros­anna Lacinio, Ferruccio Pet­azzi.

Develop­ment of a suita­ble manu­fact­uring process for prod­uct­ion of a bioact­ive recomb­in­ant equine chorionic gona­dotropin (reCG) in CHO-K1 cells Car­los JavierVill­arr­azaa, Sebastián Ant­uñae Mar­ía, Belén Tar­di­voe, María Cel­este Rod­rígu­eza, Pablo Mussi­ob, Luci­ano Catta­neoc, Diego Font­anaade, Pablo U.Díazch, Hugo H.Or­tegach, Andres Trí­bu­log, Alej­androM­acagnof, Gabriel A.Bófg, Natali­aCeagli­oa, Claudi­oPri­etobde Ther­iogen­ology vol 172, 15 Sept­em­ber 2021, Pages 8-19.

Ethical consider­ations in animal stu­dies. Mehdi Ghasemi and Ahmad Reza Dehpo­ur. J Med Ethics Hist Med. 2009; 2: 12. Publ­is­hed online 2009 Jul 30.

Ethical guidelines for use of animal in res­e­arch. 8/7/2019 Given by the national Committee for res­e­arch ethics in sci­ence and technology (NENT) 2018

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar