Pillunotkun ungmenna: Bláa pillan

Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar þríleik um internetmenningu. Nú er komið að bláu pillunni.

Auglýsing

Í mynd­inni Fylki (e. Mat­rix) fer lífið fram í sýnd­ar­veru­leika sem er stjórnað af vél­um. Til þess að brjót­ast úr sýnd­ar­heim­inum og berj­ast gegn skugga­meist­ur­unum þarf að taka rauða pillu, en ef þú vilt lifa áhyggju­laus án vit­neskju um að lífið þitt sé lygi getur þú tekið bláa pillu. Síð­asti texti fjall­aði um þá sem vilja berj­ast gegn ríkj­andi kerfi, þá sér­stak­lega hægri-öfga­menn, en hvað með það fólk sem tekur bláu pill­una og spilar með kerf­inu?

Hvort sem það er trúin á rétt­látan heim (e. Just world fallacy), hrygg­leysi eða miðju­moð sem knýr leik­menn þá er klárt mál að það er best að spila með. Það er best að kjósa bjart­sýna Fram­sókn, mæta á grill­kvöld með hægri­körlum og ljóða­upp­lestur með vinstriliði. Sagan er ekki skrifuð af mik­il­menn­um, heldur bók­mennta­fræð­ing­unum þeirra. Hættu að reyna að vera merki­leg mín kæra lesönd, sam­þykktu að fljóta í gegnum lífið sem and­ar­ungi í straum­þungri á. 

Auglýsing
Ef yður hefur ein­hvern tím­ann liðið eins og að til­vistin ætti að snú­ast um meira en að snúa hamstra­hjólum atvinnu­lífs­ins þá er yður nær að líta í eigin barm. Mundu að Birt­ingur rækt­aði garð­inn sinn, ekki skóg! Finnst þér eins og að það sé eitt­hvað veru­lega skakkt í hvernig sam­fé­lagið er byggt upp? Þetta er lík­leg­ast bara eitt­hvað and­legt. Kulnun lík­leg­ast. Taktu kvöld­nám­skeið í ein­hverju sem þú hefur gaman að. Ekki ímynda þér hvernig barna­þræl myndi líða í Smára­lind­inni.

Því nú þegar við erum komin á stoppi­stöð sög­unnar þá er ekki lengur þörf á öfga­fullum aðgerðum til þess að ná fram umbót­um. Mót­mæli hægja á umferð, öfgar í stjórn­málum drepa stemn­ing­una, gagn­rýnin hugsun á ekki heima ann­ars­staðar en í mark­aðs­grein­ingu og nú flokka flestir þannig að hnatt­hlýnun hlýtur að redd­ast. Treystum bara þeim sem stjórna til þess að redda þessu fyrir okk­ur. Við erum nefni­lega öll á sama báti, þrátt fyrir að ein­hverjir fái millj­arð á ári.

Hvor pillan er skárri? Sú sem dregur þig úr helli Platóns og sýnir þér plast­hafið í kringum hann eða pillan sem lamar þig? Hvora pill­una myndir þú taka? Hefur þú val? Les­andi ég verð að játa að ég á ekki efni á rauðu pill­unni, því þegar ég er orð­inn stór þá verða jökl­arnir horfnir og Reykja­vík sokkin undir sæ. Ég vil ekki þurfa að pæla í því, heldur vil ég huga að hnattreisu og hvaða raf­mynt ég mun fjár­festa í næst.

Kannski ætti maður samt að reyna að kasta upp bláu pill­unni ein­hvern tím­ann, áður en það er of sein­t. 

Höf­undur er nemi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar