Pillunotkun ungmenna: Bláa pillan

Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar þríleik um internetmenningu. Nú er komið að bláu pillunni.

Auglýsing

Í mynd­inni Fylki (e. Mat­rix) fer lífið fram í sýnd­ar­veru­leika sem er stjórnað af vél­um. Til þess að brjót­ast úr sýnd­ar­heim­inum og berj­ast gegn skugga­meist­ur­unum þarf að taka rauða pillu, en ef þú vilt lifa áhyggju­laus án vit­neskju um að lífið þitt sé lygi getur þú tekið bláa pillu. Síð­asti texti fjall­aði um þá sem vilja berj­ast gegn ríkj­andi kerfi, þá sér­stak­lega hægri-öfga­menn, en hvað með það fólk sem tekur bláu pill­una og spilar með kerf­inu?

Hvort sem það er trúin á rétt­látan heim (e. Just world fallacy), hrygg­leysi eða miðju­moð sem knýr leik­menn þá er klárt mál að það er best að spila með. Það er best að kjósa bjart­sýna Fram­sókn, mæta á grill­kvöld með hægri­körlum og ljóða­upp­lestur með vinstriliði. Sagan er ekki skrifuð af mik­il­menn­um, heldur bók­mennta­fræð­ing­unum þeirra. Hættu að reyna að vera merki­leg mín kæra lesönd, sam­þykktu að fljóta í gegnum lífið sem and­ar­ungi í straum­þungri á. 

Auglýsing
Ef yður hefur ein­hvern tím­ann liðið eins og að til­vistin ætti að snú­ast um meira en að snúa hamstra­hjólum atvinnu­lífs­ins þá er yður nær að líta í eigin barm. Mundu að Birt­ingur rækt­aði garð­inn sinn, ekki skóg! Finnst þér eins og að það sé eitt­hvað veru­lega skakkt í hvernig sam­fé­lagið er byggt upp? Þetta er lík­leg­ast bara eitt­hvað and­legt. Kulnun lík­leg­ast. Taktu kvöld­nám­skeið í ein­hverju sem þú hefur gaman að. Ekki ímynda þér hvernig barna­þræl myndi líða í Smára­lind­inni.

Því nú þegar við erum komin á stoppi­stöð sög­unnar þá er ekki lengur þörf á öfga­fullum aðgerðum til þess að ná fram umbót­um. Mót­mæli hægja á umferð, öfgar í stjórn­málum drepa stemn­ing­una, gagn­rýnin hugsun á ekki heima ann­ars­staðar en í mark­aðs­grein­ingu og nú flokka flestir þannig að hnatt­hlýnun hlýtur að redd­ast. Treystum bara þeim sem stjórna til þess að redda þessu fyrir okk­ur. Við erum nefni­lega öll á sama báti, þrátt fyrir að ein­hverjir fái millj­arð á ári.

Hvor pillan er skárri? Sú sem dregur þig úr helli Platóns og sýnir þér plast­hafið í kringum hann eða pillan sem lamar þig? Hvora pill­una myndir þú taka? Hefur þú val? Les­andi ég verð að játa að ég á ekki efni á rauðu pill­unni, því þegar ég er orð­inn stór þá verða jökl­arnir horfnir og Reykja­vík sokkin undir sæ. Ég vil ekki þurfa að pæla í því, heldur vil ég huga að hnattreisu og hvaða raf­mynt ég mun fjár­festa í næst.

Kannski ætti maður samt að reyna að kasta upp bláu pill­unni ein­hvern tím­ann, áður en það er of sein­t. 

Höf­undur er nemi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar